Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 fimm 41 Fram undan... Júní 19. Kvennahlaup ÍSI Kvennahlaup ÍSÍ fer fram um land allt. Það hefst kl. 14 við Garðaskóla í Garðabæ. Vega- lengdir: 2 km, 5 km og 7 km án tímatöku. Allir sem ljúka Ihlaupunum fá verðlaunapening og T-bol. Upplýsingar á skrif- stofu ÍFA (íþróttir fyrir alla), íþróttamiðstöðinni í Laugardal, 1 i sima 581 3377. 23. Miðnæturhlaup á Jónsmessu (***> Hefst kl. 23 við sundlaugina í Laugardal, Reykjavík. Vega- lengdir: 3 km án tímatöku og flokkaskiptingar, 10 km með tímatöku. Flokkaskipting bæði kyn: 18 ára og yngri, 19-39 ára, 40-49 ára, 50 ára og eldri. Verð- laun veitt fyrir fyrstu þrjú sæt- in í heildina og 1. sæti í hverj- um flokki. Útdráttarverðlaun fyrir þátttakendur í 3 km. Allir sem ljúka keppni fá verðlauna- pening og T-bol. Búningsað- staða í sundlauginni og frítt í sund. Upplýsingar á skrifstofu Reykjavikur maraþons í síma 588 3399. 23. Víðavangshlaup HSÞ (*) Upplýsingar á skrifstofu HSÞ í síma 464 3107. 25.-26. Mývatns- maraþon (***> Keppni í maraþoni fer fram 25. og hefst kl. 22 með tímatöku. Keppni í öðrum vegalengdum fer fram 26., hálfmaraþon hefst kl. 13., 3 km og 10 km kl. 14 með tímatöku, mæting viö Skútu- staði í öll hlaupin. Meistaramót íslands í maraþoni. Flokka- skipting, hæði kyn: 12 ára og yngri, 13-17 ára (3 km), 17 ára og yngri (10 km), 16-39 ára (hálfmaraþon), 18-39 ára (10 km og maraþon), 40-49 ára, 50 ára og eldri konur, 50-59 ára, 60 ára og eldri. Sveitakeppni. Allir sem ljúka keppni fá verðlauna- pening og T-bol. Útdráttarverð- laun. Frítt í sund. Upplýsingar í símum 4608200 og 4644177. 26. Skúlaskeið n Hefst kl. 14 í Viðey. Vegalengd: 3 km fjölskylduskokk án tíma- töku. Aliir sem ljúka keppni fá verðlaunapening. Upplýsingar á skrifstofu Reykjavikur mara- þons í síma 588 3399. Frægðarför tveggja íslendinga á 100 km hlaup á Ítalíu: Staðráðnir í að klára þrautina með sæmd \ íslendingamir Ágúst Kvaran og Sigurður Gunnsteinsson voru landi og þjóð til sóma í hinu erfíða 100 km fjallahlaupi á Italíu sem kennt er við Del Passatore. Hlaupið, sem er meðal þeirra erfiðustu sem langhlauparar spreyta sig á, hófst síðdegis laugar- daginn 29. maí og stóð nokkuð fram á sunnudag. Leiðin hggur frá borg- inni Flórens, yfir Appenínaljallgarð- inn og endar í bænum Faenza í svip- aðri hæð yfir sjávarmáli og hiaupið hófst. Ails lúku 794 manns hlaupinu en keppendur sem gáfúst upp á leiðinni skiptu hundruöum. í áranna rás hafa að meðaltali 40% þeirra sem hefja hlaupið gefist upp. Ágúst Kvaran náði mjög góðum tíma, hljóp á 10.23:23 klst. og hafnaði í 75. sæti. Meðalhraði Ágústs var 9,62 km/klst. Sigurður Gunnsteinsson náði ekki síður athyglisverðum árangri en hann hljóp á tímanum 13.23:24 klst. sem dugði honum í 298. sæti (meðal- hraði 7,39 km/klst). Hann náði þar að hafha í efsta þriðjungi keppenda sem luku hlaupinu sem er feikigóður ár- angur þegar tiilit er tekið til þess að Sigurður er fæddur árið 1941. Sigurð- ur þreytti þessa erfiðu þraut á 58. ald- ursári. „Ég er mjög hreykinn yfir ár- angrinum, sérstaklega vegna þess að þetta var heitasta hlaup sem nokkum tíma hefúr verið skráð í sögu Del Passatore (það 27. í röðinni). Sá sem kom fyrstur í mark var á óvenjulélegum tíma og kenna menn hitanum þar um.“ Rússinn Valeri Siniouschkine náði fyrsta sæti á timanum 7.10:01 og var á meðaihraðanum 13,95 km/klst. Valeri er fæddur árið 1967. Rússar röðuðu sér reyndar í mörg af efstu sætunum, voru til dæmis í þremur af fjórum efstu sætunum. „Hinn mikh hiti bar marga ofur- Uði og við urðum strax að loknum 30 - segir Sigurður Gunnsteinsson Grindavíkurhlaup 6. júní: Vanmetið hlaup á alla vegu Arlegt Grindavíkurhlaup hefur ekki fengið þann sess sem það á skilið í hlaupadagskrá ársins. „Hlaupið er einstaklega skemmti- legt og ákciflega vel ------------ skipulagt af heima- mönnum," segir Pét- ur Frantzson, for- maður Félags mara- þonhlaupara, en hamn var meðal þátt- takenda í lilaupinu sem fram fór sunnudaginn 6. júní síðastliðinn. Vegalengdirnar eru 10 km með tímatöku