Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1999, Blaðsíða 17
16 FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 1999 FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 1999 17 Sport Sport Úrvalsdeildin í knattspyrnu: Hvaö gerir KR í Eyjum? - Ólafur Þórðarson spáir í spilin um leiki helgarinnar Það verður sannkallaður stórleik- ur í Vestmannaeyjum á morgun en þá taka íslands- og bikarmeistarar ÍBV á móti toppliði KR í 6. umferð úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Fjórir leikir eru á dagskrá um helg- ina en á sunnudaginn mætast Breiðablik og Víkingur klukkan 14 og klukkan 20 tekur Grindavík á móti Keflavík og Leiftur sækir Fram heim. Leik Vals og ÍA er frestað vegna þátttöku Skagamanna í TOTO- keppninni. DV fékk Ólaf Þórðarson, þjálfara og leikmann Fylkis, til að spá í leiki helgarinnar. ÍBV-KR 1-0 „Ég held að Eyjamenn nái að rifa sig upp og vinni leikinn, 1-0. Þeir hafa ekki verið sannfærandi í síð- ustu leikjum en þeir vita það að ef KR-ingar fara með sigur af hólmi verður erfltt að ná þeim. ÍBV er mjög sterkt heim að sækja og það kæmi mér mjög á óvart ef það tap- aði þessum leik.“ Grindavík - Keflavík 1-2 „Ég á von á því að Keflvíkingar vinni þennan leik en þeir eru með sterkara lið en Grindvíkingar. Það má hins vegar ekki gleyma því að Grindvíkingar eru alltaf hættulegir og gefast aldrei upp. Þetta verður skemmtilegur leikur, en ég hef meiri trú á Keflvíkingum. Breiðablik - Víkingur 2-0 Breiðablik er með sterkt lið en ég var búinn að spá því í vor að þeir yrðu í 4.-5. sæti í deildinni. Blikam- ir hafa á að skipa skemmtilegu liði og þar innan um eru mjög sprækir leikmenn.“ Fram - Leiftur 1-1 „Þetta verður eflaust mikill slag- ur og mjög erfitt að spá fyrir um úr- slit hans. Bæði liðin eru úr leik í bikarnum sem hlýtur að hafa orðið mikið reiðarslag fyrir þau. Þarna eru á ferð jöfn lið og gefur hvorugt liðið sinn hlut eftir. Leiftursmenn eru sterkir varnarlega og það verð- ur ekki auövelt fyrir Framara að brjóta hana á bak aftur. Mér hefur ekki fundist Framarar vera beysnir fram að þessu.“ -GH/JKS Rallfeðgarnir á nýjum bíl Rallfloti íslendinga eflist nú mjög þar sem feðgamir Rúnar og Jón hafa styrkt sig í sessi með kaupum á Subam Impreza rallbíl. Bíllinn er verksmiðjusmíði Prodrive sem reka keppnisdeild Subam í heimsmeist- arakeppnum í ralli. I stuttu viðtali við Rúnar sagði hann bílinn vera öflugri en þann gamla og tilbúinn til keppni. Hann hefur þó heyrt sagt að Imprezan sé öðruvísi í akstri, jafnvel erfiðari en Legacy, og ætlar að prufukeyra bílinn nú í vikunni fyrir ESSO-rall- ið sem verður haldið í kvöld og að- faranótt laugardagsins. Baldur Jónsson, bróðir Rúnars, hefur jafnframt yfirtekið útgerð Subaru Legacy-bílsins og þar með þurfa keppinautamir að berjast við rallfjölskylduna á tveimur öflugum vígstöðvum því Baldur varð fyrripart áratugarins meistari í flokki lítið breyttra bíla sem lofar góðu fyrir rambódeildina. Ég spurði Rúnar hvort hann væri ekki að keppa í vitlausu landi því frægðarsól heimahaganna skín ekki skært út fyrir landhelgismörkin og það virðist vissulega langt þar til gerður verður samningur á íslandi upp á sjö hundruð milljónir eins og Skotinn Colin Mcrae, (fyrrverandi eigandi að Legacy-bíl Rúnars og núna Baldurs), gerði við keppnis- deild Ford um þriggja ára rallakst- ur. Rúnar taldi erfitt um vik að beita sér erlendis, Olís aðalstyrktar- aðilinn, er ekki