Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1999, Blaðsíða 6
26 MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 1999 Sport DV brást og 1-1 hjá ÍBV og Fram 3 var sannkallaður baráttufótbolti sannfærandi og virtist sem E; Það var sannkallaður baráttufótbolti sem ÍBV og Fram buðu upp á í Vest- mannaeyjum í gær sem endaði með 1-1 jafntefli. Mikill hiti var í leikmönnum og Gísli dómari hafði í mörg horn að líta í leiknum sem var mjög gróflega leikinn af hálfu beggja liða. Umdeilt atriði gerðist rétt fyrir lok fyrri hálfleiks þegar Hlynur Stefánsson, fyrirliði ÍBV, sló til Steinars Guðgeirs- sonar þannig að það sá á honum. Gísli virtist ekki sjá brotið nógu vel og gaf Hlyni einungis gula spjaldið en margir vildu meina að Hlynur hefði átt að fá rautt spjald. Eyjamenn voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleik en náðu ekki að skapa sér nógu hættuleg færi. Boltinn gekk ágætlega á milli manna til að byrja með og Framarar virtust eiga á brattann að sækja. Eyjamenn skoruðu svo upp úr engu þegar Sævar gerði hræðileg mistök í vöm Framara og eftirleikurinn var auðveldur fyrir Inga. Eyjamenn héldu uppteknum hætti og var Steingrímur oft mjög hættulegur í framlínunni. Miðlína ÍBV var mjög sterk og vömin nokkuð Ingi Sigurósson (17.) komst v v inn í hörmulega sendingu Sævars og sendi boltann með vinstra fæti i homið fram hjá Ólafi. Marcel Oerlemans (55.) ” ” fékk frábæra sendingu frá Frey Karlssyni inn fyrir vörn skoraði af mikilli yfírvegun. sannfærandi og virtist sem Eyja- menn ætluðu að fara með auðveld- an sigur af hólmi. Vörn Framara virtist hins vegar mjög óörugg og greinilega munaði um Sævar Pét- ursson sem var að taka út leik- bann. Framarar spiluðu boltanum lítið sín á milli og einkenndist leik- ur þeirra af löngum sendingum sem rötuðu sjaldnast rétta leið. í síðari hálfleik komu Framarar mun frískari til leiks og skoruðu tiu mínútum síð- ar. Þeir efldust nokkuð við markið og héldu áfram að sækja að marki ÍBV. Strax eftir mark- ið þurfti Hlynur fyrirliði að fara út af vegna meiðsla og virtist það hafa mikil áhrif á leik Eyja- manna. Þeir stressuðust upp, vörnin opnaðist og þeir fóru að reyna meira af löngum sendingum sem gengu ekki upp. Framarar náðu hins vegar ekki að nýta sér þennan veikleika Eyjamanna. Lítið var um færi í síðari hálfleik þar til Steingrímur Jóhannesson skoraði á 70. mínútu mark sem dæmt var af vegna BV og rangstöðu. Þar með brást heimavöll- urinn ÍBV eftir 15 sigra þar í röð. Færeyingurinn Allan Mörköre, sem er nýgenginn til liðs við ÍBV, spilaði sinn fyrsta leik þó hann hefði ekki enn mætt á æfingu með liðinu en hann náði ekki að setja mark sitt á leikinn. -ÍBE Eyjamaðurinn ívar Bjarklind og Framarinn Jón Þ. Sveinsson eigast hér við í leik liðanna í Eyjum f gær. DV-mynd Ómar Gekk ekki að spiia „Mér fannst dómarinn heldur barnalegur í þessum leik. Ég veit hins vegar ekki af hverju viö vorum ekki að spila boltanum. Við vorum alltof mikið að þruma boltanum fram. Þetta á að vera mjög auðvelt, á æfingum getum við látið boltann ganga en það gekk ekki í þessum leik. Þjálfarinn talaði við okkur i hálfleik og í raun gátum við ekki átt slakari leik, fyrri hálfleikur var hörmung hjá okkur og því varð sá seinni aðeins betri, við bara héldum