Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1999, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 12. JUNI 1999 15 Að nærast á sögusögnum Sögusagnir hafa aö líkindum alltaf verið hluti af pólitískri bar- áttu. Stjórnmálamenn nærast og deyja á sögusögnum og fjölmiðl- ar hafa margir lifibrauð af því að kynda undir. Við íslendingar kunnum nokkuð í að fleyta sög- um um náungann en við erum börn í samanburði við Banda- ríkjamenn og vonandi verðum við það áfram, þó ýmislegt bendi til að við séum óðum að læra. Sögusmetturnar fara á kreik fyrir kosningar enda jarðvegur- inn þá frjósamur - fjölmiðla og almenning hungrar í góða kjafta- sögu um menn og málefni. Við sáum dæmi um hvernig kjafta- sögur fóru á kreik í prófkjörum stjórnmálaflokkanna fyrir sið- ustu kosningar og raunar í kosn- ingabaráttunni sjálfri. Sögurnar felldu að þessu sinni a.m.k. einn stjórnmálamann. Sögusmettur hafa sérstakt yndi af þvi að eyði- leggja starfsferil - því glæsilegri því betra og skemmtilegra. Það er ekkert nýtt að kjafta- sögur um menn og málefni séu hluti af stjórnmálabaráttu enda oft til mikils að vinna. Gróa á Leiti hefur alltaf verið til staðar og mun alltaf lifa góðu lífi. Margt bendir þó til að sú gamla sé að verða illvígari en áður, bæði hér á landi og annars staðar en þó sérstaklega í Bandaríkjunum. Forseti og sögusagnir Þeir sem fylgjast með banda- rískum stjórnmálum vita hve mikilvægar sögusagnir geta ver- ið í hörðum slag þeirra sem sækjast eftir opinberum embætt- um. Á stundum eiga þessar sög- ur við rök að styðjast en stund- um er ekki flugufótur fyrir þeim. Það ræður þó ekki úrslitum um hvort þær fá byr undir vængi. Fiskisagan flýgur ef hún er góð. Gary Hart, fyrrum frambjóð- andi í forkosningum demókrata til forseta, varð fórnarlamb sögu- sagna sem áttu sér stoð í raun- veruleikanum. Hann neyddist til að draga framboð sitt til baka þrátt fyrir að vera spáð sigri í for- kosningunum. Óli Björn Kárason ritstjóri Michael Dukakis, fyrr- um ríkisstjóri Massachusetts og frambjóðandi demókrata í forseta- kosningunum 1988, glímdi í baráttunni við George Bush við rægitungur er sökuðu eigin- konu hans um lyfjamisnotk- un. Síðar kom á daginn að hún hafði misnotað lyf en náð bata. Sjálfur þurfti Dukakis að sæta ásökunum um geðræn vanda- mál, en aldrei komu fram neinar sannanir. Jack Kemp, fyrrum húsnæðis- málaráðherra og varaforsetaefni Bobs Doles í síðustu forsetakosn- ingum hefur verið fórnar- lamb slúður- bera. í gegn- um árin hafa æ ofan í æ farið á kreik sögur um samkyn- , hneigð hans, sem er dauðadómur fyrir hægri- sinnaðan stjórnmála- mann í Bandaríkjun- um. Þrátt fyrir ítrekað- ar rannsókn- ir margra fjölmiðla hef- ur aldrei ver- ið sýnt fram á að sögurn- ar eigi við 1 ■" rök að styðj- ast. Bob Dole varð sjálfur fyrir barðinu á Gróu en sögur um framhjáhald hans í fyrra hjóna- bandi fóru af stað í kosningabar- áttunni. Bæði The Washington Post og Time tímaritið rannsök- uðu málið og ræddu við meinta ástkonu Doles. Hvorugt blaðið taldi sannanir vera fyrir hendi en slúðurblaðið National Enquirer birti „fréttina“. Bill Clinton forseti hefur ekki farið varhluta af kjaftasögum og slúðri hvers konar. Sumt hefur reynst eiga stoð í raunveruleik- anum, eins og flestir vita, en arinað hefur verið tilraun póli- tískra andstæðinga til að sverta forsetann. Þegar Clinton bauð sig fyrst fram til forseta árið 1992 gegn George Bush fóru fjölmiðlar strax að velta sér upp úr þvi að hann hefði komið sér hjá her- skyldu á árum Víetnamstríðsins með óeðlilegum hætti. Svo langt var gengið