Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1999, Blaðsíða 16
16 enning MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 1999 Þögnin um Chopin Gæðahönnun fyrir Berlínarsendiráð Eins og mörgum er kunnugt eru Norðurlönd- in i sameiningu að koma sér upp samtengdum sendii’áðsbyggingum á besta stað í Berlín. Er nú verið að innrétta þessi sendiráð að innan og kappkosta löndin flmm að tjalda bestu hönnim sem þau hafa upp á að bjóða, jafnt í innréttingum sem húsbúnaði. Til dæmis hafa stólar eftir Erlu Sól- veigu Óskarsdóttur verið keyptir til notkunar í skrifstofum ís- lenska sendiráðsins. Norðurlönd- in hafa síðan sameinast um sér- stakt rými til fundarhalda af ýmsu tagi, þar sem allir brúks- hlutir verða auðvitað af bestu sort. Hnífapör verða eftir helstu hönnuði Dana, borðbúnað gera finnskir snilling- ar, gler er blásið af Svíum og svo framvegis. Tek- in var ákvörðun um að velja skrautmuni eftir ís- lending til notkimar í þessu rými, og urðu fyrir valinu munir eftir Kristínu ísleifsdóttur leh’- listamann (á mynd), sem verður að teljast tals- verður sómi fyrir hana. Minningarsýning um Sóleyju í kvöld kl. 20 verður opnuð í Hafnai’borg, Hafharfirði, myndlistarsýning sem búin er að vera nokkuð lengi i bígerð, nefnilega minningar- sýning um Sóleyju Eiríksdóttur, leirlistamann og myndhöggvafa, sem lést árið 1994 einungis 37 ára gömul. Á stuttri ævi lagði hún gjörva hönd á margt, var mikilvirkur keramíker, þrívíddarlista- maður, grafíker og mynd- skreytir. Helsta framlag hennar til íslenskrar myndlistar eru sennilega konumyndimar sem hún gerði eftir 1990, en í þeim fer saman mikilfengleg formgerð og innileg útlist- un smáatriða. Verk Sóleyj- | ar eru einnig sér á parti í íslenskri samtíma- myndlist fyrir smitandi gamansemina sem setm- mark sitt á þau. Og sjálf var hún sér á parti fyr- ir það lífsfjör sem hún glæddi með öllum sem henni kynntust. Á sýningunni í Hafnarborg, sem hefst á af- | mælisdegi listakonunnar, verða valin verk hennar af ýmsu tagi og frá ýmsum tímum en auk þess nýjar bronssteypur eftir frummyndum § hennar, sem ætlunin er að setja upp á opinber- | um vettvangi í Hafnarfirði. Jón Axel Bjömsson listmálari (á mynd við uppsetningu verkanna) og áðurnefnd Kristin ísleifsdóttir hafa valið verkin á sýninguna en Kristín Þorkelsdóttir og Hörður Daníelsson hafa hannað glæsilega sýn- ingarskrá. Bókmenntir Jónas Sen Virtuósar og vélbyssuskothríð Flest verka Chopins eru fyrir píanó og enginn vafi leikur á því að hann er mesta tónskáld slaghörpunnar fyrr og siðar. Tón- verk hans eru, með orðum Árna, „svo fin- sorfin og fagurskyggð að undrum sætir. Hinn lýríski tregi þeirra og hin síhvikulu lit- brigði gagntaka mig. Sérstaklega þeir kaflar er tónskáldið lætur andann reika í dulúðug- um „millispilum" eða tengiliðum er hann fer með okkur út úr raunheiminum inn í og gegnum einhvers konar töfraskóga eða 1 hittifyrra var hundrað ára ártíð Jóhannesar Brahms og á sama tíma átti Franz Schubert tvö hundruð ára afmæli. Ekki vantaði hátíðarhöldin víðs veg- ar um heim og hér á landi mátti helst ætla að bæði tón- skáldin hefðu verið íslandsvin- ir. Hvergi var til sparað, ótal tónleikar voru haldnir í öllum mögulegum tónleikasölum og á endanum var maður kominn með svo mikið ógeð á Brahms og Schubert að það eimir af því enn þann dagi í dag. í ár er ein og hálf öld liðin síðan Fryderyk Chopin lést. Chopin var síst minni maður en Brahms eða Schubert og því hefði maður ætlað að í ár væri fjöldi tónleika haldinn víðs vegar um landið með tónlist þessa mikla snillings. En af einhverjum ástæðum fer því víðs fjarri, verk hans hafa ekki heyrst nema á örfáum tónleik- uin. Eftir fárið í kringum