Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1999, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1999, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 1999 DV Laxá á Ásum: Veiðivon 30% afsláttur 47 Sfml: 587 9699 Flugan flassar- inn gaf lax „Viö erum búnir að reyna vítt og breitt um ána en höfum ekki feng- ið lax. Við veiddum nokkra urriða en það er mikið af afætu í ánni,“ sagði Sæmundur Krist- jánsson við Laxá á Ásum á laugardaginn en þá var hann að veiða í fyrsta skipti í ánni. Með honum voru Gísli Ólafs- son og Finnur Sæ- mundsson. „Ég missti einn í Mánafossi og það tók flskur í hjá Gísla, þar voru tveir fallegir lax- ar,“ sagði Sæmundur og reyndi og reyndi í Laxá á Ásum. Laxá á Ásum hefur gefið 16 laxa og 4 hoplaxa, stærsti laxinn er 17 pund. Maðkurinn hefur gefið best en flug- an sækir á. Snælda hef- ur gefið tvo laxa og flass- arinn einn en spurning- in er hvort þurfi að flassa fyrir fiskinn svo hann taki fluguna. Það er þónokkuð kom- ið af fiski í ána en hann mætti taka betur. Blanda hefur verið heldur ófrýnileg um helgina og lítið verið hægt að veiða í henni. Blanda hefur eiginlega verið svört en áin hefur gefið um 60 laxa. Guðný Tomasdóttir og Ásgeir Asmundsson með nýrunna bleikju sem vó 1,5 pund. Níu fyrsta daginn í Langá á Mýrum „Byrjunin í Langá er góð, miðað við allt, en áin fór í flóð á öðrum degi. Fyrsta daginn veiddust 9 laxar og fyrsti fiskurinn úr ánni var lax á flugu, það var Dani sem veiddi hann,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson í Vökuholti við Laxá í Aðaldal í gær en þá var hann að hætta veiðum í ánni og við tóku Akureyringar. „Já, fyrsti laxinn hjá okkur í Langá var á fluguna Snældu og hann veiddist á Horninu, fiskurinn var 10 pund. í morgun veiddust tveir laxar og áin er að lagast veru- lega. Það hefur verið rólegt hérna í Aðaldalnum, enda mikið vatn, en laxarnir eru orðnir 13 síðan áin var opnuð," sagði Ingvi Hrafn ennfrem- ur. „Þetta hefur verið fint í Langánni, niu laxar fyrsta daginn, við fengum 3 laxa á mína stöng," sagði Snæbjöm Kristjánsson sem opnaði Langá á Mýram meðal ann- arra. Laxfoss gaf þrjá laxa á maðk „Það veiddust þrír laxar fyrsta daginn og þeir fengust allir í Lax- fossi á maðk. Við gátum veitt í byrj- un dagsins og um kvöldið, áin var svo vatnsmikil og kakólituð," sagði Haukur Geir Garðarsson sem opn- aði Laxá í Leirársveit ásamt fleirum fyrsta daginn eða á laugardaginn. „Fyrsti fiskurinn var 7 pund en hinir 11 og 12 punda. Það höfðu sést laxar í Laxfossi áður en veiðitíminn hófst en það er erfitt fyrir hann að komast upp úr honum í svona miklu vatni eins og er núna,“ sagði Haukur í lokin. Byrjunin í laxveiðinni góð „Byrjunin í laxveiðinni er góð yfir línuna, laxinn fallegur og vænn úr sjó, það er kannski heldur mikið vatn í sumum veiðiánum," sagði Orri Vigfússon er við spurðum hann um byrjunina í laxveiöinni. „Laxá í Kjós hefur gefið 30 laxa og Aðaldalurinn næstum 15 laxa. Ég vona að það verði framhald á þess- ari veiði,“ sagði Orri. tölvui tækni og vísinda agu 'r ,óðkaupsveislur—úlisamkomur—skemmlanir—lónleikar—sýningar—kynningar og fl. og fl. og II. "N Risatjöld iS* - veislutjöld ..og ýmsir fylgihlutir /»•7, ^ Ekki treysta ó veðrið þegar ýJO ^ skipuleggja ó eftirminnilegan viðburð - Tryggið ykkur og leigið stórt tjald ó staðinn - það marg borgar sig. Tjöld af öllum stœrðum fró 20 - 700 m2. Leigjum einnig borð og stóla í tjöldin. skótum á heimavelli sími 562 1390 • fox 552 6377 • bls@scout.is Tilkynning frá utanríkisráðimeytinu Utanríkisráðuneytið býður fyrirtækjum, samtökum, stofnunum og einstaklingum viðtalstíma við sendiherra Islands þegar þeir eru staddir hérlendis til þess að ræða hagsmunamál sín erlendis, viðskiptamöguleika og önnur málefni þar sem utanríkisþjónustan getur orðið^að liði. Kornelíus Sigmundsson, sendiherra Islands í Finnlandi, verður til viðtals í utanríkisráðuneytinu þriðjudaginn 15. júní, nk., kl. 9 til 12, eða eftir nánara samkomulagi. Umdæmi sendiráðsins nær einnig til Eistlands, Lettlands og Ukraínu. Nánari upplýsingar og tímapantanir eru veittar í síma 560 9900.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.