Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1999, Blaðsíða 4
24 nsg Ný lausn 1 nettengingum: Orbylgjunet veitir margfaldan hraða - og kostar minna en hefðbundnar tengingar Ný vídd á Netinu „Við eram byrjaðir að setja upp tengipunkta sem einstaklingar og fyrirtæki geta tengst inn í. Með haustinu reiknum við með því að hafa sett upp það marga tengi- punkta að við náum flestum fyrir- tækjum á höfuðborgarsvæðinu í tengingu. Það sem er mest gaman við að tengja ný fyrirtæki inn á ör- bylgjunetið er að upplifa hversu miklu meiri hraða við náum samanborið við gömlu tengileiðimar. Með hefðbundnu leiðunum hafa fyrirtækin verið að tengjast okkur með þetta frá 64 kb upp í 256 kb (þeir allra stærstu). í örbylgjutengingu erum við hins vegar að tengja fyrirtækin við okk- ur á 2000 kb. Hraðinn verður því ótrúlegur, sem kemur best fram í nettengingum. Örbylgjan setur al- veg nýja vídd í notkun á Netinu, engin bið, allar síður koma strax inn og ef taka þarf á móti tölvupósti með stórri skrá í viðhengi, þá kem- ur skráin strax. Fólk er tengt allan sólarhringinn, því kemur tölvu- pósturinn um leið og hann er sendur." bíJjJi Skýrr hf. hefur að undanfornu unnið að upp- setningu á ör- bylgjuneti, þ.e. kerfi sem kemur í staðinn fyrir leigulínur og veitir fyrirtækjum að- gang að háhraðanettengingum. DV- Heimur ákvað að spyrja Sigurð Másson hjá Skýrr nánar út í þetta netkerfi og biðja hann um að út- skýra hvemig það virkaði. „Fyrirtækin hafa hingað til tengst Skýrr með hefðbundnum leiðum, þ.e. í gegnum ISDN, leigu- línur eða háhraðanetiö," segir Sig- urður. „Sú þjónusta sem viö viljum veita fyrirtækjum útheimtir mikinn hraða í tengingum við okkur en þessum hefð bundnu tengileið- um er ekki fjár- hagslega hag- kvæmt að tengjast okkur og því fór- um við að líta í kringum okkur hvort við gætum ekki leyst málið á einhvem hagkvæmari hátt. Eftir að hafa skoðað markaðinn fundum við út að eina hagkvæma lausnin var aö byggja upp eigið örbylgjunet sem við gætum tengt fyrir- tæki inn á.“ Sigurður Másson stendur fyrir framan einn tengipunkt örbylgjunetsins og heldur á loftneti og tengistykki sem nauðsynleg eru til að fyrir- tæki geti tengst Skýrr. Örbylgjan setur alveg nýja vídd í notkun á Netinu, engin bið, allar síður koma strax ínn og ef taka þarf á móti tölvupóstl með stórri skrá f viðhengl kemur skráin strax. Fólk er tengt allan sólarhring- inn, því kemur tölvu- pósturinn um leið og hann er sendur. Meiri hraði, minni kostnaður Hverjum nýtist þetta örbylgju- kerfi best? „Kerfið nýtist best þeim sem vilja mjög hraðvirka tengingu við Netið og vilja vera sítengdir. Með örbylgjusambandinu er fólk tengt við Netið allan sólarhringinn án þess að þurfa að teppa símalínu. Þ.e. þú notar ekki simalínu til að tengjast Netinu heldur lítið tæki sem þú tengir við loftnet úti í glugga, eða uppi á þaki. Þetta virkar því líkt og sjónvarps- eða GSM-tæknin, þ.e. þú tengir tæki við loftnet sem nemur merki í loftinu, og ert þannig alltaf í teng- ingu og það á 2 Megabitum." En er þetta kostnaöarsamt? „Nei, þetta er ekki kostnaðar- samt, hugmyndin gengur jú út á það að veita fyrirtækjunum góða þjónustu á sem bestu verði. Hérna getum við boðið tengingu við Netið á ótrúlegum hraða, tölvuvert ódýrara en ef notaðar væru gömlu tengileiðimar. Enn meiri hagræðing fæst ef nokkur