að markaössetja sig þar en þeir feðgar gæla þó viö að mæta aftur í Bulldog-rallið í Wales sem þeir kepptu í síðasta haust og er liður í bresku meistarakeppn- inni. -ÁS ~SSm R Éa ír“'- -1S * - wm II Lw ■ *»*■ Hver sagði að rall væri ekki fjölskyldusport? Rallfjölskyldan í Suðurnesja-ralllnu á dögunum, Rúnar og Guðrún að mata ungana, amman Petra er þjónustustjóri hádegishlésins en rallafinn Jón er sjálfsagt einhvers staðar að kanna stöðuna á toppnum. DV-mynd ÁS Bflanáust Coca Colá Götuspýrnan motokross rétt fyrir verður laugardaginn utan Akureyri á laug- á Akureyri klukkan 16:00. ardag klukkan 13:00. Esso-rallið í kvöld Önnur rallkeppni sumarsins verður haldin í kvöld, svokallað næturrall Esso. Keppnin hefst klukkan 17 við Vífilfell að Stuðlahálsi og lýkur henni við Esso í Lækargötu í Hafharfirði um klukkan hálffjögur i nótt. 21 rallari er skráður til keppni og em allir rallarar landsins í þessum hópi. Stöð 2 sýnir beint frá keppninni, fyrst klukkan 19.15 og aftur klukkan 19.50 og er það í fyrsta sinn sem sýnt er beint frá rallkepppni. -GH ---------------------- & ^ ÚRVALSPEILP KR-ingar hafa unnið 2 af síðustu þremur deildarleikjum sinum i Eyjum frá 1996 og eru jafnframt ábyrgir fyrir helmingi þeirra ósigra sem Eyjaliðið hefur mátt þola á heimavelli sinum undanfarin þrjú ár (1996- 99). Liöin hafa mæst sex sinnum úti í Eyjum á síðustu þremur árum, 3 í deild (ÍBV 1 sig- ur, KR 2 sigrar) og 3 í bikar (ÍBV 3 sigrar). KR-ingar hafa komið 16 sinnum í heim- sókn til Eyja í 10 liða deild og unnið fleiri leiki (6) heldur en heimamenn í ÍBV (5). Þá er markatala KR-inga betri í þessum 16 leikjum, hafa skorað 23 mörk gegn 18. Framarar hafa ekki unnið Leiftur í Laug- ardalnum síðan þeir unnu fyrsta leik félag- anna, 2-0,1988. Leiftur vann 4-0 á Valbjam- arvellinum 1995 og tvö síðustu árin hafa liðin gert jafntefli. Grindvikingar hafa afar góð tök á ná- grönnum sínum, Keflvíkingum, á heima- velli sínum. Grindavík hefur unnið Kefla- vík þrjú síðustu ár en það eru reyndar einu stig þeirra i leikjum við Keflavik í 8 viöur- eignum liðanna í efstu deild. Keflavík hef- ur aðeins gert eitt mark i síðustu þremur leikjum sínum í Grindavik gegn 8 mörkum heimamanna. Breiöablik hefur ekki unnið heimasigur á Víkingi í efstu deild í 15 ár. Blikar unnu Víkinga síðast, 2-0, 1984, en síðan hafa lið- in aðeins leikið tvo leiki, Víkingar unnu 1991 og liðin gerðu jafntefli 1992. Vikingar hafa unniö fleiri leiki (3) en Blikar (2) í heimsóknum sínum í Kópavog- inn í 10 liða efstu deild en fjórar viðureign- ir liðanna hafa endað með jafntefli. 2. deildar meistarar á árinu á undan hafa unnið fyrsta leikinn við hina nýliðana á þremur af síðustu fjórum sumrum og það lið sem kemst upp sem annað lið aðeins unnið 9 af 26 síðustu leikjum nýliða deild- arinnar. -ÓÓJ Mario Elie, bakvörður SA Spurs, tekur hér hraustlega á Kurt Thomas, leikmanni New York, í úrslitaleik liðanna í fyrrinótt. San Antonio vann fyrsta leikinn gegn New York Knicks: Duncan og Robinson sterkir - San Antonio ekki árennilegt meö þá félaga innanborös San Antonio Spurs sigraði New York Knicks í fyrsta einvígi liðanna um bandaríska meistaratitilinn í körfuknattleik í fyrrinótt. Lokatölur urðu 89-77, en það lið sem fyrr vinnur Qóra leiki veröur meistari. Þetta var enn fremur fyrsta viðureign liðanna á tímabilinu en þau mættust aldrei inn- byrðis í deildarkeppninni. Það kom í ljós í leiknum eins og flesta