Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vfsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@rff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins f stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Lærdómsrík hernaðarsaga Ríki eiga ekki að fara í þorskastríð með því að beita freigátum eins og múrbrjótum. Léttbyggð skip eru dæmd til að tapa árekstrastríði fyrir varðskipum, sem eru styrkt til siglinga innan um ísjaka. Þannig er sagnfræð- in full af reynslu, sem getur nýtzt í nútímanum. Einn merkasti lærdómur hernaðarsagnfræðinnar er, að ríki eiga ekki að fara í hálf stríð eða kvartstríð. Þau eiga annað hvort að fara í heil stríð eða ekki fara í stríð. Þannig áttu Aþeningar ekki að senda tíu herskip til hjálpar Korkýringum, heldur tvö hundruð eða ekkert. Ríki, sem hafa ætlað sér með sýndarmennsku að spara sér að fara í stríð, hafa lent í að vera dregin stig af stigi út í fullt stríð, sem varð þeim mun dýrara en það hefði orðið, ef þau hefðu tekið slaginn strax. Þannig varð stríð- ið um Kosovo lengra en það þurfti að vera. Það er gömul saga, að gróin og þreytt herveldi hafa ranglega ofmetið eina sérgrein hernaðar, venjulega ein- hverja aðra en landhernað. í gamla daga var sjóhernað- ur talinn allra meina bót, en í seinni tíð hafa ráðamenn þreyttra risavelda tekið trú á lofthernað. Þannig ímynduðu Aþeningar sér, að ósigrandi floti þeirra mundi þreyta landher Spartverja í Pelopsskaga- stríðinu. Þannig ímynduðu Rómverjar sér, að yfirburða- floti þeirra mundi þreyta landher Hannibals frá Karþagó. Báðir greiddu ímyndunina dýru verði. Svipað var upp á teningunum í aðdraganda heims- styrjalda tuttugustu aldarinnar. Bretar töldu sér trú um, að þeir gætu teflt þær skákir án marktæks landhers, í fyrra skiptið með flota og í síðari skiptið með flugher. Því urðu þeir að heyja illa undirbúin stríð. Sagan segir okkur, að stríð er jafn algengt og friður og að friður ver sig ekki sjálfkrafa. Það þarf að verja hann með viðbúnaði. Á þessu flöskuðu vesturveldin í aðdrag- anda heimsstyrjalda tuttugustu aldarinnar, en unnu síð- ar kalda stríðið með því að halda vöku sinni. Stríð byggjast á því, að oftast eru til ófullnægð her- veldi, sem vilja komast ofar í goggunarröðina eða þenja út áhrifasvæðið. Reynslan sýnir, að blóðbaðið verður minna, ef þau eru stöðvuð í upphafi. Þannig áttu Vestur- veldin að vera búin að stöðva Serbíu í tæka tíð. Edward Grey í fyrri heimsstyrjöldinni og Neville Chamberlain í hinni síðari töldu sér og öðrum trú um, að ófullnægða útþenslumenn mætti hafa ofan af villu sinni með þrúkki í stíl kjarasamninga. Þessa villu hafa vesturveldin endurtekið í tvígang á Balkanskaga. Ronald Reagan vann hins vegar kalda stríðið með því að yfirkeyra Sovétríkin í viðbúnaði. Þau hrundu af því að Reagan hafði hækkað kostnað þeirra við að leika hlutverk heimsveldis. „Stjörnustríð“ Reagans leiddi til þess, að kalda striðinu lauk án blóðsúthellinga. Sagan segir líka, að sjónhverfingar vinna ekki stríð. Khrústjov varð að gefa eftir í Kúbudeilunni, af því að Kennedy skoðaði spilin á hendi Khrústjovs og þau reyndust vera hundar. Þessi reynsla kom vesturveldun- um ekki að gagni í þrúkkinu við Serbíu á Balkanskaga. Mánuðum og misserum saman höfðu vesturveldin í hótunum við Serbíu út af yfirgangi hennar í Bosníu og síðan Kosovo. Milosevic Serbíuforseti taldi jafnan, að þetta væru orð án innihalds. Hann reyndist lengst af hafa rétt fyrir sér og gekk sífellt