Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1999, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 Hestar Landslið íslenskra knapa: - að opinberum móttökum, segir Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra Það vakti athygli hestamanna er Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra sagði á hátíðarkvöldvöku Geysis að hann vildi gera veg ís- lenska hestsins meiri en hann er nú. „Ég flutti í vetur þingsályktunar- tillögu sem gekk út á að gera hlut ís- lenskra hestamanna stærri," segir Guðni. „Eftir breytingar ályktaði Alþingi að fela landbúnaðarráðherra að undirbúa í samvinnu við önnur stjómvöld og samtök að íslenskir hestar og hestamenn gegni veiga- miklu hlutverki við opinberar mót- tökur erlendra þjóðhöfðingja og við önnur hátíðleg tækifæri. Ég vil skipa nefnd til að fylgja þessu eftir þannig að landslið íslenskra hesta- manna, karla og kvenna á öllum aldri komi meira að opinberum at- höfnum. Einnig er tilvalið að láta hóp knapa ríða niður Almannagjá á Þingvöllum um helgar. Það yrði út- lendingum ógleymanlegt. Það var Ólafur Þ. Þórðarson heitinn sem fyrstur bryddaði upp á þeirri hug- mynd. Einnig þarf að snúast gegn veik- leikum svo sem sumarexemi og það þarf að athuga hvernig hægt sé að auka sölu íslenskra hesta jafnt inn- anlands sem utan. Við þurfum að kanna sérstaklega tolla á íslenskum hestum í útlöndum. Það er hagur bæði seljenda og kaupenda. Mér finnst það alltaf fáránlegt að Norð- menn, okkar nánustu frændur, skuli tolla íslenska hestinn sem slát- urdýr, þennan snilling og anda,“ segir Guðni Ágústsson landbúnað- arráðherra. -EJ kerrum, vögnum og dráttarbeislum. Áratugareynsla. VÍKURVAGNAR EHF. Lögleg hemlakerfi fyrir hestakerrur og vagna skv. EES. á allar gerðir bifreiða Ásetning á staðnum. Allir hlutir til kerrusmíða. Oll okkar vara er samkvæmt Evrópustaðli. Tveggja til átta hesta kerrur Dvergshöfða 27 sími 577 1090 Leiðandi fyrirtæki í Jjr Beltin bjarga Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra afhenti verðlaun á kynbótasýningu á Heliu nýlega og hér fær Erlingur Er- lingsson tamningamaður gullverðlaun fyrir enn eina hryssuna. DV-mynd E.J. Sekúndubroti frá gulli - segir Einar Öder Magnússon „Ég heillaðist af tölt- inu i Glampa í fyrra þegar ég fór að ríöa hon- um,“ segir Einar Öder Magnússon. „Glampi er undan Orra ffá Þúfu og Ertu frá Kröggólfsstöðum. Við hjónin eigum 90% í hestinum en ræktand- inn, Helga Pálsdóttir, 10%. Glampa sýndi ég í fyrra í kynbótadómi og þá fékk hann 9,5 Einar Ö. Magnússon Fæddur: 17.2.1962. Hestur: Glampi frá Kjarri í tölti, fjórgangi og fimiæfingum. Þátttaka á HM: 4 sinnum. Gull: 0. Silfur: 2. Brons: 1. fslandsmeistari: 1. fyrir tölt og 9,0 fyrir brokk, fegurð í reið og vilja. Hann er óhemju rúmur og vinnur vel með manni. Ég hef tekið þátt í öórum heimsmeistaramót- um. Best gekk mér árið 1993 í Hollandi á Funa frá Skálá og varð í 2. sæti í fimmgangi og 5. í fimmgangi. I Sviss 1995 var einnig gaman en þar varð ég í 2. sæti í gæðingaskeiði á sekúndu- broti verri tíma en Sigurbjörn Bárðarson sem vann. Ég hef einnig tekið þátt í Norð- urlandamótum og á þaðan níu gullverðlaun," segir Einar Öder Magnússon. -EJ Geysileg geta - segir Elías Þórhallsson „Váli er 11 vetra, undan Hetti frá Nýjabæ í Sand- víkurhreppi og Kelu frá Hömrum. Hann hefur geysilega getu á öllum gangi og er óhemjuvakur, viljugur og stór I skapi. Váli er sérlega glæsilegur hestur. Okkur hefur gengið mjög vel i keppni og vor- um í Aúrslitum í fimm- gangi á íslandsmótunum 1997 og 1998. Sumarið 1997 stóð Váli efstur í gæðingakeppni Harðar og við komumst í úrslit á landsmótinu í fyrra- sumar. Váli nýtur sín betur í gæðingakeppni vegna viljans," segir Elías Þórhallsson. -E J Elías Þórhallsson Fæddur: 20.8. 1969 Hestur: Váli frá Nýjabæ í Sandvíkurhreppi í fimmgangi, gæðingaskeiði, 250 metra skeiði og slaktaumatölti. Þátttaka á HM: 0. íslandsmeistari: 1. Vignir Jónasson: Útgeislun og kraftur Gráblesa „Ég er búinn að eiga Klakk í rúm tvö ár,“ segir Vignir Jónasson. Hann er undan Reyk frá Hoftúnum og Yrpu frá Litla-Dal og er 9 vetra. „Ég hef keppt á hon- um á fjórum sterkum mótum í fimmgangi og verið í A-úrslitum á þeim öllum og sigraði á Suðurlandsmótinu i fyrra. Útgeislun og kraftur er aðall hestsins og mikil skil á gangi. Ég á eftir að reyna betur við skeiðið í honum en það tel ég vera bestu gang- tegundina. Ég keppti á heimsmeistaramótinu í Sviss árið 1995 og komst þar í A-úrslit í tölti og fjórgangi á Kolskegg frá Ásmundarstöðum. Það væri gaman að reyna með þennan á heims- meistaramóti," segir Vignir Jónasson. -EJ Vignir Jónasson. Fæddur: 30.5.1971. Hestur: Klakkur frá Búlandi í fimmgangi, gæð- ingaskeiði, slaktaumatölti og 250 metra skeiði. Þátttaka á HM: 1. - er draumahossið, „Ég ætla bara í 250 metra skeið með Freymóð frá Efsta-Dal,“ seg- ir Logi Laxdal. „Freymóður er 12 vetra, undan Kjarval frá Sauðárkróki og Frigg frá Efsta-Dal en hún sigraði í 250 metra skeiði á hvítasunnukapp- reiðum Fáks fyrir nokkrum árum. Eigandi hans er Sigurfinn- ur Vilmundarson. Freymóður er reiðhestur fyrst og fremst og mikill vekringur sem hefur ekki alltaf skilað þvi sem hann getur og maður fihnur í frjálsri reið. Hann er stór og segir Logi Laxdal Logí Laxdal Fæddur: 25.6.1974. Hestur: Freymóður frá Efsta-Dal í 250 metra skeiði. Þátttaka á HM: 1. Gull: 1. íslandsmeistari: 0. mikill og erfiður í rásbásnum og þá getur verið erfitt að ráða við hann. Það er verið að vinna í að laga þau mál. Freymóður hefur verið að svíkja mann i brautinni en nær öðru hverju toppsprett- um. Sprengi-Hvellur kemur einnig til greina en Uli Reber hef- ur verið að gera góða hluti með hann í Þýsalandi og hann verður ef til vill í keppnissveit Þjóð- verja. Það kemur í ljós síðar í sumar. Draumahrossið er þó Gráblesa frá Efsta-Dal sem gefur sig alla í hvern sprett," segir Logi Laxdal. -EJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.