Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1999, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1999, Blaðsíða 51
JDV LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 59 Armageddon. Bruce Willis í hlutverki olíuleitarmanns sem sendur er út í geimlnn. Willis leið inn í kvikmyndirnar og hann lék sitt fyrsta aðalhlutverk í kvikmynd sama ár og hann giftist Demi Moore. Hann hafði reyndar fengið smáhlutverk í tveimur mynd- um nokkrum árum áður, en farsi Bla- ke Edwards, Blind Date, þar sem hann lék aðalhlutverkið á móti Kim Basinger, telst þó vera upphafið á kvikmyndaferli hans. Hann lék síðan aftur undir stjórn Blake Edwards í grínvestranum Sunset. Þrátt fyrir að fyrstu tvær myndir Bruce Willis gengju ágætlega var hann enn þá fyrst og fremst þekktur sem sjónvarpsstjarna. Þetta breyttist með Die Hard, þar sem hann lék löggu sem tekst á við hóp hryðju- verkamanna sem hefur tekið fjölda fólks í gíslingu í stórhýsi í Los Angel- es. Myndin ruddi brautina fyrir hasarmyndir tíunda áratugarins og þetta var í fyrsta skipti sem áhorfend- ur fengu að sjá þetta mikinn hraða, hávaðá, sprengingar og læti. Myndin sló hressilega í gegn og Bruce Willis var orðinn að eftirsóttum stjörnuleik- ara. Hann féll þó ekki í þá gryfju að taka einungis að sér hasarhlutverk í dýrum stórmyndum. í gegnum feril- inn hefur hann leikið alls konar hlut- verk, stór og smá, í myndum af öllum tegundum. Hann hefur oft tekið áhættu í hlutverkavali og stundum farið flatt á því og leikið í misheppn- uðum myndum. Síðustu árin hefur hann þó einbeitt sér að hasarmynd- um og leikið í nokkrum af þeim allra vinsælustu. Bruce WUlis hefur einnig þótt lið- tækur tónlistarmaðm-, allt frá þvi að hann lék á munnhörpu með blús- hljómsveitinni Loose Goose á skóla- árum sínum. Hann hefur gefið út plötu og tókst að koma laginu Respect Yourself i fimmta sæti bandaríska smáskifulistans í janúar 1987. -PJ Nokkrar af helstu myndum Bruce Willis Die Hard: With a Vengeance. Die Hard (1988) ★★★i Tímamótaverk í hasármyndum og breytti imynd þeirra. Rúmlega tíu árum síðar er hún enn þá þrælflott og gefur hasar- myndum nútímans ekkert eftir. Death Becomes Her (1992) ★★★ Brellukómedía frá Robert Zemeckis. Bruce Willis leikur algjöra rolu og er mjög sannfærandi. Meryl Streep og Goldie Hawn leika kon- ur í leit að eilífri æsku. Skemmti- leg mynd. Nobodys Fool (1994) ★★★i Bruce Wiliis i aukahlut- verki skíthæls sem gerir gamla töffaranum Paul Newman lífið leitt. Eitt af skemmtilegri hlut- verkum Bruce Willis, en hann stelur samt ekki senunni af fantagóðum Paul Newman. Pulp Fiction (1994) ★★★★ Myndin sem reisti John Travolta við. Frábær mynd í alla staði og fáir sem ekki hafa séð hana. Bruce Willis í toppformi í hlutverki boxara. Svipurinn þeg- ar hann sér sverðið er óborgan- legur. 12 Monkeys (1995) ★★★★ Bruce Willis leikur und- ir stjóm Terry Gilliam tímaflakk- ara í bestu mynd ársins 1995. Mundi fremur kalla hana stór- brotna fantasíu fremur en fram- tíðarhasartrylli, en myndin er hrein snilld og leikur Brace Will- is líka. Þarna er líka Brad Pitt í sínu besta hlutverki fyrr og síð- ar. The Jackal (1997) ★★i Ekkert óskaplega merkileg nútímaútgáfa af skáldsögu Frederick Forsythe, en Brace Willis svalur í hlutverki Sjakal- ans. The Fifth Element (1997) ★★★★ Bruce Willis er alveg ótrúlega naskur á að fá hlutverk í bestu myndunum. Stórskemmti- leg og einstaklega hugmyndarík framtíðarfantasía frá Luc Besson. Armageddon (1998) ★★* Svaka has- ar en ævintýra- lega heimskuleg, og satt best að segja fremur fljót- gleymanleg. Brace Willis óvanalega daufur, en í staðinn bjarg- ar Peter Stormare myndinni í hlut- verki stór- mennskubrjálaðs rússnesks geim- fara. -PJ fyjyndbönd t Myndband vikunnar The Siege tB) ★★ii Vikan 1. - 8. júní. SÆTI ! FYRRI j VIKA j jVIKUR i jÁ LISTA j j J TITILL j ÚTGEF. ) . . j TEG. j 1 J 3 j 0 j 2 J j 4 J Negotiator j Wamer Myndir j Spenna 2 j J 1 j j J j 4 J j J Ronin J j WamerMyndir J J j Spenna J 3 í 2 1 3 J J 3 J Holy Man j SAMMyndbönd j Gaman 4 j j 6 1 J ! 