Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1999, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999 Spurningin Hverju finnst þér þú helst þurfa að breyta í fari þínu? Ása Sif Tryggvadóttir útivinn- andi: Mér dettur margt í hug en ekkert sem ég vil setja í DV. Erna Amardóttir útivinnandi: Ég veit það ekki. Konrad Aðalmundsson flugmað- ur: Rækta ástina mína. Birkir Brynjarsson, 12 ára: Ég mætti laga oftar til í herberginu mínu. Einar Sigurðarson, 15 ára: Ég þyrfti að reyna að vera skemmti- legri og líflegri. Þorsteinn Már Kristinsson, 15 ára: Ég mætti bæta hegðunina. Lesendur Reykjanesbraut ofan Hafnarfjarðar i Nú þegar þarf að hanna nýtt vegarstæði þar sem vegurinn yrði lagður sunn- an Straumsvíkur. - Á Reykjanesbraut sunnan Straumsvíkur. Skarphéðinn Einarsson skrifar: Nú er talað um flutning Reykja- nesbrautar á smákafla ofan Hafnar- fjarðar, sökum sviplegs slyss sem þar varð nýlega. Slysin eru orðin mörg á þessum vegi. Fyrsta dauðaslysið mun hafa verið 1959 er ekið var á dreng á hjóli. Árið 1958, þegar þessi vegur var lagður, úr Engidal að Hvaleyr- arholti, var engin byggð ofan hans en byggðin neðan hans teygði sig að Sólvangi. Áður fyrr fór öll umferð til Suðurnesja um Strandgötuna. Um miðjan 5. áratuginn er fram- kvæmdir stóðu sem hæst á Kefla- víkurflugvelli var allt efhi og aðföng flutt úr Reykjavík suður á völl svo og fiskur frá Suðurnesjum til Reykjavíkur. Því var umferð beint ofan byggðar með nýjum vegi sem nú er svo til inni í miðjum bæ. Þessi stutta tilfærsla sem nú er talað um ofan við grafreit Hafnfirð- inga skiptir ekki sköpum hvað varð- ar slysahættu. Nú þegar þarf þó að hanna nýtt vegarstæði þar sem veg- urinn yrði lagður sunnan Straums- víkur, ofan við Ásíjall, ofan Vífil- staða og til Reykjavíkur. - Jafnvel ofan Vatnsenda þar sem hann teng- ist Breiðholtsbraut. Það hlýtur að vera áhyggjuefni Hafnfirðinga að þessi geysilega umferð sem er um Reykjanesbrautina skuli fara í gegnum miðjan bæ. Nú er að rísa nýtt hverfi í landi Áss og Stekks. Hafnarfjörður vex hratt, enda fallegur bær. Því er ekki sanngjamt að kljúfa bæinn með hraðbraut sem tengir alþjóðaflug- völlinn í Keflavík og svo Reykjavik- urflugvöll. Einnig vex byggð á Suð- urnesjum hratt. Nýtt vegarstæði Reykjanesbrautar er því krafan og þarf að hefjast handa við það jafn- hliða tvöföldun Reykjanesbrautar. Annað veldur furðu; öllu elds- neýti til Keflavíkurflugvallar er enn landað í Reykjavík og því ekið um Reykjanesbraut suður á völl. í Helguvík er NATO svo hins vegar trúlega með eina bestu höfn á land- inu. Þar eiga íslensk olíufélög að koma upp löndunarbúnaði og dæla sínu eldsneyti þessa 3,5 km leið upp að geymum sínum við Leifsstöð. Þar í nágrenninu á olíubirgðastöð að vera, ekki í Reykjavík. Við Lækjargötu í Hafnarfirði þurfa svo að koma mislæg gatna- mót. Vegiminn frá Engidal að Hval- eyrarholti á að vera innanbæjargata fyrir Hafnarfjörð en ekki hraðbraut með miklum þungaflutningum sem hún annar ekki - slysagildra sem ógnar öryggi íbúa Hafnarfjarðar. Lausnin er: nýr ofanbyggðarvegur með 4 akreinum. Þung orð frá Þingeyri Helga Stefánsdóttir skrifar: Ógnvekjandi eru fréttirnar frá yestfjarðakjálkanum þessa