Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1999, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 É iV fréttaljós Lífeyrissjóðum á landsbyggðinni beitt til bjargar fyrirtækjum: Níðst á gamlingjum - sjóðstjórnir sakaðar um byggðapot og valdatafl Fjármálaeftirlitið hefur nú sýnt stjórnum tveggja lífeyrissjóða á landsbyggðinni tilvist rauða spjalds- ins vegna fjárfestinga í heimafyrir- tækjum. Þarna er um að ræða Líf- eyrissjóð Vestfirðinga og Lífeyris- sjóð Vestmannaeyja sem krafnir hafa verið skýringa í harðorðu bréfi vegna fjárfestinga. Á Vestfjörðum fjárfesti lífeyrissjóðurinn í stærsta sjávarútvegsfyrirtæki fjórðungsins, Básafelli hf. á ísafirði. í Eyjum lagði lífeyrissjóðurinn stórfé í Vinnslu- stöðina hf. Báðar þessar fjárfesting- ar bera þess merki að verið er fyrst og fremst að styrkja fyrirtæki í heimabyggð með peningum sem í raun eru eign þeirra launþega sem greitt hafa af öUum sínum launum í þeirri trú að sparnaðurinn komi til góða þegar aldur færist yfir. Lögum samkvæmt eru þó lífeyrissjóðimir eign stéttarfélaganna og þar með á forræði þeirra sem þar stjórna. Hin hliöin á fjárfestingum í heimabyggð er einnig til staðar. Þannig seldi Lífeyrissjóður Austur- lands hlut sinn í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar hf. skömmu áður en verðmæti bréfanna rauk upp um hundruð prósenta. Austfirðingar eiga I skyndibitakeðjunni Arthurs Treachers, þeirri sömu og Vest- mannaeyingar keyptu í. Austfirð- ingar keyptu í keðjunni meðan verð bréfa var enn lágt og hafa enn ekki tapað neinu en Eyjamenn lögðu tæpar 70 millj- _____________________ ónir króna í am- eríska draum- inn en að nú- virði eru bréfin rúmar 30 millj- ónir króna. Þetta sýnir að fjárfesting fjarri heimahögum er sem arði skilar. stjórnina og uppi eru raddir um að lífeyrissjóðurinn hafi keypt að hluta í því skyni að ná ítökum í stjóm. Ef það er rétt þá er jafnframt ljóst aö röng sjónarmið eru ráðandi við » rekstur sjóðsins og hagsmunir sjóðfélaga víkja fyr- ir maður sæti hans en Norðurtanginn rann á sínum tíma inn í Básafell. Bylgjumenn hafa ekki fengið inni í stjórninni þrátt fyrir að félagsmenn greiði stóran hluta af heildariðgjöld- um oe mmsm % sinna. Fari illa þá era að- eins tvær leiðir fær- Fréttaljós Reynir Traustason ekki endilega sú Hættulegt fordæmi Sú staðreynd að umræddir lífeyr- issjóðir hafa fjárfest í heimafyrir- tækjum sem ekki fagna góðu gengi þykir lýsandi fyrir að faglegar ástæður ráða ekki við fjárfest- ingar. Reyndar er nokkur mun- ur á stöðu fyrir- tækjanna í Vest- mannaeyjum og á ísafirði. í Eyj- um á Vinnslu- stöðin í alvarleg- um rekstrar- vanda sem varð til þess að fram- kvæmdastjórinn hraktist úr stól sínum. Stórtap hefur veriö á rekstrinum og verið er að loka deildum í land- vinnslu. Efa- semdir eru uppi innan Skip- stjóra- og stýri- mannafélagsins Verðandi hvað það varðar að fjárfesting í Vinnslustöðinni sé skynsamleg. Þá eru skip- stjórnarmenn í Eyjum æfir vegna skerðinga sem dunið hafa á sjómönnum að ákvörðun stjóm- ar. Á ísafirði er Básafell í hremm- ingum og hefur tapað miklu en eig- in fjárstaöan er góð. Ólga hefur ver- ið innan fyrirtækisins og átök um Sjóðfélagi sem hefur að meðaltali 2 milljónir króna í laun á ári leggur til lífeyrissjóðsins sem nemur 8 milljónum króna á 40 árum. Það er svo hlutverk stjórna að ávaxta