grunaði að þeir Tim Duncan og David Robinsonn eru einfaldlega alltof stórir bitar fyrir New York-liðið. Þeir félagarnir fóru fyrir liði San Antonio, Duncan skoraði grimmt og tók 16 frá- köst í leiknum og Robertson hirti níu fráköst. Þegar þessi frábæru körfu- boltamenn ná sér á strik er San Anton- io-liðið ekki árennilegt og liklegra til að vinna titilinn. New York kom þó nokkuð á óvart í fyrsta leikhluta og leiddi eftir hann. Smám saman tók San Antonio völdin á vellinum og lék annan leikhluta sér- lega vel og vann hann með yfirburðum. Næstu tveir leikhlutar voru í jafhvægi en að lokum sigraði San Antonio með tólf stiga mun. Jaren Jackson átti sterka innkomu frá bekknum hjá San Antonio og skor- aði fimm þriggja stiga körfur. „Þegar við náum að loka vöminni eru okkur allir vegir færir. Þetta var góð byrjun sem lofar vonandi góðu um framhaldiö," sagði Tim Duncan, stiga- hæsti leikmaður San Antonio í leikn- um. „Vandamálið er að þeir em mjög snöggir, hafa stærðina inni í teignum og þar em þeir mjög erfiðir viðfangs. Við verðum að setjast niður og reyna að finna svör við ýmsum þáttum," sagði Jeff Van Gundy, þjálfari Knicks, eftir leikinn. Stig San Antonio: Duncan 33, Jackson 13, Robinson 13, Elie 9, Elliot 7, Johnson 6, Rose 2, Daniels 2. Stig New York: Sprewell 19, Hou- ston 19, Thomas 13, Camby 10, Ward 7, Childs 2, Badley 2. Næstu leikir Önnur viðureignin verður í kvöld, sú þriðja 21. júní, fjórða 23. júni, fimmta 25. júní, sjötta 27. júni og sjö- unda ef með þarf þann 29. júní. -JKS - skrifar undir eins árs þjálfarasamning við Eyjamenn í dag Það er nánast frágemg- ið að Boris Bjarni Ak- bachev verði næsti þjálf- ari 1. deildarliðs ÍBV í handknattleik og mun hann líklega skrifa undir eins árs samning við Eyjamenn í dag. Boris hefur mikla reynslu sem þjálfari, bæði í fyrrum Sovétríkj- unum og hér á landi. Hann hefur undanfarin ár verið aðstoðarmaður Þor- bjarnar Jenssonar lands- liðsþjálfara og hefur um árabil þjálfað yngri flokka Vals. Margir af bestu handknattleiks- mönnum landsins hafa notið leiðsagnar Borisar Bjarna og þar má nefna Geir Sveinsson, Júlíus Jónasson, Jakob Sigurðs- son, Valdimar Grímsson, Ólaf Stefánsson og Dag Sigurðsson. Boris Bjarni tekur við Eyjaliðinu af Þorbergi Aðalsteinssyni sem stýrt hefur liðinu þrjú síðustu árin. Mikil lyftistöng fyrir handboltann í Eyjum „Ég reikna með að við göngum frá samningi við Boris á morgun (í dag). Ég lít á það sem mikla lyftistöng fyrir handbolt- ann hér í Eyjum að fá hann til starfans því hann hefur alið af sér bestu handboltamenn ís- lands. Handboltinn í Eyj- um hefur verið á uppleið þannig að þessi ráðning ætti að verða i beinu framhaldi af því,“ sagði Magnús Bragason, for- maður handknattleiks- deildar ÍBV, viö DV í gær. Þess má geta að sonur Borisar, Michail Akvachev, er yfirþjálfari yngri flokka ÍBV og hefur hann unnið mjög gott starf fyrir félagið. -GH Murice Green frá Bandaríkjunuin bætti heimsmetiö í 100 metra hlaupi á glæsi- iegan hátt á stigamóti Alþjóða frjálsí- þróttasambandsins í í Aþenu í fyrra- kvöld. Green kom í mark á 9,79 og bætti þriggja ára gamalt met Kanadamanns- ins, 9,84, sem hann setti á ólympíuleik- unum í Atlanta áriö 1996. Einar Þorvaróarson hefur skrifað undir nýj- an tveggja ára samning um þjálfun meistara- flokks og 2. flokks hjá Fylki. Undir stjóm Ein- ars uröu Fylkismenn í ööru sæti 2. deildarinn- ar á síðustu leiktið og leika því i 1. deildinni á næsta tímabili. Þaö uröu óvœnt úrslit í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar i knattspymu í fyrra- kvöld. 