boltanum ekki nógu mikið. Mér finnast vera nokkrir mjög góðir vamarmenn á íslandi en við ættum samt að geta skorað fleiri mörk,“ sagði Marcel Orlemars, Hollendingurinn í liði Fram, við DV eftir leikinn. -ÍBE „Ekki nógu einbeittir" „Leikurinn var mjög harður. Það vora póstar í þessum leik sem bara gengu ekki upp. Ég held við höfum gloprað þessu sjálfir. Við höfum ekki náð að spila nógu góðan varnarleik, þá meina ég liðið í heild, ekki bara vörnin. Það er eins og við náum ekki að koma eins einbeittir í síðari hálfleikinn og þvi fór sem fór,“ sagði Ingi Sigurðsson eftir leikinn. -ÍBE IBV1 (1) - Fram 1 (0) Birkir Kristinsson @ - Ivar Bjarklind, Zoran Milj- kovic, Guðni Rúnar Helgason, Kjartan Antonsson - Ingi Sigurðsson ívar Ingimarsson @, Hlynur Stefánsson (Hjalti Jónsson 55.), Baldur Bragason (Rútur Snorrason 70.), Bjami Geir Viðarsson (Allan Mörköre 46.) - Steingrímur Jóhannesson @. Gul spjöld: Hlynur, Kjartan, Miljkovic, Hjalti Jónsson. Ólafur Pétursson - Ásgeir Halldórsson, Jón Þ. Sveins- son, Sævar Guðjónsson - Freyr Karlsson @ (Haukur Snær Hauksson 87.), Steinar Guðgeirsson @, Marcel Oerlemans @, Ágúst Gylfason, Anton Bjöm Markússon - Valdimar K. Sigurðsson (Höskuldur Þórhallsson 77.), Ásmundur Amarsson (Ivar Jónsson 73.). Gul spjöld: Jón, Steinar, Valdimar, Oerlemans. ÍBV Fram Markskot: 7 5 Hom: 5 5 Áhorfendur: Um 800. ÍBV - Fram Völlur: Stórkostlegur. Dómari: Gísli H. Jóhanns- son, slakur. Maður leiksins: Ingi Sigurðsson, IBV. Mjög hættulegur í sókn ÍBV og skapaði sér góð færi. Baráttusigur IR-inga - lögðu FH-inga að velli í Breiðholtinu, 2-1 1-0 Arnór Gunnarsson (46.) 1- 1 Benedikt Ámason (65.) 2- 1 Heiðar Ómarsson (82.) ÍR-ingar unnu góðan baráttusigur á FH, 2-1, í 1. deild karla á ÍR-vellin- um sl. laugardag. Gestimir voru með framkvæðið lengstum í fyrri hálfleik, sóttu þá meira án þess þó að skapa sér hættuleg tækifæri. Undir lok hálf- leiksins gafst þó ÍR-ingnum Sævari Þór Gíslasyni ákjósanleg tækifæri til að koma sínu liöi inn í leikhléið með tveggja marka forystu. Honum brást hins vegar bogalistin, í fyrra skiptið einn á móti markverði og í hið síðara fyrir opnu marki en Benedikt Áma- son bjargaði með fót- skriðu. í fyrstu minútu síðari hálfleiks kom Arnór Gunnarsson ÍR yfrr eftir góða fyrirgjöf fyrir mark- ið. Stuttu síðar komst FH- ingurinn Jónas Grani Garðarsson i opið færi á markteig en skaut fram- hjá. Benedikt Árnasyni Heiðar Ómarsson tryggði ÍR-sigurinn gegn FH. tókst síðan að jafna fyrir FH eftir var ekki til staðar. hornspyrnu af stuttu færi. Heiðar Maður leiksins: Heiðar Ómars- Ómarsson innsiglaði siðan sigur son, ÍR. -JKS heimamanna með skoti af 35 metra færi, boltinn fór yfir Guðjón Jónsson, markvörð FH, og í mark- ið. Sigur ÍR var bara nokkuð sanngjarn, liðs- heildin var sterk og bar- áttan mikil. FH-liðið var að leika ágætlega saman úti á vellinum en allt bit vantaði í sóknina auk þess sem baráttuandinn 0 1. DEILD KARLA Fylkir 4 3 0 1 8-6 9 Stjarnan 4 2 11 8-5 7 ÍR 4 2 11 10-8 7 Víðir 4 2 11 9-8 7 FH 4 2 0 2 10-6 6 Skallagr. 4 2 0 2 8-8 6 KA 4 12 16-55 Þróttur, R. 4 1 1 2 5-6 4 Dalvík 4 112 4-7 4 KVA 4 0 1 3 8-17 1 Markahæstir: Grétar Einarsson, Víði...........3 Hallur Ásgeirsson, KVA...........3 Hjörtur Hjartarson, Skallagr.....3 Hrafnkell Helgason, Fylki........3 Jónas Grani Garðarsson, FH.......3 Kári Jónsson, Viði ..............3 Sævar Þór Gíslason, ÍR...........3 Fýrsti sigur Dalvíkinga 0-1 Atli Viðar Björnsson (11.) 