Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Blaðsíða 56
 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnieyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ1999 Heim með nýjar hendur: Gífurleg þjálfun fram undan - segir Guðmundur Felix „Þetta var mjög strembið prógram en árangurinn góður og fram undan er gifurleg þjálfun," segir Guðmundur Felix Grétarsson, rafeindavirki sem kom heim frá Sví- þjóð í gær með nýjar gervihendur. Guðmundur Felix lenti í alvarlegu slysi í fyrravetur Guömundur þegar hann fékk 11 Felix Grétarsson. þúsund volta '** spennu þar sem hann vann við há- spennulínu. Hann verður í þjálfun á Reykjalundi næstu mánuði. „Ég er bjartsýnn en geri mér þó grein fyrir að þessar hendur koma aldrei í stað þeirra gömlu. Ég er feginn að þetta er afstaðið og ég kominn heim,“ segir Guðmundur Felix. -aþ/rt Frumkvöðiill árþúsundsins: Jón Sigurðs- son kjörinn Jón Sigurðsson forseti (1811-1879) var kjörinn frum- kvöðull árþús- undsins í könnun sem DV, Bylgjan, SS og Visir.is stóðu fyrir. Kosn- ingin fór fram á Vísir.is og hlaut Jón 42% atkvæða. Næstur var Snorri Sturluson, Jón Sigurðsson forseti. rithöfundur og skáld (1179-1241) en hann hlaut 18% atkvæða. Sjá nánar á bls. 16 og 17 Þá er að máta bolina! Hér sjáum viö tvo af þátttakendunum í Kvennahlaupi ÍSÍ. Þorsteinn G. Gunnarsson (t.h.) aðstoðar við val á réttri stærð. Þær Elsa Elísdóttir (t.v.) og Eygló Karlsdóttir (í miðið) eru glaðbeittar, enda alltaf jafngaman í kvennahlaupinu. Búist er við gríðarlegri þátttöku kvenna alls staðar á landinu. DV-mynd JAK Mummi í Virkinu staðfestir frétt DV um verðfall á dópi: Neyslan stigmagnast - innbrot og auðgunarbrot fikla eru daglegt brauð „Eg er búinn að starfa að forvam- ar- og meðferðarmálum í mörg ár og hef séð neysluna stigmagnast og sölumönnum fjölga. Markhópurinn í dópinu er hér hjá okkur, 16-20 ára fólk, og við fylgjumst því mjög vel með þróuninni. Ég get því ekki sagt annað en að frétt DV í gær, um verðfall á dópi, lýsi ástandinu ein- faldlega eins og það er,“ segir Guð- mundur Týr, betur þekktur sem Mummi í Virkinu, við DV. Virkið verður eins árs á mánudag og þar á bæ vonast menn eftir að fá næga fjármuni til að geta haldið starfmu áfram. í Virkinu eru að jafnaði 12 krakkar og langur biðlisti eftir plássi. í ágúst er reyndar ráð- gert að flytja í nýtt og stærra hús- næði á Kjalarnesi sem gef- ur möguleika á 20 plássum. En fréttir af lokun plássa á Stuðlum vekur ugg. „Við auglýsum náttúr- lega eftir milljarðinum margumtalaða. Þeir sem lofuðu þessu hafa alltaf sýnt okkur velvilja og stuðning og ég trúi ekki öðru en að staðið verði við loforðin. Skilaboðin fyrir ári vora að við ættum að sýna hvað við gætum, sanna okkur. Við höfum fengið hæstu einkunn frá kerfinu og árangurstölurnar era góðar." Áður en milljarðinum margum- talaða verður ráðstafað vill Mummi að unnið verði að endurskipulagningu for- varnar- og meðferðarstarf- seminnar á íslandi. „Hún getur orðið botnlaus hít ef ekki er haldið utan um hana. Til þess hafa menn að- allega verið hver í sínu homi að pukra en með nýju Áfengis- og vímuvarnarráði verður kannski hægt að koma öllum þessum aðilum að sama borði. Það er nauð- synlegt þar sem ólíkir aðilar era oft að vinna með sama skjólstæðinginn, hver á sínu sviði. Slíkt fyrirkomulag er allt of dýrt. Og ef það væru tvö öflug meðferðar- heimili í landinu sem fengju að starfa af fullum kafti þyrfti ekki nema eitt heimili eftir 3 ár. Þetta er svo mikill uppsafnaður vandi.“ Mummi segir marga krakka í dópneyslu lifa í mjög óheiðarlegum heimi þar sem innbrot og auðgunar- brot era daglegt brauð. Síðan veröi foreldrar oft varir við að hlutir hverfa af heimilinu. „í unglingaherbergi er fullt af hlutum sem breyta má i peninga. Þá fjármagna mjög margir krakkar neysluna með sölu og þess vegna eru svona margir að selja dóp og framboðið jafnmikið og raun ber vitni.“ Fréttaljós um vímuefnavand- ann á bls. 20. -hlh Guðmundur Týr sem betur er þekktur sem Mummi í Virk- inu. Mildast sunnan til á morgun Á morgun, sunnudag, lítur út fyrir hæga norðvestlæga átt og smáskúrir norðaustan til á landinu en annars léttskýjað. Hitinn verður 5 til 12 stig, mildast á sunnanverðu landinu. Á mánudag verður suðaustanstrekkingur, 8-13 metrar á sekúndu, og rigning á suðvestanverðu landinu en léttskýj- að annars staðar. Hitinn verður á bilinu 9-15 stig, hlýjast á Norðurlandi. Veörið í dag er á bls. 57. 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.