Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1999, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Sigur heilbrigdrar samkeppni Úrskurður Samkeppnisráðs vegna kæru Tals hf. á við- skiptahætti Landssímans hf. í GSM-þjónustu er ekki að- eins sigur fyrir lítið fyrirtæki sem reynt hefur með góð- um árangri að hasla sér völl í harðri samkeppni við rík- isrekið fyrirtæki, heldur ekki síður sigur fyrir heilbrigða samkeppni í öllu viðskiptalífi landsmanna. Samkeppnis- ráð komst að þeirri niðurstöðu að verðlækkanir Lands- símans á GSM-þjónustu eftir að Tal tók til starfa hefðu meðal annars miðað að því að hindra Tal í að afla sér viðskiptavina. Slíkt fer gegn markmiði samkeppnislaga og er í raun einnig andstætt „því markmiði eiganda Landssímans að koma á samkeppni á fjarskiptamarkaðn- um hér á landi“. Fjölmiðlar og aðrir sem tekið hafa til máls opinberlega eftir að úrskurður Samkeppnisráðs varð opinber hafa eytt of miklum tíma og athygli í þá niðurstöðu ráðsins að Landssíminn njóti ólöglegs forskots vegna 11,5 milljarða ríkisaðstoðar. Auðvitað skiptir ríkisstyrkur, í hvaða formi sem hann er, miklu máli og auðvitað er vert að vekja athygli á því að eignir Pósts og síma hafi verið van- metnar þegar Landssíminn og íslandspóstur urðu til á grunni hins gamla fyrirtækis. Til lengri tíma litið skipt- ir þessi ríkisstyrkur ekki miklu enda verði fyrirtækið einkavætt - selt einkaaðilum. Niðurstaða Samkeppnis- ráðs er hins vegar þörf áminning fyrir ríkisvaldið þegar kemur að því að meta raunverulegt verðmæti ríkisfyrir- tækis sem breytt er í hlutafélag og stundar samkeppni við einkaaðila. Það sem skiptir mestu í úrskurði Samkeppnisráðs er sú einfalda regla að ekki megi nota hagnað af einni starf- semi til að greiða niður verðlagningu á annarri. Sam- keppnisráð bendir á að markaðsráðandi fyrirtæki geti misnotað stöðu sína með verðlækkun á ýmsan hátt. „Ein tegund af samkeppnishamlandi verðlækkun er skaðleg undirverðlagning en í henni felst að vara eða þjónusta er seld undir kostnaðarverði. Einnig getin- ýmiss konar sér- tæk verðlækkun, sem beint er að keppinaut eða núver- andi eða mögulegum viðskiptavinum hans, falið í sér skaðlegar samkeppnishömlur án þess þó að vara eða þjónusta sé seld undir kostnaðarverði.“ Þetta þýðir ekki annað en að fyrirtæki með fjölþætta starfsemi geta ekki notað góða afkomu í einni grein til að grípa til verðlækkana á annarri, jafnvel þó sú þjónusta eða vara sé ekki seld undir kostnaðarverði. Þannig getur Eimskip ekki lækkað verð á landflutningum í skjóli þess að sjóflutningar skili miklum hagnaði eða öfugt. VÍS get- ur ekki notað góða afkomu á heimilistryggingum til að halda niðri iðgjöldum á bílatryggingum. Skeljungur má ekki nota möguleika sína til verðlækkana í Select-búðum þó sala á bensíni sé góð. Og þannig má lengi telja. Samkeppnisráð hefur með úrskurði sínum reynt að koma í veg fyrir að stór og fjölþætt fyrirtæki misnoti að- stöðu sína á einu sviði til að koma í veg fyrir samkeppni á öðmm sviðum. Hvort heimanmundur Landssímans hafi verið óeðlilega mikill er því aukaatriði þegar fram líða stundir. Heilbrigð samkeppni hefur fengið góðan liðsmann að þessu sinni og það ætti að efla kjark og þor lítilla fyrirtækja, sem eiga erfitt uppdráttar í samkeppni við stór íslensk fyrirtæki. Úrskurður Samkeppnisráðs ætti einnig að vera forstjórum stórra fyrirtækja áminn- ing um að stunda ekki viðskipti með svipuðum hætti og Landssíminn. Óli Bjöm Kárason Athyglisvert er að verðsprengingin sem orðið hefur á fasteignamarkaðnum, sem m.a. er afleiðing af breyting- um á húsnæðiskerfinu, veldur nærri helmingnum af hækkun vísitölunnar. Samviska for- sætisráðherra „Hér fer sam- viskan með æðsta dómsvaldið,“ sagði forseti íslands við setningu Alþingis. Mér var hugsað til samvisku stjórnar- herranna sem sátu forsetanum til beggja handa þeg- ar hann mælti þessi orð. Þá sjald- an kjósendur sáu forsætisráðherr- ann í kosningabar- áttunni voru skila- boðin þau sömu; Það eina semgetur ógnað stöðugleik- anum og sett verð- bólguhjólið af stað er ef Samfylkingin kemst til valda, voru skilaboð for- sætisráðherra til kjósenda. - Hann neitaði því aftur og aftur sem Sam- fylkingin hélt fram í kosningabar- áttunni að þensla, verðhækkanir og verðbólga væri undirliggjandi sem ríkisstjórnarflokkarnir reyndu að fela fram yfir