Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1999, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1999, Blaðsíða 40
FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ1999 Lokun Rauösíðu: Bæjarstjórn í viðbragðsstöðu „Við höfum alltaf verið með það á hreinu að við munum bregðast við þessum vanda,“ sagði Halldór Hall- dórsson, bæjar- stjóri á Ísafírði, að- spurður hvort bæj- arstjómin ætlaði að bregðast við vandanum vegna lokunar frystihúss- ins Rauðsíðu á Þingeyri. „Við verðum fyrst að sjá hvað gerist hjá þeim. Við emm í viðbragðsstöðu og höf- um rætt við ráðamenn og þing- menn.“ Nánar á bls. 6 -SJ Halldór Hall- dórsson. Hér er unnið við að slökkva eldinn í geymsluskúrnum í Grjótaþorpinu. * DV-mynd HH Geymsluskúr brann Geymsluskúr í Grjótaþorpi varð eldtungum að bráð á laugardags- morgun. Lögreglan hefur mann í haldi sem grunaður er um að hafa kveikt í. Áður en slökkviliðið kom á stað- inn gerði eldurinn sér dælt við íbúð- arhús sitt hvorum megin við skúr- inn og náði hann að komast í þau. Slökkviliðið gat þó ráðið niðurlög- um hans og sú vinna gekk greið- lega. Töluverðar skemmdir urðu þó á íbúðarhúsunum sem em timbur- iús og því mikill eldmatur. Geymsluskúrinn tilheyrir öðru íbúðarhúsinu. -SJ Öndin slapp en fólkið ekki í gærdag varð þriggja bifreiða árekstur á Norðurlandsvegi í Langadal. Tvær bifreiðir em ónýtar en sú þriðja er lítið skemmd. Femt þurfti að láta líta á meiðsli sín á sjúkrahúsi en þau reyndust minni háttar. Tildrög slyssins voru að bílstjóri fremstu bifreiðarinnar snöggheml- aði þegar hann sá önd með unga á eftir sér ganga þvert yfir Norður- ' ^Ltndsveg. Maðurinn vildi ekki keyra yfir fjölskylduna. -SJ DAGUR DYRANNA^ ÞJÓDVEGUNUM!; Sigurður Arnar Jónsson flýgur í hér loftköstum á nýju Dömunni sinni en hann sigraði í 2. umferð DV-Sport Islandsmeistaramótsins í torfæruakstri sem hald- in var í Jósefsdal í gær. DV-mynd JAK Margrét Frímannsdóttir vill leiðtoga Samfylkingar utan frá: Fráleit fullyrðing - segir Bryndis Hlöðversdóttir. Enginn útilokaður, segir Jóhanna Jóhanna Sigurðardóttir alþingis- maður segir óæskilegt að útiloka fólk sem nú starfar innan Samfylk- ingarinnar frá forystu í nýrri hreyf- ingu. „Þaö hljóta auðvitað allir að koma til greina, bæði þeir sem em nú i forystu í Samfylkingunni og þeir sem munu koma að hinni nýju hreyfmgu. Gmndvallaratriðið er að hreyfmgin sjálf mun frnna sér leið- toga þegar við formfestmn hana,“ segir Jóhanna í samtali við DV. Tilefni þessara orða Jóhönnu em ummæli Margrétar Frímannsdóttur á Bylgjunni um að æskilegt sé að væntanlegur leiðtogi Samfylkingar- innar komi ekki úr röðum þeirra flokka sem staðið hafa að Samfylk- ingunni, heldur utan frá. „Það er fyrst og fremst fólkið sjálft og hreyf- ingin sem velur sér leiðtoga en ekki einstaklingar innan Samfylkingar núna. Ég tel allar vangaveltur um framtíðarleiðtoga ótímabærar og legg áherslu á, einmitt miðað við umræðu af þessu tagi, að Samfylk- ingin formfesti sig sem allra fyrst í nýrri hreyfmgu og kjósi sér framtið- arleiðtoga," sagði Jóhanna Sigurð- ardóttir enn fremur. „Ég veit ekki hvort það er hægt að slá einhverju fostu um hvort leið- togi Samfylkingarinnar eigi að koma utan frá eða innan frá. Hann hlýtur að koma úr hópi þess fólks Margrét Frí- mannsdóttir. Jóhanna Sig- urðardóttir. Asta Ragnheiður Jóhannesdóttir. Bryndís Hlöðverðsdóttir. sem er sammála stefnu Samfylking- arinnar og er hæft til að taka að sér forystuhlutverk. Ég get ekki ímynd- að mér að það sé hægt að slá því föstu hvort hann komi úr röðum þeirra sem í dag eru í forystusveit- inni eða einhvers staðar annars staðar frá,“ sagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir alþingismaður. “Mér finnst fráleitt að fullyrða að leiðtoginn eigi að koma utan frá. Það hefur gríðarlegur fjöldi fólks starfað fyrir Samfylkinguna og staðið sig vel, bæði innan þings og utan, ekki síst í sveitarstjórnum. Ég tel ekkert vera hægt að fullyrða um þetta né heldur aö útiloka hæfileikafólk, hvorki Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur né aðra,“ sagði Bryndís Hlöðversdóttir alþing- ismaður og samflokksmaður Margrétar Frímannsdóttur við DV í gærkvöldi. -SÁ Talhf.: Stjórnvöld taki á málum Á heimasíðu Tals hf. á Netinu er skorað á stjómvöld að sjá til þess nú þegar að tilmælum Sam- keppnisráðs frá 10. júní verði framfylgt. Vitnað er í álit Sam- keppnisráðs þar sem segir að meðan Landssíminn noti sér yf- irburðastööu á fjarskiptamark- aði til að hindra virka sam- keppni skaði það hagsmuni ís- lenskra neytenda. Síðan segir: „Þar sem Landssíminn er að öllu leyti í eigu íslenska ríkisins þá er stjómvöldum í sjálfsvald sett að hafa áhrif á hvemig fyr- irtækið tekur á þessum tilmæl- um Samkeppnisráðs. Alltof lengi hefur Landssíminn dregið úr- bætur í samkeppnismálum á langinn með málþófi, áfrýjun- um, kæram og gagnkærum. Mál er að linni og stjómvöld sýni í verki, meö því að fara að tilmæl- um Samkeppnisráðs, að þeim sé alvara með að hlúa að heil- brigðri samkeppni." -SÁ Hundaóheppni Hér sjást ummerki eftir bflinn. DV-mynd HH í gær stökk htmdur í farþega- sætið í bifreið eiganda síns með þeim afleiðingum að eigandanum, sem var jafnframt ökumaðurinn, fipaðist við keyrsluna og missti stjórn á bílnum. Annar hundur var auk þess í bílnum en hann hélt sig aftur í. Þríeykið var á keyrslu á Kringlumýrarbraut en þegar poodle-hundurinn kom óvænt fram í ók konan bílnum yfir um- ferðareyju og inn á planið hjá Shell á Laugavegi. Þar ók hún á flaggstöng og fór svo aftur út á götu. Bremsuför eftir bílinn eru minnismerki bíltúrsins. -SJ Veðriö á morgun: Rigning eða skúrir um mest- allt land Vestlæg eða breytileg átt, víða 8-10 m/s. Rigning eða skúrir og hiti 4 til 12 stig, mildast suðaustanlands. Veðrið í dag er á bls. 53 Eldhúskrókur Símar 567 4151 & 567 4280 , Heildverslun með leikfvng oggjafavörur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.