Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1999, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 1999 Fréttir Prófdómari í vörubílstjóraprófi klagaöur til Umferðarráðs: Nemandi ók sand- hlassi heim á hlað - galdrabrennur, segir prófdómarinn „Ég kannast við eitt tilvik af þessu tagi sem þegar hefur verið tekið á. Viðkomandi var tekinn tali og gerð grein fyrir því að þetta sam- rýmdist ekki þeim kröfum sem við gerum til prófdómara okkar," sagði Óli. H. Þórðarson, framkvæmda- stjóri Umferðarráðs, í gær. Próf- dómarar ráðsins hafa verið undir smásjánni að undanfömu. Heimild DV segir að einn þeirra hafi látið „nemendur í prófi keyra mold og öðru efni í heimkeyrsluna hjá sér og þannig slegið tvær flugur í einu höggi“. Bragi Sigurvinsson próf- dómari sagði í gær að hér væri orðum aukið og málið allt hið ómerkilegasta. óli. H. Þórðarson. „Ég var nú bara að losa bíl fyrir ökukennara. Þetta var slatti af sandi sem hafð- ur er á pöllunum í kennslu og í prófum vörubílstjóra til að þyngja bílana," sagði Bragi í gær. Hann sagði að ekki hefði verið um að ræða akstur sérstaklega fyrir sig. „Ég held þetta sé nú bara kært af einhverjum illvilja í okkar garð, ver- ið að reyna að koma höggi á okkur. Það er eins og það séu einhverjar galdrabrennur í gangi,“ sagði Bragi. Hann segir að Qórir vinni sem próf- dómarar hjá Umferðarráði, tveir þeirra lentu í leiðindamáli fyrir nokkrum dögum. Braga finnst eins og taka eigi alla fjóra af lífi. -JBP H valQ arðar göngin: Lægra gjald? DV, Akranesi: Búast má við því að stjóm Spalar ehf., í samvinnu við lánveitendur, ákveði að lækka gjaldskrá Hvalfjarö- arganganna í vikunni. Miðað við þá umferð sem var um göngin á síðasta ári og í vetur hefðu göngin borgað sig niður á 12 árum í stað 20 eins og gert var ráð fyrir i upphafl og síðan afhent ríkinu til umráða. Samkvæmt heim- ildum DV eru líkur taldar á því að gjaldið fyrir staka ferð fólksbíla, sem í dag er 1000 krónur, muni halda sér en boðið verði upp á fleiri afsláttar- möguleika. Um hálf milljón bíla fór um Hval- fjarðargöngin á síðasta ári. Dagsum- ferðin var því 2500-2600 bílar, mun meira en gert var ráð fyrir. -DVÓ Blönduós: Tóku 135 Mikið var að gera hjá lögregl- unni á Blönduósi um helgina og 135 ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur á aðeins þremur sólarhringum. Að sögn lögregl- unnar er þetta toppurinn í ár en sá sem hraðast ók var tekinn á 135 kílómetra hraða. -þor Grindavík: Ökuþór tekinn Ungur maður var aðfaranótt sunnudags sviptur ökuréttindum sínum á Grindavíkurvegi eftir að hafa mælst á 167 kílómetra hraða. Ökuþórinn var að fagna átján ára afmæli sínu þegar lögreglumenn stöðvuðu hann. -þor Mikil aurskriða féil á Siglufjarðarveg, skammt innan við Mánárskriður, og var vegurinn lokaður í um 20 tíma. Skrið- unni verður ekki rutt burt fyrr en álit jarðfræðinga Vegagerðarinnar liggur fyrir. DV-mynd Örn Þórarinsson Siglubarðarvegur lokaður í 20 tíma vegna aurskriðu: Með björgunarbáti á knattspyrnuleik DV, Fljótum: Mikil aurskriða féll á Siglufjarðar- veg, skammt innan við Mánárskriður, aðfaranótt laugardags og var vegurinn lokaður í um 20 tíma. Féll aurskriðan úr svokölluðu Kóngsnefi en vegna sigs þar var vegurinn færður nær hlíðinni 1995. Aurskriðan var 50-60 metra löng og 4-5 metra há. Hún fór fram af veg- inum en þó ekki í sjó fram. Var bráða- birgðavegur lagður neðan við skrið- una og fer umferð nú þar um. Skrið- unni verður ekki rutt burt fyrr en álit jarðfræðinga Vegagerðarinnar liggur fyrir. Ljóst þykir þó að til einhverra aðgerða þurfi að grípa en sprunga sést í hlíðinni ofan vegarins. Aurskriðan truflaði meira en venju- lega umferð. Knattspymulið Léttis úr Reykjavík, sem kom akandi á tveimur bilum norður, var flutt sjóleiðina til Siglufiarðar ásamt dómara og línu- vörðum. Var það björgunarbáturinn á Siglufirði sem flutti íþróttagarpana. Kom hann til Haganesvíkur að ná í þá en gat ekki lagst að vegna grynninga. Var hópurinn því feijaður á milli í gúmbáti. Höfðu leikmenn á orði að þetta væri með meiri ævintýrum sem þeir hefðu lent í vegna knattspymuleiks. Áður höfðu þeir lent í því að hross hljóp á annan bOinn. Hrossið slapp