Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Blaðsíða 46
54 afmæli Til hamingju með afmælið 19. júní 90 ára Kristmundur Guðbrandsson, Reykhólum, Reykhólahreppi. Þorlákur Hjálmarsson, Villingadal, Eyjafjarðarsveit. 75 áxa Elínborg Þórarinsdóttir, Hlíöarvegi 2, Patreksfirði. Margrethe Kristjánsson, Einarsnesi 42 A, Reykjavík. 70 ára Jón A. Bjömsson, Hamrabergi 7, Reykjavík. 60 ára Brynja Unnur Magnúsdóttir, Löngubrekku 32, Kópavogi. Gísli Óskarsson, Sóleyjargötu 3, Vestmannaeyjum. Hafsteinn Sigmundsson, Ásbúð 82, Garðabæ. Halldór B. Halldórsson, Laugavegi 61, Reykjavík. Helga Sigurrós Björnsdóttir, Garðarsbraut 32, Húsavík. Hildur Kristín Hermannsdóttir, Hábæ 42, Reykjavík. Ingibjörg Hauksdóttir, Túngötu 25, Bessastaðahreppi. Minny Bóasdóttir, Neðstaleiti 9, Reykjavik. 50 ára Filip Eggert Ivosevic, Mávahlíð 34, Reykjavík. Ingólfur F. Geirdal, Esjubraut 22, Akranesi. Júliana Kristín Gestsdóttir, Aðalgötu 12, Stykkishólmi. Rúnar Sigurjónsson, Hæðargerði 31, Reyðarfirði. 40 ára Björg Ólafsdóttir, Ingólfshvoli, Ölfushreppi. Gunnar Svavarsson, Hagamel 12, Reykjavík. Hildur Helgadóttir, Hverafold 25, Reykjavik. Ingibjörg H. Róbertsdóttir, Kolbeinsgötu 6, Vopnafirði. Jóhann Thorarensen, Nestúni 6 B, Hellu. Ragnar Ölver Ragnarsson, Markarflöt 57, Garðabæ. Soffía Antonsdóttir, Vesturfold 15, Reykjavík. LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 Orn Arnason Örn Ámason leikari, Bröndu- kvísl 9, Reykjavík, er fertugur í dag. Starfsferill Öm fæddist i Reykjavík og ólst þar upp í Hlíðunum auk þess sem hann dvaldi í Hrísey öll sumur til tvítugs. Hann fékk snemma áhuga á húsasmíði og var langt kominn í iðnnámi þar að lútandi er áhugi hans á leiklistinni tók yfirhöndina og hann ákvað að negla saman brandara fremur en spýtur. Öm stundaði nám við Leiklistarskóla Is- lands og útskrifaðist þaðan 1982. Öm hefur verið í föstu starfi sem leikari hjá Þjóðleikhúsinu frá 1982 en hefur jafnframt stundað ýmis önnur störf sem tengjast leiklist. Hann var einn af stofnendum Spaugstofunnar 1985, hefur, ásamt félögum sínum á Spaugstofunni, unnið að þáttagerð fyrir RÚV-Sjónvarp á árunum 1989-93 og frá 1995, s.s. við Enn eina stöðina, og þættina Imbakassann fyrir Stöð 2 1993-95. Auk þess hafa þeir Spaug- stofumenn samið og flutt gamanefni á fjölda skemmtistaða, víða um land, um árabil. Þá sömdu þeir leikritið Ör- fá sæti laus fyrir Þjóð- leikhúsið. Þá hefur Öm leikið Afa á Stöð 2 í samfellt tólf ár, eða frá 1987. Örn er landskunnur skemmti- kraftur og starfar sem slíkur jafn- framt leikhúsvinnunni. Hann hefur unnið á Bylgjunni með gamanþætti í sakamálastíl, s.s. Þetta er þáttur- inn, Sama og þegið, og Með öðrum orðum, hefur tekið þátt í gerð nokkurra ára- mótaskaupa og skemmti- kvölda á Hótel Sögu. Fjölskylda Öm kvæntist 6.4. 