dagana. Á Þingeyri er lítið fram undan ann- að en svartnættið i atvinnumálum, og þegar atvinnuna þrýtur, þá er jú ekki lífvænlegt. Það em því þung orð sem heyrast frá Þingeyri þessa dagana. Lítt mun þó stoða að kalla ríkið til ábyrgðeir vegna atvinnuleysis á Þingeyri eða annars staðar. Kalla má sveitarstjómir til ábyrgðar, svo lengi sem sveitarfélagið er einhvers megnugt, en oftast fer það saman að sveitarfélagið er líka einn stærsti vinnuveitandi eða hluthafi í stærstu rekstrareiningunni. Kona ein, formaður íbúasamtak- anna á Þingeyri, segir að dugi ekk- ert annað munu þau segja sig úr lögum við íslenska ríkið! Það myndi ekki gagnast mörgum, öðrum en ríkinu sjálfu. Formaður íbúasam- takanna ætti þó að þakka forsætis- ráðherra sem reifaði þá hugmynd að stofna uppkaupasjóð fasteigna til þess að flytja Vestfirðinga til lífvæn- legri þéttbýlissvæða. Það væri auð- vitað stærsta og mesta bjargráðið sem ríkið gæti innt af hendi gagn- vart íbúum Vestfjarðasvæðisins alls. Sandkornið sem fýllti mælinn Hrannar Pétursson, upplýsinga- fuUtr. ÍSAL, skrifar: Nokkurs misskilnings hefur gætt í umfjöllun DV um mál íslenska ál- félagsins hf. á síðustu mánuðum, síðast í Sandkomi gærdagsins (mánudags). Ástæða er til að leið- rétta það sem þar kemur fram og skora á blaðamenn DV að kynna sér mál áður en um þau er skrifað. Upp- lýsingar um fyrirtækið, starfsemi þess og einstök mál em auðfengnar hjá undirrituðum og áhugasamir geta haft samband hvenær sem er. í fyrsta lagi vom starfsmenn ekki hýrudregnir, eins og fullyrt hefur verið í DV oftar en einu sinni. Hitt er samt rétt að þeir fengu ekki laun fyrir að mæta til veislu sem haldin var þeim til heiðurs á liðnum vetri. Ekki veit ég hvort starfsmenn DV fá laun fyrir að mæta á árshátíð blaðs- ins, svo dæmi sé tekið, en ég leyfi mér að efast um það, enda væri það óeðlilegt. í annan stað er það fráleitt að stjómendur ÍSAL hafi leitað logandi nJl^[ÍfiMÍP)Æ\ þjónusta allan sólarhringii ■ sima 5000 kl. 14 og 16 Rétt er að starfsmenn fengu ekki laun fyrir að mæta til veislu sem haldin var þeim til heiðurs á liðnum vetri, segir m.a. í bréfinu. í Álverinu í Straumsvík. ljósi að þeim sem „kjaftaði frá“, eins og það er orðað í Sandkomi í gær. Hitt er samt rétt að á reglu- bundnum fundum, sem deildarstjór- ar eiga með öllum starfsmönnum fjórum sinnum á ári, vom starfs- ménn inntir álits á skrifum DV í vetur og um þau var rætt. Ekki var boðað til sérstakra funda vegna skrifanna og refsiað- gerðum var aldrei hótað. Þá skal bent á að kerskálamenn hafa ekki farið fyrr heim á gamlárskvöld til að fagna nýju ári en í Sandkomi var fullyrt að svo hefði verið allt frá 1969. í framleiðsludeildum er unnið á þrískiptum vöktum allan sólar- hringinn, allt árið um kring, en sér- stakar reglur gilda um aðfangadag jóla. Þá er vinnan skipulögð þannig að sem flestir geti borðað jólamat- inn með fjölskyldunni ýmist fyrir eða eftir klukkan 20 á aðfangadags- kvöld. Starfsemin er hins vegar þess eðlis að verksmiðjan má aldrei verða mannlaus. Stjórnendur ÍSAL hafa ekki áhyggjur af einstökum greinum eða komum, hvorki í DV né annars staðar. Okkur er hins vegar skylt að leiðrétta það sem miður fer svo fólk, bæði