þá peninga. Myndin er úr Vinnslustöðinni í Eyjum. byggðasjónarmiðum eða annarleg- um sjónarmiðum um völd. Þar með hefur stjórn sjóðsins bragðist öllu því fólki sem látið hefur af hendi ______________ stóran hluta launa sinna í því skyni að tryggja áhyggjulaust ævi- kvöld. Þessu hafa félagsmenn innan Skipstjóra- og stýrimannafélags- ins Bylgjunnar mótmælt enda hefur skerðing á sjó- menn þegart verið boðuð. Skarphéð- inn Gíslason, formaður Bylgjunnar, sagði i samtali við DV í vikunni að kaup bréfa i Básafelli væru hættu- legt fordæmi. Önnur fyrirtæki í fjórðungnum gætu komið á eftir með kröfur um sömu fyrirgreiðslu. Óánægja Bylgjumanna kristallast í því að sjóðstjórn sé ekki fyrst og fremst í því að ávaxta peninga heldur ráði byggðasjónarmið og valdatafl miklu. í þessu sambandi er bent á að sjóðs- stjórn vestra skipa fulltrúar stærstu fyrirtækjanna. Eggert Jónsson, einn stærsti hlut- hafi í Básafelli, sit- ur þar sem og Ingi- mar Halldórsson., útgerðarstjóri og hluthafi i Hrað- frystihúsinu hf. Pétur Sigurðsson, formaður Verka- lýðsfélagsins Bald- urs á ísaflrði og Alþýðusambands Vestfjarða, er einnig i stjórninni. í þessu tilviki er viðhorf skipstjórn- armanna á Vest- fjörðum það að stjómin sé lokaður klúbbrn- þvi flestir hafa setið í 10 ár eða lengur. Sem dæmi um hags- munavörslu nefna margir að þegar Jón Páll Halldórs- son, fyrrum framkvæmdastjóri Norðurtangans, lét af stiórnarsetu nýlega tók Eggert Jónsson, Básafells- umsetningin snú- ist um laun manna. Óánægja Bylgjumanna er fyrst og fremst skýr ábending um að almennum launþegum komi það við hvernig farið er með pen- inga þeirra. Glópalán Öllum ber þó saman um að lágt gengi fyrirtækj- anna geti orðið til þess að glópa- heppni verði til þess að einhverjir auðgist á því að kaupa hluti. Fari svo að fyrirtækin rétti úr kútnum og gengi bréfa fari upp þá yrði það jafnframt til þess að sama glópa- heppni bjargaði líf- eyrissjóðunum tveimur og sneri tapi í hagnaö. Fari aftur á móti á versta veg em það sjóð- félagamir sem blæða og gamalmenni sem beðið höfðu eftir að komast á ald- ur til að taka lífeyri sætir skerðing- um. Sjóðimir sjálflr hafa það einir á valdi sínu að tryggja hag umbjóðenda að skerða kjör þeirra sem lagt hafa fyrir og eiga nú að fá endur- greitt eða hækka iðgjöld á þá sem era í fullu starfi. Venjan er sú að gengiö er á þá sem fá greitt út enda andstaða þar óvirk. Fjöldi dæma er um að lífeyrissjóðir hafi skert útgreiðslur vegna bágrar af- komu þó ekki hafl það endilega verið vegna slæmra íjárfest- inga. Þannig hef- ur Lífeyrissjóður sjómanna nýlega skert útgreiðslur til sinna umbjóð- enda frekar en hækka iðgjalda- greiðslur. Sá sjóð- ur verður ekki sakaður um byggðapot en dæmið sýnir að auðvelda leiðin er far- in og eftirlaunafólkið tekur skellinn. Sömu sögu er að segja af lífeyrissjóði Skipstjórafélags íslands sem í þeirri kreppu sem fylgir bágri afkomu tók til þess eina ráðs sem dugði og skerti kjör þeirra sem vora að fá peninga sína til baka úr sjóðnum. Eða eins og einn viðmælenda DV orðaði það: „Það er alltaf niöst á gamlingjunum." Enn ein mismunun Á undanfomum áratugum hefur landsbyggðarfólk horft upp á eignir sínar rýma og í mörgum tilvikum verða að engu. Hærra útsvar á hrjáðum svæðum hefur verið frem- ur regla en undantekning og ofan á bætist hærri kyndingarkostnaður