Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1999, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. StjórnarformaBur og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aóstoóarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - ABrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Augiýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Léttúð í dauðagildrum Talsmaður Spalar spurði nýlega í fjölmiðlum, hvort slökkviliðið í Reykjavík teldi, að Spölur ætti að borga brunavarnir fyrir það í göngunum í Hvalfirði. Talsmað- ur Bláa lónsins sagði skömmu síðar í fjölmiðlum, að „fullnægjandi" öryggis væri gætt í lóninu. Það er tízku hjá mörgum, sem hafa komizt til manna- eða peningaforráða, að vera kokhraustir, þegar vanda ber að höndum. Sjaldgæft er þó, að menn tali af slíkri léttúð á almannafæri um mikinn ábyrgðarhluta eins og þessir tveir hafa hvatvíslega gert að undanförnu. Hlutur talsmanns Bláa lónsins er að því leyti verri, að Bláa lónið er sagnfræðilega viðurkennd dauðagildra. Þar hafa átta manns farizt á háifum öðrum áratug eða um það bil einn maður á tveggja ára fresti. Það hæfir ekki aðstandanda þess að tala af léttúð um slík mál. Þegar næstsíðasta dauðsfallið bar að höndum, lentu talsmenn Bláa lónsins í deilu við eftirlitsaðila, sem töldu öryggi að ýmsu áfátt í lóninu. Tilfærsla lónsins á nýjan stað eftir tvær vikur verður eðlileg afleiðing langvinnrar umræðu um reynsluna af ýmiss konar háska. Sumir eru drukknir og aðrir veikir. Sumir fara yfir girðingar og aðrir lesa ekki eða geta ekki lesið lesið við- vörunarorð. Lónið er ekki gegnsætt og gufa byrgir mönn- um sýn. Dýpi er snögglega breytilegt og hiti er snögglega breytilegur. Allt eru þetta áhættuþættir. Jafnvel þótt farið sé í hvívetna eftir því, sem sam- komulag næst um milli Bláa lónsins og eftirlitsaðila í ör- yggismálum, er Bláa lónið hættulegur staður. Sagan sannar það og hún sannaði það enn í þessum mánuði, þegar fórst þar útlendingur, sem kunni ekki ensku. Rökfræðilega er út í hött að fullyrða, að öryggi sé í lagi, þegar fólk ferst á stað, þar sem margir hafa áður far- izt. Aðstandendur hafa einfaldlega ekki sett sér nógu harðar öryggiskröfur og magna með hverju mannslátinu hættuna á, að Bláa lónið verði illræmt. Hvalfj arðargöngin eru ekki sagnfræðileg dauðagildra, því að þar hefur ekkert slys orðið. Umræðan um örygg- ismálin þar stafar af slysum í hliðstæðum göngum í frönsku Ölpunum. Verið er ræða um, hvort byrgja eigi brunninn áður en bamið dettur í hann. Bent hefur verið á, að öryggisreglur í göngunum séu vægari en gengur og gerist í Evrópu vestanverðri. Deilt er um, hvort takmarka eigi enn frekar umferð bíla með hættuleg efni eða hvort hreinlega eigi að láta slíka um- ferð fara inn fyrir fjörðinn fremur en nota göngin. Þegar reist er mannvirki, sem kallar á allt aðrar og meiri kröfur um brunavarnar en þau mannvirki, sem fyrir eru, hlýtur sá, sem rekur mannvirkið að bera ábyrgð á brunavörnum. Það ber vitni léttúðar að vísa til slökkviliðsins í Reykjavík um öryggi í göngunum. Slökkviliðið í Reykjavík er útbúið til brunavarna í Reykjavík. Borgin getur með reglugerðum takmarkað frelsi manna til að reisa mannvirki, sem gera meiri kröf- ur um brunavamir en slökkviliðið ræður