lengra á lagið. Af þessu má ráða, að stórveldisdagarnir séu taldir, þegar ríki má ekki lengur sjá blóð sinna manna. Það er íhugunarefni fyrir vesturveldin, einkum Bandaríkin. Jónas Kristjánsson Imynd og fylgistap Deilur um hug- myndafræði Hin bresk-þýska yf- irlýsing hlaut engan hljómgrunn í kosn- ingabaráttunni. Bret- ar líta á efnahags- stefnu Blairs sem sjálf- sagðan hlut og margir telja enga ástæðu til að leita til Evrópu um samvinnu í efnahags- málum. Þetta notfærði leiðtogi breska íhalds- flokksins, William Hague, sér til hins ýtrasta í kosningabar- áttunni með því að hamra á andstöðunni Tony Blair og Gerhard Schröder. „Sósíaldemókratar töpuðu víðast hvar fylgi í nýaf- við evruna. Vandamál stöðnum kosningum til Evrópuþingsins á kostnað mið- og hægriflokka. Tilraunir Schröders var ekki þeirra Tony Blairs, forsætisráðherra Bretlands, og Gerhards Schröders, kanslara Evrópupólitíkin, held- Þýskalands, til að marka sameiginlega hugmyndafræðilega stefnu hlutu lítinn hljóm- Ósigur þeirra Tony Blairs, leið- toga breska Verkamannaflokksins og Gerhards Schröders, formanns þýskra sósíaldemókrata, í kosning- unum til Evrópuþingsins, sýnir að það er ekki nóg að kenna sig við miðjustefnu til að virkja flokks- menn og kjósendur. Mið- og hægri- flokkar unnu víðast hvar mikinn kosningasigur. Reyndar hefur van- trú evrópsks almennings á hinni „pólitísku stétt“ í heild sinni aldrei verið meiri, eins og hin slæma kosn- ingaþátttaka ber vitni um. Því er heldur ekki að neita að ríkisstjóm- arflokkar eiga oftast undir högg að sækja í aukakosningum. Loks skyggði Kosovo-striðið á kosninga- baráttuna. En hið mikla fylgistap sósíaldemókrata á sér einnig aðrar skýringar. Ekki hefur tekist að vinna bug á togstreitunni milli hefð- bundinna sósialdemókratískra gilda og þeirrar markaðs- og hnattvæðingar sem nú á sér stað. Þetta kom skýrt fram í hugmyndafræðilegum tilraunum Blairs og Schröders til að stilla saman strengi sína í kosningabaráttunni til Evrópuþingsins. Bresk-þýsk yfirlýsing Fyrir kosningar gáfu þeir Blair og Schröder út sameiginlega yfirlýsingu þar sem hvatt var til endur- mats á ýmsum forsendum velferðarkerfisins. í yfir- lýsingunni er deilt á sósíaldemókratíska flokka fyrir að miða félagslegt réttlæti og baráttuna við atvinnu- leysi við hækkun ríkisútgjalda til velferðar- og at- vinnumála. Minni áherslu eigi að leggja á ríkisvaldið en þeim mun meiri á einkaframtak og ábyrgð ein- staklinganna. Schröder hefur lengi viljað nútíma- væða þýskt efnahagslíf, reyna að örva fiárfestingu og draga úr atvinnuleysi, m.a. með því að draga úr skattbyrði fyrirtækja. Kanslarinn hefur litið á Bret- land sem fyrirmynd, ekki síst vegna þess að atvinnu- leysið þar er mun minna en i Þýskalandi. Blair hefur barist fyrir því að evrópskir sósíaldemókrataflokkar fylgi fordæmi sinu í efnahagsmálum. Hann taldi að bandalag með Schröder styrkti stefnu bresku stjórn- arinnar í Evrópumál- um og þann ásetning að taka upp evruna eftir nokkur ár. sagt stefnuleysi stjómar hans í inn- anríkismálum. Yfirlýsing þeirra Blairs olli miklu uppnámi meðal sósíaldemókrata (SPD). Vinstri arm- urinn telur sig eiga mun minna sameiginlegt með Blair en Lionel Jospin og frönskum sósíalistum sem, andstætt flestum öðrum hóf- sömum vinstriflokkum, bættu við sig fylgi í kosningunum til Evrópu- þingsins. Enginn áhugi er á því að upplifa „enskt ástand", eins og þýsk- ir sósíaldemókratar hafa stundum lýst félagslegum veruleika