1985 Jóhönnu K. Óskarsdótt- ur, f. 4.2. 1957. Hún er dóttir Óskars Frímanns- sonar og Hólmfríðar Jónsdóttur. Börn Arnar og Jó- hönnu em Óskar Öm Arnarson, f. 18.7. 1983; Ema Ósk Arnardóttir, f. 21.4. 1989; Sólrún María Amardóttir, f. 22.11.1993. Systur Amar em Svanlaug Hall- dóra Ámadóttir, f. 25.3.1949, lækna- ritari, búsett í Reykjavík en maður hennar er Ólafur Gunnarsson fram- kvæmdastjóri og eiga þau þrjú börn; Jónína Margrét Ámadóttir, f. 16.7. 1951, verslunarmaður í Reykja- vík, en maður hennar er Ámi Steinsson, starfsmaður hjá Stein- dórsprent-Guttenberg, og eiga þau þrjú böm. Foreldrar Arnar era Árni Tryggvason, f. 19.1. 1924, leikari og sjómaður i Reykjavík og í Hrísey, og k.h., Kristin Nikulásdóttir, f. 1.12. 1928, húsmóðir. Ætt Foreldrar Áma voru Tryggvi Ágúst Jóhannsson frá Galmarsstöð- um, sjómaður, og Margrét Gísladótt- ir húsmóðir. Foreldrar Kristínar vora Nikulás Ámi HaUdórsson, trésmiður i Reykjavík, og k.h., Jónína Guðbjörg Helgadóttir húsmóður. Örn Árnason. Ingólfur Konráðsson Ingólfur Konráðsson, fyrrv. sjó- maður og verkamaður, síðast hjá Samskipum, Njörvasundi 31, Reykjavik, er sjötugur í dag. Starfsferill Ingójfur fæddist að Efri-Gríms- læk í Ölfusi og ólst þar upp. Hann stundaði sjómennsku á sín- um yngri ámm, lengst af á togaran- um Fylki frá Reykjavík. Hann hætti til sjós 1971 og stundaði síðan al- menn verkamannastörf í Reykjavik, lengst af hjá Skipadeild Sambands íslenskra samvinnufélaga, síðan Samskipum. Fjölskylda Ingólfur kvæntist 19.1.1962 Ragn- heiði Halldórsdóttur, f. 8.8. 1936, húsmóður. Hún er dóttir Halldórs Maríasar Ólafssonar, f. 2.11. 1894, d. 12.9.1955, og Ólafar Helgu Fertrams- dóttur, f. 2.11. 1893, d. 14.5. 1992. Böm Ingólfs og Ragnheiðar eru Helga María, f. 10.10. 1954, sjúkra- liði, gift Þorsteini Helgasyni offsett- ljósmyndara og eiga þau þrjú böm; Andrés Reynir, f. 3.4. 1956, trésmið- ur, var kvæntur Ömu Steinþórs- dóttur fóstru sem lést 22.9. 1996, og eignuðust þau þrjú börn, en unnusta Andrésar er Guðlaug Helga Konráðsdóttir skrifstofumaður; Halldór, f. 18.5.1962, byggingarverk- fræðingur, kvæntur Elísabetu Þór- unni Ásthildi Maack Pétursdóttur iðnrekstrarfræðingi og eiga þau tvær dætur; Ása, f. 4.4. 1965, d. 8.9. 1968; Ásberg Konráð, f. 31.5. 1971, byggingarverkfræðingur en sambýl- iskona hans er Þórhildur Guð- mundsdóttir byggingarverkfræðing- ur. Systkini Ingólfs: Gunnar, f. 4.7. 1928, bóndi á Efri-Grímslæk, kvænt- ur Grétu Jónsdóttur og eiga þau þrjá syni; Magnús, f. 8.9. 