Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1999, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 1999 I>"V nn Ummæli Andvaraleysi foreldra „Og andvaraleysi foreldra sem senda nýfermd börn sín út í lífiö með farsíma í rassvasanum er óskiljanlegt. Litlu greyin eru löngu orðin afvön því að tala við for- eldra eöa vini nema í farsím- ann þegar þau ná sautján ára aldri og fara að keyra bílum heimilisins.“ Guðrún Helgadóttir, fv. þingkona, um farsímanotk- un ökumanna og bílslys, í Degi. Eyðibyggðastefnan „Hér hafa engin svör feng- ist við því hvernig hæstvirt ríkisstjórn ætlar að með- höndla vandamál byggðalaganna á Vestfjörðum og þau vandamál sem munu hedda áfram að koma fram í dagsljósið á meðan eyði- byggðastefnan er rek- in. Eyðibyggðastefnan sem felst í því að örfáum hefur verið fenginn réttur til að selja lífsgrundvöllinn í burtu.“ Jóhann Ársælsson, á Al- þingi, um stöðu fiskverka- fólks. Fúlasta froðustagl? „Hér skal því þó ekki hald- ið fram að hálftíminn hjá Árna í ræðustól hafi ein- kennst af innblásnu mannviti og stórkostlegum tilþrifum í stíl en þrjátíu tímamir Hjör- leifs hafl verið fúlasta froðu- stagl.“ Jóhannes Sigurjónsson um ólíkan ræðutíma þing- manna í Degi. Að stunda samkvæmishjal „Þjóðin getur ekki státað af því að eiga ræðusnillinga í röðum stjórnmálamanna. Kannski er ekki við því að búast þar sem það er orðinn sérkenni- legur siður hér á landi að senda mál- snjalla stjóm- málamenn í diplómatíuna þar sem ekki er ætlast til þess að þeir tjái sig af skörungsskap, held- ur stundi samkvæmishjal." Kolbrún Bergþórsdóttir, blaðamaður á Degi, um minnkandi ræðusnilld stjórnmálamanna. Helga Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennahlaupsins: Nýtt þátttökumet á hverju ári .. ~lÞ- -| Kvennahlaupið verður á laugardag- inn. Þetta er í tíunda sinn sem hlaup- ið er haldið og í fimmta sinn sem Helga Gunnarsdóttir er framkvæmda- stýra þess. En er ekki haldið upp á af- mæli hlaupsins á einhvern hátt? „Jú, núna höfum við sett upp heimasíðu hlaupsins í fyrsta sinn, en slóðin er www.sjova.is/frettir/Kvenna- hlaup.asp. Þar verðum við með gesta- bók sem hægt er að skrá sig í og myndaalbúm sem við vonumst eftir að verði góð heimild um hlaupið þegar frá líður. Við verðum með afmælis- merki hlaupsins á bolunum og það verða uppákomur víða út af þessu. Svo ætli karlmennimir að taka á móti konunum við marklínuna með því að gefa þeim rós þannig að það er ýmis- legt gert til að halda upp á þetta." Maður dagsins Kvennahlaupið verður haldið á 90 stöðum í ár, víða í Evrópu og Banda- ríkjunum og meira að segja á þremur stöðum i Namibíu. Er hlaupið alltaf að þenjast meira út? „Já, ég veit til dæm- is að í ár verður hlaupið á Vatnajökli og á Fimmvörðuhálsi. Kvennakór Reykjavíkur er á ferðalagi í Bandaríkjunum og ætlar allur að hlaupa og í Varmahlið verður tveggja daga Kvennahlaupshátíð þar sem gist verður í Gangnamannakofa. Konur vilja einfaldlega hlaupa Kvennahlaupið, hvar sem þær eru staddar." En hve margar konur hafa hlaupið i Kvennahlaupinu hingað til? „Fyrsta árið tóku þátt tæplega þrjú þúsund konur á sjö stöðum en á hveiju ári hefur þátttakendum fjöigað og i síðasta hlaupi var íjöldinn tæp 23 þúsund. Við erum mjög ánægðar með þessa þátttöku og vonumst tO þess að í ár taki enn fleiri konur þátt.“ En hvert er markmið Kvenna- aupsins? „Það er að fá konur á öll- um aldri til að hreyfa sig meira og oft sjáum við marga ættliði hlaupa saman sem er alveg frábært. Margir hlaupahópar æfa saman og undirbúa sig fyrir hlaupið til að bæta árangur sinn frá fyrri hlaupum og það er mjög jákvætt. En það er engin tímataka í hlaup- inu því hver kona á að taka þátt í hlaupinu á eigin 'forsendum. Þetta fyrirkomulag hefur orðið til að fjölga þátttakendum og efla samstöðu kvennanna sem taka þátt.