við. Borgin hefur ekkert slíkt vald yfir Hvalfjarðargöngum. Það er léttúðugt af talsmanni Spalar að segja Reykja- vík eiga að kosta brimavarnir í Hvalfirði. Hann gæti rétt eins sagt, að Akranes ætti að borga brúsann. Auðvitað eiga brunavarnir í göngunum fyrst og fremst að vera hluti kostnaðar við gerð nýstárlegs mannvirkis. Það vekur óhug, að menn í áhrifastöðum á viðkvæm- um öryggissviðum skuli tala af eins fullkomnu gáleysi og talsmenn Spalar og Bláa lónsins hafa gert. Jónas Kristjánsson „Stækka á stóriðjuverin í Hvalfirði og virkja í þeirra þágu.“ Sáttatal án innstæöu: Töfraþu la ríkis- stjórnarinnar hvað býr að baki töfra- þulunni, því að þá gæti farið í verra. Ef litið er til virkjana- og stóriðjumálanna blas- ir eftirfarandi við. Um leið og iðnaðarráð- herra setti við lok kjörtímabils á fót starfshóp til að fylgja eftir fjögurra ára gömlu ákvæði í eigin stjórnarsáttmála ákvað ríkisstjómin að herða á stóriðjufram- kvæmdum allt hvað af tekur. Stækka á stóriðju- verin í Hvalfirði og virkja í þeirra þágu. „ Við íslendingar megum ekki haga okkur eins og við séum ein- ir í heiminum. Stóriðjumálin varða ekki aðeins áhrifín á ís- lenska náttúru heldur einnig al- þjóðasáttmála eins og loftslags- samninginn og verndun líffræði- legrar fjölbreytni.“ Kjallarinn Hjörleifur Guttormsson fyrrv. alþingismaður Ríkisstjórnin hef- ur fundið upp töfra- orð sem leysa á hvers kyns ágrein- ing sem rísa kann af stefnu hennar. Þetta töfraorð er SÆTTIR. Alls staðar þar sem í odda skerst ætlar ríkisstjórnin að beita sér fyrir að sættir náist. Þetta voru skilaboð ráðherra Framsóknarflokks- ins til kjósenda fyrir kosningar vegna stóriðju og virkjana. Þar ætluðu ráðherr- amir heldur betur að sætta nýtingar- og vemdunarsj ónar- mið, héldu þeir völd- um. Halldór Ás- grímsson bauð fram Þjórsárver og Detti- foss í sættina og Finnur setti á lagg- irnar starfshóp undir yfirskriftinni Maður, nýting, náttúra. Ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins feta dyggilega i þessi fót- spor Framsóknar. í sjávarútvegsmálum á að sætta þjóðina við núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi og ný- skipaður samgönguráðherra ætlar að tryggja sættir um næstu jarð- göng. Segi menn svo að ríkis- stjórnin hafi ekki ráð undir rifi hverju. Ef töfraþulan hrífur er fyr- irsjáanlegt að hér mun ríkja gullöld og gleðitíð í allsherjarsátt svo lengi sem stjómin situr. Galli á gjöf Njarðar Vonandi uppgötvar þjóðin ekki Jafnframt er allt sett undir til að áformin um álbræðslu á Reyðar- firði nái fram að ganga, frekar tvö en eitt álver, veskú! Þar er undir í fyrsta framkvæmdaáfanga Fljóts- dalsvirkjun, sem ekki hefur feng- ist sett í lögformlegt umhverfis- mat, meðal annars með vísan til þess að svo mikið liggi á með stór- iðjuna. Á eftir eiga að fylgja fleiri virkj- anir norðan Vatnajökuls, allt eftir hentugleikum álbræðslumanna sem auðvitað tefla í trausti þess að hagkvæmni stærðarinnar fái notið sín með síðari framkvæmdaáfong- um. Þannig var nýlega samið um stækkun járnblendiverksmiðju á Grandartanga og um álbræðslu Norðuráls. Hvers vegna skyldi annað vera upp á teningnum eystra í viðræðum við Norsk Hydro og Columbia Venture? Prófsteinn á sáttavilja Rikisstjórn sem þannig heldur á