1933, bif- reiðarstjóri, var kvænt- ur Jónu Sigursteinsdótt- ur en þau skildu og eiga þau flögur böm; Sigríð- ur, f. 20.2. 1937, gift Guð- mundi Þorsteinssyni vél- stjóra og eiga þau fjögur böm. Foreldrar Ingólfs voru Konráð Einarsson, f. 21.11. 1898, d. 17.8. 1980, bóndi á Efri-Grímslæk, og Soffia Ásbjörg Magnúsdóttir, f. 1.5. 1898, d. 31.1. 1995, húsfreyja á Efri-Grímslæk. Ætt Konráð var sonur Einars, b. á Efri-Grímslæk, Eyjólfssonar, b. á Efri-Grímslæk. Móðir Einars var Kristrún Þórðardóttir, b. í Hlíð í Eystri-Hreppi, Guðmundssonar. Móðir Konráðs var Guðrún Jónsdóttir, b. á Hjalla og síðar kaup- manns í Reykjavík, Helgasonar. Soffia var dóttir Magnúsar, b. á Efra- Skarði, Magnússonar, b. á Efra-Skarði, Ólafsson- ar. Móðir Magnúsar var Þórann Ámadóttir. Móðir Sofifiu Ásbjarg- ar var Sigríður Ásbjörnsdóttir, b. í Melhúsum á Akranesi, Ásbjöms- sonar. Móðir Sigríðar var Soflfia Sveinsdóttir. Ingólfur og Ragnheiður taka á móti gestum í Höllubúð, húsi Kvennadeildar Slysavamafélagsins, Sóltúni 20, sunnd. 20.6. kl. 15-18. Ingólfur Konráðsson. Dagný Björk Pjetursdóttir Dagný Björk Pjeturs- dóttir, danskennari og tómstundafulltrúi Kópa- vogsbæjar, Lindasmára 11, Kópavogi, varð fer- tug þann 17.6.. Dagný fæddist á ísa- firði og ólst þar upp til 1971 er hún flutti til Reykjavíkur. Dagný stundaði nám við Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar 1976-80 og útskrifaðist sem danskennari frá Dans- kennarasambandi ís- lands. Þá sótti hún námskeið á ár- unum 1980-90 í Englandi, Dan- mörku, Þýskalandi, Bandarikjunum og á Spáni, vegna dans- kennslu, í líkamsfræði, choreograph, spænskum dönsum, samkvæmis- dönsum, barnadansi, söng og djassballet. Dagný kenndi dans við Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar 1976-83, starfrækti dansskóla á eigin vegum, lengst af við Smiðjuveg, á árun- um 1983-94, og hefur síö- an kennt dans við Hjalla- skóla, Snælandsskóla, Kársnesskóla, og við leikskóla í Kópavogi, Garðabæ og í Reykjavík. Þá er Dagný tómstundafulltrúi við Snælandsskóla, umsjónarmaður tómstundastarfs í grunnskólum Kópavogs, og hefur verið hópastjóri hjá Félagsmálastofnun Kópavogs. Þá var Dagný fararstjóri á Spáni fyrir Polaris, Úrval og síðan Úrval- Útsýn 1984-86. Dagný sat í keppnisráði Dansráðs íslands 1992-94 og í stjóm SPOEX 1984-86. Fjölskylda Böm Dagnýjar em Anný Rós Æv- arsdóttir, f. 21.4. 1982, nemi við MK; Andri Pétur Dagnýjarson, f. 11.12. 1993. Bræður Dagnýjar eru Björn Ómar Pétursson, f. 7.9. 1961, búsett- ur í Hafnarfirði en kona hans er ------^------------------------- Guðrún Kristmannsdóttir og eru böm þeirra Snjólaug Amdís, Pétur Már, Helena Rut og Eva Karen; Hin- rik Pétursson, f. 25.2. 