Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1999, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 1999 15 Halló, ég er hérna á Miklubrautinni Varla líður vika milli frétta af slysfórum í umferðinni og í hverj- um mánuði missa menn ástvini í bílslys- um hér á landi. Þær sorgir og hörmungar sem fylgja í kjölfar þessara atburða hljóta að vekja sérhvem hugs- andi mann til umhugs- unar um, hvernig koma megi í veg fyrir æ tið- ari umferðarslys. Með öllu óviðun- andi Ekki verður í efa dregið að sérhvert bílslys sé rannsakað og reynt að komast fyrir ástæður þess. Þó verður að játa að lítið hefur komið fram sem skýrir óhugnan- lega fjölgun óhappa. Við vitum að „ Og andvaraleysi foreldra, sem senda nýfermd börn sín út í lífiö meö farsíma í rassvasanum, er óskiljanlegt. Litlu greyin eru löngu afvön oröin aö tala viö for- eldra eöa vini nema í farsímann þegar þau ná sautján ára aldri og fara aö aka bílum heimilisins.“ Kjallarinn Guðrún Helgadóttir fyrrverandi alþingismaður bílafloti landsmanna stækkar í sí- fellu en jafnframt hefur vega- og gatnagerð verið bætt í samræmi við það þó áð hvergi nærri sé nóg að gert. Enginn vafi er á að öku- kennsla er miklu betri nú en hún var fyrir áratug og Umferðarráð starfar af krafti við að kenna böm- um að gæta sín í umferðinni með sýnilegum árangri. Staðreyndin er samt sú að umferðarmenning okk- ar er með öllu óviðunandi. Með skelfilegum afleið- ingum. Menn hljóta að spyrja hvort eitt- hvað nýtt hafi kom- ið til sem ruglað geti akstur manna. Og því má svara ját- andi. Sá er ekki maður með mönn- um sem ekki hefur nú síma i bíl sinum. Víst er það þægi- legt, ekki síst þegar um langan og fáfar- inn veg er að fara, en notkun bilsíma er gjörsamlega óaf- sakanleg meðan á akstri stendur. Þó er svo komið að al- gengara er en ekki að mæta bíl þar sem ökumaður er að tala í síma. Lítil svör að fá Árið 1988 flutti ég þingsályktunar- tillögu um að dómsmálaráð- herra setti reglur um notkun far- síma við akstur og hlaut hún samþykki Al- þingis þó að mörgum þætti hún beinlínis fá- ránleg. Enginn sem fékk tillög- una til umsagnar tók af skarið um að nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða. Lögregl- an viðurkenndi að símnotkun við akstur gæti verið hættuleg, en engar tölulegar upplýsingar voru fyrir hendi um afleiðingar hennar á þeim bæ. Árið 1997 bar ég fram fyrirspum um gang þessa máls, en lítil svör var að fá. Dómsmálaráðherra við- urkenndi að notkun síma gæti haft áhrif á umferðaröryggi og kvað samning hafa verið gerðan við Umferðarráð og Póst og síma um útgáfu almennra leiðbeininga um notkun farsíma í bílum til að draga úr slysahættu. Ekki hafa þær leiðbeiningar farið hátt. Og ennþá hygg ég að lögreglan hafi litlar upplýsingar um tölu slysa sem beinlínis urðu vegna símnotk- unar við akstur sem þó er vanda- laust að kanna í hverju tilviki. Aðrar þjóðir hafa haft annan hátt á, og nú þegar hefur bann við notkun farsíma við akstur verið lögfest i mörgum Evrópuríkjum, t.d. í Sviss og Danmörku og víðar og liggja við háar fjársektir. Þar er mönnum hættan ljós. Undarlegt áhugaleysi Áhugaleysið á þessu máli er undarlegt. Það er staðreynd að lít- ið er varað við þessari hættu við ökukennslu og forstjórar trygg- ingafélaganna, sem nú horfa skjálgir á sjóði sína, þegja þunnu hljóði. Ekki veit ég hvort þeir eiga hlutabréf í símafyrirtækjunum eins og flestu öðru, en ekki kæmi það á óvart. Og andvaraleysi for- eldra, sem senda nýfermd böm sín út í lifið með farsíma í rassvasan- um, er óskiljanlegt. Litlu greyin eru löngu afvön orðin að tala við foreldra eða vini nema í farsím- ann þegar þau ná sautján ára aldri og fara að aka bílum heimilisins. Það liggur