og hærra vöruverð sem gert hefur fólki lífsbaráttuna erfiðari en gerist á suðvesturhominu. Oftar en ekki hefur þetta sama fólk átt sér þá huggun að handan við homið bíði tryggar lífeyrisgreiðslur grandvall- aðar á ævispamaði launa. Þetta hef- ur viljað bregðast að því leytinu að margir þeir sem gert höfðu ráð fyrir ákveðnum upphæðum hafa mátt gera ný plön vegna skerðinganna. Skerðingarnar þýða jafnframt að enn eina ferðina er gerð aðför að af- komu þessa fólks og mismununin varir þannig frá vöggu til grafar. Sjómenn í Eyjum og á Vestfjöröum eru óhressir með lífeyrissjóði sína. Gagnrýnt er að gripið er til skerðinga á útgreiðslum og á sama tíma standa yfir vafasamar fjárfestingar. DV-mynd RGG Það er ekki fyrr en á allra síðustu árum að fólk hefur vaknað til vit- undar um hina miklu hagsmuni sem felast í því að leggja til hliðar 10 pró- sent af öllum launum. Sem dæmi um hagsmuni má reikna með að laun- þegi sem hefur 2 milljónir króna í árslaun leggi til lífeyrissjóðs síns um 8 milljónir á 40 áram. Það er einmitt sú upphæð sem sjóðstjóm er ætlað að hlúa að og skila tfl baka. Og lögin era skýr; ekkert byggðapot eða gælu- verkefni. Hagur sjóðfélaganna skal í öndvegi. Það er síð- an Fjármálaeftir- litsins að skera úr um það á grund- velli svara sjóðanna tveggja hvort þau sjónarmið hafi ver- ið í öndvegi í Eyj- um og á Vestfjörö- um. Ef reyndin er sú að sjóðimir tveir hafi verið á gráu svæði má búast við að stjómir þeirra verði kallaðar til ábyrgðar lögum samkvæmt. Kjami málsins er sá að spurt er um grund- vallaratriði við stjóm lífeyrissjóða; má hagur sjóðfé- laga vera aftar en byggðahagsmunir eða átök um völd í fyrirtækjum? Lífeyrissjóður Vestmannaeyja: Gerðum rétt „Ég held að við höfum ver- ið að gera rétt og kaupin í Vinnslustöð- inni hafi ekki verið á yfir- verði,“ segir Jón Kjartans- son, formaður stjórnar Lif- ”°n eyrissjóðs Kjartansson. Vestmanna- eyja, um kaupin á bréfum í Vinnslustöðinni. Aðspurður hvort þarna væri ekki verið að fjárfesta út frá byggðasjónarmiðum fremur en tryggja hag sjóðfélaga með eðli- legri ávöxtun svaraði hann. „Eru ekki alltaf byggöasjónar- mið ráðandi við þessar fjárfest- ingar?“ Lífeyrissjóður Vestfirðinga: Braskari að sunnan „Við höfum fyrst og fremst að leiðarljósi að ná hagnaði í sem víðust- um skilningi og ávaxta fé sjóðfélaga," segir Pétur Sigurðsson, stjórnarmaður í Lífeyrissjóði Vestfirðinga. Aðspurður um fjárfestinguna í Básafelli segir hann aö önnur sjónarmið en ávöxtun hafi einnig ráðið. „Auðvitað réð nokkru að Bása- fell er stærsti iðgjaldagreiðand- inn og þá einnig að braskari að sunnan keypti hlut i fyrirtækinu fyrir á annað hundrað milljónir á yfirverði. Ef fyrirtækið hverfur missir verkafólkið atvinnuna," segir Pétur. Pétur Sigurösson. Lífeyrissjóður Austurlands: Faglegar forsendur „Hjá okkur ráða fyrst og fremst faglegar forsendur," segir Gísli Marteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Austurlands, um stefnu sjóðsins. Hann segir að hagur sjóðfélaga sé í öndvegi og byggðasjónarmið eða önnur komi ekki til greina við ákvörðum um fjárfestingar. „Það var í upphafi þrýst á okk- ur aö kaupa í heimafyrirtækjum en menn eru löngu hættir því enda þýðir það ekkert. Okkur ber fyrst og fremst að skila arði sjóð- félögum í hag,“ segir Gisli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.