hinna verst settu i Bretlandi. Meirihluti flokksmanna SPD, sem er hallur undir vinstri arminn, kaus ekki Schröder sem leiðtoga af hug- myndafræðilegum ástæðum heldur vegna þess að hann var sá eini sem gat komið SPD til valda. Nú er Schröder milli tveggja elda: Margir flokksmenn eru mótfallnir því að taka upp Blairisma og vilja leggja áherslu á hefð- bundin gildi flokksins. Schröder telur að vonlaust sé að framfylgja slíkri stefnu vegna þess að kjósendur trúi ekki á hana. En tilraunir hans til að færa flokk- inn til hægri hafa mætt mikilli andstöðu innan flokksins og það er ekki öfundsvert hlutskipti að vera einn á miðjunni, ef kjósendur telja að kristilegir demókratar séu betur í stakk búnir en sósíalde- mókratar til að endurnýja efnahagslifið. Stórsigur kristilegra demókrata í kosningunum hefur gert það að verkum að farið er að hitna undir Schröder. Hann verður ekki að aðeins ná flokknum á sitt vald, held- ur einnig að láta verkin tala í innanríkismálum. Bla- ir þarf ekki að hafa áhyggjur af valdi sínu yfir flokkn- um. En kosningaúrslitin í Bretlandi sýna að í fyrsta sinn frá því að Verkamannaflokkurinn komst til valda þarf Blair að hlúa að grasrót flokksins og marka skýrari stefnu í Evrópumálum. Annars gæti farið fyrir honum eins og forvera hans í embætti for- sætisráðherra, Johns Majors, sem fór vel af stað, en glataði að lokum öllu. Erlend tíðindi Valur Ingimundarson ur stefna eða réttara grunn.“ skoðanir annarra pv Óhjákvæmilegur flótti „Maður getur harmað flótta serbneska þjóðar- brotsins frá Kosovo í flutningabílum hersins, lög- reglunnar og vopnaðra sveita stjórnar Milosevics. En ætti nokkuð að koma á óvart að það skuli gerast sem var mjög svo fyrirsjáanlegt og sem virðist óhjá- kvæmilegra með hverjum deginum sem líður, eftir því sem fleiri sannanir finnast um ómannúðlega meðferð á Albönum héraðsins? Enginn getur svar- að þessu öðru visi en neitandi. Of margir glæpir hafa verið framdir í þessu landi í nafni serbneska þjóðarbrotsins til að það geti talið sig öruggt þar.“ Úr forystugrein Libération 18. júní. Tryggja þarf vernd „Þjóðir heims þurfa að ákveða hvers konar sfiómskipun þær geta hugsað sér að styðja í Kosovo. Verndarsvæði er bara tímabundin lausn. í framtíðar stjómarskipun þarf að tryggja vemd minnihlutáhópa. Serbar, sem nú neyðast til að yfir- gefa landið á niðurlægjandi hátt, verða að hafa rétt til að búa í landinu án þess að eiga á hættu að vera mismunað. Það er ekki sjálfsagt aö Kosovo verði eigið fuUvalda ríki. Frelsisherinn má ekki með vopnum og án tiflits til þeirra Kosovo-Albapp, sem styðja umbóta- og friðarsinnann Rugova, koma sínu módeli á með þvingunum." Úr forystugrein Aftonbladet 17. júnl. Glæpir innflytjenda „Innflytjendur, sem ekki eru af vestrænum upp- runa, brjóta tvöfalt oftar lög heldur en Norðmenn. En í heUdina bera innflytjendur ábyrgð á mjög litl- um hluta, 5 prósentum, þeirra glæpa sem framdir eru í Noregi. Norðmenn fremja flesta glæpina. í rannsókninni er lögð áhersla á að meðal innflytj- enda em fleiri ungir karlar en meðal norsku þjóð- arinnar og að þeir búa oftar í bæjum og þéttbýli. Flest aíbrot eru framin af ungum mönnum sem búa í bæjum. Þar meö er komin skýring á fiölda inn- flytjenda í glæpayfirlitinu. Við það bætist að inn- flytjendur búa við verri skUyrði en norska þjóðin. Norskir Norðinenn, sem setja ekki hlutina í sam- hengi, draga fljótt rangar ályktanir."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.