að Clinton var sakað- ur um föðurlandssvik vegna þátt- töku í mótmælum í London gegn stríðinu. Jafnvel þáverandi for- seti, George Bush, talaði um að heimsókn Clintons til Moskvu á tímum Víetnamstríðsins hefði verði óeðlileg. Kjaftasögur fóru af stað um að Clinton hefði verið á snærum sovésku leyni- þjónustunnar, KGB. Þessi ásök- un var algjörlega úr lausu lofti gripin. Bush og kókaín Þeir sem sækjast eftir að kom- ast til áhrifa í stjómmálum eiga alltaf á hættu að fjölmiðlar skyggnist inn í fortíð þeirra, enda ekkert við slíkt að athuga sé farið eftir öllum reglum sann- gjarnrar blaða- mennsku. Vandi þeirra sem starfa á fjölmiðlum er að átta sig á því hvenær verið er að misnota þá í annarlegum til- gangi til að koma höggi á pólitíska andstæðinga eða keppinauta á öðr- um vettvangi. Margt bendir til að margir bandarískir prentmiðlar hafi enn einu sinni fallið á prófinu nú þegar dregur að for- setakosningum. Að minnsta kosti 37 dagblöð og tímarit hafa að undanförnu birt frétt- ir og ritstjórnargreinar þar sem fjallaö er um hugsanlega kókaínneyslu Georges W. Bush, ríkisstjóra Texas og lík- legasta frambjóðanda repúblikana í komandi kosn- ingum. Eins og nafnið bendir til er hann sonur fyrrum forseta Bandaríkjanna. Fyrir nokkrum vikum fjallaði bandaríska dagblaðið The Wall Street Journal ítarlega um sögu- sagnir sem hafa verið á kreiki um eiturlyfjaneyslu Bush á yngri árum. Blaðið bendir á að kjaftasagan um neyslu sé ein sú vinsælasta með- al manna í samkvæmum í Was- hington og víða um Bandaríkin. Allir hafi heyrt um kókaínneyslu Bushs og sumir segist hafa heim- ildir frá fyrstu hendi. En enginn getur lagt fram neinar sannanir eða rökstuðning fyrir sögunni. Ungur og ábyrgðarlaus Svo þrálátar eru sögurnar að því er jafnvel haldið fram að Bush hafi keypt kókaín á götu- horni í Washington og verið í vímu við hátíðarhöld þegar faðir hans tók við embætti. Blaða- menn The Wall Street Journal rannsökuðu þennan áburö sér- staklega og ræddu við fjölda fólks sem var með George Bush yngri við embættistökuna. Allir neita því afdráttarlaust að hann hafi neytt vímuefna. Og blaða- mennirnir könnuðu einnig hvort fótur væri fyrir sögum um eitur- lyfjaneyslu Bush á námsárunum. Skólafélagar sögðu allt slíkt tal út í hött. Þeir sem gegndu herþjónustu með Bush eða hafa átt við hann við- skipti neita aUir að hann hafi nokkurn tíma neytt eiturlyfja. Sem sagt engar sannanir - ekki snefill. En það hefur ekki þaggað niður í kjaftakerlingunum. George Bush hefur neitað að ræða þessi mál opinberlega, að- eins sagt að hann hafi drukkið of mikið á sínum yngri árum en síðan hætt: „Þegar ég var yngri og ábyrgðarlaus var ég ungur og ábyrgðarlaus.“ Kjaftasögur eru gjaldmiðiU í stjórnmálum í Bandaríkjunum eins og í öðrum löndum. Þær eru til þess ætlaðar að skapa um- ræðuefni í kokkteilboðum og skaða andstæðinga. Þó geta menn gengið of langt eins og Ross Perot, milljarðamæringur og óháður forsetaframbjóðandi, gerði í sjónvarpsþættinum 60 mínútur árið 1992. Þar hélt hann því fram að repúblikanar hefðu ætlað að eyðileggja brúðkaup dóttur hans með því að senda tölvuunna mynd af dótturinni í kynlífsstellingum til helstu slúðurblaða. Hann hélt því einnig fram að sömu and- stæðingar hefðu hlerað hans eigin skrifstofur og reynt að brjótast inn í tölvukerfið til að komast inn í tölvustýrt hlutabréfaviðskiptakerfi til að koma honum á hné fjár- hagslega. Þessar ásakanir Perots hittu engan nema hann sjálfan svo fráleitar voru þær. Kjósendur sneru við honum baki. m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.