1971, búsettur í Bessastaðahreppi en kona hans er Ragnheiður Guðmundsdóttir og eru dætur þeirra Sara Rakel og Matt- hildur Eir. Foreldrar Dagnýjar eru Pétur Valdimarsson, f. 12.5. 1940, og Stef- anía Amdís Guðmundsdóttir, f. 24.4. 1942, búsett í Hafnarfirði. Ætt Pétur er sonur Valdimars Vetur- liðasonar og Guðrúnar Kristjáns- dóttur. Stefanía er dóttir Guðmund- ar Eðvarðssonar og Hinriku Ásgerð- ar Kristjánsdóttur. Dagný Björk Pjetursdóttir. Sveinbjörg Oladóttir Sveinbjörg Óladóttir, afgreiðslu- stjóri Islandspósts í Borgarfirði eystra, Smáragrand, Borgarfirði eystra, er fertug í dag. Starfsferill Sveinbjörg fæddist í Borgarfirði eystra, ólst þar upp og hefur átt þar heima alla tíð. Hún var I bamaskóla í Grunnskóla Borgarfjarðar og stundað síðan nám við Alþýðuskól- ann á Eiðum. Sveinbjörg starfaði við leikskóla í Borgarfjarðarhreppi, vann við vinnumiðlun og heimilishjálp, hefur stundað fiskvinnslu og starfar nú hjá íslandspósti. Auk þess er hún um- boðsmaður DV á Borgarfirði eystra. Sveinbjörg er formaður sóknar- nefndar Bakkagerðiskirkju. Fjölskylda Maður Sveinbjargar er Pétur Örn Hjaltason, f. 11.12. 1957, iðnverka- maður hjá Álfasteini í Borgarfirði. Hann er sonur Hjalta Péturssonar, bónda í Snotmnesi í Borgarfirði, og Bjargheiðar Andrésdóttur hús- freyju. Sveinbjörg og Pétur Örn hófu sambúð 1980. Synir Sveinbjargar og Péturs Arnar eru Arnar Pétursson, f. 11.11. 1980, nemi; Olgeir Pétursson, f. 5.2. 1984, nemi. Systkini Sveinbjargar em Þór- hildur, skrifstofumaður í Reykja- vík, en maður hennar er Ágúst Grétarsson; Bergrún Gyða, leik- skólakennari á Hvolsvelli, en maður hennar er Jón Hermannsson; Haf- steinn, starfsmaður við sundlaugina á Egilsstöðum, en kona hans ~er Harpa Vilbergsdóttir; Jóhanna, verslunarmaður á Borgarfirði eystra en maður hennar er Ólafur Aðalsteinsson; Kjartan, verkamaður á Borgarfirði eystra; Erling Óli, fiskverkamaður í Noregi; Sigríður Þórkatla, fisktæknir í Noregi, en maður hennar er Jóhannes Jóhann- esson; Árni, íþróttakennari á Egils- stöðum, en kona hans er Valgerður Hreinsdóttir; Ólöf Björg, starfsmað- ur viö svæðisstjóm fatlaðra á Egils- stöðum, en maður hennar er Óðinn Gunnar Óðinsson;' Sigurjón Guðni, myndatökumaður hjá Stöð 2 í Reykjavík, en kona hans er Andrea Guðnadóttir. Foreldrar Sveinbjargar em Hann- es Óli Jóhannsson, f. 3.3.1927, stöðv- arstjóri á Borgarfirði, og Erla Sig- urðardóttir, f. 7.7. 1932, húsmóðir. Ætt Hannes Óli er sonur Jóhanns Helgasonar, b. á Ósi í Borgarfirði eystra og Bergrúnar Árnadóttur húsfreyju. Erla er dóttir Sigurðar Guðnasonar, b. á Gagnstöð í Hjalta- staðaþinghá, og Sigríðar Steinsdótt- ur húsfreyju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.