ómeitt en litlu munaði að bílnum hvolfdi. -ÖÞ Heimsókn japanska forsætisráðherrans: Miðstöð hefur verið komið upp á Hótel Loftleiðum í tilefni af heimsókn forsætisráðherra Japans þar sem 40 Japanar starfa í nokkurs konar tíma- bundnu sendiráði við almenna skipulagningu og undirbúning heimsóknar forsætisráðherrans. DV-mynd HH Fjölmiðlaefni um Japan þýtt Mikill undirbúningur hefur verið fyrir opinbera heimsókn japanska for- sætisráðherrans, Keizo Obuchi, hér á landi en hann kemur til landsins í kvöld og verður í tvo daga. Þessa daga verða forsætisráðherrar allra Norður- landaþjóðanna einnig hér á landi en heimsókn japanska forsætisráðherrans er nokkurs konar sameiginleg heim- sókn til allra Norðurlandaþjóðanna. Fjölmiðlaefni um Japan er þýtt í til- efni af heimsókninni. Þetta gera Japan- ar fyrir allar opinberar heimsóknir til útlanda til þess að kynna sér viðhorf þjóða til Japans og meta hvemig heim- sóknir takast. Miðstöð hefur verið komið upp á Hótel Loftleiðum í tilefni af heimsókninni þar sem fiörutíu Jap- anar starfa í nokkurs konar tíma- bundnu sendiráði við almenna skipu- lagningu og undirbúning heimsóknar forsætisráðherrans. Starfsmennimir koma úr sendiráðum Japans víðs veg- ar í Evrópu. Keizo Obuchi mun á þriðjudags- morgun fúnda með forsætisráðherrum Norðurlandanna og síðar snæða for- sætisráðherramir hádegisverð í boði Ólafs Ragnars Grímssonar. -þor Stuttar fréttir i>v Halldór í Bosníu Halldór Ás- grímsson er í opinberri heim- sókn í Bosníu- Hersegóvínu um þessar mundir ásamt aðalfram- kvæmdastjóra Evrópuráðsins og fiölda annarra embættismanna. Heimsóknin er 11010- í að meta umsókn Bosníu- Hersegóvínu um aðild að Evrópu- ráðinu. RÚV sagði frá þessu. Fækkar störfum Að sögn Halldórs J. Kristjáns- sonar, bankastjóra Landsbank- ans, mun bankinn á næstunni að- laga sig breyttu og sjálfvirkara starfsumhverfi með þvi að fækka störfum og útibúum sinum. Mbl. greindi fi'á. Ónýtt kerfi Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands íslands, segir að verðmyndunarkerfi á sjávar- fangi sé liðónýtt og allar tilraunir til að halda áfram á sömu braut séu vonlausar. Hann telur jafn- framt að nýlegir dómai' Hæsta- réttar breyti engu þar um. RÚV sagði frá. Ráðuneytið lak ekki Sturla Böðv- arsson sam- gönguráðherra segist ekki vita til þess að ráðuneyti sitt hafi látið Landssímann fá álitsgerð Samkeppnisráðs áður en hún var birt málsaðilum. Hann segir hins vegar eðlilegt að ráðuneytið geri Landssímanum grein fyrir stöðu mála. Stöð 2 sagði frá. Dómar þyngdir Hæstiréttur hefur þyngt tvo dóma undirréttar í málum manna sem teknir voru fyrfr ölvunarakst- ur í vetur. Dómurinn tvöfaldað tím- ann sem mennimir voru sviptir ökuleyfi. Áhöld voru þó um hvort heimildir væru til að þyngja dóma sem þessa. RÚV sagði frá þessu. Óánægðir ferðamenn Um 40% erlendra ferðamanna, sem tóku þátt í skoðanakönnun hér á landi í vetur, sögðu að ekki væri gott að versla hér á landi. Magnús Oddsson ferðamálastjóri segir að nánari rannsóknir þurfi til að komast að því hvað ná- kvæmlega ferðamönnunum likaði ekki. Mbl. greindi frá. Samið við Norðmenn Fiskistofústjórai' Noregs og ís- lands hafa skrifað undir tvo samninga um aukið samstarf ís- lendinga og Norðmanna um eftir- lit með skipum innan lögsaga landanna. Landhelgisgæslur land- anna munu taka þátt í samstarf- inu. Sjónvarpið sagði frá. Siglt um Dimmugljúfur Nitján manns sigldu um helg- ina á Jökulsá á Brú um Dimmugljúfur. Nepalbúar voru við stjómvölinn á þremur af fimm bátum leiðangursins. Förin var kvikmynduð, en áin þykir vera gríðarlega erfið yfirferðar. Hillary áhugasöm Hillary Clint- on mjög spennt fyrir ráðstefnu um konur og lýð- ræði sem haldin verður hér á landi í haust en hún verður með- al þátttakenda í ráðstefnunni. Staðfest hefur verið að Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, verði einnig meðal þátttakenda. Sjón- varpið sagði frá. Fjölgar á mölinni Höfuðborgai'svæðið hefur vaxið meira en önnur landsvæði hvað mannfiölda varðar á undanfómum árum. Búist er við að íbúatalan fari yfir 200.000 á næstu 10 áram. Sjón- varpið sagði frá þessu. -KJA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.