1. deildarhð Víðis i Garði sló Fram út með því að vinna 7-6 í vítaspymu- keppni en staðan eftir venjulegan leik- tíma og framlengingu var 2-2. Þá unnu Haukar lið Skallagríms i vítaspymu- keppni, 5-3, en hðin skildu jöfn eftir fram- lengingu, 1-1. Stærstu tíðindin urðu hins vegar þau að 2. deildarhð Sindra lagði úr- valsdeildarlið Leifturs, 1-0. Önnur úrslit urðu þau að Víkingur lagði HK, 6-1, og Keflavík sigraði U-23 hð ÍA, 4-0. Ungmennalió Fram i knattspyrnu bjargaði heiðri félagsins í gær en liðið lagði þá úrvalsdeildarliö Grindavíkur í síðasta leik 32-liða úrslitanna í bikarkeppninni. Eftir venjulegan leiktima og framlengingu höfðu Fram- strákamir betur í vítaspymukeppni þar sem Helgi Helgason markvörður varði tvær vítaspyrnur Grindvíkinga. Arngrimur Arnarsson, Haukur Hauksson og Eggert Stefánsson skoraðu fyrir Fram í leiknum en Grétar Hjartarson, Kekic Sinisa og Scott Ramsey fyrir Grindavík. ífyrsta sinn sióan efstudehdarlið fóra að koma inn í 32-liða úrslitin (1994) duttu þrjú efstudeUdarlið úr keppni. Tvö lið féUu út í fyrra en liðin þrjú í ár eru jafnmörg og höfðu dottið úr 32-liða úrslitum fyrstu fimm árin 1994-98. Sindri (2. deUd) og Haukar (3. deUd) urðu fyrstu félögin frá 1993 til aö komast úr þessum neðri deUdum tveimur aUa leið í 16-liða úrslitin. Nú eiga i fyrsta sinn aUir þeir fjórir aðilar sem koma að bikarnum, úrvalsdeUd (7 lið), 1. deUd (6), 2. deUd (1), 3. deUd (1) og undir 23 ára lið (1), sinn fuhtrúa i 16-liða úrslitunum í ár. Heiöar Helguson skoraði tvö mörk fyr- ir LUleström sem lagði Válerenga, 4-1, í norsku A-deUdinni í knattspyrnu í fyrrakvöld. Þá skoraði Tryggvi Guö- mundsson skoraði eitt mark fyrir Trom- sö sem burstaði Bodö/Glimt, 5-1. Einar Brekkan skoraði tvö mörk fyrir Örebro sem sigraði Hammarby, 3-1, i sænsku A-deUdinni i fyrrakvöld. Ólafur H. Kristjánsson og Tómas Ingi Tómasson léku báðir ahan tímann fyrir AGF sem sigraði B-93, 2-1, í lokaumferð dönsku A-deUdarinnar. AGF hafnaði i 10. sæti af 12 liðum en AaB varð meist- ari. Aston Villa keypti í gær David James, markvörð Liverpool. VUla greiddi 240 miUjónir fyrir James sem gerði fjögurra ára samning við félagið. Arsenal hefur samþykkt 2,6 miUjarða króna tUboð frá ítalska liöinu Lazio fyrir franska fram- herjann Nicolas An- elka. Búist er við því að gengið verði frá fé- lagaskiptunum á næstu dögum en An- elka er ætlað að fyUa skarð Christian Vieri sem á dögunum var seldur tU Inter fyrir metfé. Anelka hefur ekki verið sáttur við veruna i Lundún- um og lengi vel var reiknað með því að hann gengi i raðir Real Madrid á Spáni. Gar Heard hefur verið ráðinn aðalþjálf- ari hjá Washington Wizards i NBA- deUdinni i körfuknattleik. Heard hefur verið aðstoðarþjálfari hjá nokkrum fé- lögum og nú síðast hjá Detroit. Heard tekur við starfi Jim Bovelli sem stjórn- aði liðinu undir lok tímabUsins eflir að Bernie Bickerstaff var rekinn. Stuöningsmannaklúbbur ÍBV ætlar að hita upp fyrir leikinn gegn KR með því að griUa fyrir yngri kynslóðina sem og bjóða upp á andlitsmálun. Fjörið hefst klukkan 13 á planinu við TýsheimUið. Þá verður ÍBV-útvarpið (FM 104,7) með upphitun fyrir leikinn og hefst útsend- ingin á hádegi. KR-ingar œtla lika að vera með útsendingu á útvarpi sínu á FM 104,5. Útsendingin hefst frá Rauða ljóninu