Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1999, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999 Fréttir Þórarinn V. Þórarinsson, stjómarformaður Landssímans i DV-yfirheyrslu: Bregðum ekki fæti fyrir Tal Á Snmkeppnisstofnun heima meö furöufyrirbœrum sögunnar af Lísu i Undralandi? „Já, mér finnst það. Samkeppnis- stofnun hefur gert það aö aðalvið- fangsefni sinu að knýja fram hækk- anir á þjónustu Símans á sama tíma og verð á símaþjónustu og fjarskipt- um er hvarvetna að lækka í verði. Yfirvöld fjarskiptamála um allan heim ýta á eftir verðlækkunum til að bæta samkeppnisstöðu landa sinna. Þegar stofnun gerir hið þver- öfuga hlýtur hún að eiga heima í einhvers konar Undralandi. Sam- keppnisstofnun hefur í einni af fjöl- mörgum og löngum skýrslum um Landssímann sagt alveg skýrt að höfuðmarkmiðið sé að tryggja sam- keppni. í þeim hundruðum síðna sem frá henni hafa komið um Landssímann er hins vegar hvergi minnst á verð á þjónustu né að það sé borið saman við það sem er að gerast annars staðar í heiminum." Stór lióur í rekstri fyrirtœkja er simakostnaöur. Ertu ekki beggja vegna borðsins, annars vegar að gœta hagsmuna um- bjóðenda þinna og hins vegar stjórnarformaður Landssimans að gœta hagsmuna hans? „Það var mat stjómarinnar hér að það væri ásættanlegt um stund að ég tæki þetta hlutverk að mér. Landssíminn er aðili að VSÍ og VSÍ hefur hvatt mjög til einkavæðingar opinberra fyrirtækja, til lækkunar á kostnaði og hagræðingar í opinber- um rekstri. Þegar hins vegar koma fram fleiri fyrirtæki í símarekstri og kjósa að skipa sér í raðir VSÍ þá er það augljóst að ég mun ekki gegna hvorutveggja samtímis." Ertu á útleið frá VSÍ og inn i Landssimann? „Samtök atvinnulífsins taka við hlutverki VSÍ í haust og forysta fyrir þeim samtökum er enn ekki ráðin.“ Landssíminn var búinn að reka GSM-þjónustu ifjögur ár áður en Tal hf. hóf starfsemi. Af hverju gat þessi magnafsláttur sem Samkeppnisstofnun gerir at- hugasemd við ekki komið fyrr til sögunnar? „Umræðan snýst fyrst og fremst um verðlag á GSM-þjónustunni. Síðan 1996 hefur orðið alger sprenging í notkun GSM-síma. Aukningin er miklu meiri en nokkum óraði fyrir og GSM-kerfið hefur vaxið gríðarlega, ekki bara hér á landi heldur um allan heim. Hér eins og annars staðar hefur verð þessarar þjónustu lækkað og mun áfram lækka. Menn spá því að verö á hvers konar símaþjónustu muni færast mjög sam- an og verði á endanum svipað í fast- línukerfinu og farsímakerfinu. Þessari þróun hefúr Síminn mætt með hlið- stæðum hætti og gert hefur verið í öðr- um löndum og Tal hf. reyndar gerir, þ.e. með því að bjóða upp á mismun- andi áskriftarflokka eftir þvi hve mik- 0 notkunin er. Menn spyrja hvers vegna síminn hafi ekki boðið magnaf- slátt á öðrum þjónustuþáttum. Því er til að svara að i gamla innheimtukerf- inu voru engir möguleikar til slíks. Nú er búið að koma upp nýju og miklu öfl- ugri innheimtu sem gefúr kost á marg- falt íjölbreyttari gjaldskrá og valkost- um fyrir neytendur. Það eru því breyt- ingar fram undan í öllu kerfmu.“ Er hœgt að segja að magnaf- sláttur i GSM-kerfinu hafi ekki fyrr komið til vegna þess einfald- lega að áður en Tal hf. kom til sögunnar hafði Landssíminn ein- okunaraðstöðu og þar með enga ástœðu til að veita ivilnanir? „Ég þekki hann ekki. Fyrirtækið er það stórt á okkar mælikvarða. Mér fyndist áhugavert að Landssím- inn kæmist í dreifða eignaraðild hér innanlands. Mér fyndist líka áhugavert að hluti yrði seldur er- lendis. Flest erum við sammála um mikilvægi þess að fá erlenda fjár- festa til landsins. Kannski er einmitt einfaldast að gefa útlending- um möguleika á því að eignast gegn háu verði hlut í tæknifyrirtæki sem lýtur alþjóðlegum reglum, er alþjóð- legt í uppbyggingu og starfar í al- þjóðlegu regluumhverfi. Erlendir ijárfestar þekkja þennan rekstur og hann þykir góður fjárfestingarkost- ur.