Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1999, Blaðsíða 26
26 %/aðan ertu? LAUGARDAGUR 12. JUNI1999 Pálmi Gestsson leikari er úr Bolungarvík: ... í prófíl Var hræðilega ódæll í æsku „Ég var svo heimóttarlegur þegar ég fór í Leiklistarskólann að ég hafði að- eins einu sinni komið til Reykjavíkur áður,“ segir Pálmi Gestsson leikari sem var líka staðráðinn í að fara aftur heim til Bolungarvíkur að loknu námi, en þar hafði hann búið fyrstu tuttugu ár ævi sinnar. Hann á allt sitt fólk af- skaplega langt aftur í báðar ættir þarna fyrir vestan. „En svo sá ég náttúrlega að í Bolung- arvík var ekkert leikhús eða sjónvarp og ef ég ætlaði að vinna við mitt fag yrði ég að druifast til að vera i Reykja- vík.“ Pálmi segir að það hafi verið gott að alast upp fyrir vestan og hann geti eig- inlega ekki sagt neitt neikvætt um stað- inn. „Þegar maður elst upp í sjávar- plássi fær maður þverskurð af mannlíf- inu og atvinnuvegunum allt milli fjalls og fjöru og býr lengi að því. Við krakk- amir vorum til dæmis stundum send í vinnu til þess að bjarga verðmætum. Þá fengum við frí í skólanum og vorum send í útskipun og uppskipun," segir Pálmi. Syndandi hænur „Ég var hræðilega ódæll í æsku og gerði nákvæmlega það sem mér sýnd- ist,“ segir Pálmi, fremur skömmustu- legur. Oft hugsa ég um hvað mamma sýndi mér mikla þolinmæði. Ég myndi ekki lfða nokkru bami að haga sér svona. Ég man til dæmis eftir því að ég og frændi minn komumst eitt sinn í hænsnabú og þótti svo gaman að sjá hænumar synda. Þama var tjöm sem við létum þær synda yfir fram og til baka þar til við komumst óþyrmilega að því að hænur era ekki vel fallnar til sunds.“ Þegar Pálmi er spurður um tengsl sín við hafið segir hann að afi hans hafi veriö sjómaður og bræður hans tveir en faðirinn byggingameistari. „Ég var líka bæði á skaki, línu og togurum en af einhverjum ástæðum heiflaði sjómennskan mig aldrei. Ég hef hins vegar alltaf haft gaman af timbri og tréverki og lærði húsasmíði hjá honum Jóni Friðgeirs frænda mín- um. En leikarakjaftæðið hér fyrir sunnan varð smám saman yfir- sterkara." Verðurðu aidrei þreyttur á kjaftæð- inu og langar heim? „Fyrstu árin mín í Reykjavík hefði ég alveg verið til í að eiga heima á Lækjartorgi en nú finn ég að ég er far- inn að leita ósjálfrátt í jaðarbyggðir höfuðborgarsvæðisins. Mér hefur jafn- vel dottið í hug að flytja í sumarbústað- inn minn uppi í Svínadal. Ef Bolungar- vík væri aðeins nær, eða ég orðinn frægur og ætti þyrlu, þá væri ég alveg til í að búa þar.“ Bátar fórust í beinni „Ég reyni að heimsækja æskustöðv- amar eins oft og ég get. Það sem hefur þó helst haldið aftur af manni er veður- farið,“ segir Pálmi. „Þegar ég fór á námsáranum til þess að halda jól með fjölskyldunni kom fyrir að maður þurfti að fara með varðskipinu í kol- brjáluðu veðri." Já, er þetta ekki bölvað rokrassgat? „Við erum orðnir svo helvíti vind- þurrkaðir þama fyrir vestan að við finnum ekki mikið fyrir því,“ segir Pálmi og flissar. „En það er bara aldrei flogið. Og þegar maður er í leikara- starfinu, annaðhvort með sjónvarps- þætti vikulega eða leikandi á kvöldin, þá þorir maður ekki vestur nema mað- ur eigi frí í svona hálfan mánuð af ótta við aö lokast þama inni.