klukkan 12 og þar koma góða gestir í heimsókn. Þá verður leUmurn í Eyjum lýst og stendur útsendingin tU klukkan 18. Eftir fyrsta hringinn á opna banda- ríska meistaramótinu í golfl, sem hófst á Pinhurst golfveUinum i N-Karólínu í gær, eru Bandarikjamennirnir David Duval og Phil Mickelson í forystu en þeir hafa báðir leikið á 67 höggum. Armenar hafa hafnað tilboði frá Frökk- um um að leika síðari leik þjóöanna í undankeppni EMí MarseiUe en leikur- inn á að fara fram í Jerevan þann 8. september. Frakkar segja vöUinn í Armeníu mjög slæman og buðu því Armenum að spUa leikinn í heimalandi sínu. -GH ÍA mætir Teuta Durres á morgun: „Verðum að vinna heimaleikinn sannfærandi" NEVADA B0B 0PIÐ G0LFMÓT verður haldið hjá Golfklúbbnum Keili Hafnarfirði laugardaginn 19.júnínk. - segir Logi Ólafsson, þjálfari ÍA Skagamenn mæta albanska liðinu Teuta Durres í 1. umferð Toto- keppninnar í knattspymu á Akra- nesi á morgun og hefst leikurinn klukkan 16. Teuta Durres hafnaði í 6. sæti í deildarkeppninni í Albaníu á síð- ustu leiktíð en heldur hefur hallað undan fæti hjá liðinu á síðustu árum. Liðið var meistari árið 1994 og bikarmeistari 1995 en hefur ekki unnið titla síðan. Sterkir heima Liðið þykir mjög sterkt heim að sækja og á síðasta timabiíi vann það 11 heimaleiki, gerði 2 jafntefli og tapaði tveimur. Gengið liðsins á úti- velli var hins vegar ekki gott. Liðið vann 1 einn leik, tapaði 12 og gerði tvö jafntefli. Teuta hefur átt ágætu gengi að fagna í Evrópukeppninni. Árið 1995 sló liðið finnska liðið Turku út í 1. umferðinni, samanlagt 4-0, en tap- aöi fyrir Parma í 2. umferðinni, samanlagt. Árið 1996 tapaði svo lið- ið fyrir Kocice, samanlagt 6-2. Eftir þvi sem næst verður komist er enginn landsliðsmaður í liðinu en markvörður liðsins á þó ein- hverja landsleiki að baki. Rennum blint í sjóinn „í ljósi þeirra upplýsinga sem við höfum um liðið tel ég ágæta mögu- leika á að slá það út en auðvitað rennum við blint í sjóinn. Eins og hjá ÍA hefur hallað undan fæti hjá liðinu á undantornum árum en það er ljóst að liðiö er mjög sterkt á heimavelli. Til þess að komast áfram í keppninni verðum við því að vinna heimaleikinn á sannfær- andi hátt. Það verður erfitt en það er mikill vilji í mannskapnum að komast áfram," sagði Logi Ólafsson, þjálfari ÍA, í samtali við DV. Síðari leikurinn fer fram í Tirana, höfuðborg Albaníu, um næstu helgi og sigurvegarinn í þessum leikjum mætir Lokeren frá Belgíu í 2. umferð- inni en með því liði leikur Arnar Þór Viðarsson. -GH PALMER, ADAMS 0G PINNACLE ERU BAKHJARLAR AÐ MÓTINU Glœsileg verdlaun eru í boöi Flokkur karla: O til 4.4 leikur höggleik af hvítum teigum um 1. 2. og 3- verðlaun án forgjafar. 1. sæti: vöruúttekt fyrir kr. 25.000 . 2. sæti: vöruúttekt fyrir kr. 20.000 'f 3. sæti: vöruúttekt fyrir kr. 15.000 gjmsi 7/8 Stableford punktakeppni hæðsta gejinforgjöf í mótinu er 24 ---- .v_*0 1. sæti: vöruúttekt fyrir kr. 25.000 2. sæti: vöruúttekt fyrir kr. 20.000 3. sæti: vöruúttekt fyrir kr. 15.000 4. sæti: vöruúttekt fyrir kr. 10.000 5. sæti: vöruúttekt fyrir kr. 7.500 6. sæti: vöruúttekt fyrir kr. 5.000 fS msm Glæsileg nándarverðtaun veröa veitt Jyrir að vera næst holu á 4. 6. 10 .og 16. flöt Dregið verður úr 5 skorkortum í mótslok, aðeins viðstaddir verða með í úrdrættinum . Allir keppendur fá teiggjöf Þátttökugjald er 2000 kr. Skráning er hafin í síma 555 3360.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.