Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1999, Blaðsíða 14
34 MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 1999 Sport_____ Bensín- dropar Sigurdur Arnar Jónsson, sigurvegari keppn- innar í Jósefsdal í gær, smíöaði nánast nýjan bil í vetur upp úr Dömunni sinni sem hann varö heims- bikarmeistari á á síðasta ári. Sigurdur Arnar Jónsson notaði einungis kram- ið úr gömlu Dömunni í nýju Dömuna en hjartað í henni er 350 kúbika Chevrolet vél sem tengd er við 350 Turbo Hydramatic skiptingu. Allt annað smíðaöi hann upp á nýtt. Sig- urður Arn- ar braut milli- kassann í nýju Döm- unni í fyrstu keppni ársins á heimavelli hans á| Akureyri. Kenndi hann um miklu gripi sem myndaðist við miklv ar rigningar. Haraldur Pétursson sneri í sundur drifskaft að framan í annarri braut. Hann var ekki með neitt varaskaft svo að brugðið var á það ráð að sjóða skaftið saman á staðnum, við mjög erfiðar aðstæður. Aðstoðarmenn hans fengu síðan það hlutverk að setja það í bílinn, og voru snöggir að. Enda voru þar vanir menn á ferð. Helgi Schiöth var ekki meðal kepp- enda á keppninni í Jósefsdal en hann hefur átt í erfiðleikum með að fá einhvem til að greiða kostnað við bílinn sinn. Hans var sárt saknað í keppninni enda er hann sérlega, skemmtilegur og harður . ökumaöur. Tima- brautin í Jós- efsdal var sérlega skemmtileg að þessu sinni og má þakka það\ miklum rigningum á laugardaginn sem höfðu myndað gn'öarmikinn poll í brautinni. DV Sigurður Arnar Jónsson, sigurvegarinn í DV-Sport torfærunni f Jósefsdal keppninnar. gær og heimsbikarmeistarinn frá því í fyrra, fer upp eina erfiðustu brekku DV-myndir JAK Heimavinna - yfirfórum nýju Dömuna vel, sagöi Sigurður Arnar „Götubílamir máttu ekki vinna aftur, það væri sko einum of,“ sagði Sigurður Arnar Jónsson, sigurveg- ari DV-Sport-torfærunnar í Jósefsdal, að henni lokinni í gær. „Ég og aðstoðarmenn mínir unn- um heimavinnuna okkar vel fyrir þessa keppni. Við yfirfómm nýju Dömuna vel fyrir keppnina og hún var í góðu standi. Þá var ég einnig búinn að æfa mig aðeins fyrir keppnina en það skiptir miklu máli. Ég held að ég geti þakkað aðstoðar- mönnum minum þennan sigur fyrir frábæra aðstoð." Ásgeir hélt fyrsta sætinu Ásgeiri Jamil Allanssyni tókst að halda 1. sætinu til íslandsmeistara- titils þrátt fyrir að hann lenti í 6. sæti þessarar keppni. „Keppnin lagðist illa í mig í morgun og mér fannst allt vera ómögulegt." sagði Ásgeir Jamil eftir keppnina. „Svo fór ég að gera meira en ég ætlaði mér og komst í stuð. Við götubíla- menn erum að gera góða hluta og það var bara spurning um hvor okk- ar Gunnars Pálma yrði fyrri til að taka sérútbúnu bílana. Reyndar hefði ég heldur viljað hafa Gunnar Pálma í öðru sæti og mig í því fyrsta,“ sagði Ásgeir og hló. Mjög góðar aðstæður „Ég er mjög ánægður með þessa keppni," sagði Gunnar Pálmi Pét- ursson eftir keppnina. „Aðstæðurn- ar voru mjög góðar, ekkert ryk en ég var reyndar hræddur við að það myndi rigna eins og í gær. Við götu- bílamenn erum að keyra sömu bíl- ana ár eftir ár án þess að breyta þeim mikið og ég það vera meginá- stæðu velgengni okkar," bætti Gunnar Pálmi við. -JAK „Þið kunnið ekki að fara með vín,“ sagði Þórður Gunnarsson, keppnisstjóri, þegar hann sá hvernig sigurvegararnir fóru með kampavínið. í lok keppninnar fengu allir þátttakendur gjafir frá Jeppaklúbbi Reykjavíkur sem sá um keppnina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.