Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1999, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 1999 Sérblað DV ©éirfbSsii) ©iirfell®© E)¥ Blað þetta er annað af tveim sérblöðum um ferðir innanlands sem fylgja DV í sumar, seinna blaðið mun koma út í lok júlí. Ferðir innanlands hafa komið út í tæpa tvo áratugi og eru löngu búnar að fésta sig í sessi hjá lesendum DV sem margir hverjir geyma blaðið sér til upplýsingar þegar leggja á land undir fót. Meöal efnis sem fjallaö veröur um í blaðinu 1 aö þessu sinni er: gönguferðir - ^ jöklaferðir- hestaferðir- gisting - River Rafting- ÆL búnaöur- fl hundasleðar o.fl. iyiiðvikudaginn 23*júní nk/munTveglegt sérblað um ferðir,innanlands fylgjarDV. 1000 uppskriftir frá Nýkaup auk greina úr samstarfsmiðlum Vísis.is, einkum DV, um matreiðslu, hollustu og ýmis húsráð. Slóðin er www.visir.is Nýkaup visir.is Fréttir Borað á ísafirði: Spennan eykst með hverjum degi - vonast eftir 70 gráða heitu vatni Hafnar eru boranir eftir heitu vatni á ísafirði, sem fram til þessa hefur verið talinn á köldu svæði. Það eru Jarðboranir hf. sem annast verk- ið og er borað rétt við vistheimiliö Bræðratungu í Tungudal. Þar fund- ust i fyrra vísbendingar um jarðhita þegar boraðar voru hitastigulsholur á vegum Orkubús Vestfjarða. Að sögn Sölva Sólbergssonar hjá Orkubúinu eru menn að gera sér vonir um að geta fundið þarna um 60 til 70 gráða heitt vatn. Borað verður niður á 1000 metra dýpi og er heildar kostnaður við holuna áætlaður um 25 milljónir króna. I siðustu viku voru menn komnir niður á 200 metra dýpi og sagði Sölvi að spennan færi fyrst að aukast þegar komið væri niður á 600 metra eftir rúma viku. Áætlað er að borun á holunni, sem fóðruð er jafn óðum, taki um einn mánuð. -HKr Borturn Jarðborana á Isafirði. Dýrbítur í hjörðinni DV, Hólmavík: Vegfarandi á leið yfir Laxárdals- heiði i Hrútafjörð ók árdegis 7. júni fram á tófu sem var að taka lamb rétt við þjóðveginn. Svo illskeyttur og ákafur var rebbi við iðju sína að hann hélt áfram þótt bifreiðin hefði veriö stöðvuð. Það var ekki fyrr en ökumaðurinn, sem var ráðunautur Vestur-Húnvetninga, Svanborg Ein- arsdóttir, gekk í áttina að honum að hann hörfaði. Lambinu náði hún en eigandi þess er Jóhann Ragnarsson, bóndi í Laxárdal. Jóhann segir að hér hafi verið um þriggja vikna gamalt lamb að ræða: Það lifir en sér allmikið á því. Eng- inn vafi sé á að tófu sé að fjölga og fjölgar hratt. Áhyggjuefni sé að í sumum sveitarfélögum sé grenjaleit slakleg. Komi það til vegna mikils kostnaðar sem nú leggist á sveitar- félögin sem misjafnlega eru í stakk búin til að taka hann á sig. -GF NÝTT NÝTT Hreinsum vaxborinn fatnað oq sprautum vaxi á fatnaðinn aftur NÝrr NÝTT Sðtthreinsum rúskinnsreiðskálmar í Mjódd Álfabakka 12 • Sími 557 2400

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.