Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1999, Blaðsíða 10
10 %eilsugæsla LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 JLlV Vió Barnalœknaþjónustuna í Domus Medica starfa 14 lœknar sem allir eru sérfrœðingar í barnalœkningum. Þeir skipta því á milli sín aó vera á vakt virka daga til tíu á kvöldin og um helgar frá kl. 11-15 og lengur ef þörf krefur. Á Barnalœknaþjónustunni er reynt aö sjá til þess aö fólk þurfi ekki aö bíöa lengur en í mesta lagi 15-20 mínútur og þess vegna er fólk beðiö aö hringja á undan sér til aö fá tíma. Þetta hlýtur að vera ánœgjuefni fyrir foreldra sem flestir hafa kynnst óþœgirtdunum ef börn þeirra veikjast á kvöldin Ólafur Gísli Jónsson: Yndislegt að vinna með krökkum Ólafur Gísli Jónsson, sérfræðingur í blóðsjúkdómum og krabbameinslækningum barna, segir að starfið geti auðvitað verið geysilega erfitt þegar illa gengur en oftast sé það mjög gefandi. DV-myndir Hilmar Pór Ólafur Glsli Jónsson er fyrst spurður að því hvað það sé að vera sérfræðingur í bamalækningum. „Sérfræðingar í barnalækningum eru læknar sem hafa hlotið sér- menntun og þjálfun i að greina og meðhöndla heilsufarsvandamál barna. Þá er ekki eingöngu átt við sjúkdóma, heldur einnig ýmsa með- fædda galla, þroskafrávik og ýmis- legt annað sem tengist heilsufari og aðbúnaði bama í sem víöustum skilningi. Eftir almennt læknanám og kandidatsár hér heima tekur nám í bamalækningum a.m.k. 3-4 ár erlendis en flestir bamalæknar núorðið eru einnig með undirsér- grein og hafa þá verið lengur við nám. Ég er sérfræðingur i blóðsjúk- dómum og krabbameinslækningum barna og vinnan í minni undirsér- grein fer að mestu leyti fram inni á spítala. Hins vegar er vinnan á Barnalæknaþjónustunni fyrst og fremst almennar barnalækningar." Hver var þörfin fyrir þjónustu eins og þá sem þið bjóðið? „Við teljum að foreldrar á íslandi eigi fullan rétt á því að fara beint til barnalæknis með börn sín ef þeir kjósa. Upphafið að Barnalæknaþjón- ustunni var að margir okkar lækn- anna höfðu kynnst þvi erlendis að fólk getur farið beint til barnalækn- is hvenær sem það þarf á þjónustu hans að halda. í Bandaríkjunum er til að mynda algengast að hver fjöl- skylda sé með sinn barnalækni. Við höföum líka fundið mjög fyrir því að margir foreldrar vilja geta farið beint til barnalæknis með veikt barn og þá líka utan venjulegs dag- vinnutíma. Sjúkrahúsin hafa lengi verið með bráðamóttöku fyrir börn en þar þarf einnig að sinna inniliggjandi sjúklingum og fólk því oft þurft að bíða lengi eftir þjónustu. Á Barnalæknaþjónustunni höfum við óskað eftir því að fólk hringi og fái tíma svo að biðin með veikt bam verði sem minnst. Til að mæta þess- ari þörf byrjuðum við 11 barna- læknar með Barnalæknaþjónustuna í október 1995. Síðan hafa nokkrir bamalæknar bæst í hópinn. Flestir okkar starfa á sjúkrahúsunum og eru með stofu í Domus Medica eða annars staðar í bænum þar sem við sinnum okkar sérgreinum dags dag- lega. Á kvöldin og um helgar skipt- umst við síðan á að vera til taks á Barnalæknaþjónustunni. Við getum leyst úr langflestum þeim vanda- málum sem til okkar koma en ef þörf er á frekari rannsókn eða barn er mjög veikt er það vitaskuld sent strax á spítala. Við teljum að þörfin fyrir þjónustu sem þessa hafi sannað sig þar sem sjúklingum hjá okkur hefur stöðugt verið að fjölga. Foreldrar borga nú u.þ.b. 900 kr. fyrir við- tal við barnalækni en 300 kr. með afsláttarkorti. Verðið á Barnalæknaþjón- ustunni á kvöldin og um helgar er það sama.