Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1999, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999 13 Fréttir Neysluverðsvísitalan hækkar: Jafngildir 10% verð- bólgu á ársgrundvelli Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,8 prósent milli mai og júní. Sú hækkun ein sér jafngildir 10 pró- senta verðbólgu á ársgrundvelli. Matur og grænmeti lækkaði hins vegar um 0,7 prósent og er það aðal- lega komið til vegna lækkunar á ávöxtum og grænmeti. Þetta olli lækkun á vísitölunni um 0,1 pró- sent. Markaðsverð á húsnæði hækk- aði um 3,4 prósent og hækkaði það vísitöluna um 0,3 prósent . Bensín og olía hækkaði um 6,6 prósent og lyftir vísitölunni upp um 0,26 pró- sent. Það vekur athygli að hækkun á bifreiðatryggingum hækka ekki neysluverðsvísitöluna að neinu ráði. Ástæðan er sú að hækkunin hefur í för með sér aukna trygginga- vernd og mun hækkunin auka út- streymi peninga frá tryggingafélög- um til einstaklinga. Stærsti hluti hækkunar á tryggingum var vegna skaðabótalaganna en sá hluti kemur ekki til hækkunar á vísitölunni. Hins vegar er um 11 prósent af hækkun bifreiðatrygginga ekki komin til vegna breyttra skaðabótalaga og sú hækkun veldur hækkun á neyslu- verðsvisitölunni en aðeins um 0,18 prósent. Þessi 11 prósent hækkun er komin til, að sögn tryggingafélag- anna, vegna þess hve illa hefur geng- ið í bílatrygginum almennt. Síðastliðna tólf mánuði hefur visitalan hækkað um 2,6 prósent en án húsnæðis nemur hækkunin 1,7 prósentum. Síðastliðna þrjá mánuði hefur hækkun vísitölunnar verið 1,8 prósent en það jafngildir 7,5 prósent verðbólgu á ári. Að öllum líkindum verður verðbólgan þó töluvert minni en þessar tölur gefa til kynna. Ástæðan er fyrst og fremst sú að hér er um að ræða ársíða- bundnar sveiflur sem jafnast út á ársgrundvelli. -BMG Þórshafnarmenn kaupa í Silfurstjörnunni DV, Akureyri: Hraðfrystistöð Þórshafnar hefur keypt 40% hlut í fiskeldisfyrirtæk- inu Silfurstjömunni i Öxarfirði og á þá jafnstóran hlut og Seljalax sem er fyrirtæki heimamanna, en aðrir aðilar eiga 20% hlutafjár. Jóhann A. Jónsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar, segir þessi kaup fyrir- tækisins koma í framhaldi af endur- skipulagningu Silfurstjömunnar. „Við horfum til þess að við getum styrkt starfsemi Silfurstjömunnar til framtíðar með það markmið einnig að fyrirtæki skili arði. Við eram einnig í fóðurvöruframleiðslu og með aðstöðu til að vinna fisk ef það getur legið saman. Þá eram við að vinna í markaðsmálum á því svæði sem Silfurstjarnan hefur selt sínar framleiðsluvörur og hagsmun- ir fyrirtækjanna beggja eiga því að geta legið saman," segir Jóhann A. Jónsson. -gk Silfurstjarnan í Öxarfirði. Hraðfrystistöð Þórshafnar hefur nú keypt 40% ífyr- irtækinu. Seyðisfjörður: • Nettó Mjódd • Nettó Akureyri • KÁ Selfossi • Liverpool • apótekum • Lyfju • sundlaugum • sportvöruverslunum Hafðu öryggið í fyrirrúmi Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1989 1. flokki 1990 2. flokki 1990 2. flokki 1991 3. flokki 1992 2. flokki 1993 2. flokki 1994 3. flokki 1994 - 35. útdráttur -32. útdráttur -31. útdráttur - 29. útdráttur - 24. útdráttur - 20. útdráttur -17. útdráttur - 16. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. ágúst 1999. Öll númerin verða birt i Lögbirtingablaðinu. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í dagblaóinu Degi þriðjudaginn 15. júní. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi hjá íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og veróbréfafyrirtækjum. Sumartónleikar Bláu kirkjunnar DV, Seyðisfirði: Tónleikaröð Bláu kirkjunnar á Seyðisfirði byrjaði í fyrrasumar og voru tónleikar á hveiju miðvikudags- kvöldi alla þijá sumarmánuðina, júní, júlí og ágúst. Tónleikamir voru vel sóttir og fóru vinsældir og aðsókn vax- andi enda voru meðal flytjenda margir frábærir listamenn. Fyrstu tónleikar þessa annars starfsárs voru síðastliðið miðvikudags- kvöld og voru flytjendur Margrét Bóas- dóttir sópransöngkona og Bjöm Sól- bergsson, orgelleikari í Matthíasar- Björn Sólbergsson og Margrét Bóasdóttir hyllt. DV-mynd Jóhann kirkju á Akureyri. Flutt vora mörg andleg eða kirkjuleg tónverk, bæði eftir ís- lensk og erlend tón- skáld, meðal annars hin foma Lilja Ey- steins Ásgrímssonar. Tónleikamir eru haldnir á miðviku- dagskvöldum enda mannmargt i bænum á ferðatíma feiju- skipsins Norrænu. -JJ Ibúðaiánasjóður Suðurlandsbraut 24 | 108 Reykjavík | Sími 569 6900 I Fax 569 6800 (Í)inDesiT B Kæliskápur RG 1145 * Kælír 114 Itr. •Klakahólf 14 Itr. • Orkunýtni D •Mál hxbxd: 85x50x56 Kæliskápur RG2190 »Kælir 134 Itr. • Frystir 40 Itr. • Sjálfvirk afþýðing í kæli • Órkunýtni C • Mál hxbxd: 117x50x60 stg1 Kæliskápur CG1340 • Kælir 216 Itr. • Frystir 71 Itr. P* * «l •Tvær grindur - Sjálfvirk afþýðing íkæli • Orkunýtni B •Mál hxbxd: 165x60x60 Kæliskapur RG 2250 - Kælir 184 Itr • Frystir 46 Itr • Sjáltvirk afþýðing f kæll • Orkunýtni C - Mál hxbxd: 139x55x59 Kæliskápur CG 1275 • Kælir 172 Itr. •Frystir 56 Itr. p***i •Tværgrindur • Sjálfvirk afþýðing I kæli • Orkunýtni C •Mál hxbxd: 150x55x60 Kæliskápur RG 2290 - Kælir 211 Itr. • Frystir 63 Itr. B*i3 • Sjálfvirk afþýðing I kæli • Orkunýtni C • Mál hxbxd: 164x55x60 a d a g a

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.