og 3,5 km án tímatöku. Flokkaskipt er bæði eftir kyni og aldri og allir sem luku keppni fengu verölaunapening. „Af einhverjum orsökum hefur þátttaka í þessu hlaupi verið lítil, Umsjón ísak Örn Sigurðsson km varir við fjölda neyðarbíla sem voru að hirða upp hlaupara sem höfðu lent í öndunarerfið- leikum eða of miklu vökvatapi,“ segir Sigurður. „ítalir voru í meiri- hluta keppenda en þeir virtust ekkert þola hitann betur en keppendur frá öðrum löndum. Það kom okkur á óvart hve fáir „útlendingar“ tóku þátt í hlaupinu því Del Passatore er vel þekkt um allan heim. Þama voru nokkrir frá Rússlandi, Bret- landi og Danmörku, auk okkar tveggja frá íslandi. Langflestir keppenda voru þó ítalir. Ég varð ekki var við marga kepp- Agúst Kvaran og Sigurður Gunnsteinsson stilltu sér upp fyrir myndatöku við endamarkið að loknu hlaupinu í bænum Faenza. Del Passatore -100 km hlaup - leiðarlýsing Colla di Casaglla 913 metra hæð Flórens 65 metra hæö Félagarnir Sigurður og Ágúst eru hér við skilti sem sýnir að hlauparar hafa lokið 97 km af 100 en það er við bæjarmörk Faenza. endur í yngri kantinum. Mér sýndist að nær allir keppendur væru orðnir þrítugir eða þar yfir, enda er sjaldgæft aö yngri menn reyni við þrautir sem þessar. Þess má geta að keppandinn sem kom síðastur í mark (á 20 klukku- stundum) var 75 ára! Við höfðum búið okkur gaumgæfi- lega undir þetta hlaup og vorum stað- ráðnir í því að klára það. Hitinn gerði okkur erfitt fyrir og það kom okkur töluvert á óvart hve hlaupaleiðin var mishæðótt. Fyrstu 50 km voru á fótinn sem nam hækkun um eina 900 metra. Síðari hlutinn var samt enginn lúxus þó leiðin væri niður á við því hún var svo mishæðótt. Það kom sér því vel að vera með góðan útbúnað. Við vorum klyfjaðir orkugeli frá Leppin og höfð- um það fram yfir fjöbnarga keppend- ur. Skóbúnaður okkar var einnig fyrsta flokks, 2000-sería frá Asics, sem reyndist okkur óaðfinnaniega. Keppendur áttu þess kost að næra sig á leiðinni og greinilegt var að mat- urinn var á ábyrgð íbúa þeirra bæja og þéttbýliskjama sem leiðin lá um. Mik- il stemning var i bæjum og þorpum og keppendur fengu mikla hvatningu á þessari löngu leið, enda veitti ekki af. Skipulag í hlaupinu var að mörgu leyti til fyrirmyndar. Hins vegar þótti okk- ur sérkennilegt að umferð bíla var aldrei bönnuð og þurftum við aö glíma við bílaumferð á fjallvegum. Það var ekki þægileg tiifinning að næturlagi. Við lentum samt aldrei í vandræðum með skyggnið því fullt tungl var. Að mörgu leyti var þægilegra að hlaupa að næturlagi því hitinn fór þá niður í 12-13" C.“ Ágúst Kvaran og Sigurður Gunn- <■ steinsson voru í góðu ásigkomulagi að loknu hlaupinu og sluppu alveg við álagsmeiðsli. „Við fúndum fyrir smá- vegis stirðleika í hnjám og kálfúm en þar með er það upptalið. Við söknuð- um þess nokkuð að geta ekki farið í heitan pott að loknu hlaupi eins og við erum vanir á íslandi en það kom ekki mikið að sök.“ — Ætla mætti að menn væru uppgefn- ir að loknu erfiðu hlaupi sem þessu en tilfinningin hjá Sigurði og Ágústi var allt önnur. „Við vorum svo uppfullir af sigurvímu og gleði að loknu hlaupi að við áttum erfitt með að ganga til svefns. Það tók líkamann töluverðan tima að losa sig við endorfinflæðið og það sérkennilega hugarástand sem hel- tekur mann að loknu 100 km hlaupi,“ 's segir Sigurður. -ÍS þrátt fyrir að einstaklega vel sé að því staðið. Hlaupaleiðin er sérlega skemmtileg og það tekur ekki nema um klukkustund að keyra til ----------- Grindavíkur frá höf- uðborgarsvæðinu," segir Pétur. Amgrímur Guð- mundsson varð fyrstur í mark í karlaflokki í 10 km á sérlega góðum tíma, 37:06 mínútum. Valgerður Esther Jónsdóttir varð fyrst í mark í kvennaflokki á 46:38 mínútum, en sá tími er eftirtektar- verður þegar haft er í huga að Val- gerður er fædd árið 1953. Athygli vakti góður árangur 13 ára gamals pilts, Arnórs Aðalsteinssonar sem hljóp á 42:23 mínútum. -ÍS Allt um stórleik ÍBV og KR í Eyjum ma 0 X Veldu besta leikmanninn ^^ílandssíma www.simi.is DEILDIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.