Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1999, Blaðsíða 22
22 %tkamá! LAUGARDAGUR 12. JUNI 1999 Elskhuginn var raðmorðingi William Bates fannst myrtur í skógi nærri heimili sínu í Ohio í Bandaríkj- unum. Hann varö þrjátíu og tveggja ára. Hann hafði verið bundinn við tré og greinilega verið misþyrmt áður en morðinginn kyrkti hann. Bates hafði siðast sést á lífi á svonefndri Scotts- krá. Þar hafði hann verið á tali við ungan mann. Þeir höfðu síðan yfirgef- ið hana saman. Eftir morðið kom í ljós að hvítur Chevrolet Impala bíU Bates var horfinn. William Bates var ekki sá fyrsti sem hafði metið hinn þokkalega unga mann rangt. Frá því 27. júlí 1974 og fram til 3. september sama ár hafði Mf hann skilið eftir sig slóða morða í tíu ríkjum. Flest fórnarlambanna voru konur. Skelfileg aðkoma Morðin áttu eftir að verða fleiri. Þann 6. nóvember kom hjúkrunarkon- an Marilyn Carr heim af næturvakt. Þá kom hún að líkinu af eiginmanni sínum, Carswell. Hann hafði verið bundinn og stunginn tuttugu og sex sinnum með stórum hnífi. Marilyn flýtti sér sem mest hún mátti inn í svefnherbergi fimmtán ára dóttur sinnar, Mandy. Hún hafði verið kyrkt. Þremur dög- um eftir þessi morð kom breska fréttakonan Sandy Fawkes .til Atlanta í Georgíu- ríki. Hún vann þá við Daily Ex- press í London. Hún hafði mælt sér mót við kunna per- sónu á bam- um í Holiday Inn hótelinu, til undirbúnings viðtali. Meðan Sandy beið fór hún að tala við myndarlegan ungan mann. Hún tók eftir því að hann var með sterklegar og vel lagað- ar hendur. Sandy fannst eitthvað dularftillt og ögrandi við þennan mann og varð hrifin af honum. Hann hét Daryl Golden og virtist hafa nóg fé. Hann ók hvítum Impala-bíl. Næstu þrjá daga og nætur voru þau saman og ungi maðurinn greiddi hvarvetna með korti. Stóð sig illa í bólinu Frá Atlanta ætlaöi Sandy til Miami. Elskhuginn bauðst til að aka henni og hún þáði boðið. Þótt hann hefði ekki staðið undir öllum væntingum hennar fannst henni hann samt sem áður áhugaverður og fannst erfitt að skilja við hann. Á leiðinni til Flórída komu þau við á krá og þá spurði ungi maðurinn: „Ætlarðu að skrifa bók um mig?“ „Um þig? Hvers vegna?" „Af því að ég dey bráðum. Ákveðinn aðili ætlar að drepa mig vegna dálítils sem ég hef gert.“ Hún hélt að þetta væri til þess eins ætlað að gera viðræðumar spennandi, en tók þó eftir því að félagi hennar var grafalvarlegur á svip þeg- ar hann hélt áfram. „Sag- an er öll til á upptöku sem er í höndum lögmannsins míns í Miami.“ Þegar þau komu til Miami var áhugi Sandy á Daryl farinn að dvína, því geta hans í bólinu svaraði alls ekki til myndarlegs útlitsins. Hún var þó enn með honum í tvo sólarhringa, en svo yfirgaf hún hann árla morguns meðan hann var enn í fastasvefni. / Oþægileg símhrínging Tveimur dögum síðar var Sandy á ritstjóm bandarísks blaðs þegar hún var kölluð í símann. Það var lögreglan. Hún var beðin að koma til að ræða um kunningja sinn, Daryl Golden. Sandy var mörgu vön, en var þó ekki búin undir það áfall sem hún varð fyrir hjá lögreglunni. Þennan morgun hafði Daryl rænt konu, Susan McKenzie, og reynt að nauðga henni, en hún hafði komist undan. Síðan hafði hann raðst inn á heimili konu sem sat lömuð í hjólastól, bundið hana og stolið af henni peningum. Því næst hafði hann rænt konu og nú var lög- reglan á hælunum á honum. Af myndum sem lögreglan lagði fyrir Sandy þekkti elskhuga sinn. Hann hét I ekki Daryl Golden heldur Paul John Knowles og var strokufangi sem hafði verið á flótta undan lögreglunni siðan í april. Meðan Sandy var enn á lög- reglustöðinni _________________ barst frétt um að Knowles hefði sleppt konunni. Sandy var leyft að fara og hélt að málið væri úr sögunni fyrir hana. FBI skerst í leikinn En þætti Sandy var ekki lokið. Næsta dag komu tveir FBI-menn á fund hennar og skýrðu henni frá því að Knowles hefði tekið tvo gísla, lög- reglumanninn Charles Campbell og kaupsýslumann aö nafni James Meyer. Og Sandy fékk fleiri fréttir þennan morgun. Mennimir tveir sögðu henni að Knowles væri Fannsthún óhrein anda og kvaðst ekki geta afhent upp- tökuna. Þegar Sandy var orðin ein á hótel- herbergi sínu settist hún niður og skrifaði grein um hina óhugnanlegu reynslu sína. Greinina sendi hún rit- stjóra Daily Express. En hann vildi ekki birta hana og sagði ekki gott af- spumar að fféttakona blaðsins skyldi hafa farið í rúmið með raðmorðingja eftir