Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1999, Blaðsíða 32
Vinningstölur miðvikudaginn 16.06. ’99 5 31 37 38 41 45 Vinningar 1. 6 aþ 6 s 2.sat6j.. v3-5 at 6 ' 4-Aa}JL 384 Fjöldi uinningg VmningAupphœð HeildarvinningAupphœð 38.364.480 Á ÍAtandi 1.486.470 V 1 K i N G A JTTf FRETTASKOTI0 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá T síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ1999 Uppstokkun hjá LÍÚ: Auðveldara að semja DV, Akureyri: „Þetta getur orðið til þess að auðveld- ara verði fyrir menn að semja í framtíð- inni. Kristján hefur verið erfiður og hann hefur einnig alltaf haft stjórnvöld til að grípa til,“ segir Guðjón A. Kristjánsson, al- þingismaður og formaður Far- manna- og fiski- mannasambands íslands, um brott- hvarf Kristjáns Ragnarssonar úr stóli fram- kvæmdastjóra Landssambands is- lenskra útvegsmanna. _ Guðjón segir leiðinlegt hvernig Jónas Haraldsson, lögmaður LÍÚ, lýsi starfs- lokum sínum hjá samtökunum. „Það er ekki gott að segja hvaða áhrif þetta hef- ur á komandi samningagerð, þetta get- ur hjálpað til en annars er þetta auðvit- að aifarið mál LÍÚ,“ segir Guðjón. Sjá fréttaljós á bls. 4 um valdaskiptin innan LÍÚ. -gk Guðjón A. Krist- jánsson. .Leikstjóri og líkir feðgar í Helgarblaði DV verður spjallað við Maríu Sigurðardóttur leikstjóra sem hefur verið ótrúlega afkasta- mikil á liðnum árum og meðal ann- ars leikstýrt fjórum metsölusýning- um á nýliðnu leikári. Ámi Johnsen skýrir frá leyndum draumum sínum og við fáum að kynnast manninum á bak við galdrakarlinn Skúla í Oz. í fréttaljósi er kafað í mál Hillary Clinton, sem er á leiðinni á þing þrátt fyrir hjónabandsvandræði. Kynntar verða niðurstöður í keppn- inni um líkustu feðgana og enn "%'emur niðurstöður í vali íslendinga á frumkvöðli árþúsundsins. Gísli Marteinn Baldursson fréttamaður kyssti yngismeyjar gegn greiðslu í miðbænum í gær. Tilefnið var fjáröflun Knattspyrnufélagsins Rögnunnar og buðu Gísli og félagar koss og karaokeiag á 500-kall. Piltarnir nutu talsverðra vinsælda meðal kvenþjóðarinnar sem fjölmennti f tjald þeirra við Austurstræti. DV-mynd Ingólfur Gífurlegt framboð flkniefna hefur leitt til verðfalls: Dópið lækkar um helming Mýrarhúsaskóli: Skólastjóri og aðstoðarskóla- sljóri rekin Fríðu Regínu Höskuldsdóttur, skólastjóra Mýrarhúsaskóla á Sel- tjarnarnesi, og Marteini Jóhannssyni aðstoðarskólastjóra var um síðustu helgi fyrirvaralítið vikið úr starfi eft- ir að ráðgjafarfyrirtækið Skref fyrir skref hafði gert stjórnunarúttekt á skólanum og skilað um hana skýrslu. Skólastjómendunum hefur verið gert að hverfa strax á brott án þess að vinna út lögbundinn uppsagnarfrest. Kennarasambandið lítur brottrekstur- inn mjög alvarlegum augum. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, varaformaður KÍ, sagði í morgun þessi vinnubrögð með ólíkindum. Hún sagði að Kennara- sambandið myndi gera alvarlegar at- hugasemdir við aUan þennan málatil- búnað. Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjamamesi, vildi í morgun ekkert segja um brottreksturinn annað en að ástæðan væri skipulagsbreytingar en ekki neins konar rekstrarleg óreiða. Hann sagði að búið væri að tilkynna skólastjóranum og yfirkennaranum þessa ákvörðun sem bæði skólanefnd og bæjarstjórn væru sammála um. Bæjarstjórn ætti þó eftir að afgreiða málið formlega og myndi gera það á miðvikudaginn kemur. Guðrún Ebba Ólafsdóttir sagði við DV í morgun að lögmaður Kennarasambandsins kann- aði nú réttarstöðu þeirra sem í hlut ættu. -SÁ 17. júní hátíðarhöldin: Féll ofan af Ingólfi - vaxandi fíkniefnaneysla. Magnafsláttur á hassi Mikið offramboð er af kókaíni í landinu, svo mikið að verðið hefur á skömmum tíma hrapað úr 15 þúsund í 7-8 þúsund krónur fyrir grammið. Framboðið hér á landi helst í hendur við mikið framboð kókaíns í Evrópu og verðfall því samfara. Samkvæmt heimildum DV er einnig mikið fram- boð af hassi sem kostar yfirleitt 1500 krónur grammið. Þó má semja um magnafslátt í hassviðskiptum þar sem grammið fer á um 1000 krónur og jafn- vel 800 krónur ef keypt eru 10 grömm eða meira. Mikið framboð er einnig af öðrum fikniefnum eins og am- fetamíni, E-pillum og ofskynjunarefn- inu LSD. Þessar upplýsingar, sem DV hefur aflað sér, eru í fullu samræmi við frétt DV frá í apríl. Þá var haft eftir Ásgeiri Karlssyni, lögreglufulltrúa hjá fikni- efnadeild lögreglunnar í Reykjavík, að kókainmagnið sem er í umferð hafi greinilega aukist. Hann sagði jafn- framt að almenn fikniefnaneysla hefði farið vaxandi og almennt framboð af fikniefnum væri verulegt. Neysla fikniefna er alls ekki ein- skorðuð við höfuðborgarsvæðið. Næg- ir að skoða fjölda frétta um handtökur vegna fíkniefnamála undanfarið en þær hafa átt sér stað um allt land. Samkvæmt heimildum DV eru um 50 virkir fikniefnasalar á höfuðborg- arsvæðinu. Hins vegar hefur lögregl- an hvorki mannskap né fjármagn til að taka þá úr umferð. Þeir sem DV hefur rætt við, aðilar innan lögreglunnar, í forvömum og neytendur, fullyrða að afar auðvelt sé að nálgast fikniefni. Er gjarnan gripið tO þeirrar samlíkingar að dópið komi hraðar til neytandans en pitsan. Og peningar ættu ekki að vera nein hindrun fyrir unglinga. Ef fimm ung- lingar sameinast um að kaupa eitt gramm af hassi þarf hver og einn að láta 300 krónur eða sem nemur um hálfum bíómiða. í helgarblaði DV á morgun verður nánari umfjöllun um þessi mál. -hlh Maður á tvítugsaldri meiddist á báðum fótum þegar hann féll niður af styttunni af Ingólfí Amarsyni á Arnarhóli í gærkvöld. Ekki er vitað hvað manninum gekk til með at- hæfi sínu en að sögn lögreglu var hann fluttur með sjúkrabifreið á Sjúkrahús Reykjavíkur þar sem gert var að meiðslum hans. Að öðru leyti munu hátíðarhöldin í Reykja- vík hafa farið slysalaust fram. -aþ Trúnaöarmaöur starfsfólks Rauðsíöu á Þingeyri: Voðalegt ástand „Ástandið er þannig að ég er eiginlega mállaus, maður bíður bara eftir því að helgin líði og hvort málin skýrist eitthvað þá,“ segir Gunnhildur Elías- dóttir, trúnaðarmaður starfs- fólks sem starfar hjá Rauðsíðu á Þingeyri. „Eg held að fólkið reyni að halda ró sinni, en þetta er voðalegt ástand. Stjórn Rauðsíðu mun væntanlega hittast um helgina, og verð- ur þar tekin afstaða til synj- unar Byggðastofnunar um lán til fyrirtækisins. -gk Veðrið á morgun: Hægviðri og skúrir Á morgun verður víðast hvar fremur hæg breytileg átt, um 3-5 metrar á sekúndu og skúrir um nær allt land. Hiti verður á bil- inu 6-12 stig, hlýjast inn til landsins. Veðrið í dag er á bls. 29 v ®6‘ V Tölur við vindfjaðrir sýna metra á sekúndu. Vöru- og kranabílar Símar 567 4151 & 567 4280 , Heildverslun með leikföng og gjafavörur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.