Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1999, Blaðsíða 1
Hugsandi örbylgju- ofnar Bls. 26 Nýir tímar I fjarskipta- málum Bls. 22 Þráðlaus skilaboð Bls. 22 PlayStation Ruslpóstur eykst Niðurstöður nýlegr- ar könnunar meðal netnotenda í Banda- ríkjunum sýna fram á að ruslpóst- ur hefur aukist á Netinu að undan- förnu. Pósturinn er af ýmsum toga, t.d. keðjubréf sem eiga að færa mönnum auð á augabragði, tenglar inn á klámsíður, tilboð á hugbúnaði og ábendingar á fjárfestingarmögu- leikum. Um þessar mundir segjast 90% fá ruslpóst vikulega og um 50% segjast fá ruslpóst oftar en 6 sinn- um á viku. Jafnframt kom fram að nær allir sem svöruðu könnuninni segjast ekki vilja sjá þessa óværu í tölvupósthólfum sínum enda þurfa viðtakendur að greiða fyrir póst af þessu tagi því hann tekur ákveðinn toll af þeim tíma sem notendur eru nettengdir, hann eyðir bandvídd og jafnframt diskplássi. Þjóðremba eða málvernd Spænska ríkis- stjómin hefur ákveðið að umbuna þeim fyrirtækjum sem nota móður- málið á vefsíðum sínum. Þau fyrir- tæki sem nota spænsku á Netinu munu fá frádrátt frá skatti og ýms- ar aðrar ívilnanir. Þessi aðgerð spænsku ríkisstjórnarinnar er lið- ur í málverndarátaki þar í landi. Ekki ættu spænsk fyrirtæki að víla fyr- ir sér að nota spænska tungu, þar sem ætla mætti að flest spænsk fyrirtæki hefðu spænskumælandi fólk sem sinn aðalmarkhóp. Og nóg ætti að vera af viðskiptavinum þar sem um 350 milljón manns í heiminum tala spænsku. Til samanburðar má geta þess að enska, sem er alls- ráðandi á Netinu, er töluð af um 500 milljón manns. Framfarir í fja Á tímum upp- lýsingaþjóðfé- lagsins eru fjar- skipti farin að skipta sífellt meira máli bæði fyrir fyrirtæki og einstak- linga. Enda fleygir tækninni fram í þessum geira hraðar en á flestum öðrum sviðum. Gagnaflutningar ganga sífellt hraðar fyrir sig og því eiga fyrirtæki og stofnanir auð- veldara með að koma frá sér gögn- um og taka við þeim en nokkru sinni fyrr. Jafnframt hafa einstak- lingar núorðið gríðarlega mikla möguleika á að tengjast öðrum með hjálp ýmissa tækja og tóla og er GSM-símavæðingin gott dæmi um það. Framfarir á þessu sviði eru miklar bæði hér og erlendis og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. Eins og sjá má í sérumfjöllun DV- Heims um fjarskipti í dag eru uppi fjölbreyttar hugmyndir um hvern- ig hægt sé að auka magn, gæði og hraða fjarskipta í framtiðinni. Sumar þessara nýju lausna eru þegar til staðar en aðrar eru tals- vert byltingarkenndari og enn þá á teikniborðinu. Auðvelt er að koma auga á það hve mikilvæg bættari fjarskipti eru fyrir landfræðilega einangraða þjóð eins og ísland og því hljóta ís- lendingar að fagna fjarskiptabylt- ingunni og nýta sér möguleika hennar til hins ýtrasta. Sú virðist og vera raunin því eins og uinfjöll- unin leiðir í ljós hér í blaðinu í dag er allt á fleygiferð í þessum málum hér heima og vonandi að svo verði áfram á næstu árum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.