1-1 Guðlaugur Rafnsson (63.) 1-2 Jón Örvar Eiriksson (65.) Dalvíkingar fögnuðu gríðarlega í leikslok eftir að þeir höfðu lagt Skallagrím að velli, 1-2, í tilþrifalitl- um leik í Borgarnesi. Þar með var fyrsti sigur norðahmanna í höfn á þessu tímabili en Skallagrímur tap- aði öðrum leik sínum í röð eftir að hafa unnið fyrstu tvo leikina. Sigur Dalvíkinga var sanngjarn. Þeir börðust vel og lögðu sig mun meira fram en heimamenn. Hjörtur Hjart- arson fékk gullið færi til að jafna á lokamínútunni en skaut yfir úr opnu færi. Maður leiksins: Atli V. Bjöms- son, Dalvík. -EP Markaregn í Garðabæ 1-0 Boban Ristic (8.) 1- 1 Róbert Haraldsson (10.) 2- 1 Sigurður Friðriksson (15.) 3- 1 Veigar P. Gunnarsson (22.) 3- 2 Sigurjón B. Björnsson (68.) 4- 2 Reynir Björnsson v. (70.) 5- 2 Kristján Másson (82.) Strekkingsvindur og rign- ing settu svip sinn á leik Stjömunnar og KVA í Garðabænum á fostudags- kvöldið þar sem heimamenn unnu öraggan sigur, 5-2. Ekki verða liðin dæmd eftir þessum leik en reikna má þó með að Stjömumenn verði að berjast í efri hluta deildarinnar en KVA í fail- baráttunni. Stjaman náði á köflum að sýna ágæt tilþrif en betur má ef duga skal ætíi liðið aö komast upp í úrvalsdeildina. Slakur vam- arleikur varð KVA að falli í þessum leik en ljósi punkt- urinn var glæsilegt mark Róberts Haraldssonar beint úr aukaspymu. Maður leiksins: Sig- urður Friðriksson, Stjörnunni. -GH Fyrsta tap Víðismanna 0-1 Hrafnkell Helgason (47.) 0-2 Þorvaldur Steinarsson (90.) Víðir tapaði sínum fyrsta leik á leiktíðinni er hann tók á móti frískum Fylkismönnum. Víðis- menn léku undan sterkri sunnanátt í fyrri hálfleik og fór leikurinn að mestu fram á vallarhelmingi Fylkis. Þrátt fyrir mikla pressu á þessum tíma náði Víðir ekki að skora fram hjá góðum markverði Fylkis, Kjartani Sturlu- syni. Seinni hálfleikur var varla byrjaður þegar Hrafnkefl Helgason skor- aði með góðu skoti af u.þ.b. 25 m færi og áhorfendur, sem voru margir á bandi Árbæinga, fögnuðu mjög. Er leiktíminn var að renna út skoraði Þorvaldur Stein- arsson annað mark Fylk- ismanna og tryggði þeim endanlega sigurinn í leik tveggja góðra liða. Maður leiksins: Goran Lukic, Víði. -KS Góður sigur Þróttara 0-1 Hreinn Hringsson (41.) 0-2 Ásmundur Haraldsson (45.) 1-2 Jóhann Traustason (71.) KA og Þróttur mættust á Akureyrarvelfl í bongóbliðu. Fyrri hálfleik lék KA undan vindi en þó voru Þróttarar sterkari aðilinn. Þeirnáðuað setja tvö mörk í lok hálf- leiksins sem má að einhverju leyti skrá á mistök Eggerts í markinu. KA kom svo miklu sterkai-a inn i seinni hálfleik- inn. Mark KA var verðskuld- að miðaö við gang leiksins og munaði litlu að liðinu tækist að jafha. Hreinn Hringsson var besti maður Þróttara og Milo var besti maður KA, „Það var kominn timi á að við tækjum okkur saman í andlit- inu. Menn komu með því hugarfari og það var það sem skilaði þessum sigri. Við eig- um sönnustu stuðningsmenn á landinu,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Þróttara, eftir leikinn. Maður leiksins: Slobod- an Milisic, KA. -JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.