kosning- ar. Hækka um 3 milljarða Kosningarnar voru ekki fyrr afstaðnar en hækkanir dundu yfir, verðbólguhjólið fór að snú- ast og skuldir heimilanna hækk- uðu. Þannig er þessa dagana ver- ið að rýra kjör heimilanna m.a. með óhóflegri hækkun á bensíni, iðgjöldum bifreiðatrygginga og hækkun á rafmagni, auk vaxta- hækkana. Hagstofan hefur nú birt hækkun á vísitölu neyslu- verðs milli mánaða sem mældist 0,8%, sem hækkar verðtryggðar skuldir heimilanna um 3 millj- arða eða 30 þúsund að meðaltali á hvert heim- ili. Athyglisvert er að verð- sprengingin sem orðið hefur á fasteignamark- aðnum sem m.a. er af- leiðing af breytingum á húsnæðiskerfinu um síðustu áramót veldur nærri helmingnum af hækkun vísitölunnar. Viðnámsaðgerðir gegn verðbólgu Þingflokkur Samfylk- ingarinnar hefur á Al- þingi lagt til aðgerðir til viðnáms gegn verð- bólgu. Þannig hefur þingflokkurinn lagt til að stjórnvöld og Al- þingi sameinist um aðgerðir til að draga til baka eða fresta boðuðum hækkunum á bensíngjaldi og gjaldskrá Lands- virkjunar. Jafnframt hef- ur þingflokkur- inn mótmælt frá- leitri hækkun tryggingafélag- anna á iðgjöldum bifreiðatrygginga. í því sambandi er rétt að benda á að þegar breytingar á skaðabóta- lögunum voru til umræðu 1995 var talið að hægt væri að nýta 3^1 milljarða af 11 milljarða bóta- sjóðum tryggingafélaganna til að mæta hugsanlegra hækkun ið- gjalda vegna skaðabótalaganna. Frá þeim tíma hafa bótasjóðimir hækkað verulega og era í dag á bilinu 16-18 milljarða króna, auk þess sem hagnaður tryggingafé- laganna hefur verið á þriðja milljarð s.l. 2 ár. Þess vegna er það skoðun þing- flokks Samfylkingarinnar að tryggingafélögin geti mætt þeim breytingum sem gerðar voru á skaðabótalögum á síðasta þingi án óhóflegrar hækkunar á bif- reiðatryggingum. Nú reynir á... Auk þess vill Samfylkinging að þaö verði kannað af hálfu Sam- keppnisstofnunar, þar sem trygg- ingafélögin starfa á fákeppnis- markaði, hvort félögin hafi beitt ólögmætu samráði um hækkun ið- gjalda. Nú reynir á stjórnarflokk- ana hvort þeir vilja styðja Sam- fylkinguna í þeirri viðleitni að hemja verðbólguna til að koma í veg fyrir skerðingu á lífskjörum landsmanna og aukningu á skuld- um heimilanna. Jóhanna Sigurðardóttir alþm. Kjallarinn Jóhanna Sigurðardóttir aiþingismaður „Þingfíokkur Samfylkingarinnar hefur á Alþingi iagt til aðgerðir til viðnáms gegn verðbólgu. Þannig hefur þingfíokkurinn lagt til að stjórnvöld og Alþingi sam- einist um aðgerðir til að draga til baka eða fresta boðuðum hækk- unum á bensíngjaldi oggjaldskrá Landsvirkjunar.“ Skoðanir annarra Varðstaða um utanríkismál „Víðtæk sátt hefur lengstum einkennt stefnu Is- lendinga á sviði utanríkis- og öryggismála...Nú hef- ur nýkjörinn formaður þingflokks Framsóknar- flokksins ítrekað opinberlega að hann styðji ekki ör- yggismálastefnu leiðtoga flokks síns, sem er utanrík- isráðherra íslands ... Það er algengur misskilningur á íslandi að utanríkis- og öryggismál hafi ekkert vægi í nútímanum. Þvert á móti er öldungis degin- um ljósara að íslendingar þurfa að herða varðstöð- una um hagsmuni sína á þessum vettvangi á næstu misserum." Ásgeir Sverrisson í Mbl. 11. júní. Landssíminn í bönd „Þama er vissulega að óbreyttu verið að setja fyr- irtækið í bönd og við unum því illa ... Við teljum að samkeppni hafi verið virk og að notendur hafi feng- ið að njóta þess með ýmsum hætti. Það er fjölmargt í þessu sem ástæða er til að vera óánægður með. Nefna má tilmæli um að taka af stómotenda- og magnafslátt, sem er afar sérstætt í ljósi viður- kenndra markaöslögmála. En eitt er þó ánægjulegt; að kröfu Tals um verðhækkanir hjá okkur hafi ver- ið hafnað; þ.e. að verðlækkanir hjá okkur voru dregnar til baka.“ Ólafur Stephensen í Degi 11. júní. Ríkiö tapar á Landssímanum „Það er álitamál hvort ríkissjóður ætti ekki að fá greitt það sem upp á vantar að ríkið hafi notið eðli- legra arðgreiðslna vegna starfsemi Landssímans. Hann hefur greitt til ríkissjóðs 7,5% af mati fyrir- tækisins eða stofnendahagsreikningi. Úrskurðurinn segir beinum orðum að þetta verðmætamat sé að minnsta kosti tíu milljörðum of lágt sem felur í sér að ríkissjóður hefur í fyrra fengið að minnsta kosti 750 milljón krónum minna í sinn hlut en honum hef- ur borið.“ Arnþór Halldórsson f Mbl. 11. júni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.