Brahms og Schubert er maður samt hálffeginn, það fær eng- inn óbeit á tónskáldi sem ekki er spilað. Ekki þegja þó allir um Chop- in. Nýlega kom út bók sem heitir einfaldlega Um Fryderyk Arn' Kristjánsson. Chopin, ævi hans og einstök verk, eftir Arna Kristjánsson píanóleikara. Bókin er ekki nema 131 blaðsíða að lengd, en Árni er bæði gagnorður og kjarnyrtur, æviá- grip Chopins er skýrt og skilmerkilegt og lýsingar oft á tíðum hnyttnar. Bókin gefur nýja innsýn í ævi og tónlist meistarans og margt sem maður vissi áður um líf hans verður ljóslifandi og oft á tíðum spreng- hlægilegt. Þar ber hæst sápuóperuna í kring- um ástarsambandið við rithöfundinn Georg Sand, konuna með karlmannsnafnið. Einnig eru skemmtilegar lýsingar á listamannslíf- inu í París á fyrri hluta nítjándu aldarinnar. Það sem gefur bókinni þó fyrst og fremst gildi er síðari hlutinn, þar sem finna má hollar ábendingar til ungra píanóleikara um „réttan" túlkunarmáta, stíl og inntak ein- stakra verka. Þar eru einnig hugleiðingar Árna um tónlist Chopins almennt. draumaland óvissunnar til áður óþekkts verand- heims!“ Margar svona há- stemmdar lýsingar er að finna í bók- inni, bæði frá Árna sjálfum og mörgum þekktum skáldum og tónsnillingum. Á endanum langar mann mest til að hlaupa út í næstu plötubúð og eyða öllu mánað- arkaupinu sínu í geisladiska með tónlist Chopins. En þvi miður er sjaldgæft að heyra djúpan, skáldlegan ílutning á þessari yndislegu tónlist þó geisladiskarnir séu óteljandi. Chopin hefur oftar en ekki verið fómarlamb yfir- borðslegra virtuósa sem vilja bara slá í gegn með fingrafim- leikum og hafa lítinn áhuga á innblæstri og óþekktum ver- andheimum. Árni er ekki hrif- inn af svo- leiðis náung- um og kallar þá öllum ill- um nöfnum. Þeir eru hljómborðsskelfar, greipa- glennar og glamrarar sem gera háandlegar trillur að „vélbyssuskothríð sér til gamans en vitibornum áheyrendum tU angurs og ama.“ í framhaldi af þessu gagnrýnir Ámi það sem margir kollegar hans segja að tæknina þurfi að kenna en hitt komi af sjálfu sér. Svo- leiðis kennsla getur af sér yfirborðslega greipaglenna sem geta allt en skilja ekkert. Það þarf að opna augu nemandans fyrir skáldskapnum í tónlistinni og hjálpa honum að miðla andagiftinni til áheyrandans. Árni leitast við að gera þetta í bók sinni og tekst það með því að lifa sig inn í tónlistina og hrífa lesandann með sér. Fyrir upprennandi píanóleikara er þessi bók því skyldulesning og raunar fyrir aUa þá sem vUja öðlast dýpri skUning á tónlist Chopins. i pappir þeirra eru lokuð inni í forljótum plexi- glerkössum og ég er hissa á að marg- reyndur myndlistarmaður skuli láta slíkt klúður frá sér fara. Viðkvæmnisleg og lífræn Hilde Hauan Johnsen sýnir aðeins tvö verk, einfaldar og fallegar lág- myndir, þrykk af fatnaði og ýmsum hversdags- hlutum gerð í ferkantað- ar pappírsarkir. Gljúpar og þykkar af- steypur hennar bera með sér mynstraða minningu um óskil- greint andartak og pappírinn er mjög rökrétt efni. Ég losna þó ekki við þá tilfinn- ingu að þessi verk gætu verið mun faUegri stærri, jafnvel yfir heila veggi. Svona virka þau eins og skissur eða sýnishorn. Hvers vegna hún tyllir þeim á forljótar álhiUur með háu baki eða illa tilskorna pappakassa í stað þess einfaldlega að nota vegginn sem bakgrunn er hins vegar óskiljanlegt. Þáttur Gabriellu Göransson í Arinstofunni er heilsteyptasti hluti sýningarinnar. Upprúllaðar, vaxbomar pappírsarkir og ör- þunn pappírseggin eru mjög faUeg og eins og hjá Hilde hentar efnið vel en enn er fram- setningin klúðursleg. Nokkur verkanna standa á trébökkum á hárri stöng með þrí- hyrndum jámfæti og era bæði form og efni undirstöðunnar í hróplegri