Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1999, Blaðsíða 29
Xy\T FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 1999 29 Spaðarnir leika við opnunina. Listahátíð á Seyðisfirði Listahátíðin Á seyði hefst á Seyðisfirði á morgun en þetta er í fimmta sinn sem hátíðin er haldin. Hún verður formlega opnuð í menningarmiðstöðinni Skaftfelli kl. 17 og er fjölda gesta boðið til opnunarinnar. Hljómsveitin Spað- ar leikur og aðalsalur Skaftfells verður tekinn í notkun á ný eftir gagngerar endurbætur. Spaðamir halda síðan tónleika í Herðubreið kl. 22 um kvöldið. Meðal þeirra ________________ sem sýna Skemmtanir rrhᣠ---------------inni að þessu sinni eru Bernd Koperling, Daði Guðhjömsson, Tolli, Eggert Einarsson, María Gaskell, Olga Kolbrún Vilmundardóttir og Guð- laug Sjöfn frá Hólma en hún er brottfluttur Seyðfirðingur. Sýnt verður í SeyðisQarðarskóla, Skaft- felli, félagsheimilinu Herðubreið og á Hótel Seyðisfirði. í Upplýsinga- miðstöð ferðamanna við Vesturveg 8 verða til sýnis verk í einkaeigu og listaverk sem aldrei hafa verið sýnd áður. Sýningamar verða opn- ar alla daga, nema mánudaga, milli kl. 14 og 18. Á sunnudag verður menningardagur bama. Kl. 14 verður sýning á þrívíddarverkum leikskólabama opnuð og við opn- unina verða Snuðra og Tuðra en allir sem horfa á bamaefni RÚV ættu að kannast við þær. Snuðra og Tuðra standa svo að leiksýningu í Herðubreið kl. 16 á sunnudag. Sameining anda og efnis Gallerí Nema hvað opnaði í gær sýningu fmnskrar listakonu að nafni Tea Jáaskelainen. Tea er ung og efnileg listakona sem hefúr unnið með mismunandi efni, svo sem hráan leir, fínan textíl og myndlist. Hún reynir að skapa tál- sýnir eða hillingar með list smni en að þessu sinni gerði hún 12 ------------— trommur Sýningar sem hún . vann leir hérlendis. Hún notar einnig í þær vandað hreindýraskmn frá Lapplandi en hún litur á tromm- una sem sameiningartákn andans og efnisins. Með þessum leir- trommum víkkar hún þrívíddar- formið út fyrir takmörk sín á frumstæðan og óvenjulegan hátt. Sýningin er opin cilla daga 14-18 en síðasti sýningardagur er sunnudagurinn 27. júní. Kvenfélög í 130 ár Á morgun, laugardag, verður Byggðasafni Skagfirðinga afhentur faldhúningur Sigurlaugar Gunnars- dóttur frá Ási í Hegranesi. Um leið verður minnst 130 ára afmælis Kven- félag Rípuhrepps, fyrstu kvennasam- taka landsins, en Sigurlaug stóð að stofnun félagsins. Af þessu tilefni hefur Samband skagfirskra kvenna _________________ ákveðið að standa fyrir dagskrá að -----------------lokinni mót- töku búnings Sigurlaugar en tekið verður á móti honum í Byggðasafn- inu að Glaumbæ kl 14 á morgun. Að því loknu ætla kvenfélagskonur m.a. að lesa sig í gegnum 130 ár með að- stoð fundargerða félaganna og gefa viðstöddum innsýn í starf kvenfélag- anna. Þá verður flautuleikur og fleira á dagskránni en allir eru vel- komnir og frítt veislukaffi bíður þeirra sem mæta í þjóðbúningum. Samkomur Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju A morgun verða haldnir hádegistónleikar í Hallgrímskirkju þar sem austurríski organistinn Martin Haselböck