Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1999, Blaðsíða 6
6 MÁNTJDAGUR 14. JÚNÍ 1999 Fréttir Hlunnindabændur í Múlasveit hrjáöir af ágangi refs: Sveitarfélagið vanrækir grenjaleit - segja æðarbændur - rangt, segir sveitarstjóri Jarðeigendur í vestanverðri A- Barðastrandarsýslu sem nýta æð- arvarp á jörðum sem ekki eru leng- ur í ábúð segja að ref hafi fjölgað þar gríðarlega síðustu tvö ár. Vegna hans sé æðarvarpið í upp- námi. Þeir telja að sveitarfélagið, Reykhólahreppur, vanræki að láta eyða grenjum til að halda viðkomu refsins í skefjum. Vegna þeirrar vanrækslu hafl ref fjölgað mjög. „Reykhólahreppur leitar bara að grenjum í gamla Reykhólahreppn- um og Gufudalshreppi en sleppir okkur hinum sem fjær liggjum. Við höfum barist fyrir því að fá einhvem skilning á þessu en það hefur ekki tekist," segir Þórður Óskarsson, hlunnindabóndi í Firði, í samtali við DV. Þórður segir að þau svör sem fá- ist hjá sveitarstjórninni séu þau að sveitarfélagið hafi ekki efni á því að láta leita grenja á þessu svæði eftir að ríkið dró úr greiðsl- um til grenjaleitar. Þá sé litinn stuðning að fá hjá embætti Veiði- stjóra þar sem það sé orðið hálf- gerð refaverndarstofnun, gagn- stætt því sem það var stofnað til. Æðarbændur á svæðinu segja að hin mikla fjölgun refa hafi valdið því að samkeppnin innan stofns- ins um æti er mun harðari og ref- urinn því farinn að synda miklu lengra en áður út í eyjar og hólma til að komast í fugl og egg. Fram hefur komið í DV að arn- arstofninn hefur átt erfiðara upp- dráttar við norðanverðan Breiða- fjörð en sunnanverðan. Aðspurð- ur um hvort ref gæti verið um að kenna sagði Þórður það ekki ósennilegt. Bæði tæki refurinn öll egg og gerði ekki greinarmun á eggum arnarins og annarra fugla. Auk þess kepptu yrðlingarnir og örninn um sama ætið síðsumars og að haustinu. Áki Ármann Jónsson veiðistjóri sagði í samtali við DV að staða refsins hefði breyst með nýjum lögum um veiðar viiltra dýra frá því að vera tegund sem sérstök eyðingarlög giltu um. í stað þess markmiðs sem áður gilti, að út- rýma ref, sé markmiðið nú að draga úr tjóni af völdum hans. Nú sé það á könnu sveitarfélaga að sjá um þá framkvæmd og þeim í Ref hefur fjölgað mjög í Múlasveit og ógnar æðarvarpinu, segja landeigend- ur. sjálfsvald sett hvort þau ráða menn á launum við að leita grenja. Af háifu rikisins væru greiddar sjö þúsund krónur fyrir unninn ref sem ætti að vera nægi- legur hvati til þess að menn veiddu ref. Guðmundur H. Ingólfsson sveit- arstjóri Reykhólahrepps sagði í samtali við DV að sveitarfélagið hefði launað refaveiðimönnum um allt héraðið, lika vestur i Múlasveit þar sem enginn hefur lengur fasta búsetu, heldur ein- ungis hlunnindabændur sem þar hafa sumardvöl. „Að mínu mati ber okkur ekki skylda til að kosta veiðimenn fyrir hlunnindi frí- stundabænda. Þó gerum við það því við greiðum fyrir minkaleit og að hluta til tófuleit," sagði Guð- mundur. Gagnrýni á hendur sveit- arfélaginu fyrir aðgerðarleysi í þessum efrium sagði hann órétt- mæta. „Við eyðum stórfé í að eyða mink og tófu í Múlasveitinni enda þótt enginn