fyrirtæki nærri hvert öðru taka sig saman um að setja upp tengi- stykki fyrir örbylgjuna. Þá deila þau með sér kostnaðinum af tengigjaldinu og því verður teng- ingin mjög hagkvæm." Selur sig sjálft Er þetta mikiö notaö erlendis? „Já, þetta er mikið notað er- lendis, sérstaklega í Bandaríkjun- um. Þessi tækni hefur gert mörg- um Internetþjónustuaðilum í Bandaríkjunum kleift að bjóða mjög hraðvirka netþjónustu. Þetta hefur verið ómetanlegur brunnur fyrir okkur til að leita i, þ.e. með ráðleggingar á uppsetn- ingum og svo framvegis, þar sem þróunin örbylgjumálum í Banda- ríkjunum er komin svona langt.“ Hvernig hafa viötökur veriö hér ú landi? „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar, við höfum ekkert auglýst þetta, samt er megnið af sölu- deildinni okkar upp fyrir haus í afgreiðslum á örbylgjusambönd- um. Viðbrögðin eru því miklu betri en við áttum von á. Það hef- ur einnig sýnt sig að þegar við höfum komið örbylgjutengingu á þá fer hún að selja fyrir okkur, flestar pantanir í dag koma frá að- ilum sem hafa heimsótt einhvern sem hefur örbylgjutengingu og séð hana hjá honum,“ segir Sig- urður að lokum. ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNf 1999 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999 25 um hjárásarhverfli. Venjuleg hönnun Slærö martns Tveir flugmenn íáhöfn Sendingar slitna j þegar vélin beygiri Christopher B. Galvin, framkvæmdastjóri Motoroia, og Craig McCraw, aðaihvatamaður Teledesic, skrafa hér saman í kjölfar undirritunar samnings milli fyrirtækjanna fyrir nokkru. Nýtt fyrirtæki á sviði gagnaflutninga og Qarskipta: Orkuveitan keppir viö Landssímann - býður upp á tífaldan hraða ISDN-tengingar Borgarstjórn Reykja- víkur hefur sam- þykkt að Orkuveita Reykjavíkur stofni dótturfyrirtæki á sviði gagnsiflutninga og fjarskipta með hlutafé allt að 200 milljónir í byrjun. Helgi Hjörvar er formaður verkefnisstjórnar málsins. „Áætlað- ur kostnaður við fyrsta verkáfanga er allt að 350 milljónir en verkefni fyrirtækisins eru tvenns konar: Að leggja ljósleiðara á höfuðborgar- svæðinu til að þjóna stærri fyrir- tækjum og að hefja tilraunir með netþjónustu um raforkukerfl fyrir heimili og smærri fyrirtæki. Flutn- ingsgeta búnaðarins verður 1-2 mb á sekúndu sem er tífaldur sá hraði sem fæst nú með ISDN-tengingu og margfalt meira en fæst í gegnum venjulegar símalínur." Helgi Hjörvar, formaður verkefnisstjórnar málsins. Umfangslítil framkvæmd „Orkuveitan hefur yflr að ráða einstakri aðstöðu til að veita Lands- símanum samkeppni og til að veita þeim fyrirtækjum sem vilja keppa við Landssímann aðstöðu til þess. Orkuveitan ræður yfir spennistöðv- um og lagningaleiðum. Má þar nefna rör undir flest gatnamót í borginni, gamlar gasleiðslur og að- gang að hitaveitustokkum þannig að hagkvæmt er fyrir Orkuveituna að leggja ljósleiðara. Fyrirtækið get- ur fært sér í nyt nýja tækni til að flytja gögn eftir raforkustrengjum og þarf því ekki að leggja strengi inn á hvert heimili heldur á strengi sem hægt er að nota,“ segir Helgi. Fyrsta tenging jafnvel á árinu Aðspurður segir Helgi að viðræð- ur hafi farið fram við aðila hérlend- is og erlendis um samstarf í þessu máli og hafi þær gengið vonum framar. „Með því að stofna fyrir- tækið núna ætlum við að reyna að Ijúka samningamálum í næsta mán- uði. Gangi það eftir hefjast fram- kvæmdir í framhaldi af því og fyrsta tilraunatenging verður á síð- ari hluta þessa árs.