Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Blaðsíða 49
£>V LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 Krakkarnir smíða flugdreka. Drekadagar Aðstandendur Listamiðstöðvar- innar í Straumi í Hafnarfirði halda um þessar mundir svokall- aða Drekadaga fyrir böm upp að 12 ára aldri. í listamiðstöðinni gefst krökkimum kostur á að hanna og smíða flugdreka undir handleiðslu foreldra sinna. Jó- hann Örn Héðinsson handavinnu- Námskeið # kennari aðstoðar krakkana. Um helgina verður listasmiðjan opin frá 10-17 og geta þátttakendur komið og farið eins og þeim hent- ar. Um miðjan dag verður öllum boðið í kakó og kringlur. Nám- skeiðsgjald er 1000 kr. og er allt efni innifalið. Ævintýra- sigling og and- litslyftingar Um helgina verður haldin at- vinnuvegasýningin Stórþing ‘99 á Húsavík. Þetta er í annað sinn sem sýningin er haldin og munu um 70 fyrirtæki og einstaklingar úr Þingeyjarsýslum kynna vörur síneir og þjónustu fyrir nærstödd- um. Valgerður Sverrisdóttir, al- þingiskona, opnar sýninguna kl. Sýningar 10.50 og verður ýmislegt til af- þreyingar á meðan á sýningu stendur. Þar má nefna sýningu á leiktækjum frá Sprelli, fyrirlestra um andlitslyftingu án skurðað- gerðar, ættir Þingeyinga, morgun- leikfhni, tónlistaratriði, bifreiða-, tjaldvagna- og landbúnaðartækja- sýningar, ævintýrasiglingu til Grímseyjar og margt fleira. Málverkasýning Gylfa Gíslasonar í dag, laugardag, kl. 14 opnar Gylfi Gíslason málverkasýningu í Galleríi Sævars Karls. Gylfi Gísla- son er fæddur 1940 og útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla ís- lands árið 1971. Hann hefúr hald- Sýningar ið tug einkasýninga og fjölda sam- sýninga með öðrum listamönnum. Á sýningunni í Galleríi Sævars Karls verða stór málverk frá Þing- völlum sem Gylfi málaði á þessu ári. áagsönn Hægviðri og skurir í dag verður ríkjandi hæg norð- austanátt á norðanverðu landinu en hægur vindur af suðvestri á sunn- anverðu landinu og skúrir. Hitinn verður á bilinu 5 til 12 stig, mildast suðaustanlands. Á höfuðborgar- svæðinu litur út fyrir hæga suðvest- anátt og skúrir. Hitinn verður á bil- inu 5-10 stig. Sólarupprás í Reykjavík: 02.55 Sólarlag í Reykjavlk: 24.04 Árdegisflóð: 10.48 Síðdegisflóð: 23.10 Veðríð kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri alskýjad 12 Bergsstaðir rigning 9 Bolungarvík skýjað 8 Egilsstaóir 12 Kirkjubœjarkl. skúr 9 Keflavíkutflv. úrkoma í grennd 9 Raufarhöfn rigning 9 Reykjavík úrkoma í grennd 8 Stórhöföi rigning 7 Bergen skýjað 13 Helsinki léttskýjað 25 Kaupmhöfn skýjað 18 Ósló léttskýjað 18 Stokkhólmur 19 Þórshöfn rign. á sið. kls. 10 Þrándheimur skýjað 17 Algarve þokumóöa 25 Amsterdam skýjaó 16 Barcelona hálfskýjaó 27 Berlín alskýjað 15 Chicago léttskýjaö 14 Dublin alskýjaö 16 Halifax rigning 12 Frankfurt hálfskýjaó 20 Hamborg skýjaö 18 Jan Mayen rigning 3 London hálfskýjaó 20 Lúxemborg skýjað 18 Mallorca hálfskýjaö 31 Montreal heiðskírt 15 Narssarssuaq skýjað 5 Neui York skýjað 16 Orlando alskýjað 23 París skýjaó 19 Róm léttskýjaó 26 Vín skýjað 16 Veðríð í dag Höggmyndir Samúels. Steyptir draumar frumsýnd í dag, laugardag, verður heim- ildamyndin Steyptir draumar frmnsýnd í Tjamarbíói. Um er að ræða leikna heimildamynd með ævintýralegu ívafi en hún fjallar um Samúel Jónsson í Selárdal sem lést árið 1969. Leikstjóm er í höndum Kára Schram og handrit er eftir hann og Ólaf J. Engilberts- son. Samúel bjó í afskekktum dal á Vestfjörðum en þegar hann fór á eftirlaun hóf