Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Blaðsíða 26
26 %/aðan ertu? LAUGARDAGUR 19. JUNI 1999 Óskar Ingólfsson ólst upp í Keflavík og minnist þess að börn amerísku hermannanna hrópuðu að þeim íslensku: „you crazy Eskimos". Úskar Ingólfsson, tónlistarstjóri RÚV: Gvendur þribbi „Vissulega voru sumar persónur í bænum sérkennilegri en aðrar, þannig man ég til dæmis eftir bæj- arrónanum Gvendi þribba. Mig minnir aö viðumefnið hafi stafað af því að hann var þríburi. Hann spil- aði á munnhörpu en höfðaði ekki til mín. Eftirminnilegri fmnst mér flækingur sem var á Hólabrautinni, þar sem ég bjó. Það var vænn ná- ungi sem við keyptum stundum spíra fyrir í apótekinu og í eitt skiptið keyptum við mjólk handa honum. Það sem var svo merkilegt við hann var að hann var alltaf á leiðinni út úr bænum með næstu rútu. Hann sat og beið allan liðlangan daginn en þegar rútan kom missti hann viljandi af henni og hljóp svo á eftir rútunni úr bænum. Ég man ekki eftir því að sá maður hafi nokkurn tímann farið.“ En langaði Óskar einhvem tím- ann að fara frá Keflavík? „Já, því er ekki að neita. Ég hugsaði alltaf til borgarinnar og hélt að allt væri betra þar og svo fór ég sextán ára í MH, en þegar ég var kominn til Reykjavíkur fór ég að flnna fyrir út- þrá. Nú er ég frekar slappur ferða- maður og vil helst vera heima.“ til þess ráðs aö kalla sömu setningu til baka. „Það var ekki fyrr en seinna að við skildum að sneiðinni var beint að okkur." Óskar var ekki mikill prakkari þar sem hann hræddist allt yflrvald og varð snemma löghlýðinn dreng- ur að eigin sögn. „Þó man ég eftir öðra atviki þar sem við voram „Ég flutti til Keflavíkur þriggja ára gamall og ég bjó þar til sextán ára aldurs," segir Óskar Ingólfsson, deildarstjóri tónlistarsviðs Ríkistút- varpsins, aðspurður hvaðan hann er. Óskar flutti með foreldrum sín- um til Keflavíkur þar sem faðir hans, Ingólfúr Halldórsson, kenndi við bama- og gagnfræðiskóla bæjar- ins. Þar kenndi hann alls í fjöratíu ár og var einnig skólastjóri. „Það var mjög gott að hafa pabba sem kennara og mér var ekki stritt á því þó að maður hafi vissulega fengið einstaka at- hugasemdir, enda var pabbi farsæll í starfi. Þó ákvað ég að kennari yröi ég aldrei." Óskar stóð ekki við loforð sitt og hefur alls kennt í 16 ár. Óskar segir það hafa verið gott fyrir börn að alast upp í Keflavík, þá var umhverfiö allt öraggt og um- ferð lítil. Hann minnist þess að sem drengur var hann meira eða minna úti að leika sér og veðrið skipti drengina þar engu. Óskar lýsir sjálf- um sér sem kálfi sleppt út að vori og segir þá leikfélagana hafa verið á endalausum flækingi um bæinn. „Þetta var gott samfélag og þama var allt til alls, þar hóf ég mitt tón- listamám." Að loknu stúdentsprófi úr Menntaskólanum í Hamrahlíð hélt Óskar til London þar sem hann nam við Royal College of Music. í London var hann alls í sex ár, þrjú lærði hann á klarínett en í þrjú ár kenndi hann. You crazy Eskimos Óskar segist vera dagfarsprúður maður og hann var strax sem lítill drengur með það sterkt í vitund sér að brjóta ekki af sér. „Þegar ég var níu ára fór ég inn á svæði hers- ins í leyfisleysi vegna þess að mig langaði mikið til þess að kaupa mér kók í dollu. Það var spennandi ævintýri. Ætlunar- verkið tókst en ég var hand- samaður af laganna vörðum og keyrður logandi hræddur heim.