málum er ekki að bjóða sættir heldur stríð. Forsenda þess að eitt- hvert mark sé takandi á sáttatali í stóriðjumálunum er að gert sé hlé á framkvæmdaáformum á meðan farið er vandlega yfir sviðið og unnið að rammaáætlun um vernd- un og nýtingu. Þar þarf að hafa sjálfbæra orkustefnu að leiðar- ljósi og endurmeta ber allar framkvæmdir, hvað sem líður eldri heimildum. Réttarþróun á sviði skipulagsmála og stórfram- kvæmda er erlendis öll í þá átt að endurskoða beri ákvarðanir sem liggja mörg ár til baka, hvað þá áratugi. Við íslendingar megum ekki haga okkur eins og við séum einir í heiminum. Stóriðjumálin varða ekki aðeins áhrifin á is- ienska náttúra heldur einnig al- þjóðasáttmála eins og loftslags- samninginn og verndun líffræði- legrar fjölbreytni. Einnig af þeim sökum ber íslenskum stjómvöld- um að stöðva frekari stóriðju- framkvæmdir uns séð er fyrir endann á útfærslu Kyótó-bókunar- innar að því er ísland varðar. Allt er þetta prófsteinn á það hvort sáttatal ríkisstjórnarinnar er ann- að en blekkingaleikur og boð um svikasættir. Hjörleifur Guttormsson Skoðanir annarra Aflifunargetan „Niöurstöður visindamannanna eru í nokkurri andstöðu við hefðbundnar skoðanir að stór heili jafn- gildi mikilli greind. Ef til vill er hægt að færa fyrir því rök að tengsl séu á milli greindar og hæfileikans til aö vinna úr skynhrifum. Góður skilningur á greindum umhverfisþáttum gefur viðkomandi líf- veru forskot og eykur almenna lífhæfni hennar. Þetta tengist m.a. hæfileikanum til að finna, á réttum tíma, viðeigandi kynfélaga, bráð eða greina aðsteðj- andi hættur. Það er þessi hæfileiki sem stuðlar að aukinni aflifunargetu lífverannar og hæfileika henn- ar til að halda gangandi lífkeðjunni frá einni kynslóð til annarrar." Sverrir Ólafsson í Mbl. 13. júní. Ekki markaðshyggja „Hið opinbera á að borga einkaskóla, keppnisí- þróttaiökun, menningarhallir af öllu mögulegu og ómögulegu tagi, skatta forsetans, stinningarlyf og fiskirannsóknir fyrir kvótaeigendur, laun presta, búnaðarþing og landafundahátíðir í fleiri heimsálf- um og fleira og fleira. En sé nokkur von til þess að ríkisstofnun standi undir sjálfri sér og skOi jafnvel hagnaði skal hún seld með skilmálum sem era móðg- un við allt eðlilegt fjármálavit... Frjálshyggjan verð- ur að hafa sinn skrykkjótta gang en það er undarlegt að ráðamenn þjóðarinnar skuli ekki enn hafa skilið markaðshyggjuna. Þá myndu þeir ekki hegða sér eins og fávitar þegar þeir einkavæða fyrirtæki fólks- ins í landinu." Oddur Ólafsson í Degi 12. júní. Valkostir á Austurlandi „Nú virðist einnig raunhæfur möguleiki á að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið í sambandi við uppbyggingu olíuhreinsunarstöðvar. Slíkt stóriöjuver hefur þann kost, að ekki þarf að reisa mikla virkjun á Austurlandi af þeim sökum, og þar með myndum við losna við þær hörðu deilur, sem fyrirsjáanlegar era vegna hugsanlegra virkjana norðan Vatnajökuls. Á hinn bóginn myndu margir hafa áhyggjur af meng- un vegna olíuhreinsunarstöðvar og þá ekki sízt af siglingum olíuskipa með mikið magn af olíu um verð- mæt fiskimiö. Engu að síður er full ástæða til að þessi möguleiki verði kannaður nánar.“ Úr forystugreinum Mbl. 13. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.