Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1999, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ1999 23 DV Sport Ágústa Tryggvadóttir úr HSK er geysilegt efni og sigraði í meyjaflokki. Hér stekkur hún 5,11 metra. Það var langlengsta stökkið í hennar flokki og næstlengst í sjöþrautinni í heild. DV-mynd Hilmar Þór Bailey er byrjaður Donovan Bailey, heimsmethafí í 100 metra hlaupi karla, keppti á móti í gær í fyrsta sinn síðan hann varð fyrir meiðslum í hásin í september. Bailey keppti á móti í Niirnberg í Þýskalandi og náði sér engan veginn á strik. Hann varð þriðji í sínum riðli á 10,51 sekúndu og komst ekki í úrslitahlaupið en heimsmet hans er 9,84 sem hann setti á Ólympíuleik- unum í Atlanta árið 1996. „Það mikilvægasta fyrir mig er að ég keppti á nýjan leik og tókst að ljúka hlaupinu. Ég veit vel að ég getið hlaupið hraðar og ég þarf að keppa í 4-5 hlaupum þar til ég get farið að hlaupa á góðum tíma,“ sagði Bailey eftir hlaupið. -GH Meistaramótiö í frjálsum íþróttum, fyrri hluti: - sagöi sjöþrautarmeistarinn, Gunnhildur Hinriksdóttir Fyrri hluti Meistaramóts íslands í frjálsíþróttum fór fram í Laugar- dal um helgina en þá var keppt í tugþraut karla, drengja og sveina, sjöþraut kvenna og meyja, 10 km hlaupi karla, 4x800 og 4x1500 metra hlaupi karla og 3x800 metra hlaupi kvenna. Bestum árangri mótsins náði Ólafur Dan Hreinsson en hann setti íslandsmet í tugþraut sveina og bætti fyrra íslandsmet um rúm 200 stig. Öruggt hjá Gunnhildi Gunnhildur Hinriksdóttir, HSK, sigraði í sjöþraut kvenna en hún fékk 4.420 stig og hafði tæplega 500 stig yfir Vilborgu Jóhannsdóttur sem hafnaði í öðru sæti, með 3.939 stig. „Þetta gekk ágætlega í sumum greinum en ekki eins vel í öðrum. Hástökkið og kúlan gengu vel og hlaupin eru aðeins betri en í fyrra. Ég hef verið fjögur ár í námi í Bandaríkjunum og seinni árin tvö hef ég einbeitt mér að sjöþrautinni og stefni að því að halda því áfram. Ég er mjög ánægð með sigurinn hér i dag. Keppnin núna hefur verið mjög góð, það eru fleiri kepp- endur heldur en oft áður en veðrið hefði mátt vera betra á laugardaginn. Það væri betra að hafa meiri keppni, eins og í fyrra þegar Sigríður Guðjónsdóttir og Sunna Gestsdóttir voru með. Á móti kemur að það eru að koma upp mjög sterk- Tugþraut karla: Ólafur Guðmundsson, HSK, 6856 stig Sigurður Karlsson, Tindastóli, 6204 stig Bjami Þór Traustason, FH, 5878 stig Tugþraut drengja: Ingi Sturla Þórisson, FH, 5406 stig Jónas Hlynur HaUgrimsson, FH, 5373 stig Þorkell Snæbjörnsson, HSK, 4174 stig Tugþraut sveina: Ólafur Dan Hreinsson, Fjölni, 5723 stig Sigurjón Guðjónsson, ÍR, 5624 stig Birkir Öm Stefánsson, UMSE, 5014 stig Hlaupagreinar Daníel Smári Guðmunds- son, ÍR, vann öruggan sigur í 10 km hlaupi karla en að- eins þrír þreyttu hlaupið. í boðhlaupunum varð griðarlega mikil barátta á milli A-sveitar ÍR og A-sveit- ar FH í 4x800 metra hlaupi karla, aðeins 6/10 úr sek- úndu skildu liðin að en ÍR sigraði eftir æsispennandi endasprett. 