jarðeigendanna greiði gjöld til sveitarfélagsins sem neinu nemur,“ sagði sveitarstjóri. -SÁ Fiugfreyjur Flugleiða fá nýja og ef til vill Parísarhannaða flugfreyjubúninga frá og með næsta hausti. Alllr litir munu breytast og verða efiaust glaðlegri en í dag. Nýjar og flottari Flugleiðir í haust: Nýtt merki, nýir litir og allt öðruvísi búningar Flugleiðir munu gjörbreyta um útlit frá og með næsta hausti. í tölvupósti sem starfsmenn fengu í síðustu viku er talað um „the new Icelandair“. Nýtt merki félagsins mun líta dagsins ljós, nýir litir og skreytingar verða á þotum félags- ins, - og starfsfólk, áhafnir og fólk í farþegaafgreiðslum fær nýja og allt öðruvísi einkennisbúninga sem ef- laust verða litaglaðari en þeir eru í dag. Fjölmargir hönnuðir munu koma við sögu, bæði erlendir sem og íslenskir. Breytingin mun gerast smám saman en ekki bara á einni nóttu, heldur stig af stigi. Einar Sigurðsson fulltrúi for- stjóra Flugleiða sagði í gær að hér væri um að ræða mikið verk sem gengi undir nafninu „the new Icelandair". Einar sagði að ráðist væri í breytingamar með skynsam- legum hætti, þannig að kostnaður- inn yrði ekki stórvægilegur. Blái liturinn hefur verið einkenni Flugleiða hingað til. Einar Sigurðs- son sagði að ekki yrði gefið upp hvaða liti félagið tæki í stað þess bláa. Ekki kvaðst Einar heldur geta upplýst hvaða hönnuðir vinna að búningagerð en flugfélög víða um heim leita til Parísar þegar flug- freyjubúningar eru hannaðir. -JBP heldur áfram'H Léttur, vatnslteldur með útöndun úr Microffber efni. Lltir: 3 útgáfur. Stærðlr: S.M.L.XL mánud - fimmtud hl. 9 -18 föstudaga kl. 9-19 laugardaga kl.10-15 Kostar 20 Grímur Agnarsson vill árétta að fyrirtæki hans, Grímur ehf., sé ekki tengt ör- yggisþjónustufyrirtækinu Magnum. Grímur hefur notað vinnuheitið lcegu- ard á mannskapinn sem vinnur hjá honum. DV-mynd HH Iceguard ehf.: Ekki tengt Magnum Grímur Agnarsson, eigandi fyrir- tækisins Grímur ehf. á Húsavík, vill árétta að fyrirtæki hans tengist ekki á neinn hátt öryggisþjónustufyrir- tækinu Magnum eins og stóð í frétt DV um helgina. Grímur hefur gert verktakasamn- inga við Hótel Húsavík og Félags- heimilið ídali sem felast í að hann sjái um að gera út dyraverðina í húsinu sem er ekki skylt neinni líf- varðaþjónustu. Grímur hefur notað vinnuheitið Iceguard á mannskapinn sem vinn- ur hjá honum og í fréttinni sagði að fyrirtækið hefði engin starfsleyfi. Hann segir fyrirtækið ekki þurfa slík leyfí. Grímur hefur starfrækt Iceguard ehf. í um tvo mánuði. „Áður en fyr- irtækið hóf starfsemi sína spurði ég hjá sýsluskrifstofunni á Húsavík hvort ég þyrfti að sækja um einhver starfsleyfi og fékk þau svör að svo væri ekki. Ég er ekki að gera út líf- verði eða aðra öryggisverði. Lög- reglan á Húsavík hefur samþykkt vinnu þeirra manna sem vinna hjá mér sem dyraverðir og við höfum aldrei verið ásakaðir um ofbeldi. Við veitum þjónustu. Við aðstoðum gesti húsanna og komum í veg fyrir ofbeldi." Grimur segir að öllum sé frjálst að skoða samþykktir Gríms ehf. sem hljóðuðu líka upp á forvarnir. -SJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.