“ Hann velti hemum að öðra leyti ekki mikið fyrir sér en hermennimir lituðu þó bæjarlífið meira í þá daga en nú. Hermennimir bjuggu í bænum og fordómar voru á báða bóga. Amerísku börnin hrópuðu að þeim islensku háðsyrði eins og „you crazy Eskimos". íslensku börnin dóu ekki ráðalaus og gripu Reykjavík Keflavík nokkrir saman sem sprengdum kín- verja inni í loftopi sem fóra inn í kjallaraíbúð og sprangu þar. Við hlupum burt sem fætur toguðu og það komst aldrei upp hverjir voru þama að verki. Ég svaf ekkert þá nótt sannfærður um að kviknað hefði í húsinu með skelfilegum af- leiðingum. Vestfirðirnir toga Óskar segir fótboltaáhugann í Keflavík hafa haft áhrif á sig og ját- ar því að bera tilflnningar til Kefla- víkurliðsins. „Þetta er síður en svo auðvelt mál. Yngri sonur minn, Aron Ingi ér mjög heitur KR-ingur en í Keflavík fannst okkur KR vera versta lið í heimi. Ég er í dag frels- aður af þessu." Óskar segist þó ekki geta farið á leiki þar sem þessi tvö lið eigast við. „Ég held að veganesti mitt sé frem- ur að heiman en frá Keflavík, ég bind það ekki sérstaklega við bæinn. Satt best að segja leið mér alltaf eins og gesti þar og það gæti stafað af því að ég á enga ættingja á Suðumesjum. Fjölskylda mín er öll á Vestfjörðum og ég upplifði það mjög sterkt að koma þangað í fyrsta sinn. Ég man þegar ég kom í Djúpið í fyrsta skipti að þá leið mér loks eins og ég væri kominn heim. Aftur á móti er einn af mínum uppáhaldsstöðum í Keflavík, það er vitinn á bak við frystihúsið á Vatns- enda. Það er einstök tilfmning að horfa út á sjóinn þar. Hafið og útsýn- ið er mögnuð sjón.“ En kemur það fyrir að þú saknir æskustöðvanna? „Nei, ég kem alltaf reglulega til Keflavíkur. Ég er ekki illa haldinn af fortíðarþrá enda þýðir það ekki að hugsa um það hvar mað- ur var áður. Ég man að ég sá London í hillingum eftir dvöl mína þar en þegar ég fór aftur í heimsókn var upplifunin ekki eins og draumurinn." -þor ... í prófíl Þórarinn anarkisti Fullt nafn: Þórarinn Einarsson. Fæðingardagur og ár: 23. mars 1974. Maki: Nei. Börn: Nei (og þó!?) Starf: Innbindikápufram- leiðsla og meint andlegt þróun- arstarf í þágu mannkynsins. Skemmtilegast: Þegar mað- ur fær brainstorm. Leiðinlegast: Vestræn sið- menning. Uppáhaldsmatur: Kvöld- maturinn er oft ágætur. Uppáhaldsdrykkur: Kafli. Fallegasta manneskjan: Klara, vinkona min. Fallegasta röddin: Sú rödd innra með mér sem segir mér að ég sé á réttri leið þrátt fyr- ir viðvaranir annarra. Uppáhaldslíkamshluti: Augu. Hlynnt(ur) eða andvlg(ur) rikisstjóminni: Ég er bara al- mennt alfarið á móti ríkis- stjómum. Yfirvaldið burt! Með hvaða teiknimynda- persónu myndir þú vilja eyða nótt: Bara sem flestum. Uppáhaldsleikari: Peter Sellers. Uppáhaldstónlistarmað- ur: Maurice Ravel. Sætasti stjórnmálamaður- inn: Karólína Einarsdóttir, litla systir mín. Uppáhaldssjónvarpsþátt- ur: Black Adder. Leiðinlegasta auglýsingin: Þær eru langflestar viðbjóðs- lega leiðinlegar. Leiðinlegasta kvikmynd- in: Bandarískar B-myndir botna flestar hver aðra í leið- indum. Sætasti sjónvarpsmaður- inn: Eva María. Uppá- haldsskemmtistaður: Rokk. Besta „pikköpp“-línan: nota ekki pikköpplínur og ekki fyrir þvi að læra þær. Hvað ætlar þú að þegar þú verður stór? ætla bara að vera til vand-| ræða. Eitthvað að lokum: Ég | hvet sem flesta til þess að j kynna sér www.anarchists.org og láta i sér heyra. Jafnframt óska ég eftir stærra og um- svifameira blaðaviðtali.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.