þegar fyrir að ungir ökumenn valda fleiri slysum en þeir sem eldri em. Væri trygg- ingafélögunum ekki sæmra að beita sér fyrir könnun á því hvað veldur, t.d. hvort notkun farsíma kann að eiga þar þátt, fremur en að hóta enn frekari hækkun ið- gjalda? Víst er að lítil von er til þess að lögregla, umferðaryfirvöld eða dómsmálaráðuneyti sjái ástæðu til þess, enn síður Alþingi. Nema konumar bjargi því. Strák- arnir tala nefnilega gjaman við kjósendur sína úr bíinum á hrað- ferð um þjóðvegina, svo að bænd- ur og búalið hristi höfuðið yfir því hver ósköp vesalings mennimir hafi að gera. Og hvað höfðingjam- ir hafast að, hinir ætla sér leyfíst það. Og nýjar sorgir og nýjar hörm- ungar bíða á næsta leiti. Guðrún Helgadóttir „Þó er svo komið að algengara er en ekki að mæta bíi þar sem ökumað- ur er að tala í síma.“ Efndir fylgi orðum Ný ríkisstjóm hefur tekið við völdum eða endurnýjuð fyrri rík- isstjórn í raun. Miðað við umræðu alla í aðdraganda kosninga er ekki að furða þó öryrkjar bindi veruleg- ar vonir við aö lífskjöram þeirra verði lyft svo að sæmandi verði öllum, þeim sjálfum og ekki síður stjórnvöldum. Ýmis mikilvæg skref voru stigin í lok liðins kjör- tímabils og óneitanlega varð all- nokkur prósentuhækkun kaup- máttar hjá öryrkjum á tímabilinu, þó ekki næði hún neinu meðaltali, allra síst í krónum talið. Kjara- grannurinn, sem alltof margir ör- yrkjar búa viö, er einfaldlega Eilltof lágur enda verulega fyrir neðan þau lágmarkslaun sem ekki þykir þó mikið til koma. Næstu fjögur árin í stjómarsáttmála þeirra Davíðs og Halldórs er ákveðinn texti helg- aður þessum málum og hefðu ef- laust margir viljað sjá hann meira afgerandi en hann er. Vonin er að- eins sú að innstæðurík séu orðin og bak við þau búi einlægur vilji til athcifna góðra svo rétta megi hlut þeirra sem lakast hafa það og það verulega. En hver eru þessi orð sem allt 'skal byggt á næstu fjögur árin? Um þessi máleftii beint segir orðrétt: „Að endurskoða almanna- tryggingakerfið svo og samspil þess við skattkerfið og lífeyris- sjóðakerfið með það að markmiði að umfang og kostnaður við stjórnsýslu verði sem minnstur og framkvæmd verði einfólduð og samræmd til hagsbóta fyrir bótaþega. Áhersla verði lögð á að tryggja sérstaklega hag þeirra öryrkja,' fatlaðra og aldr- aðra sem lægstar tekjur hafa.“ Svo mörg voru þau orð eða fá, eftir því sem menn vilja meta hlutina og orð fá þá fyrst sína verðugu vigt þegar þau hafa verið efnd. Verulegar úrbætur Gjarnan hefðum við viljað sjá orðalag sem afdrátt- arlausara væri gagn- vart skerðingará- kvæðum sem í gildi eru í dag, s.s. af launatekjum og líf- eyrissjóðatekjum, en með ákveðnum vel- vilja má alveg skilja fyrri setninguna á þann veg að sú sé meiningin með „ein- földun og samræm- ingu til hagsbóta fyr- ir bótaþega". Við viljum áreið- anlega öll mega trúa því að einmitt sé sú ætlunin og um leið að þegar verði hafist handa. Sama er að segja um að „tryggja sérstaklega hag þeirra lífeyrisþega sem lægstar tekjur hafa“. Engin ástæða er til annars að óreyndu en að vænta verulegra úr- bóta fyrir það fólk sem við alls óviðunandi kjör býr og bærileg bót þarf að verða á - ekki í lok kjörtímabils - heldur að sjálfsögðu verði nú þegar tekist á við vanda- mál þessa verst stadda fólks, hvort sem það verður unnið í skipuleg- um, myndarlegum áföngum eöa leiðréttingu verði komið á af rausn sem allra fyrst. Ekki fer það mála milli áð vera- legur hluti öryrkja sem annarra landsmanna sýndi stjórnarflokk- unum báðum þá góðu tiltrú að gefa þeim atkvæði sitt. Þessu fólki, sem og öllum hinum, ber að skila sínum rétt- láta skerf af góðærinu og ljúf skylda ætti það að vera þeim sem í stefni standa og stýra