leikur í hálftíma. Aðgangur er ókeypis. Á sunnudaginn, kl. 20.30 verða orgeltón- leikar á vegum Kirkjulistahátíðar í Hallgríms- kirkju. Þar flytur Martin Haselböck verk eftir Kerll, Bach, Franck, Liszt og Alain og aðra tónlist af fingrum fram. Miðasala verður við inngang- inn. Sumardjass á Jómfrúnni Jómfrúin stendur í sumar fyrir tónleikaröð sem nefnist Sumardjass. Nú á morgun, laugar- dag, verða haldnir þriðju tónleikar sumarsins á milli kl. 16 og 18. Fram kemur kvartett gítarleik- arans Andrésar Þórs Gunnlaugssonar en auk Andrésar skipa hljómsveitina Davíð Þór Jóns- son á saxófón, Valdi-___________________ mar K. Sigurjónsson á kontrabassa og Jó- hann Hjörleifsson á trommur. Andrés Þór útskrifaðist frá Tónlistar- skóla FÍH í maí síðastliðnum en Davíð og Valdi- mar eru langt komnir í námi við skólann. Tón- leikamir fara fram utan dyra, á Jómfrúrtorginu, ef veður leyfir en annars inni á Jómfrúnni. Að- gangur verður ókeypis. Tónleikaröðin Sumar- djass heldur svo áfram á Jómfrúnni alla laugar- daga í sumar á sama tíma. Tónleikar I Hallgrímskirkju, Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjaö 10 Veðrið í dag Bjart veður austanlands Veðurstofan varar við allhvöss- um vindi, eða meira en 15 metrum á sekúndu á Suðvesturmiðum, Faxa- flóamiðum og Suðausturmiðum. í dag lítur út fyrir að verði suðvest- anátt, víðast hvar 10-15 metrar á sekúndu en dregur úr vindi síðdeg- is. Austanlands verður bjart veður en rigning eða skúrir í öðmm lands- hlutum. Hitinn verður 5 til 15 stig, hlýjast á Austurlandi. Á höfuðborg- arsvæðinu lítur út fyrir nokkuð ákveðna suðvestanátt, 10-15 metra á sekúndu og skúrir. Vind lægir svo smám saman síðdegis. Hiti verður á bilinu 5-10 stig. Sólris í Reykjavík: 02.55 Sólarlag í Reykjavík: 24.03 Árdegisflóð: 09.54 Síðdegisflóð: 22.15 Bergsstaóir Bolungarvík Egilsstaöir Kirkjubœjarkl. Keflavíkurflv. Raufarhöfn Reykjavík Stórhöföi Bergen Helsinki Kaupmhöfn Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Þrándheimur Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Dublin Halifax Frankfurt Hamborg Jan Mayen London Lúxemborg Mallorca Montreal Narssarssuaq New York Orlando París Róm Vín Washington Winnipeg alskýjaö skúr á síö.kls. 7 7 10 7 7 8 7 6 skýjað skúr á síö.kls. alskýjaö skúr skúr á síö.kls. léttskýjaö 10 skýjaó 20 léttskýjað 15 hálfskýjað 13 15 rigning 9 skúr á síó.kls. 9 léttskýjaö 24 skýjaö 14 mistur 21 rigning 13 heiöskírt 9 léttskýjaö 11 skúr 14 skýjaö 15 léttskýjað 13 alskýjaö 4 léttskýjaö 13 skýjaö 11 hálfskýjaó 21 þoka 16 rigning á síó.kls. 3 skýjaó 16 alskýjaó 23 skýjaö 15 skýjað 18 skýjaö 13 léttskýjaö 14 Flestir þjóðvegir greiðfærir Helstu þjóðvegir landsins era færir en nokkrar heiðar era iila eða ekki færar. Þar má nefna Lóns- heiði sem er ófær vegna aurbleytu. Tveggja tonna öxulþungatakmarkanir era á umferð um Þorska- fjarðarheiði og er hún því aðeins fær minni bílum og jeppum. Fært er í Eldgjá og Skaftártungu og sömu sögu er að segja um Lónsöræfi og Hólasand. Færð á vegum Kjalvegur er fær norður til Hveravalla en aðrir há- lendisvegir era enn lokaðir vegna