Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1999, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999 27 Iþróttir fyrir alla Tölvuleikjafyr- irtækið EA hef- ur verið hvað þekktast fyrir tölvuleiki um íþróttir og hefur fyrirtækið tekið fyrir ótal gerðir íþrótta- greina. Flestar hafa þessar íþróttagreinar verið augljóst val við gerð tölvuleikja. Nú hefur EA ákveðið að ráðast í gerð tölvu- leiks um list- dans á skaut- um. Ekki virð- ist hentugleiki slikrar íþróttar til gerðar tölvu- leiks vera aug- ljós. En þegar nánar er skoðað ætti söluvæn- leiki sliks leiks aö vera gríðar- legur því mikill áhugi er á list- dansi á skautum um allan heim. Á þessum síðustu og skrýtnustu tímum, þegar fólk gerir tölvuleiki um fluguveiðar og hjartardýraveiði, er listdans á skautum kannski ekkert svo galin hugmynd. Alveg milljón Tölvuleikurinn SimCity hefur komið út í mörgum útgáf- um og verið sí- vinsæll hjá leikjavinum. Leik- urinn felur í sér að spilarinn stjórnar og byggir upp horg með öllum þeim smáatriðum sem því fylgir, kjörinn fyrir verðandi borgarstjóra. Nýjasti leikurinn í þessari seríu er SimCity 3000 sem kom út í jan- úar síðastliðnum. Ef marka má viðtökumar verður SimCity 3000 vinsælasti leikurinn í röð- inni en nú nýlega seldist millj- ónasti leikurinn. SimCity 3000, sem var gefinn út fyrir PC upp- haflega, er væntanlegur fyrir S Mac nú í sumar. Það sem hef- ur haldið lífi í leiknum lengur en við mátti búast eru alls kon- ar viðbætur sem framleiddar ; hafa verið, til að gera leikinn ; fjölbreyttari. Til aö nálgast þessar viðbætur er bent á slóð- ina www.simcitv.com. Enn af PS2 Sony sem, eins og flestir vita, er að framleiöa næstu kynslóð Playstation kynnti þann 8. júní nýtt tæki sem les bæði DVD og CD-Rom. Þessi nýja tækni sem felur í sér að geisl- ar, sem lesa DVD annars vegar og CD-Rom hins vegar, em látnir á sömu flöguna. Nauðsynlegt var að finna upp þessa lausn því Sony hafði lofað því að nýja leikjatölvan gæti lesið gömlu leikina. Ann- ar kostur við þessa upp- götv- un Sony er sú að hún lækkar til muna framleiðslu- kostnað við gerð tölvunnar. Það ætti svö vonandi að lækka verðið til okkar neytendanna. /íjJViJ- JúiJli/ __________ Óvenjulegt netforrit gerir usla: Veggjakrot á Netinu Veggjakrot hefur lengi verið um- deilt. Ýmsir vilja líta á það sem list en aðrir sem óæskilegan sóða- skap en ekki skal um það dæmt hér. Ekki hefur þetta tjáningarform farið út fyrir mörk húsveggjanna fyrr en nú. I maí síðastliönum kom nefni- lega á markaðinn forrit sem gerir fólki kleift að „krota“ á vefsíður. Forritið.sem heitir Third Voice, er eins konar vafri sem hefur þann aukakost að fólk getur skilið eftir um- sagnir um allt sem það sér á Netinu alls staðar. Aðeins notendur Third Voice sjá þó skilaboðin. Fjöldi fólks hefur mótmælt tilvist þessa forrits. Hefur það barist fyrir því að settur- verði kóði í forritið, sem neyðir not- andann til þess að biðja eiganda vef- siðunnar um leyfi til að krota á hana. Þeir sem eru mest á móti Third Voice benda á nýlegt dæmi mn notkun þess. Sett var upp tenging á klámsíðu beint á veffangaskrá AOL. Aðrir eru á því að forritið eigi eftir að auka gæði vefsíðna, þar sem fólk muni með aðstoð Third Voice benda á helstu galla viðkomandi vefsíðu. Einnig hefur verið rætt um það hvort Third Voice brjóti ekki höf- undarréttarlög. Nýtt forrit gerir netverjum kleift að skilja eftir eins konar veggjakrot á Netinu. Stuðningsmenn forritsins benda þá á að ekki sé átt neitt við vefsíðurnar og engu sé í raun breytt. Forritið er fritt en virkar aðeins með Internet Explorer 4.0. Fyrir þá sem vilja kynna sér mál- ið betur bendum við á slóðina www.thirdvoice.com. VAAÁÁÁ! 1+ . Hátekm Ármúla 26 • sími 588 5000 Hafðu samband!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.