Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1999, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1999, Blaðsíða 50
J=8 l/jfyndbönd LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 JL>V > The lce Storm Áhrifamikið vetrardrama Hjónakomin Ben (Kevin Kline) og Elena (Joan Allen) eiga í nokkrum erf- iðleikum með samband sitt, og reyndar einnig samskiptin við táningana sína Paul (Tobey Maguire) og Wendy (Christina Ricci). Bestu vinir hjónanna eru þau Jim (Jamey Sheridan) og Janey (Sigoumey Weaver), ásamt sonum þeirra Mikey (Elijah Wood) og Sandy (Adam Hann-Byrd). Sameiginleg vandræði hjónanna kristallast í framhjáhaldi þeirra Ben og Janey og kynlífsleikjum bama þeirra. Er líður á myndina stigmagnast dramatíkin í takt við vaxandi veðurofsann. Handrit myndarinnar, sem James Schamus fékk verðlaun fyrir í Cannes 1997, er geysivel útfært og leikstjóm Ang Lee fylgir því eftir af miklu öryggi. Á ljóðrænan máta tekst að sameina hrifandi myndmálið tilfinninga- lífi persóna sem frábær leikarahópur túlkar á framúrskarandi hátt. Sérstak- lega ber að hrósa ungu leikurunum (sem reyndar hafa hlotið töluverða reynslu) fyrir frammistöðu í mynd sem sekkur sér djúpt i sálarlíf þeirra, en heimur ungmennanna speglast skemmtilega við heim hinna fullorðnu. Ósanngjamt væri að taka hér einhverja fram yfir aðra, þvi myndin staðfest- ir gömul sannindi. Kvikmyndir em samvinnuverkefni og hvergi má vera veikur hlekkur við gerð þeirra. Það má svo aftur á móti vel vera að Ang Lee sé mörgum öðrum færari í að virkja samstarfsmenn sína svo úr verði úrvals- mynd á borð við The Ice Storm. Útgefandi: Sam-Myndbönd. Leikstjóri: Ang Lee. Aðalhlutverk: Kevin Kline, Joan Allen og Sigourney Weaver. Bandarísk, 1997. Lengd: 108 mín. Bönnuð innan 12 ára. -baen Dobermann Villimenn og vondar löggur Dobermann er btjálæðislega svalur bankaræningi. Hann er foringi gengis með einhver ýktustu viðrini kvikmyndasögunnar. Lögregluyflrvöld era skiljanlega lítið hrifin af framtaki hans, en hefur lítið orðið ágengt í að klófesta hann. Því er kailaður til illræmdur lög- reglumaður sem er kvalasjúkur hrotti og fúlmenni. Með- an bófamir era bara túlkaðir sem villimenn er þessi lögga nánast illskan holdi klædd (enda vinna bófamir auðvitað). Þessi mynd er öll í hasarblaðastílnum og oft getur maður hreinlega séð teikningamar fyrir sér ramma fyrir ramma. Ég flokka myndina sem grin- mynd, enda varla hægt að sjá neitt annað út úr henni. Hún gerir út á ýktar og litríkar persónur og yfirdrifln stílbrögð til að skapa töffaralega stemmn- ingu. Kvikmyndavélin er á mikilli hreyfingu og kvikmyndatakan vel skipu- lögð. Mikið er einnig lagt i allt útlit myndarinnar, sem er einna skásti þáttur hennar. Persónumar era hins vegar það fráhrindandi að erfitt er að lifa sig inn í þær. Þá er hasarinn og skotbardagamir ekki nógu flottir og samtölin ekki nógu fyndin til að vekja neina hrifningu. Tchéki Karyo, sem var eftir- minnilegur í Nikita, skapar ansi óhugnanlegt illmenni, en annars era þetta lítið merkilegir leikarar. Útgefandi: Myndform. Leikstjórl: Jan Kounen. Aðalhlutverk: Tchéki Karyo og Vincent Cassel. Frönsk, 1997. Lengd: 100 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Provocateur o skelfileg hörmung Sook Hee (Jane March) er stúlka frá Norðui sem missir foreldra sína og systur þegar bill hafnar út í vatni. í atriði sem á bæði og vera lish táknrænt sjáum við hana verða viðskila við fjc una sem situr fóst i bílnum meðan Sook Hee kemst upp á yfirborðið. Þar tek- ur ekki betra við því kommúnistastjómin gerir hana að sinni eign og þjálfar hana til njósna og ódæðisverka. Sook Hee er komið fyrir hjá bandarískum herforingja sem á táningsstrák