“ Gagnasendingar: Aukinn hraði eftir raflínum Það er ekki bara Orkuveitan sem rannsakar um þessar mundir möguleikana á að nýta orkukerfið til gagnaflutninga. Bandaríska fyrirtækið Media Fusion er nefnilega um þessar mundir að þróa tækni sem sagt er að geti sent gögn, radd- eða myndbands- merki eftir raflínum mun hraðar en nýleg tækni. Hugmyndin að þessu er ekki ný af nálinni því nokkur fyrir- tæki hafa reynt að senda gögn eftir raf- línum áður, en án árangurs. Ef Media Fusion nær takmarki sínu mun verða mögulegt að færa öll gögn af einum hörðum diski yfir á annan á nokkrum sekúndum, halda hágæðaráðstefnur í gegnum Netið og horfa á heila kvik- mynd sem sótt er af Netinu. Gagnrýnisraddir Ekki eru þó allir vissir um að þetta gangi eftir. Bob Dillon hjá tölvufyrirtækinu Enikia er sann- færður um að þetta eigi aldrei eftir að ganga eftir, jpetta sé alveg út í blá- inn. En hvað sem því líður hafa nokkur fyrirtæki samþykkt að taka þátt í tilraunum á þessum nýja bún- aði. Fjárhagslegir bakhjarlar verk- efnisins munu á næsta ári byrja að dæla peningum í það og þá er aldrei að vita nema að einhver mynd fari að komast á þetta. Gagnaflutningar taka flugið: rnet af himnum ofan - Bill Gates og fleiri með framsækið fyrirtæki Um þessar mundir er svo komið að einungis milli 15 og 20% afyfir- borði jarðar hafa verið nettengd en til þess hefur verið kostað um það bil 2.000 milljörð- um dollara eða u.þ.b. 150.000 milljörðum króna. í samanburði við það eru 900 millj- arðarnir sem lagðir eru í Teledesic hreinir ÚjlJJ £oíjjjj:j Fyrir nær 10 áram var stofn- að fyrirtækið Teledesic af hug- sjónamönnum sem sáu þá strax fyrir sér gríðar- lega byltingu í upplýsingatækni og í raun eru hugmyndir þeirra enn talsvert róttækar. Forráðamenn Tel- edesic stefna nefnilega að því að koma upp 288 sérhönnuðum lág- fleygum gervihnöttum sem munu tengja saman heiminn allan og vera í rauninni „Intemet á himnum". Aðalmaðurinn bak við Teledesic heitir Craig McCaw en helstu fjár- festar í fyrirtækinu eru McCaw sjálfur, Bill Gates, forstjóri Microsoft, Motorola, Alwaleed Bin Talal, prins í Sádi-Arabíu og Boeing. Saman hyggjast fjárfestarn- ir leggja alls í fyrirtækið 12 millj- arða dollara (um 900 milljarða króna) áður en það hefur starfsemi sína. Stefnt er að því að það verði árið 2003. Hröð tenging Með uppsetningu kerflsins er reiknað með að hægt verði að ná sambandi við Netið hvar í heimin- um sem er, hvort sem það er í svört- ustu myrkviðum regnskóganna eða á hæstu tindum Himalaja. Þar með hyggjast forráðamenn Teledesic ná á. auðveldan hátt til heimshorna sem hingað til hafa ekki náð að net- væðast að ráði, eins og t.d. Indlands. Um þessar mundir er svo komið að einungis milli 15 og 20% af yflr- borði jarðar hafa verið nettengd en til þess hefur verið kostað um það bil 2.000 milljörðum dollara eða u.