“ PALM/i vegur Pálmi Boggu lætur sig dreyma um að í Bolungarvík verði gata látin heita í höfuðið á honum. Það þykir honum til- hlýðilegt þar sem hann er einn frægasti Bolvíkingur þessa heims. DV-mynd Teitur Þegar Pálmi er beðirrn að lýsa Bolungarvík í fáum orðum segir hann að hon- um komi helst í hug gamla klisjan um óspillta náttúr- una og öfl hennar. „Þetta var mjög dramatískt ef maður fer að hugsa um það. Það vora kannski að farast bátar og það heyrði maður nánast í beinni útsendingu á bátabylgjunni í út- varpinu. Návígið við náttúraöflin var mikið og mér þykir vænt um að eiga þennan trausta bakgrann. Hugsaðu þér hvemig ég væri ef ég hefði hann ekki,“ segir Pálmi glettnislega. „Nú er bærinn hins vegar ekki svipur hjá sjón vegna kvótalaganna og atvinnuástandsins. En friður og ró, sem mér finnst ég þarfnast í auknum mæli eftir því sem elliárin færast nær, er að finna í Bolungarvík." Bjarni þjófur Oft hefur vifjað loða við smærri bæj- arfélög að þar sé að finna marga sér- vitringa. Manstu eftir einhverjum slík- um? „Þama vora margir skrýtnir karakt- erar og það vora þeir sem gerðu samfé- lagið svo litríkt. Annað séreinkenni var að allir vora uppnefndir. Uppnefn- in vora ekki endilega til þess að striða mönnum; þeir bara hétu þetta! Mörg nöfnin hljóma kannski skringilega núna og era ef til vill ekki ósvipuð að upprana og viðumefni mannsins sem var kallaður Bjami þjófur vegna þess að einhvem tíma var stolið frá honum. Annað sem var einkennandi er að bömin voru alltaf kennd við mæður sínar. Ég held að það hafi verið vegna þess að pabbamir vora svona eins og til spari þegar þeir komu i land en kon- umar ráku heimilin. Ég var tfi dæmis aldrei kallaður annað en Pálmi Boggu." En núna? Ertu þjóðhetja í Bolungar- vík? „Nei, ekki enn. En nú dvel ég þar sautjánda júní í fyrsta skipti í 25 ár og þá ætla ég að vona að þeir taki upp hjá sér að sýna mér verðskuldaðan heiður. Það væri hægt að gera með því að nefna götu í höfuðið á mér eða jafnvel setja styttu af mér fyrir framan ráðhús- ið. Af því að ég er nú hestamaður fynd- ist mér skemmtilegt ef þeir hefðu mig á bakinu á prjónandi hesti og bæði mig og hestinn í fuUri lfkamsstærð," segir Pálmi Boggu að lokum. -þhs Davíð, gítarleikari í Buttercup Fullt nafn: Davíð Þór Hlinason. Fæðingardagur og ár: 22. febrúar 1970. Maki: Sirrí Hannesdóttir. Böm: Hannes Hlini og Atli Aron. Starf: Tónlistarmaður og múrari. Skemmtilegast: Lifa líf- inu. Leiðinlegast: Neikvætt fólk. Uppáhaldsmatur: Lamhalæri og humar. Uppáhaldsdrykkur: Captain Morgan í kók. FaUegasta manneskjan (fyrir utan maka): Prinsessan Buttercup í myndinni Princess Bride. Fallegasta röddin: Sverrir Stormsker. Uppáhaldslíkamshluti: Augun. Hlynnt(ur) eða and- víg(ur) rlkisstjórninni: Framsóknarmenn eru fifl. Með hvaða teikni- myndapersónu myndir þú vilja eyða nótt: Lauru Croft (Tomb Raider). Uppáhaldsleikari: Peter Sellers. Uppáhaldstónlistar- maður: „Space“ Ace Frettley í Kiss. Sætasti stjómmálamað- urinn: Ciccolina. Uppáhaldssjónvarps- þáttur: Fóstbræður. Leiðinlegasta auglýs- ingin: Sjónvarpsmarkaður- inn. Leiðinlegasta kvik- myndin: Nei er ekkert svar. Sætasti sjón- mf varpsmað- urinn: Valtýr Bjöm. Uppáhaldsskemmti- staður: Gaukur á Stöng. Besta „pikköpp“- línan: „Ég á einmitt alla Dallas- þættina á spólu.“ Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór: Stórt bam. Eitthvað að lokum: Have a good time, all the time.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.