hann að búa til högg- myndir í steinsteypu og reisti kirkju yfir eigin altaristöflu þegar sóknamefndin á staðnum hafði hafnað henni. T Útivist fjölskyldunnar í Viðey Ýmislegt er við að vera í Viðey um helgar í sumar. Kl. 14.15 i dag verður farið í gönguferð um norður- strönd heimaeyjarinnai' og yfir á vesturey en gangan hefst við Viðeyjarkirkju. Þaðan verður haldið austur fyrir gamla túngarðinn og svo með fram honum yfir á norðurströndina. Þaðan verður gengiö til vesturs um Norðurklappir, komið við í fjörunni en svo haldið yfir Eiðishólana, niður með Eiðisbjargi, um Eiðið og loks yfir á austurbrún vest- ureyjarinnar. Þar em einu stríðsminjamar í Viðey og steinn með áletrun frá ár- inu 1821 en steinninn hefúr hlotið nafiiið Ástarsteinn- inn. Frá honum verður svo gengið heim að Viðeyjarstofu. Þessi gönguferð tekur rúma tvo tíma. Rétt er að klæða sig eftir veðri og vera vel búinn til fótanna. Frá Viðey. Utivera Veitingahúsið í Viðeyjarstofú er öllum opið og eins og undanfarin sumur er starfrækt hestaleiga í Viðey. Hægt er að fá lánuð reið- hjól endurgjaldslaust en hjálma er einnig hægt að fá lánaða hjá ráðs- manni. Þá em kjömar aðstæður til lautarferða í eynni. Á morgun, sunnudag, verður staöarskoðun kl. 14.15 en hún hefst að baki Viðeyjarstofu. Þar er saga eyjarinnar rakin í stórum dráttum, fomleifagröftur sýndur og fleira þar í grennd. Þetta tekur innan við klukkutíma. í dag, laugardag, verður ljós- myndasýningin sem verið hefur í Viðeyjarskóla undanfarin sumur, opnuö á ný. Hún fjallar um lífið á Sundbakkanum í Viðey á árunum 1907-1943. Sýningin verður opin milli kl. 13.20 og 17.10 um helgar en milli 13.20 og 16.10 virka daga. Viöeyjarferjan fer á klukkustund- ar fresti frá 13-17 úr landi og í land á hálfa tímanum. Þjófheldur Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki. Kvikmyndir Verk Samúels em talin sér- stæður kafli í alþýðulist íslend- inga og tilgangur myndarinnar er öðrum þræði að benda á að nauð- synlegt er að forða þeim frá glöt- un. Með hlutverk Samúels fer Karl Guðmundsson, Bjöm Karls- son leikur landmælingamann sem heimsækir Samúel þegar verk hans era komin upp og Samúel er enn vel em. Landmælingamaður- inn kemur síðan afhn- í Selárdal þrjátíu árum síðar og þá rifjast upp fyrir honum kynnin við Sam- úel og ýmislegt óvænt gerist. Með önnur hlutverk í mynd- inni fara m.a. Björk Jakobsdóttir, Þóra Friðriksdóttir og Helgi Skúlason, en hlutverk prestsins í Selárdal var eitt síðasta hlutverk hans. Kvikmyndatöku annaðist Halldór Gunnarsson, Guðmundur Bjartmarsson sá um lýsingu og hljóðið í myndinni var í höndum Þorbjarnar Erlingssonar. Fram- leiðandi er Kvikmyndagerðin Andrá. Gengið Almennt gengi LÍ18. 06. 1999 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 73,880 74,260 74,600 Pund 117,670 118,270 119,680 Kan. dollar 50,400 50,710 50,560 Dönsk kr. 10,2510 10,3080 10,5400 Norsk kr 9,3660 9,4180 9,5030 Sænsk kr. 8,7090 8,7570 8,7080 Fi. mark 12,8148 12,8918 13,1796 Fra. franki 11,6156 11,6854 11,9463 Belg. franki 1,8888 1,9001 1,9425 Sviss. franki 47,7800 48,0400 49,1600 Holl. gyllini 34,5749 34,7827 35,5593 Þýskt mark 38,9569 39,1910 40,0661 ít líra 0,039350 0,03959 0,040480 Aust sch. 5,5372 5,5704 5,6948 Port. escudo 0,3800 0,3823 0,3909 Spá. peseti 0,4579 0,4607 0,4710 Jap. yen 0,620100 0,62380 0,617300 írskt pund 96,745 97,326 99,499 SDR 99,020000 99,61000 100,380000 ECU 76,1900 76,6500 78,3600 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.