þ.b. 150.000 milljörðum króna. í samanburði við það era 12 milljarð- arnir sem lagðir eru í Teledesic hreinir smápeningar. Og jafnvel þó senda verði merkin í næstum 1.400 km hæð áður en þau verða send aftur til jarðar þá er ekki reiknað með að þau fari um með neinum hraða snigilsins. Teng- ingin verður það hröð og mun rúma það mikið af gögnum að hægt verð- ur auðveldlega að senda milli heimshorna mjög stórar skrár, t.d. myndir og hljóð, á stuttum tíma. Tengingin verður reyndar svo góð að menn telja líklegt að fyrirtæki muni ekki bara nýta hana til gagna- flutninga til fjarlægra heimshorna, heldur einnig milli staða sem eru þeim nær. 900 milljarða spurningin Margir era enn ekki trúaðir á að þetta 900 milljarða króna veðmál þeirra Teledesic-manna muni heppnast. Meðal þess sem efasemd- armenn benda á er að breiðbands- tækni og ýmis önnur „venjulegri" fjarskiptatækni hafi vaxiö svo gríð- arlega að undanförnu að í rauninni sé grundvöllur fyrir nýrri óreyndri tækni sem þessari brostinn. Litlu breyti þó kerflð nái til afskekktari staða en sú tækni sem nú er notuð, því slíkir staðir hafi almennt ekki mikið íjárhagslegt gildi fyrir vænt- anlega viðskiptavini. Aðrir vilja meina að í raun sé smapenmgar. ekki spurningin um afkomumögu- leika Teledesic íjárhagsleg í sjálfu sér, heldur miklu frekar tæknileg. Það liggur í hlutarins eðli að vél- og hugbúnaður sem nauðsynlegur er til að ný tegund tækni ráði við að halda utan um næstum 300 sam- tengda gervihnetti sem þurfa að höndla með gagnaflutninga milli mUljóna notenda er gríðarlega flók- inn og þarfnast mikillar vinnu til að verða að veruleika. Mun kerfið nokkurn tímann kom- ast í loftið? Það er 900 milljarða spurningin. Hægt er að kynna sér teledesic nánar á heimasíðunni http://www.teledesic.com/ Áætlun um fjarskipti með fluqvélum Bandarískir verkfræðingar kynna á flugsýningu í París nýja tegund há- og hægfleygra flugvéla. Flugvélin nefnist Proteus og er hönnuð til að bera loftnetsdisk sem mun veita stórborgum gríðarlega aukna möguleika til fjarskipta á næstu öld. Kerfið verður allt að tíu sinnum öflugra en núverandi kerfi, sem byggist á fjarskiptum um gervihnetti, og veitir notendum möguleika á háhraða-gagnasendingum sem kosta aðeins lítið brot af því sem þekkist í dag. Áætlað er að byrjað verði aö prófa kerfið yfir Los Angeles um mitt næsta ár. Proteus-flugvélin Hin tvöfalda væng- hönnun er nefnd eftir grískum sjávarguði sem gat skipt um form. Rafmagnsorka 20 - 30 KW Buröargeta Vænghaf Pyngd Flugþol 3.130kg 28m 5.700kg 12 timar Vel knum tvöföld Raf- og kælikerfi Tvöföld hönnun vængja Flug i mikilli hæð á hægri ferð krefst langra vængja. Proteus-hönnunin breytir þessu með því að hafa tvöfaída vængi. Fjarskipta- og loftnetsbúnaöur Langur lendingarbúnaöur eykur buröargetu til muna Hringnetkerfiö: Þrjár Proteus-flugvélar fljúga á vöktum yfir borginni 24 klst. á sólarhring. Notendur tengjast meö sérhönnuöum loftnetum sem fest eru á húsþök Proteus hönnun 20 graöa halli mogulegur Flugvélarnar fljúga í hringi í 15.000- 18.000 mhæö Hámarksflughæð farþegaflugvéla 14.000 m hæð Netþjónustur eru tengdar viö loftnet eöa háhraöa kapalkerfi þvermáli Aðalloftneti fyrir hringnetkerfið er komiö fyrir í miöju netsvæöisins Netkerfið er tengt viö aörar borgir meö háhraöa kaþalkerfi Möguleg verkefni fyrir Proteus Stærö duíu rettu hlutfalli husþok Hringnetkerfiö Yfirlitskönnun 22 klst. og 800 km radius Heimild: Scaled Composites Inc/Angel Technologies Corp, U.S.A. Könnun gufuhvolfs ' Geimskot lítilla Allt að 20.000 m flughæö gervihnatta, 3.130 kg eldflaug Geim-feröamennska 3-manna geimskip Graphic: Jim Peet jj)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.