Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1999, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 1999 Fréttir 39 I>V Kolbrún Grétarsdóttir og unnusti hennar, Halldór, ásamt séra Agnari Gunnarssyni. Myndin var tekin fyrir góðu ári þegar unga fólkið hafði fengið styrk frá hreppsnefndinni. DV-mynd Þórhaliur Mikiö byggt í Akrahreppi: Bjartsýni og mikil nýliðun í fríríkinu - þar er hugað aö Qölskyldunni og fjölgun barna DV, Skagafirði: Ekki er annað að sjá en að mikil bjartsýni ríki meðal íbúa Akra- hrepps í Skagafirði, ef marka má þær miklu byggingaframkvæmdir sem hreppsbúar hafa lagt í á þessu ári og því síðasta. Ekki er ólíklegt að ætla að Akrahreppingar séu mestu framkvæmdamenn á landinu nú, sé tekið tillit til fólksfjölda, en um 220 eiga lögheimili í hreppnum. Til að mynda munu á skömmum tíma rísa 4 ný íbúðarhús í hreppn- um og má rekja framkvæmdimar til þess að ungt fólk hefur verið að taka sér búsetu í hreppnum á seinni árum. Virðist sem í „fríríkinu", eins og sumir gárungarnir vilja kalla Akrahrepp, gangi betur með nýliðun í bændastétt en í mörgum öðrum sveitum. í fyrrasumar var byggt nýtt íbúð- arhús ásamt bílgeymslu á Uppsöl- um og er unnið aö frágangi þeirra bygginga í sumar. Einnig var byggt íbúðarhús á Kúskerpi í fyrra og þá munu nú i sumar rísa ný íbúðarhús í Flatatungu á Kjálka og á Flugu- mýri. Auk þess er í sumar á döfmni bygging íbúðar í Risi á Stóru- Ökrum, stækkun íbúðarhúss á Minni-Ökrum og endurbætur íbúð- arhúss í Réttarholti. Þá var á síð- asta ári reist viðbygging við íbúðar- hús í Kringlumýri. Ingvar Gýgjar Jónsson bygging- arfúlltrúi segir að ekki sé nóg með að Akrahreppingar hugi að þörfum fjölskyldunnar og fjölgun bama og sveitarstjómin ýti þar undir með beinum styrkjum heldur séu hreppsbúar einnig að stækka og bæta sín peningshús. í fyrra vom stækkuð hlaða og fjós á Kúskerpi og byggt nýtt aðstöðuhús og loðdýra- skáli á Kringlumýri. í sumar verður byggö ný hlaða í Djúpadal og fjós endurbætt á Stóm-Ökram II. Þá er þessa dagana að fara í gegnum bygg- ingamefnd einhverjar frekari fram- kvæmdir í Akrahreppi, þannig að þær em ekki upptaldar. Þá er einnig búið að fá leyfi fyrir nýjum inngangi á kjallara Miklabæjar- kirkju ásamt einhverri aðstöðu í jarðhýsinu. -ÞÁ Filmuskanni á Höfn: Bætir aðstöðu lækna DV Höfn: Heilsugæslustöðin á Homafirði hefur nýlega fengið og tekið i notk- un filmuskanna og tölvubúnað sem skannar inn röntgenmyndir og fær- ir þær á tölvutækt form. Með þess- um búnaði geta læknar heilsu- gæslustöðvarinnar sent röntgen- myndir í tölvupósti til sjúkrahús- anna í Reykjavík og leitaö aðstoðar sérfræðinga og verið í beinu sam- bandi við þá strax. Þaö hefur oft tekið marga daga að fá úrskurð sér- fræðinga þegar þurft hefur að póst- senda myndimar milli staöa. Baldur Thorstensen læknir með gjafabréf fyrir tölvubúnaðlnum sem formenn Lionsklúbbanna, þau Kristín Gísladóttir og Sigurður Kr. Sigurðsson, afhentu honum. Baldur Thorstensen læknir segir þessa tækni koma til með að spara mörgum sjúklingum ferð til nánari rannsókna í Reykjavík - nú er hægt að skoða myndimar á tölvuskján- um. Þetta er stórt skref í fjarlækn- ingum og bætir mikið vinnuaðstöðu lækna á landsbyggðinni. Filmu- skanninn er framleiddur