stutt kynni. raðmorðingi haldinn kvalalosta. Enn á ný var henni illa bragðið, og hún sagði síðar að mikill kuldahrollur hefði far- ið um sig. FBI-mennimir tóku nú fram mynd- ir af William Bates, hvíta Impala-bíln- um, Carswell Carr og dóttur hans, Mandy. Sandy varð nú ljóst að á því lék eng- inn vafi að hún hafði ekki aðeins ver- ið í félagsskap stórhættulegs manns dögum saman heldur einnig sofið hjá honum um nætur. Hún þekkti bílinn sem hann hafði ekið og sá að fotin sem hann hafði gengið í vora af Carr. Þá hafði Knowles verið með armbandsúr Mandy. Undir illum grun Sandy var spurð margs um mann- inn sem hún hafði haft svo náin kynni af. FBI-mennimir vildu vita sem mest. Hún gaf þeim því upp nöfnin á þeim hótelum sem þau höfðu búið á. í fram- haldi af því var haft samband við starfsmenn þeirra og kom þá i ljós að Knowles hafði hvarvetna notað greiðslukort Carswells Carr. Næsta kvöld var John Paul Knowles handtekinn í skógi við Lakeland í Ge- orgíuríki. Gíslamir sem hann hafði tekið fundust hins vegar hvergi og Knowles hló aðeins þegar lögreglu- mennimir reyndu að yfirheyra hann. Harður og næstum grimmilegur lög- reglumaður, Ron Angel, kom nú á fund Sandy og hélt því fram að hún væri fylgidræsa glæpamanna og kynni að hafa átt aðild að nokkrum morð- anna. Var Angel greinilega mjög í mun að hafa uppi á hinum horfna félaga sínum, Campbell. Neitaði að afhenda upptökumar Sandy vissi vart hvemig hún átti að taka ásökunum Angels. Hún sagðist vera fréttakona og hefði kynnst Know- les á bar hótels fyrir tilviljun. Lög- reglumaðurinn lét sér fátt um finnast. Sandy kvaðst vilja gera það sem hún gæti til að varpa ljósi á örlög hins horfna lögreglumanns og skýrði Angel frá því að Knowles hefði sagt sér að margt um hann væri að finna á hljóð- upptöku sem væri í vörslu lögmanns hans í Miami, Pauls Yavitz. I ljós kom að það reyndist rétt, en lögmaðurinn bar við trúnaðarsambandi við umbjóð- 20. nóvember fundust lík gíslanna sem Knowles hafði tekið. Hann reynd- ist hafa myrt þá Campbell og Meyer í skógi, bundið þá báða við tré og skotið í hnakkann. Sandy fék ekki að fara heim til Englands fyrr en komið var fram i desember. Henni leið þá enn mjög illa og fannst hvað eftir annað að Knowles væri að fara höndum um hana. Hún gerði sér einnig grein fyrir því hve auðvelt það hefði verið fyrir ________________ hann að myrða hana. 13. desember kom ritstjóri Sandy inn á skrif- stofu hennar. „Þeir er búnir að drepa elskhugann þinn,“ sagði hann. Sagan var á þá leið að Knowles hefði reynt að flýja en verið skotinn. Ron Angel hefði skotið hann. Ýmsir bandarískir fréttamenn létu hins vegar í ljós þá skoðun að Angel hefði skotið Knowles í hefhdarskyni fyrir morðið á Campbell, og annað- hvort væri sagan um flóttatilraun til- búningur eða þá að Knowles hefði ver- ið opnuð flóttaleið svo hægt yrði að skjóta hann á „löglegan hátt“. Enginn staðfesting hefúr þó fengist á því að önnur hvor þessara tilgátna sé rétt. Paul Yavitz lögmaður afhenti hljóð- upptökuna eftir að Knowles var allur. Kom þá í ljós að á henni lýsti hann sextán morðum, en þeim til viðbótar komu morð gíslanna tveggja. Alls var því um að ræða átján morð á fjórum mánuðum. Mörgum árum síðar fór Sandy Fawkes að skrifa bók um sólarhring- ana sex með raðmorðingjanum og fékk hún nafnið „Killing Time“. Það var komin sú bók sem Knowles hafði spurt hvort hún ætlaði ekki að skrifa af því hann vissi að hann yrði drepinn. En hvemig gat hann séð fyrir örlög sín? Ein tilgáta þykir lík- legust í því sambandi. Meðan Knowles sat í fangelsi, og áður en hann framdi morð- in, fór hann að skrifast á við stjömu- spákonu. Hann er sagður hafa orðið mjög hrifinn af þeim fræðum og tekið þau alvarlega. Þegar honum tókst að flýja úr fangelsinu fór hann á fund konunnar og reyndi að gerast elskhugi hennar. Hún vísaði honum á bug, en þá virðist sem eitthvað hafi gerst innra með honum og raðmorðin hófúst. Kenningin sem sett var fram eftir að þetta varð ljóst byggir á því að spákon- an hafi gert ævisjá, eða stjömuspákort, fyrir Knowles og þar hafi komið fram að hann yrði ráðinn af dögum vegna einhvers sem hann myndi gera. Hann hafi því lesið frásögnina af morðunum um inn á band og komið á öraggan stað svo skrifa mætti bók um hann að honum gengnum, ef spáin rættist. Og það gæti hún hafa gert, að minnsta kosti að hluta til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.