Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1999, Blaðsíða 13
FOSTUDAGUR 18. JUNI 1999 13 X>v______________________________Fréttir Verzlunarskólinn langvinsælastur en MR hrapar í þriðja sæti: Átthagafjötrar - segir konrektor MR um hverfaskiptinguna Útleiga á alls konar leiktækjum Herk les Sími 568-2644 GSM 891-9344 Umsóknir nýútskrifaðra grunn- skólanema um nám í framhaldsskól- um á höfuðborgarsvæðinu sýna að að- sókn í skólana hefur breyst töluvert. Athygli vekur að Menntaskólinn í Reykjavík fær dræma aðsókn annað árið í röð og þó meira en í fyrra, í stað þess að þurfa að vísa nemendum frá vegna plássleysis, eins og áður var oft- ast raunin. Á meðan neyðist Verzlun- arskóli íslands til þess að vísa frá fjöl- mörgum nemendum vegna mikillar aðsóknar. Hvað veldur þessum mun? „Ég kann í sjálfu sér engar skýring- ar á þessu, enda er varla til nokkur einhlít ástæða," segir Yngvi Pétursson, konrektor Menntaskólans í Reykjavík. „Að mínu mati er helst um að kenna átthagaijötrunum sem settir eru á nemendur, hverfaskiptingin. Þeir eru bangnir við að sækja um skóla út fyr- ir sitt hverfi af ótta við að vera hafnað, fá svo kannski ekki inni í sínum hverf- isskóla og lenda á endanum í vandræð- um með skólavist. Þetta er viss áhætta sem fólk veigrar sér við að taka.“ Vill afnám hverfaskiptingar Aðspurður hvort verið geti að fólk af þessari kynslóð hafl einfaldlega ekki áhuga á að stunda nám við Mennta- skólann segir hann það ólíklegt: „Það fmnst mér hæpið. Til dæmis eru krakkamir úr vesturbænum að skila sér mjög vel. En úr öðrum hverfum, sem hingað til hafa skilað mörgum umsækjendum, er minni aðsókn. Und- anfama áratugi hefur Menntaskólinn í Reykjavík verið eini tvísetni fram- haldsskólinn og boðið nýnemum kennslu irá klukk- an 13.30 til 19.00. Frá síðasta skólaári er þetta liðin tíð og framvegis verður skólinn einsetinn þar sem hver bekk- ur hefur sína heimastofu og kennt er frá átta til þrjú.“ Eitt hefur þó ekki breyst. Ein- kunnir væntan- legra nýnema við Menntaskólann næsta haust era eins og vanalega háar, yfir 8,5 að meðaltali út úr samræmdu prófun- um. Yngvi segist von- ast eftir breyting- um á ástandinu og afhámi hverfaskipt- ingar við innritun í framhaldsskóla. Hann segir tíma- bært að nemendur geti valið hvar þeir „Nemendur finna að nám í Verzlunarskótanum nýtist þeim bæði í atvinnulíf- inu og háskóla," segir Þorvarður Elíasson, skólastjóri VÍ. vilja helst stunda nám, óháð búsetu. Enginn vafi á mikilvægi félags- lífsins Verzlunarskólinn nýtur fádæma vinsælda um þessar mundir og segir Þorvarður Eliasson, skólastjóri Verzl- unarskólans, orsakimar vera þær að nemendur finni að skólinn bjóði upp á fjölbreytt nám sem bæði geti nýst fólki beint í atvinnulífmu og sem undir- staða frekara háskólanáms. „Það er staðreynd að nemendum frá okkur hefur gengið vel í Háskóla ís- lands. Við höfum átt sterka hópa í all- flestum deildum og núna sérstaklega í verkfræði- og raunvísindadeild. Einnig hefur það sýnt sig að stúdentum frá okkur gengur vel að fá vinnu. Þetta era veigamiklar ástæður." Verzlunarskólinn hefur alla tið ver- ið þekktur fyrir gott og öflugt félagslíf. Telur Þorvaldur það hafa áhrif á hve sóknin í skólann er mikil? „Það er enginn vafi á því. Ég held að nú til dags sé það einn af stærri þátt- um í vah nemenda á skóla hversu öfl- ugt félagslífið er. Hjá okkur hefur skapast mikil hefð fyrir fiölbreyttu starfi nemenda utan hefðbundins Yngvi Pétursson, konrektor Menntaskólans í Reykja- námS 0g hefur þeim tekist vel upp, vík, segir tímabært að nemendur geti valið hvar þeir einna helst hvað varðar nemendamót- stunda nám óháð búsetu. ið. Ég vil ganga svo langt að segja að við höfúm svo gott sem markað upp- hafið að söngleikjamenningu á íslandi með öllum þeim flölmörgu og heims- þekktu söngleikjum sem settir hafa verið upp hér. Fólk úr Versló hefúr víða borið uppi söngleiki hjá atvinnu- leikhúsunum og nægir að lita til Selmu Bjömsdóttur sem hóf ferilinn hér í skólanum." Þorvarður segir að félagslífið sé ekki síður mikilvægt en námið við að undirbúa nemendur undir lifið fram undan. „Tilgangur félagslífsins af hálfu skólastjómarinnar er ekki bara að sjá nemendum fyrir skemmtun heldur frekar að kenna þeim að standa á eig- in fótum og axla ábyrgð enda sjá nem- endur algerlega sjálfir um þennan þátt skólastarfsins. Við slökum þó aldrei á kröfunum um að nemendur standi sig í náminu samhliða félagsstarfmu. Þeg- ar allt kemur tfi alls er tilgangur vera þeirra hér fyrst og fremst lærdómur." -fin Suðurlandsbraut 16, sími 588 9747. Version 2.0 garbage Forsala: Japis, Laugavegi Japis, Kringlunni Samtónlist íslandsflug FIVI 95.7 Mercury Rev REPUaLICA E-17 Land&synir Skítamórail Sóldögg SSSól &fl. 10 AR Ah TOPP TONLIST AFMÆLISTÓNLEIKAR FM 95.7 Þriðjödaguririn 22. júni 1999. Svæðið opnar kl. 12:00. tónleikarnir hefjast kl. 13:30 A þaki Faxaskála. Miðaverð 4.450 kr. ' m. im 15: ^ i JAPISi 1 Mosfet 45 Stærsti Mosfet útgangs- magnari sem völ er á í dag 4x45W. Kostir Mosfet eru línulegri og minni bjögun en áður hefur þekkst. Aðeins vönduðust hljómflutningstæki nota MOSFET. Pioneer hefur einkarétt i 1 ár. 3 MACH16 Ný tækni í RCA (Pre-out) útgangi sem tryggir minnsta suð sem völ er á. 4 Octaver Hljóðbreytir sem aðskilur bassan. Pioneer er fyrsti bíltækja- framleiðandinn sem notar þessa tækni sem notuð er af hljóðfæra- MARCX Nýjasta kynslóð útvarpsmóttöku, mun næmari en áður hefur þekkst. framleiðendum. EEQ Tónjafnari sem gefur betri hljóðmöguleika, á einfaldan hátt. 5 forstilltar tónstillingar. dlí IUI sem skapa Pioneer afdráttarlausa sérstöðu gar hLjómteekl sklpta máLL DEH 2000 4x45 W magnari • RDS • Stafrænt útvarp • FM MW LW • 24 stöðva minni • BSM • Laudness • Laus framhlið • Aðskilin bassi/diskant RCA útgangur • Klukka • Þjófavörn 000 f BRÆÐURN R Lágmúla 8 • Sími 533 2800 UMBOÐSMENN UM ALLT LAND

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.