Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 DV 6 lönd Hryllingur blasir viö Kosovobúum er heim kemur: Beinagrindur í brunarústunum stuttar fréttir Sutch hengdi sig Breska rokkstjaman fyrrver- andi Screaming Lord Sutch, sem bauð sig meira en ijömtíu sinn- um fram til þings fyrir Vitleys- ingaflokkinn, fannst hengdur á heimili sínu í vikunni. Talið er að hann hafi svipt sig lífi. Holbrooke kærulaus Richard Holbrooke, fyrrum samningamaður Bandarikja- stjórnar í Bosn- íustríðinu og fleiri vand- ræðamálum, viðurkenndi í vikunni fyrir utanríkismála- nefnd öldunga- deildar Banda- ríkjaþings, að hann kynni að hafa sýnt af sér kæruleysi þegar flóknar reglur stjómvalda um hagsmunaárekstra vora annars vegar. Holbrooke hefur verið til- nefndur sendiherra hjá Samein- uðu þjóðunum en þingið á eftir að samþykkja hann. Ólögleg efni í drykkjum Dönsk heilbrigðisyfirvöld segja að ólögleg efni og mjög mik- ið magn vítamína sé að finna i ýmsum orkudrykkjum sem seldir era i Danmörku. Sprengt á Korsíku Allmiklar skemmdir urðu á hóteli í borginni Calvi á Korsíku í gærmorgun þegar sprengja sprakk þar. Hvorki gestir né starfsmenn hlutu sár. Á staðnum fannst dreifimiði frá samtökum korsískra þjóðernissinna sem vilja sjáffstæði frá Frakklandi. Ráðist á ratsjár Bandarískar herflugvélar réð- ust á ratsjárstöðvar austur af borginni Mosul í írak í gær, eftir að skotið hafði verið að þeim. Takmörkunum flýtt Helgar- og frídagatakmarkanir á umferð stórra flutningabíla í Austurriki gengu í gildi í vik- unni, tveimur vikum fyrr en venjulega. Clinton foxillur Bill Clinton Bandaríkjaforseti fordæmdi fulltrúadeild Banda- ríkjaþings í gær fyrir að samþykkja út- vatnaða útgáfu af framvarpi til laga um hert eftirlit með byssueign. Hann kallaði samþykktina aðfaranótt fóstu- dagsins stórsigur fyrir samtök byssueigenda og ósigur fyrir bandarisku þjóöina. Nauðgaði 100 Breskur plötusnúður hefur verið dæmdur í fjórfalt lífstíðar- fangelsi fyrir að nauðga allt að 100 konum. Rjóminn er frá- dráttarbær Vændiskonur á Nýja-Sjálandi hafa heimild skattayfirvalda tO að draga frá skatti ýmsan búnað og efni sem tengjast starfi þeirra. Þannig geta þær fært til frádráttar kostnað við kaup á þeyttum ijóma og freyðibaðefnum að því er greint er frá í dagblaðinu Evening Post i Wellington. Blaðamaður blaðsins komst yfir lista yf- ir frádráttarbær hjálpartæki vændiskvenna í 35 þúsund blaðsíðna skýrslu frá þingnefnd sem rannsakaði starfsaðferðir skattheimtumanna ríkisins. Meðal atriða á þessum lista eru smokkar, smur- og ilmolíur, pappírs- þurrkur, undirfót, þar á meðal gegnsæ. Venjulegir nælonsokkar eru ekki frá- dráttarbærir. Það eru hins vegar net- sokkar og sokkar með mynstri sam- kvæmt forsíðufrétt blaðsins sl. þriðju- dag. Þar kemur einnig fram að skattayf- irvöld skilgreina vændiskonur sem verk- taka, ráðgjafa og móttökustjóra. Beinagrindur af fórnarlömbum Serba í branarústum húsanna og hundrað nýrra grafa í kirkjugarðin- um var meðal þess sem blasti við íbúum bæjarins Vucitrn í Kosovo þegar þeir sneru aftur til síns heima. Franskir fallhlífarhermenn vora fjölmennir á götum bæjarins i gær. Hér, eins og í svo mörgum öðram bæjum í Kosovo, þýðir vera friðar- gæsluliða NATO að íbúamir geta snúið aftur heim eftir margra vikna vergang. En þeir verða um leið að horfast í augu við voðaverk Serba. „Venjulegt fólk getur ekki ímynd- að sér hvað hér átti sér stað. Aðeins þeir sem upplifðu þetta geta skilið „íslendingar hæðast að okkur,“ er það eina sem Robert Hansen, for- maður sjómannafélags Tromsfylkis, segir um að sölusamtök norskra sjó- manna hafa tekið að sér að selja rækjuafla úr Smugunni fyrir íslend- inga. Togarinn Húsvíkingur landaði í fyrri viku rækju úr Smugunni í Tromsö og heimamenn tóku að sér að selja aflann. það,“ sagði Sahit Suzdulli í samtali við fréttamann AP-fréttastofunnar. Hann og aðrir íbúar bæjarins lýstu nauðgunum, barsmíðum og morðum sem voru í senn kerfis- bundin og tilviljanakennd þar sem aðeins duttlungar Serbanna réðu því hvort fómarlömbin vora drepin eöa lifí þeirra þyrmt. Versta augnablikið sem Suzdulli upplifði var þegar hann var neydd- ur til að fylgjast með á meðan tveir serbneskir lögregluþjónar nauðg- uðu öskrandi nítján ára gamalli al- banskri stúlku inni í búðinni hjá honum. Á sama tíma og sífellt fleiri fréttir berast af grimmdarverkum Serba í Oddmund Bye, formaður Norges Fiskarlag, segir að þetta sé með ólíkindum en þó eftir öðra í Smugumálinu. Samið hafi verið