2 ! Rounders ) J Skffan J J j Spenna 5 ! NÝ ! i ! Lock, Stock & Two Smoking.. j SAMMyndbönd j Gaman 6 j ! 5 1 j j J o J J 3 1 Ants J j CIC Myndbönd J J Gaman J 7 J i 7 J J j 3 j Pleasantville 1 Myndform | J Gaman | 8 j j 4 j J J ! 4 ! j j Primary Colors J i Skífan j J i Gaman J 9 ! 8 * 3 J j 3 J Fear And Loathing In Las Vegas j SAM Myndbönd j Gaman 10 j ! 9 j J J 6 J j J Taxi J j Háskólabíó J ) j Spenna J 11 ! io J 7 J j 7 j The Truman Show j CIC Myndbönd j Gaman 12 j i ii j J : 5 : Divorcing Jack ) j Stjömubíó J j Spenna 13 J J 17 1 J 0 1 j 2 j i 1 Your Friends And Neigbors J j Háskólabíó J J j Gaman J 14 ! 18 1 J J J o J J L J • | Dead ManOnCampus j CIC Myndbönd J j Gaman | 15 ! 12 i 9 ! There's Somthing About Mary < Skífan j J J Gaman J 16 ) j 16 j ! 4 ! j j Clay Pigeons j Myndfoim j j Spenna j 17 i NÝ ! ! J J 1 J Jawbreaker j Skrfan j Gaman 18 j NÝ J J J 1 J J J Fireworks J J Háskólabíó J J J Spenna J 19 14 J c J j 8 i Thunderbolt i Skrfan j Spenna 20 j i 13 j J ! 8 i Snake Eyes J j SAM Myndbönd ) 1 Spenna i «- ¥_y Undir fölsku flaggi Segja má að The Siege sé mynd sem sigli undir fölsku flaggi. Hún er auglýst sem hasarmynd og tekur að nokkru leyti á sig einkenni slíkra mynda, en í rauninni er þetta dramatísk saga sem veltir upp spurningum um þá árekstra sem geta orðið milli réttinda til frelsis og réttinda til verndar fyrir ofbeld- ismönnum. Denzel Washington leikur alríkis- lögreglumanninn Anthony Hubb- ard, staðfastan og siðavandan mann sem hefur yfirumsjón með baráttu gegn hryðjuverkum. Mikil hryðju- verkaalda gengur yfir New York og leyniþjónustukonan Elise Kraft (Anette Bening) blandar sér í málið, en hún lumar á ýmsum óvæntum upplýsingum. Þegar ekki tekst að stöðva hryðjuverkin verða sífellt háværari kröfur almennings um hervernd, og svo fer að herlög era sett í borginni. Hubbard og Kraft lenda fljótlega upp á kant við hers- höfðingjann Devereaux (Brace Will- is), sem beitir heldur harkalegum aðferðum, og ofsækir arabíska minnihlutann í borginni. Það er mjög alvarlegt yfirbragð yfir myndinni og greinilegt að verið er að reyna að fjalla um málið af raunsæi og alvöru. Daður myndar- innar við hasarformið eyðileggur svolítið fyrir þeirri tilraun og myndin dettur inn í formúluna af og til. Þetta verður sérstaklega bagalegt í restina þegar lausir end- ar i söguþræðinum eru hnýttir á flausturslegan hátt og myndin leys- ist upp í klisjur, en það era nú svo sem engin ný sannindi að menn kunni ekki að enda myndir í Hollywood. Hubbard og Kraft era ekki mjög Denzel Washington leikur löggu í New York sem er á hælum hryðjuverka- manna. spennandi persónur, en ágætlega leiknar af Denzel Washington og Anette Bening. Þá er Tony Shal- houb góður í athyglisverðu hlut- verki Bandaríkjamanns af arabísk- um ættum, sem er félagi Hubbard í alríkislögreglunni. Athyglisverð- asta persónan er þó hershöföinginn Devereaux, mótsagnakenndur mað- ur sem lýsir sig andvígan beitingu hervalds, en beitir því síðan á afar kaldlyndan og ofstækisfullan hátt þegar honum er falin yflrstjórn hersins. Bruce Willis leikur hlut- verkið fagmannlega og nær að gera athyglisverðri persónu góð skil. Um margt áhugaverðar pælingar og góðir leikarar gera þessa mynd að ágætri tilbreytingu frá hefð- bundnum Hollywood-hasarmynd- um, en eftir situr þó að með mark- vissari efnistökum og handriti hefði mátt búa til mun betri mynd úr þessum efnivið. Myndin er vel þess virði að eyða tæpum tveimum tím- um í hana, en verður varla mjög eft- irminnileg þegar frá líður. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Ed- ward Zwick. Aðalhlutverk: Denzel Washington, Anette Bening, Tony Shaihoub og Bruce Willis. Banda- risk, 1998. Lengd: 111 mín. Bönn- uð innan 16 ára. I' Pétur Jónasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.