“ Telurðu að Landssiminn eigi að vgita sömu þjónustu á sama verði alls staðar á landinu? „Síminn er með svonefnda alþjón- ustukvöð um rekstur talsima. Hon- um er gert að veita talsímaþjónustu á sama verði um allt land. Við þurf- um ekkert að fara í grafgötur um það að í þessu felst stuðningur við landsbyggðina og auðvitað er ódýr- ara að þjónusta Kvosina í Reykjavík en strjálbýlið. Öðru máli gegnir um gagnaflutninga. Það mál er mun erf- iðara og ég sé ekki að með óbreyttri tækni sé unnt að bjóða sömu gæði og verð á gagnaflutningaþjónustu um allt land. Það er þó hægt að hugsa sér að stjórnmálamenn ákveði að tryggja það að slík þjón- usta verði veitt í byggðakjömum á landsbyggðinni. Geri þeir það verða þeir að horfast í augu við að það kostar sitt. Ef menn ætluðu að láta Landssímann einan bera þann kostnað þá kæmi það beinlínis nið- ur á verðinu sem mögulegt væri að fá fyrir fyrirtækið og á afkomu þess að öðru leyti. Við stöndum nú frammi fyrir því að samkeppni sé að hefjast um gagnflutninga sem sýnilega verður eingöngu hér á höf- uðborgarsvæðinu. Hún varpar nokkru kastljósi á þetta máli. En ég tek fram að Landssíminn ætlar að þjónusta viðskiptavini sína á Reykjavíkursvæðinu ekkert síður en annars staðar." Þú sagðir í útvarpsviðtali að Landssíminn hefði ekki notið rík- isstyrkja. Hvaó eigum við þá að kalla 1500 milljóna lifeyrisskuld- bindingu sem aflétt var af Lands- simanum þegar honum var breytt i hlutafélag og skuldfœrð var á samgönguráðuneytið? „Póst- og símamálastofnun var ein margra stofnana ríkisins sem breytt var í hlutafélag. Stofnunin var með yfir 90 ára sögu og á hana hafa verið bókfærðar lífeyrisskuld- bindingar starfsmanna lengst af þann tíma. Landssíminn var látinn taka á sig langstærstan hluta þess- ara skuldbindinga enda þótt Póst- og símamálastofnun heföi verið fleira en Landssíminn einn. Stofh- unin var líka stjómsýslustofnun og hluti starfsemi hennar var þess vegna færður inn í samgönguráðu- neytið, sem og hluti skuldbindinga hennar. Landssíminn hefur að margra mati yfírtekið meira af þess- um skuldbindingum en sem með réttu gátu kallast hans. Því finnst mér fráleitt að líta á þetta sem rík- isstuðning. Samkeppnisstofnun gerði enga tilraun til að greina þess- ar lífeyrisskuldbindingar. Það var ekki leitað álits neins þeirra sem komu að þessum málum á þvi hvað það var í raun og veru sem Síminn tók yfir. Þegar að því kemur að Eft- irlitsstofnun EFTA taki málið upp eins og ég get vel ímyndað mér að hún geri, þá verður vafalaust farið ofan í þessa þætti eins og aðra.“ -SÁ „Ég er fyrsti maður til að viðurkenna að samkeppni í síma- rekstri eins og öllum öðrum rekstri örvar menn til dáða og gerir þá fundvísari á þarfir viðskiptavina sinna. Það var því eitt það hesta sem fyrir Lands- síma íslands gat kom- ið að fá samkeppni til að geta mætt betur þörfum viðskiptavina sinna. Gömlu símafyr- irtækin höfðu meira þann hátt á að ákveða hvaða þjónustu ætti að veita. Það var síðan viðskiptavinanna að ákveða hvort þeir þáðu hana eða ekki. í dag ákveður viðskipta- vinurinn þróunina og fyrirtækin veröa að mæta þörfúm hans.