og unga dóttur. Þau falla bæði fyrir henni og hún þeim, sérstaklega dótturinni sem minnir hana á systurina sem hún missti. Stóra spumingin er hvort hún velur fjölskylduna eða vondu kommana í Kóreu. Ef ykkur þykir það spennandi spuming og svarið óvist vorkenni ég ykkur ekki leiðindin sem fylgja þessari skaðræðismynd. Ég vara ykkur að minnsta kosti hér með við þessari illa skrifuðu, leikstýrðu og leiknu hörmung sem á ekkert erindi á íslenskan myndbandamarkað, þótt á kápu sé lofað mynd sem engan svíki. Lesandi/áhorfandi góður, þú verður ekki svik- inn af því að Provocateur svíki þig! Útgefandi: Bergvik. Leikstjóri: Jim Donovan. Aðalhlutverk: Jane March, Stephen Mendel og Bryn McAuley. Bandarísk, 1996. Lengd: 100 mín. Bönnuð innan 16. -bæn Ógnvænlega When Trumpets Fade ★★★ Spielberg og Malick lúffa Gleymið brelluvellunni í Steven Spielberg. Gleymið tOgerðarlega menningarsnobbinu í Terence Malick. Það er John Irvin sem á bestu seinnastríðsmynd ársins 1998, HBO-sjónvarpsmyndina When Trumpets Fade. Myndin segir frá raunum fótgönguliða í bandaríska hemum í lítið þekktri orrastu í Hurtgen-skóginum í Þýskalandi. David Manning er óbreyttur fótgönguliði sem kemst einn lifs af úr sveit sinni eftir mOda bardaga. Hinum hermönnunum er iOa við hann, því honum er skítsama um þá og hans eina áhugamál er að lifa af. Það er þessi eigingjama sjálfsbjargarviðleitni hans sem gerir gæfumuninn fyrir herdeOdina í bardögunum sem á eftir fylgja og gerir hann að heldur óviðkunnanlegri stríðshetju. Það er svosem ekkert geigvænlega sterkt drama í þessari sjónvarpsmynd, en athyglisverð sagan virkar vel fyrir það hversu látlaus og blátt áfram frá- sagnarmátinn er. Þá eru óvanalega góðir leikarar í myndinni, af sjónvarps- mynd að vera. Ron Eldard er fremur freðfisklegur í aðalhlutverkinu, sem smeOpassar einmitt fyrir hlutverkið. Þá er Martin Donovan frábær í hlut- verki ráðvOlts kafteins. Aðrir góðir era m.a. Dwight Yoakam og Zak Orth. Þetta er engin stórmynd, en þægdeg tdbreyting frá yfirdrifnum stríðsmynd- um síðasta árs. Útgefandi: Bergvík. Leikstjóri: John Irvin. Aðalhlutverk: Ron Eldard og Zak Orth. Bandarísk, 1998. Lengd: 90 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Bruce Willis er orðinn einhver mesta hasarhetja heimsins núorðið og hefur þar skotið vaxtarræktar- tröllunum Amold Schwarzenegger og Sylvester StaOone ref fyrir rass. Hann hefur ekki sömu líkamsburð- ina og fyrirrenn- arar hans, og er m.a.s. svolítið breiðleitur, lítur svolítið , vörubílstjóra- lega út. Éldri hasarhetjum- ar voru nánast ósnertanlegir eðaltöffarar, en Bruce Willis er ekki hræddur við að líta jafnvel út eins og bjálfi stundum. Hann er mannlegri hasar- hetja, hetja sem ger- ir mistök og lætur fara dla með sig endrum og eins. Þar að auki er Bruce WOlis ekki bara hasarhetja, heldur hefur hann sýnt fjö hæfni sína í dramatískum hlutverkum og rómantísk- um, grínmyndum og ævintýramynd- eldram sínum tveggja ára gamaU og ólst þar upp. Hann var mikdl gradari á sínum yngri árum og lenti oft í því að vera fleygt út úr samkvæmum vegna framkomu sinnar. Svo fór reyndar að hann var rekinn úr skóla vegna óláta, en fékk að útskrifast eftir að faðir hans sigaði lögfræð- ingi á skólayfirvöld. Með fram skóla- göngu sinni fór hann að leika í skólaleik- ritum og þróa með sér leiklistarbakt- eríuna. Árið 1977 fékk hann hlutverk í Off-Broadway leiksýningunni Hea- ven on Earth, og hætti þá námi. Ekki skaust þó ferillinn af stað með miklum hvelli og Bruce WOlis fékk lítið að gera í leiklistinni næstu árin, lítd hlutverk i leikritum og aug- lýsingum af og td. Hann gat ekki framfleytt sér með leiklistinni og vann m.a. sem öryggisvörður og bar- þjónn. Loks