“ Helga er gift Gunnari Hanssyni, byggingafræöinema en þau eru búsett í Danmörku. Þau eiga þrjú börn, Nökkva 22 ára, Stein Baug 14 ára og Helgu Sunnu, 12 ára. -HG Gersemar Þjóðminja- 1 safnsins Sýningin Gersemar - fornir kirkjumunir úr Eyja- flrði í vörslu Þjóð-- minjasafnsins, var opnuð í gær, 17. júní, í Minja- safninu á Akureyri. Hún stendur til loka september gersemar. og er liður í hátíða- höldum Eyjafjarðar- prófastsdæmis sem nefnast „Kristni í þúsund ár“. Á sýn- ingunni eru 14 merkir gripir. Þar á meðal er silfurka- leikurinn frá Grund sem er elsti gripur- inn i Þjóðminjasafn- inu sem ber ákveðið ártal en hann er frá árinu 1489. Þá er á sýningunni Grundarstóllinn svonefndi sem Þórunn Jónsdóttir, dóttir Jóns Arasonar Hóla- biskups gaf Grundarkirkju snemma á 16. öld. Hún gift- ist aö Grund og bjó þar til -------dauðadags. Einnig Sýningar gefur að lita fágætt líkneski af Maríu Guðsmóður úr Möðruvallakirkju og fleiri Myndgátan Beitukóngur Myndgátan hér að ofan lýsir lýsingarorði. Stuðmenn spila fyrir Vestfirðinga. Græni herinn á Vestfjörðum Græni herinn verður á Vest- fjörðum úm helgina. í dag verður herinn á Patreksflrði en svo flytur hann sig um set og hertekur ísa- fjörð á laugardag. Dagskráin á Patreksfirði i dag hefst á hádegi með herkvaðningu en þá mæta hermenn Græna hersins í félags- heimilið og þiggja súpu og brauð. Síðan verða gerðar léttar Mullers- æfingar undir stjórn hershöfðingj- ans Jakobs Frímanns Magnússon- ar. Hafist verður handa kl. 13 og starfað til kl. 16. Þá verða her- mönnum boðnar veitingar, glens og grín á vel völdum stað í bæn- um. Að því loknu verður unnið til kl. 19 en þá verður haldin grill- veisla. Um kvöldið er hermönnun- um svo boðið á Stuðmannaball í félagsheimilinu á Patreksfirði. Skemmtanir Dagskráin á ísaflrði verður með svipuðu sniði, en þar eiga her- menn Græna hersins að mæta til leiks á 4. hæð Stjómsýsluhússins. Um kvöldið verður síðan Stuð- mannaball í félagsheimilinu í Hnífsdal. Hægt er að skrá sig í Græna herinn á heimasíðunni www.graeniherinn.is. Bridge Hönd suðurs réttlætir ekki inná- komu á óhagstæðum hættum. Norð- ur reyndi að bjarga félaga sínum úr vandræðum en suður lét sér ekki segjast. Hann fékk fyrir það verð- skuldaða refsingu. A-v notuðu gam- aldags refsidobl, sem komu sér sér- lega vel í þessari stöðu. Austur gjaf- ari og n-s á hættu: * 2 •* 1054 ♦ DG10987 ♦ Á87 4 ÁD104 »9 ♦ 654 * K10543 4 KG873 •* DG76 ♦ 3 4 G92 Austur Suður Vestur Norður 1 » 1 * dobl 2 ♦ dobl 2 grönd dobl p/h Fyrsta dobl vesturs var einfald- lega til refsingar og suður átti að sjálfsögðu að passa tveggja tígla sögn félaga. Hann hélt hins vegar að höndin væri ekki verri í tveimur gröndum, en þar skjátl- aðist honum hrapal- lega. Vestúr hóf vöm- ina á því að spila út lauöjarka. Austur átti fyrsta slaginn á drottn- ingu og spiiaði áfram laufi. Sagnhafi drap í þriðja slag og gerði þau mistök að spila hjartatí- unni úr blindum. Austur drap á kónginn og spilaði spaðaníu. Sagn- hafi setti gosann og vestur drottning- una. Næst fylgdu tveir slagir á lauf og siðan tigull. Austur tók á kónginn og spilaði aftur spaða. Vestur átti slaginn á tíuna og staðan var þessi: ♦ - ♦ 5 ♦ DG10 4 - 4 Á4 •0 . ♦ 54 4 - 4 K8 *DG ♦ - 4 - Vestur spilaði tígli og sagnhafi var þvingaður í hálitunum. Hann fékk því aðeins einn slag í tveimur gröndum dobluðum og fór 2000 nið- ur. Hann gat bjargað einum slag með því að spila lágu hjarta úr blindum í stað tíunnar. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.