“ Tal hf. hefur náð 4% markaðshlut- deild áfyrirtœkja- markaði. Er það góður árangur? „Ég held að Tal hf. hafi sjálft valið að hafa dálítið aðrar markaðs- áherslur en Landssím- inn. Öll þeirra auglýs- inga- og kynningar- starfsemi hefur fyrst og fremst beinst að ungu fólki, sjéilfsagt með það í huga að jpeir endist lengur sem við- skiptavinir. Það skyldi því engan undra að þeir nái meiri árangri þar sem þungi mark- aðsstarfs þeirra er mestur en þar sem þeir eru minna á ferð- inni.“ Er Landssíminn að sœkja inn á þann markað núna? Þið styrkið popphljóm- leika o.fl „Við reynum al- mennt að koma til móts við okkar við- skiptavini hvar sem pórarinn V. er. Það hefur þó verið skýr stefna Landssím- ans alveg frá því Tal hf. kom til sög- unnar að gefa þeim jafnan slaka og elta þá ekki meö hvaða nýjungar sem er. Þeir komu inn á markaðinn hér með þá nýjung að binda viö- skiptin með 12 mánaða áskrift og láta áskriftina borga niður hluta af verði símtækjanna. Þessi háttur er að vísu ríkjandi í Evrópu en við ákváðum að fara ekki um sinn inn á þessa braut heldur að gefa Tali færi á því að nýta forskot sitt. Það er okkur mikilvægt að Tal lifi. Það hefúr verið eindreginn vilji til þess innan Landssímans allan tímann.“ Reyniði að bregða fæti fyrir Tal? „Það er langur vegur þar frá.“ Hvort telurðu mikilvœgara samkeppni eða lágt verð? „Ég held það sé erfitt að halda verði niðri án þess að frjáls sam- keppni sé við lýði. En á símamark- aðnum eru þessir hlutir að breytast á þann veg aö samkeppnin er aö verða alþjóðleg. Það er því nokkuð undarlegt að horfa á úrskurði Sam- keppnisstofnunar upp á hundruð síðna, þar sem er hamast yfir hvað þetta fyrirtæki sé risavaxið. Á sama tíma eru þúsundfalt stærri fyrir- Þórarinsson, stjórnarformaður Landssímans. DV-mynd Teitur tæki að sameinast eða að taka upp samvinnun til að ná fram meiri hag- ræðingu, eins og AT&T og BT. Það eru að verða til risafyrirtæki á fjar- skiptamarkaði sem munu bjóða VflBHEVRSlR Stefán Ásgrímsson Bjami Már Gylfason fram þjónustu sína um allan heim. Það þarf því öflugt starf til þess að ætla að halda Landssímanum áfram sterkum í þeirri samkeppni sem fram undan er. Það er markmiðiö. Landssíminn er fyrirtæki í eigu þjóðarinnar og við sem höfúm valist til að gæta hagsmuna eigendanna erum ákveðnir í því að láta verð- mæti hans ekki gufa upp. Viö eram einhuga í því að mæta þörfúm við- skiptavina Landssimans eins og hvert annað einkafyrirtæki á þess- um markaði.“ Sérðu fram á aukna sam- keppni á simamarkaöi hér á landi, þar á meðal erlendis frá? „Já, ég á von á því. Ég býst við aukinni samkeppni á ýmsum svið- um, t.d. millilandasviðinu. Ég sé líka fyrir mér að verð á þjónustunni muni hríðlækka, tæknina verða betri, flutningsgetuna aukast. Við þetta hlýtur Landssíminn að miða framtíðaráætlanir sínar. Við gerum ráð fyrir því að markaðshlutdeild okkar minnki og að við þurfum að mæta því með því að bjóða upp á fjölbreyttari virðisaukandi þjónustu og sækja inn á önnur svið.“ Er búið að ákveða að selja Landssímann? „Ekki mér vitanlega. Ríkisstjóm- in tekur ákvörðun um það og í stjómarsáttmálanum segir að það skuli undirbúið. Ég held þó að þessi deila sem nú er komin upp um meinta ríkisstyrki og vanmat á fyr- irtækinu verði hest útkljáð með sölu. Það verða hins vegar stjóm- málamenn sem ákveða hvenær." Verður hann seldur allur í einu? „Þaö fyndist mér alveg fráleitt." Er einhver hér innanlands sem hefði burði til þess að eignast Landssímann allan?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.