fékk hann aðalhlutverk í stórri leiksýningu árið 1984 í leikrit- inu Fool for Love, og var síðan valinn úr hópi 3000 leikara í hlutverk einka- spæjarans David Addison í róman- um Æskuárin Bruce WiUis fædd- ist árið 1955 í banda- rískri her- stöð í Vest- ur-Þýska- landi, en flutti til New Jersey með for- Color of Night: Bruce Willis og Jean March. tísku gamanþáttunum Moonlighting, og lék þar á móti CybOl Shepherd. Þrátt fyrir stöðugar erj- ; ur aðalleikaranna og höfundar þáttanna voru þeir mjög vinsælir þau fjögur ár sem þeir voru á dagskrá. 11 ára hjónaband með Demi Moore Árið 1987 giftist Brace WOlis leikkon- unni Demi Moore, en þau áttu bæði eftir að verða að stórstjömum á tíunda áratugnum. Þau hafa verið eitt af langlífustu stjörnupör- unum í HoOywood þrátt fyrir stöðugar æsifréttir um framhjáhöld, sam- kynhneigð, nektar- myndir o.fl. Það var svo loksins í júní í fyrra sem þau tOkynntu um skilnað eft- ir 11 ára hjónaband. Þau eiga þrjár dætur saman. Moonlighting opnaði Brace Klassisk myndbönd The Bad and the Beautiful (1952) J§| ★★★ Að tjaldabaki í Hollywood Kvikmyndin hefst á því að fram- leiðandinn Jonathan Shields (Kirk Douglas) reynir að ná sambandi við þrjá fyrrverandi samstarfsmanna sinna. Forvitni áhorfandans er fljótt vakin því enginn þeirra viO neitt með hann hafa og ljóst má vera að mikið hefur gengið á. For- vitninni verður fljótt svalað því brátt tekur sá fyrsti aö segja frá kynnum sínum og Shields og síðan koU af kolli. Leikstjórinn Fred Amiel (Barry Sullivan) átti frjótt samstarf með honum og átti heiðurinn af mynd- inni sem gerði Shields stóran en hann launaði honum greiðann með því að láta öðrum eftir að leikstýra henni. Shields gerði Georgiu Lorri- son (Lana Turner) að stórstjörnu með því að notfæra sér ást hennar en sveik hana síðan að lokinni frumsýningu. Rithöfundinn James Lee Bartlow (Dick PoweU) dró Shi- elds síðan til Hollywood og varð óbeint valdur að dauða eiginkonu hans. Engu að síður eiga þau öU frama sinn að þakka framleiðand- anum miskunnarlausa. Myndir sem skoða lífið að tjalda- baki í HoUywood hafa notið nokk- urra vinsælda i Hollywood að und- anfórnu og má kannski rekja þá þróun aftur tU The Player (1992, Ro- bert Altman). Slíkar kvikmyndir eiga sér þó lengri forsögu líkt og The Bad and the Beautiful (1952) gefur til kynna en hún fjallar bæði á dramatískan og hæðnislegan máta um glamúr-lífið og valdabrölt- ið upp stjörnustigann. Hún má sín þó lítils í samanburði við sniUdar- verkið Sunset Boulevard (1950, Billy Wilder), sem mætti telja bestu spegilmynd Hollywood. The Bad and the Beautiful minnir reyndar einnig nokkuð á annað stórvirki, Citizen Kane (1941, Orson WeUes), en framganga Shields í kvikmynda- heiminum er nokkuð lík ferli borg- ara Kane í blaðabransanum. Leikstjóri The Bad and the Beautiful var þó heldur enginn smákarl. Þótt Vincente Minellis (1903-1986) sé helst minnst fyrir söngleiki á borð við An American in Paris (1951) og Gigi (1958), sem báðir unnu óskarsverðlaun fyrir bestu mynd, kom hann víðar við. Hin heillandi titlaða The Bad and the Beautiful er ágætt dæmi um það (vann fimm óskarsverðlaun), sem reyndar minnir á köflum á æviferU leikstjórans (t.d. skildi hann ári fyr- ir gerð hennar við Judy Garland, en áður eignuðust þau dótturina Lizu Minelli). Líklega er þó best að fara varlega í að slá einhverju fostu um slík tengsl, en ljóst má vera að leik- stjórinn þekkir til í Hollywood að tjaldabaki. Fæst í Vídeóhöllinni. Leikstjóri: Vincente Minelli. Aðalhlutverk: Lana Turner, Kirk Douglas, Walter Pidgeon og Dick Powell. Banda- rísk, 1952. Lengd: 113 min. -Björn Æ. Norðfjörð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.