andstöðu við við- kvæmnisleg og lífræn verkin. Sem sagt: Mislukkuð, óáhugaverð samsýn- ing (þó inni á miUi séu ágæt verk) og áminn- ing um mikilvægi þess að vanda frágang og uppsetningu. Af andans höfðingjum Andans höfðingjar eru þeir sem gefa öðrum gjafir á tímamótum í lifi sinu. Slíkur höfðingi er Sverrir Sigurðsson, kenndur við Sjóklæðagerð- ina, yngsti öldungur sem umsjónarmaður þess- arar síðu þekkir. Ásamt Ingibjörgu Guðmunds- dóttm- konu sinni, sem nú er látin, gaf hann Há- skóla íslands eitt sinn heUt listasafti með hund- mðum verka eftir helstu listamenn landsins. Síðast- liðinn fimmtudag hélt hann upp á níræðisafmæli sitt með því að færa þessu sama safni eirskúlptúr eftir Guðmund Benediktsson, einn vandaðasta myndhöggvara sinnar kynslóðar. Að auki færði Sverrir háskólanum sjóð upp á tíu miiljónir króna sem nota skyldi til að styrkja rannsóknir á sviði íslenskrar myndlistarsögu og forvörslu. Því var von aö Páh Skúlasyni, rektor Háskóla ís- lands, yrði orðfall þegar Vilhjálmur Lúðviksson, talsmaður Sverris og tengdasonur, tilkynnti um þennan sjóð. í framhaldinu var síðan slegið upp veisiu í hugvísindahúsi háskóians, Odda, þar sem afmælisbarnið lék á als oddi þótt bundinn væri við hjólastól. Á meðfylgjandi mynd gleðjast þeir í sameiningu, Sverrir og Páll Skúlason, en í baksýn má greina myndverk Guðmundar Bene- diktssonar. Menningarsiðan ámar hinum aldna höfðingia heilla. Umsjón Aðalsteinn Ingólfsson Listræn tjáning Þessa dagana stendur yfir sýn- ing á pappírsverkum í Listasafni ASÍ undir yfirskriftinni Cellulose kunstneriske uttrykk í papir. Um er að ræða norræna farandsýn- ingu á vegum SKINN, samtaka norðurnorskra hstmiðlunarfyrir- tækja, og era listamennirnir allir konur, þrjár norskar, þær Gabriella Göransson, Gjertrud Hals og Hilde Hauan Johnsen, og ein dönsk, Jane Balsgaard.' Ég ímynda mér að SKINN hafi litla reynslu í svona sýningarhaldi, maður fær á tilfmninguna að hér sé á ferðinni búrókratísk afurð án skilgreinds markmiðs eða eftir- fylgni því þó sýningunni fylgi (ljótur) listi og bæklingur um SKINN er maður litlu nær, t.d. er ógerningur að sjá hvaðan þessi farandsýning kemur og hvert hún fer næst og afskaplega virkar hún umkomulaus og fásótt. Verk þessara fjögurra listakvenna eru afar ólík en sellulósinn, þessi flokkur textílefna sem pappír er gerður úr, er það eina sem sameinar þær. Kannski er sýningin einmitt mislukkuð út af þessum snertifleti, samheng- ið er einfaldlega ekki spennandi og alls ekki listakonunum til framdráttar að vera dregn- ar með þessum hætti saman í dilk. Ég er sannfærð um að hægt væri að sjá þær allar í betra ljósi á sýningu þar sem fókuserað væri á aðra fleti (eða einkasýningum). Einkennilega ómarkviss En hvað ræður efnisvali listamanna? Mað- ur skyldi ætla að fyrst og fremst skipti máli hvernig eiginleikar efnisins henta þeim hug- myndum sem koma á á framfæri. Því undr- ar mig að Gjertrud Hals skuli nota pappír í Garbriella Göranson - Farkostur, 1995-98 Myndlist Áslaug Thorlacius verk sín en kostir hans fá þar lítið að njóta sín. Þó má vera að markmið hennar sé að gera pappírinn óþekkjanlegan en hún press- ar þetta mjúka og sveigjanlega efni og málar það svo það lítur út eins og eitthvað allt ann- að, t.d. lítur gólfskúlptúrinn Tríó miklu fremur út eins og plast. Sem skúlptúr er hann hins vegar því miður ekki áhugaverð- ur. Jane Balsgaard sýnir þrívíð verk úr papp- ír og trjágreinum. Þetta eru fínleg verk og lífræn í forminu sem minna á báta, tré, fiðr- ildi o.þ.h. en einkennilega ómarkviss og hvorki falleg né spennandi. Flest verkin hanga á vegg eða niður úr loftinu en fjögur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.