hjá Skyn, sem framleitt hefur skanna fyrir nokkur sjúkrahús á landsbyggðinni og í Reykjavík. Allur búnaðurinn kostaði uppsettur 2,5 milljónir króna. Lionsklúbbur Hornafjarðar og Lionsklúbburinn Kolgrima gáfu heilsugæslustöðinni tölvuna, faxtækið og tengingu tækjanna, að verðmæti um 500 þúsund krónur. Annan kostnað greiddi Heilsu- gæslustöðin. Júlía Imsland Baldur Thorstensen læknir sýnir Kristínu Gísladóttur og Sigurði Kr. Sigurðs- syni, formönnum Lionsklúbbanna á Hornafirði, hvernig filmuskanninn virk- ar og Jón Bragi Björgvinsson hjá Skyn fylgist með. DV-myndir Júlía S.S. GUNNARSSON HF. VELSMIÐJA Rennismíöi - Vélsmíöi Dráttarkúlur - Varahlutir í fiskvinnsluvélar Tannhjól - Ásar - Fóöringar Nipplar -Valsar - Slífar Eigum á lager ryðfrítt vökvafittings. Framleiðum eftir pöntunum. Fljót og góö afgreiðsla. %fr„ Trönuhrauni 10, Hafnarfirði. Sími 555 3343. Fax 565 3571. GSM 898 7449 Skj alaskápar Traustir - vandaðir og á góðu verði! ÓLAFUR GÍSLASON & CO HF SUNDABORG 3 SÍMI 568 4800 EG SKRIFSTOFUBÚNAÐUR ÁRMÚLA 20 SÍMI533 5900 SUZUKIBÍLAR HR Skeifunni 17 • Sími 568 5100 www.suzukibilar.is Suzuki Baleno GL, árg. ‘ 96, ek. 60 þús. km, bsk., 4 dyra. Verö 890 þús. Suzuki Baleno GLX, árg. ‘ 96, ek. 76 þús. km, bsk., 4 dyra. Verð 990 þús. Suzuki Jimny JLX, árg. ‘ 99, ek. 3 þús. km, bsk., 3 dyra, ýmsir aukahlutir. Verð 1560 þús. Suzuki Swift GLS, árg.’ 98, ek. 38 þús. km, bsk., 3 dyra. Verð 810 þús. Suzuki Vitara JLX, árg. ‘ 95, ek. 70 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 1.240 þús. BMW 318IA, árg. ‘ 96, ek. 51 þús. km, ssk., 4 dyra. Verð 1.990 þús. Daihatsu Feroza, árg. ‘ 90, ek. 130 þús. km, bsk., 3 dyra. Verð 490 þús. Hyundai Accent, árg. ‘ 96, ek. aðeins 29 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 750 þús. Hyundai Accent, árg. ‘ 96, ek. 32 þús. km, ssk., 3 dyra. Verð 780 þús. Lada Sport, árg. ‘ 96, ek. aðeins 26 þús. km, bsk., 3 dyra. Verð 480 þús. Mazda 323 Wagon, árg. ‘ 95, ek. 69 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 950 þús. MMC Lancer, árg. ‘ 88, ek. 150 þús. km, ssk., 4 dyra. Verð 250 þús. MMC Lancer GLI, árg. ‘ 94, ek. 78 þús. km, bsk., 4 dyra. Verð 790 þús. MMC Lancer GLX, árg. ■ 93, ek. 133 þús. km, ssk., 4 dyra. Verö 690 þús. Nissan Almera SLX, árg. ‘ 97, ek. 23 þús. km, ssk., 5 dyra. Verð 1.170 þús. Nissan Sunny SLX, árg. ‘ 94, ek. 94 þús. km, ssk., 4 dyra. Verð 840 þús. Nissan Wag, árg. ‘ 93, ek. 90 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 850 þús. Renault Mégane RT, árg.' 97, ek. 37 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 1.050 þús. Subaru Legacy WG, árg. okt.’ 98, ek. 8 þús. km, ssk., 5 dyra. Verð 2.200 millj. Toyota Corolla GL, árg. ‘ 92, ek. 92 þús. km, bsk., 4 dyra. Verð 680 þús. Toyota Corolla XL, árg. ‘ 95, ek. 55 þús. km, ssk., 4 dyra. Verð 920 þús. Toyota Corolla XL, árg. ‘ 96, ek. 54 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 990 þús. Toyota Rav4 3D, árg. ‘ 98, ek. 6 þús. km, bsk., 3 dyra. Verð 1.880 þús. Toyota Touring XL, árg. ‘ 93, ek. 79 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 890 þús. VW Golf GL VA, árg.' 96, ek. 45 þús. km, ssk., 5 dyra. Verð 1.080 þús. $ SUZUKI -✓///. ...—

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.