starfsmenn og almenningm-, geti myndað sér upplýsta skoðun á fyrirtækinu. DV Lífeyrissjóðir halda fast Skarphéðinn skrifar: Ég las einhvers staðar í net- miðlunum frétt þess efnis, að ein- staklingar gætu ekki skipt um líf- eyrissjóð. Þetta er nú ekki neitt nýtt, því það hefur verið tíðkað um árabil að meina ölium laun- þegum að skipta um lífeyrissjóði, öðrum en sjálfstæðum atvinnu- rekendum, en þeir eru þá líka utan stéttarfélaga. Sjómenn sem em allflestir í lifeyrissjóðum hafa þóst ætla að ganga úr ákveðnum lífeyrissjóði. Ef þeim tekst það ætlunarverk sitt þá ætti öllum öðum einstaklingum að vera heimilt að ganga úr sínum sjóð- um til að fara í annan. Lífeyris- sjóðir halda fast um sitt og í sina félagsmenn. Undantekning þar á mun losa um allt lífeyrissjóða- kerfið. Hinn aðilinn aldrei spurður J.Ó.S. hringdi: Oftar en ekki eru fréttir ljós- vakamiðlgnna, einkum sjónvarps- stöðvanna lítið áhugaverðar. Sér- staklega af þeim sökum að það er sjaldan ein frétt sem er krufin til mergjar heldur falla fi-éttir eins og um sjálfa sig eða deyja í hönd- um fréttamanna. í mikilsverðum málum er kannski rakinn helsti þátturinn og rætt við þann sem fréttinni veldur eða er málsaðili að henni en hinn aðilinn aldrei spurður. Ekki einu sinni getið um að ekki hafi náðst í viðkomandi, en hann verði spurður síðar. Dæmi um þetta er frétt af áætlun- um Columbia Venture hér á landi. Rætt var við talsmann fyr- irtækisins, en ekki við iðnaðar- ráðherra, sem hefði getað svarað hálfgildings ásökunum um að hans ráðuneyti hefði ekki veitt umbeðnar upplýsingar hins er- lenda fyrirtækis. Svona er þetta í mörgum öðrum málum - hinn að- ilinn er aldrei spurður. Þjófagengi um göngin Bjöm á Akranesi hringdi: Ég er þess fullviss að verktaka- svæði þjófa og annarra misindis- manna á höfuðborgarsvæðinu hefiir stækkað umtalsvert við opnun Hvalfjarðarganga. Hefur enda spurst til þjófagengis frá höf- uðborginni hingað upp á Skaga. Margir eru kvíðnir vegna þessar- ar útþenslu þjófagengja sem not- færa sér göngin til þessarar iðju í dreifbýlinu og næstu bæjum vest- an við göngin. Ég legg til að haft verði vakandi auga með öllum sem um göngin fara frá Reykja- vik, einkum þeim sem eru líkleg- ir til að vera að fara úr bænum á skemmtanir hér i bænum eða í nágrenninu. Glöggir löggæslu- menn þekkja þá vel úr sem svona iðju stunda. Þeir hafa oft átt við- skipti við þá áður séu þeir sí- brotamenn. Slöpp fimmtu- dagsumræða Björgúlfur hringdi: Ég hlakkaöi til þáttarins „Fimmtudagsumræðan“ sem sýndur var í Sjónvarpinu sl. fimmtudagskvöld kl. 20.15. Þar var sagt að fréttamenn Sjónvarps- ins stjórnuðu umræðu um þau mál sem hæst ber hverju sinni. En hvað var að tama? Þama haföi verið hóað saman tveimur þingmönnum á veitingahús í Grasagarði Laugardals til að ræða umhverfismál. Eitt hund- leiðinlegasta fréttaefni okkar tíma. Þingmennimir vora þó að- allega í því að mæra hvor annan fyrir góðan ræðuflutning. Ég er hissa á að jafn reyndur frétta- og þáttagerðarmaður og Sigursteinn Másson skuli láta hafa sig í svona leiðindaþvarg. - Þingmenn eru ekkert fréttaefni lengur, athugaðu það, Sigursteinn, og þið hinir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.