þjóðarskútunni. Fylgst með efnd- unum Öryrkjar segja nú einum rómi: Orð eru til alls fyrst en efndir verða í kjölfarið að fylgja, þannig að orð- in fái þá merkingu sem þeim hlýtur að vera ætlað sem til gagns megi verða. Hvað sem líður deilum fyrir kosn- ingar um hlut öryrkja í góðærinu skal því a.m.k. trúað að allir hugs- andi menn vilji í einlægni úrbæt- ur þeim til handa sem minnst bera úr býtum og ekki síst ætti það að gilda um þá sem hafa tekiö sér umboð til að fara með málefni þjóðarinnar allrar næstu fjögur árin. Engir sleggjudómar verða hér upp kveðnir enda hæfir slíkt ekki heldur á það eitt vísað hver reynslan verður af efndum öllum. Eftir þvi verður vel tekið, með því verður vökulum sjónum fylgst. Það mega okkar ágætu valdhafar vita að verður gjört. „Ekki fer þaö mála milli aö veru- legur hluti öryrkja sem annarra landsmanna sýndi stjórnarflokk- unum báöum þá góöu tiltrú aö gefa þeim atkvæöi sitt. Þessu fólki sem og öllum hinum ber aö skila sínum réttláta skerf afgóö- ærinu.“ Kjallarinn Helgi Seljan .. framkvæmdastj. Öryrkjabandalagsins Með og á móti Hefur Landssíminn óeölilegt forskot í samkeppninni? Samkeppnisraö felldi þann úrskuró fyrir helgi aö Landssíminn hf. nyti ólögmæts forskots í samkeppni á fjarskiptamark- aöi og heföi fcngiö minnst 10 milljaröa á silfurfati frá ríkinu vegna vanmats á eignum þegar Póst - og símamálastofn- un var breytt í hlutafólag, Landssímann hf. Arnþór Halldórs- son, framkvæmda- stjóri hjá Tali hf. Kínverskir múrar að falla „Úrskurður Samkeppnis- ráðs markar fyrstu skrefin í þá átt að þeir kínversku múrar sem Landssíminn hefur reist um starfsemi sína eru teknir að falla. Skýrsla Samkeppnis- ráðs er mjög vönduð og þar er ít- arlega farið ofan í saumana á því hvemig Landssíminn hefur hegðað sér í samkeppninni. Þetta er ófógur lýsing og sýnir að inn- an Landssímans hefur með skipulögðum hætti verið unnið að koma í veg fyrir að Tal næði fótfestu á markaðnum. Samkeppnisráð segir að þaö sé hagur neytenda að hér á landi ríki virk samkeppni í GSM-þjón- ustu en svo verði ekki með nú- verandi ofríki Landssímans. Á þetta hefur Tal bent frá upphafi og því er ástæða til að fagna þessari niðurstöðu. Viðbrögð Landssímamanna við áliti Samkeppnisráðs eru slá- andi. í stað þess að ganga i að bæta hag neytenda með heiðar- legri samkeppni draga þeir úr- bætur á langinn með áfrýjun. Slíkt er óásættanlegt fyrir neyt- endur og skorar Tal á stjórnvöld að sjá til þess að tilmælum Sam- keppnisráðs verði tafarlaust framfylgt." Furöuleg framsetning „í fyrsta lagi skil ég ekki hvað er átt við þegar því er haldið fram að Póst- og símamála- stofnun hafi fengið allan þennan heimanmund þegar stofnun- inni var breytt í hlutafélag. í raun átta ég mig ekki á þeim forsendum seiji samkeppnisráð gefur sér í þeim efnum. Framsetning á úr- skurðinum er hreint út sagt furðuleg þegar látið er að því liggja að ríkið sé að styrkja fyr- irtækið um tíu milljarða ef ekki meira. Það er ljóst að Landssím- inn er eðli málsins samkvæmt leiðandi aðili á fjarskiptamark- aðnum en nú, þegar starfsum- hverfið breytist, er ekki óeðli- legt að árekstrar verði. Meint forgjöf Landssímans í sam- kepnninni ætti ekki að vera undrunarefni vegna þess að Póst- og símamálastofnun var á sínum tíma eina fyrirtækið á þessum markaði áratugum sam- an. Nú er verið að brjóta upp alit kerfið og í þeim breytingum öllum hafa samkeppnisyfirvöld verið að fóta sig við nýjar að- stæður og mér virðist sem ýmsi- legt hafi vafist fyrir þeim í því brölti öllu. Allt tal um tíu millj- arða forgjöf í samkepninni á samskiptamarkaðnum er mjög hæpið og undir það er ég ekki tilbúinn að skrifa." -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.