“ Eru bamalækningar ekki það erfiðasta sem hægt er að starfa við? Einkum þín sérgrein, krabbameinslækningar? „Nei, að vera barna- læknir er mjög gefandi starf. Það er yndislegt að vinna með krökkum. Það er líka þannig með flesta sjúkdóma sem herja á böm að það gengur vel að með- höndla þá. Þetta á jafnvel einnig við um mitt fag, þar sem kringum 70% barna sem greinast með krabba- mein komast yfir það. Oft er starfið auðvitað geysi- lega erfitt þegar illa gengur en maður gefur sig allan í það og reynir svo að jafna sig inni á milli. Ánægju- stundirnar em líka miklu fleiri en þær erfiðu. Al- mennt má segja að ef mað- ur nálgast börn á þeirra eigin forsendum og gefur þeim tíma þá gengur mjög vel að fá þau til samvinnu. Sum þeirra yngstu eru auðvitað hrædd en við kunnum ýmis ráð þannig að oftast er hægt að skoða börnin án þess að mikið fari fyrir gráti og gnístran tanna,“ segir Ólafur Gísli. -þhs Katrín Davíðsdóttir: Engir hvítir sloppar Katrín Davíðsdóttir er yfir ungbarnaverndinni á barnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur en hún er einnig með stofu í Domus Medica og stendur vaktir á Barnalæknaþjónustunni. „Þegar maður vinnur utan spítala og er með stofu að deginum tii þá segir fólk við mann: „Það er aldrei hægt aö ná í þig þegar barnið er veikt!" segir Katrín Davíðsdóttir barnalæknir en hún er einn þeirra lækna sem þjónustar unga sjúk- linga viö Barnalæknaþjónustuna. Hún segir enn fremur að foreldr- ar með veikt barn þurfi að komast með bamið til læknis nákvæmlega þegar það veikist en ekki á morgun eða hinn daginn. „Við höfum auðvitað alltaf fundið fyrir því. En til þess að geta veitt þessa þjónustu þurfum við að vera mörg og tilbúin að leggja það á okk- ur að vinna mikið. Ég hef bæði unn- ið á sjúkrahúsi og utan sjúkrahúss og alls staðar hef ég fundið að það er mikil ásókn í að komast til barnalæknis á kvöldin og um helgar þegar börnin em veik. Sjúkrahúsin em ekki mönnuð til þess að sinna minni háttar kvillum en af því að fólk vill komast til barnalæknis fer það á bráðamóttökurnar og það verður þess valdandi að minni tími er til staðar fyrir böm sem eru virkilega veik. Fólk lendir líka óhjá- kvæmilega í því að þurfa að bíða eftir hjálp." Hvemig hafa foreldrar tekið þess- ari nýju þjónustu? „Þeir hafa tekið henni mjög vel, margir segjast hefðu viljað vita af þjónustunni fyrr og ásóknin hefur aukist. Það er algengt að fólk láti í ljós ánægju sína, bæði þegar það kemur og fer, sérstaklega yfir því að þurfa ekki að bíða með börn sín veik. Viö höfum getað staðið við þá tíma sem við gefum fólki og ef það myndast einhver bið þá köllum við út annan lækni." I Það em kvillar af ýmsu tagi sem læknarnir fást við á þessum tímum. Katrín segir að algengust séu til- fallandi veikindi eins og kvef, eymabólgur, asmi, hægða- og þvag- færavandamál. En eru bömin ekki hrædd við ykkur læknana. Er þetta ekki vanþakklátt starf? „Nei, starfið er mjög skemmti- legt,“ segir Katrín. „Við höfum það fyrir reglu að vera ekki í hvitum sloppum og gemm okkar besta í að hafa umhverfið bamvænlegt. Sum börn hafa vitaskuld slæma reynslu frá fyrri tíð, læknar hafa ef til vill þurft að stinga þau og af þeim sök- um eru þau hrædd. En það er oft hægt að tala þau til og láta þau gleyma óttanum. Maður kann líka ýmsar aðferðir til þess.“ -þhs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.