Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1999, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999 19 DV Fréttir Fimm bala félagsleg íbúö seld: Tapaði á þriðju milljón - segir seljandinn og letur fólk til þátttöku í „félagslegum Qötrum“ Þessir glaðlegu fulltrúar æskunnar voru á leiðinni út íViðey þegar andartak- ið var fest á filmu. Börnin höfðu verið að selja merki fyrir Björgunarsveitina Ingólf og þar sem þau voru söluhæst var þeim boðið að heimsækja eyjuna litlu þar sem var grillað og farið í leiki. DV-mynd HH Veróbráíagutíinri Helga fllínf jjLijjjJ ÍJU>/,JJ2JÍJX)2J rjm jjjjj) sjji aí3 j iíujja^ íhMh iúíMylii ii „Ég tel mig hafa tapað á þriðju milljón á því að selja félagslega íbúð, enda segi ég gjaman að ég hafi verið í félagslegum fjötrum meðan ég átti að heita eigandi að þessari íbúð að Hábergi 4,“ segir Jóhann Páll Símonarson sjómaður í samtali við DV. Hópur fólks óskar nú eftir meira frelsi til að selja félagslegar íbúðir sínar á almennum markaði og hóf söfnun undirskrifta í því skyni í vor. Jóhann tekur undir með þessu fólki og segir að nauð- synlegt sé að hnekkja geðþóttaá- kvörðunum félagslega íbúðakerfis- ins. „Ég er laus undan því oki sem fé- lagslegu fjötramir em, seldi á und- irverði, en tókst þó að koma upp þaki yfir mig og mína i Grafarvogs- hverfi. Ég ræð fólki frá því að koma nálægt félagslega íbúðakerfinu og þeim fáránlegu geðþóttaákvörðun- um sem þar ríkja,“ sagði Jóhann Páll. Jóhann Páll segir að hann hafi fengið úthlutun 1. júlí 1980, fékk keypt um 100 fermetra parhús með flötu þaki, sem framkvæmdanefnd byggingaáætlunar hafði byggt. Verðið þá var 23,8 milljónir gamalla króna. Húsið hafi verið meingallað mcmnvirki frá upphafi, fimm bala hús sem kallað var, míglekt, þvf þvottabalar vora viðs vegar í hús- inu þegéu- rigndi. Upp úr gólfum Háberg 4, myndarlegt hús eftir miklar endurbætur eigendanna, en slík vinna skilar sér ekki þegar menn eru neyddir til að selja í fé- lagslega kerfinu barst sandsparsl, sandur og silfur- skottur og fúkkalyktin í húsinu var ógeðfelld. Sumarið 1993 hóf Jóhann Páll miklar umbætur á þessum húsa- kynnum, húsið var gert nánast fok- helt, allt tekið upp og endumýjað, enda innréttingin ónýt af rakanum í húsinu. Áður hafi hann aukiö húsa- kostinn með því að byggja hæð ofan á flata, leka þakið. Þessar umbætur kostuðu mikið fé. Hann segir að al- mættið, sjálf Húsnæðisnefhd Reykjavíkur, hafi metið húsið afar lágt árið 1995, þegar hann seldi, end- urbætur hans hafi verið metnar á 1,9 milljónir og hann sjálfúr tapað talsvert á þriðju milljón króna. „Ég fékk í hendur peninga, eitt- hvað um fimm milljónir, sem hefði nægt fyrir tveggja herbergja íbúð. Það er ekki mikið eftir næstum 16 ára puð við að bæta og stækka þessa íbúð sem i upphafi var ónýt,“ sagði Jóhann Páll i gær. Hann hefur ít- Vegna mikils leka þurfti að innrétta húsið upp á nýtt eftir stutta notkun og það kostaði eigandann stórfé, 4 milljónir króna áríð 1986. rekað reynt að leita réttar síns, hjá Húsnæðisnefnd, ráðuneyti, umboðs- manni Alþingis hefur hann sent tugi erinda, og kostnaður nemur stórum gárhæðum, sagði Jóhann Páll. -JBP Jörð eða land óskast keypt Lysthafendur leggi inn nafn í póstnólf 10168, 110 Reykjavík Opiö virka daga kl. 9 - 18 og laugardaga kl. 12 - 17 BÍLAHÚSIÐ (í húsi Ingvars Helgasonar og Bílheima) Sævarhöfða 2 -112 Reykjavík Símar: 525 8096 - 525 8020 • Símbréf 587 7605 Litlir bílar - Stórir bílar - Ódýrir bílar - Dýrir bílar Verö frá 40.000.- til 4.000.000.- • Lánamöguleigar til allt aö 5 ára • Tökum notaöa bíla upp í notaöa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.