10 km hlaup karla: Danlel S. Guðmundsson, ÍR, 33.24,9 Ingvar Garðarsson, HSK, 36.53,1 Jón Grétar Þórisson, FH, 39.01,7 3x800 metra hlaup kvenna: Sveit FH, 7.14,10 mín. Sveit HSK, 7.16,52 mín. A-sveit ÍR, 7.20,76 mín. 4x800 metra hlaup karla: A-sveit ÍR, 8.07,2 min. A-sveit FH, 8.07,8 mín. B-sveit FH, 9.20,0 mín. 4x1500 metra hlaup karla: A-sveit lR, 17.08,69 min. Sveit Tindastóls, 18.05,12 mín. Sveit FH, 18.32,73 mín. ar stelpur eins og Ágústa Tryggva- dóttir, sem sigraði í meyjaflokkn- um, hún á eftir að koma sterk inn,“ sagði Gunnhildur Hinriksdóttir, ís- landsmeistari í sjöþraut. Úrslit í þrautunum Sjöþraut kvenna: Gunnhildm- Hinriksdóttir, HSK, 4420 stig Vilborg Jóhannsd., Tindastóli, 3939 stig Anna Margrét Ólafsdóttir, UFA, 3764 stig Gunnhildur Hinriksdóttir, sem sigraði í sjöþraut, sést hér svífa 5,41 metra í sigurstökki sínu í langstökki. DV-mynd Hilmar Þór Ólafur Guðmundsson, íslandsmeistari í tugþraut: „Ýmislegt jákvætt við þessa þraut" í fjarveru Jóns Arnars Magnússonar ógnaði enginn Ólafi Guðmundssyni í tug- þrautinni. Ólafur hefur ásamt Jóni Arnari verið helsti tug- þrautarkappi landsins og æfa þeir félagar saman norður á Sauðárkróki undir handleiðslu Gtsla Sigurðssonar. Ólafur, sem fékk 6856 stig, sigraði i fimm greinum, 100 metra hlaupi, langstökki, kúlu- varpi, kringlukasti og stangar- stökki. „Þrautin var léleg, ef maður talar bara hreint út. En þetta er fyrsta þraut hjá mér og það er ánægjulegt að hafa komist heill í gegnum hana. Það er ýmislegt jákvætt við þessa þraut tæknilega þó að tölurnar séu ekki upp á það besta, ég var t.d. 500 stigum frá mínu besta fyrri daginn, seinni dag- inn gekk þetta betur. Ég var einna sáttastur við 100 metra hlaupið sem ég fór á 11,47 sek. þrátt fyrir að það væri mótvindur upp á 5 m/sek- úndu. Ef ég hefði fengið þenn- an vind í bakið þá hefði ég ver- ið vel innan við 11 sekúndur," sagði Ólafur. Framtíðin er björt „Mér finnst að staðan í þrautinni sé þannig að hún hafi sjaldan verið bjartari. Jón Amar hefur nokkra yfirburði, vel yfir 8000 stiga maður, svo kem ég með 7500-8000 stig, þá kemur Bjami Traustason í 7000 stigum og síðan kemur Sigurö- ur Karlsson, sem er aðeins 19 ára, hann á eftir að gera góða hluti líkt og margir þeirra sem kepptu í drengja- og sveina- flokkunum hér um helgina," sagði Ólafur. -ih Ólafur Guðmundsson hafði nokkra yfirburði f tugþrautinni á meistaramótinu. DV-mynd Hilmar Þór íslandsmet Ólafs Dans Ólafur Dan Hreinsson setti glæsi- legt íslandsmet í tugþraut sveina á meistaramótinu. Hann byrjaöi illa, lenti í fjórða sæti í 100 metrum og þriðja sæti í langstökki en seinni hluti þrautarinnar var frábær hjá Ólafi, hann sigraði með nokkrum yfirburðum í stangarstökki, spjót- kasti og 1500 metra hlaupi og setti glæsilegt íslandsmet. -ih ÞÍN FRÍSTUND -OKKAR FAG Bíldshöföa 20 • 112 Reykjavík • 510 8020 • www.intersport.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.