snjóa og aur- bleytu. Grafningsvegur nr. 360 er lokaður milli Jórugils og Kattargils milli kl. 7.30 og 21 vegna vegagerðar. Að öðra leyti er greiðfært um þjóðvegi landsins. Ástand vega ^►Skafrenningur m Steinkast 0 Hálka S Vegavinna-aðgát 0 Öxulþungatakmarkanir Q-) ófært [D Þungfært © Fært fjalíabílum Ríkharður litli fæddur Þessi litli drengur heit- ir Ríkharður og fæddist á Landspítalanum þann 9. Barn dagsins júní síðastliðinn um kl. 6 að morgni. Við fæðingu var hann 3,6 kg að þyngd og 51,5 sm aö lengd. For- eldrar hans heita Snæ- bjöm Sigurðsson og Anna María Torfadóttir. Austin Powers reynir við stelpurnar. Austin Powers: The Spy who Shagged Me Myndin Austin Powers: The Spy Who Shagged Me (Austin Powers: Njósnarinn sem hamraði mig) er framhald af annarri mynd um Austin Powers. Hans tími er 7. ára- tugurinn en í fyrri myndinni fór hann í tímaferðalag til nútímans. Þá þótti hann mjög hallæris- legur og með gular , tennur. Þess vegna ///////// Kvikmyndir tekur Powers upp á því núna að ferðast til sins eigin tíma aftur, fara heim þar sem hann fellur örugglega í kramið. Þá tekur ekki betra við því á tíma- ferðalaginu hefur hann tekið upp ýmsa nútímasiði sem falla ekki að smekk fólks á 7. áratugnum. Hon- um gengur ekkert að ná sér í kven- fólk og hann er enn jafn hallæris- legur og þegar hann ferðaðist til nútimans. Austin Powers: The Spy Who Shagged Me er sýnd í Sambíóunum Álfabakka, Laugarásbíói, Stjömu- bíói og Borgarbíói á Akureyri. Mike Myers samdi handritið og fram- leiddi myndina og leikur eitt aðal- hlutverk hennar en aðrir helstu leikarar era Elizabeth Hurley, Michael York og Heather Graham. Krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 B 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 Lárrétt: 1 sáldur, 6 gelt, 8 leysa, 9 lausung, 10 beiðni, 11 karldýr, 12 bikkjan, 15 kökur, 18 elska, 20 mæl- ir, 21 höfða, 22 átt. Lóðrétt: 1 klók, 2 volk, 3 tré, 4 blót, 5 sléttum, 6 vindur, 7 kærleikur, 13 hleyp, 14 gagnlega, 16 missir, 17 rennsli, 19 strax. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 spyrna, 8 ollu, 9 ógn, 10 ras, 12 nagi, 13 Agnar, 15 ið, 16 laun, 17 önd, 19 örðugur, 21 geimur. Lóðrétt: 1 sora, 2 plagar, 3 yl, 4 run- an, 5 nóa, 6 agginu, 7 snið, 11 snuði, 14 rögu, 16 lög, 18 dró, 20 um. Gengið Almennt gengi LÍ18. 06. 1999 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 73,880 74,260 74,600 Pund 117,670 118,270 119,680 Kan. dollar 50,400 50,710 50,560 Dönsk kr. 10,2510 10,3080 10,5400 Norsk kr 9,3660 9,4180 9,5030 Sænsk kr. 8,7090 8,7570 8,7080 Fi. mark 12,8148 12,8918 13,1796 Fra. franki 11,6156 11,6854 11,9463 J Belg.franki 1,8888 1,9001 1,9425 » Sviss. franki 47,7800 48,0400 49,1600 Holl. gyllini 34,5749 34,7827 35,5593 Þýskt mark 38,9569 39,1910 40,0661 (t. líra 0,039350 0,03959 0,040480 Aust. sch. 5,5372 5,5704 5,6948 Port. escudo 0,3800 0,3823 0,3909 Spá. peseti 0,4579 0,4607 0,4710 Jap. yen 0,620100 0,62380 0,617300 írskt pund 96,745 97,326 99,499 SDR 99,020000 99,61000 100,380000 ECU 76,1900 76,6500 78,3600 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.