við íslendinga um að hætta Smugu- veiðunum gegn því að opna norsku lögsöguna og gefa þeim kvóta þar. Rækjan hafi hins vegar orðið út- undan í samningnum og það nýti íslendingar sér. Sölusamtök sjómanna segja að- þessi rækjuafli sé löglega fenginn og Kosovo vora fulltrúar Bandaríkjanna og Rússlands enn að karpa um hlutverk Rússa í friðargæsluliðinu í héraðinu. Undir kvöld í gær hafði þeim William Cohen, landvamaráðherra Bandaríkjanna, og rússneskum starfsbróður hans, ígor Sergejev, ekki enn tekist að leysa ágreining sinn. Þeir sögðust þó vongóðir um að samkomulag tækist en voru jafnframt reiðubúnir að halda tómhentir frá Helsinki, þar sem viðræðurnar fara fram. Sergejev lét að því liggja að forseta landanna þyrfti til að leysa ágreininginn. Áformað er að þeir hittist í Köln á morgun. því ekkert því til fyrirstöðu að selja hann. „Það er eiginlega blóðugast af öllu að Smugusamningurinn rann í gegn um Stórþingið á sjálfum þjóðhátíðar- degi íslendinga. Þeir eru sjálfsagt ánægðir og nú koma Færeyingar og vilja sömu kjör og Grænlendingar á eftir þeim,“ segir Oddmund. Norska blaðið Norðurljós segir að Smugusamningurinn sé 900 milljóna króna virði fyrir Islendinga. -GK Nyrup á leyni- fundum með Romano Prodi Poul Nyrup Rasmussen, for- j sætisráðherra Danmerkur, hefur | á undanfórnum mánuði farið tvisvar sinnum í hálfgerðar leyniferðir til Ítalíu til við- ræðna við ; Romano Prodi, væntanlegan | forseta fram- kvæmdastjóm- | ar Evrópusambandsins. Þar hafa þeir meðal annars rætt óskir ” Danmerkur um verkefni næstu framkvæmdastjómar, að því er | danska blaðið Berlingske Tidende segir. Blaðið hefur eftir háttsettum heimildarmönnum innan ESB að Nyrap og Prodi hafi ekki enn gengið frá því hver verði fulltrúi Danmerkur í nýrri framkvæmda- stjóm. Ritt Bjerregaard, sem sat í 5 framkvæmdastjórninni sem | sagði af sér vegna spillingarmála, | vill sitja áfram. Of fljótir að fagna lokun kjarnorkuvers I Danskir stjórnmálamenn, gras- rótarhreyfingar og fjölmiðlar virðast hafa verið of fljótir á sér að fagna því að loksins hillti und- | ir lokun Barsebáck kjamorku- | versins i Svíþjóð. | Danska blaðið Politiken segir j að mitt í allri gleðinni yfir úr- skurði æðsta stjómsýsludómstóls Svíþjóðar um að eldri kjamaofn- I inum skyldi lokað i síðasta lagi 1. desember 1999 hafi mönnum yfir- Isést að ekki er búið að fastsetja dag fyrir lokun hins ofnsins. Þá er heldur ekki útilokað að eig- endur versins geti fengið lokun- inni frestað einu sinni enn. Yngri kjarnaofninn hefur rekstrarleyfi í tvö ár enn, að minnsta kosti. Og endanleg lok- un hans, og þar með kjamorku- versins alls, er háð ýmsum skil- yrðum sem ekki er útséð með að I takist. Játvarður og Sophie giftast Síðasta konunglega brúðkaup- ið á þessari öld á Englandi verð- 5 ur í dag þegar þau Játvarður prins og Sophie Rhys-Jones ganga í hjónaband í Windsorkast- J ala. Athöfnin verður öllu látlaus- | ari en fyrri brúðkaup í konungs- j ijölskyldunni. Meðal tiginna gesta í ; Windsorkastala í dag verða Jóakim Danmerkurprins og hin | fagra og vanfæra Alexandra | prinsessa. Sjónvarpað verður frá i athöfninni um heim allan. Iðnríkin létta á skuldum þro- Iunarlandanna Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að leið- togafundur sjö helstu iðnríkja | heimsins heföi sennilega tekið I stærsta skrefið | sem nokkru | sinni hefði ver- j ið stigið til að Ilétta skulda- byrði fátæk- ustu þjóða heimsins. Iðnríkin sjö leggja lokahönd á áætlanir um að afskrifa að minnsta kosti sjötíu milljarða dollara af skuldasúpu í þróunarlandanna. Með þessu vonast iðnríkin sjö . eftir því að skuldabyrðin verði j mun bærilegri fyrir mörg fátæku ■ ríkjanna. Formlegur leiðtogafund- I ur iðnríkjanna hófst undir kvöld í gær og í dag slæst Borís Jeltsín Rússlandsforseti í hópinn. t-'Æ'.Ji: rr.r.;.. . t,; m London Kauphallir og vöruverð erlendis 180 Frankfurt Hong Kong' 6493,6 5412 2000 DAX-40 F M A M Sykur Kaffi m Bensín 95 okt. 1S Bensín 98 okt. Hráolía 400 300 200 100 0 193,5 2000 1500 ^ 1000 s 500 j 0= $/t F 1391 $/t F Lftil albönsk stúlka í Dakovica í Kosovo heldur á lofti myndum af tveimur bræðrum sínum sem enginn veit hvar eru niður komnir. Serbar kveiktu elda í flestum húsum bæjarins á meðan á loftárásum NATO stóð. Ibúarnir segja að meira en eitt þúsund karlmenn hafi horfið sporlaust eftir að serbneska lögreglan handtók þá. íslenskir togarasjómenn: Selja Norðmönnum Smugurækju DV, Ósló:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.