Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1999, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 1999 fe 19 Fréttir Lífeyrissjóðir skýri kaup í heimafyrirtækjum: Bréfin voru krakkaleg - segir Pétur Sigurðsson, verkalýðsforingi á ísafirði „Við óskuðum upp- lýsinga hjá sjóðunum á þessum viðskiptum og biöum eftir þeim og tökum síðan málið til skoðunar þegar þær liggja fyrir,“ sagði Páll Gunnar Pálsson, fram- kvæmdastjóri Fjár- málaeftirlitsins, í gær. „Við hljótum að hafa verið að gera rétt, þeg- ar maður okkur óskyld- ur, kallaður braskari fyrir sunnan, er að kaupa bréf í Básafelli á miklu hærra verði en við fyrir 130 til 140 milljónir. Nema þessi maður sé svona göfugur að hann sé að gefa okkur fé,“ sagði Pétur Sig- urðsson, verkalýðsforingi á ísafirði, í gær. Hann og stjóm Lífeyrissjóðs Vestfirðinga hafa fengið bréf frá Fjármálaeftirlitinu að undanförnu vegna kaupa sjóðanna á hlutabréf- um í misvel lukkuðum hlutafélög- um. „Bréfin hafa alls ekki verið dóna- leg, þeir hafa skrifað okkur mörg bréf, en kannski nokkuð harðorð i okkar garð, dálítill krakkaskapur að mínu mati. Eftirlitið sendi þetta bréf og þið sögðuð frá í DV og við höfum út af fyrir sig gert athuga- semdir við. Þeir hafa ekki verið menn til að viðurkenna að þeir hafi gert mistök. Að vísu hringdi hér stúlka sem skrifaði und- ir bréfið og baðst afsök- unar, eða reyndi að út- skýra hvers vegna bréf- ið hefði lent hjá DV. Hún reyndi að kenna póstinum um það,“ sagði Pétur Sigurðsson. Pétur segir að kaupin á bréfúm í Básafelli séu 1,6% af ráðstöfunarfé sjóðsins, um 80 milljón- ir króna, og hafi sáralít- ið að segja, jafnvel þótt bréfin yrðu afskrifuð strax í dag. Hagur sjóðs- ins sé með miklum ágætum. Gagn- rýni hafi ekki komið fram vestra vegna þessara kaupa, aðallega hafi verið gagnrýnt að kaupa ekki meira. „Kannski hefðum við átt að kaupa bréf í Vinnslustöðinni í Eyj- um og lífeyrissjóðurinn þar þá á móti í Básafelli til að uppfylla for- múluna hans Péturs Blöndals," sagði Pétur. Hjá Lífeyrissjóði Vestmannaeyja var fátt um svör. Það kom þó fram í tali forsvarsmanns sjóðsins að hann liti á bréfaskiptin við Fjár- málaeftirlitið sem eðlileg samskipti aðilanna. -JBP Pétur Sigurðsson - bréf- in voru dálítið krakkaleg en ekki dónaleg. Framkvæmdir við nýja Borgarbraut á Akureyri standa nú sem hæst. Einn liö- ur framkvæmdanna er bygging nýrrar brúar yfir Glerá skammt ofan Háskól- ans. Þar unnu menn hörðum höndum f rigningunni í gær en gólf brúarinnar verður steypt á næstu dögum. Nýja brúin verður sú fimmta sem ekið er yfir ána þar sem hún rennur innan bæjarmarkanna. DV-mynd gk Helmingi lægra síldarverð Síldarbátamir era nú nýkomnir á miðin og veiðin hefur farið hægt á stað eftir sjómannadag. Síldin veiðist hvort tveggja í íslensku lög- sögunni og Jan Mayen-svæðinu. Verð fyrir tonnið á síldinni hefur lækkað mjög mikið frá því í fyrra. Á sama tíma fyrra fengust um 9000 kr. fyrir tonnið en í dag eru það 4500 kr. Hásetahlutur sem í fyrra var 150.000 kr. er orðinn 75.000 kr. Ástæða þessar lækkunar er verð- hrun á fiskimjöli erlendis, m.a. vegna mikils framboðs af fiskimjöli frá Perú og Chile. Auk þess hefur verið metupp- skera á sojabaunum í S- og N-Amer- íku. Fiskimjöl fer í dýrafóður og á því í harðri keppni við þessar af- urðir. -EIS Miðvikudaginn 30. júní mun veglegt sérblað um sjávapútveg fylgja DV. ÞORKELSDOTTIF ouðrún Ein með 20 körlum Fiskimjölsverksmiðjur Veiðarfæragerð o.fl. ^ymsjónefnisj^pJIJP); erí höridum Einars Sigunðssonap, blaðamanris DV, í sínia 550 5000. f Umsjón auglýsinga: Gústal Kristinsson.sími 550 5731,- nettang: gk@tf.is Þórðrir Vagnsson; sími 550 5722; netfáng: toti@ft.ls! Auglýsendun, athugið aí auglyslngum þarf að skila dl DV lyrir MXN3ELS FELGURNAR KOMNAR Suðurlandsbraut 16 S: 588 9747 Borgartún 36 S: 568 8220 Tryggvabraut 12 600 Akureyri S:461 3000 GÆÐI -GLÆSILEIKI - GOTT VERÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.