Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1999, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 1999 Fréttir i>v Nýtt starf sviðsstjóra félagssviðs hjá Akureyrarbæ: Núverandi sviðs- stjórum ekki treyst DV, Akureyri: Ráðning sviðsstjóra félagssviðs hjá Akureyrarbæ hefur verið nokk- uð til umræðu að undanförnu. Um nýtt starf er að ræða en sameina á fræðslu- og fristundasvið og félags- og heilsugæslusvið undir nafn fé- lagssviðs. Átta umsækjendur eru um starf sviðsstjóra félagssviðs og hafa um- sóknirnar verið að velkjast um nokkra stund í kerfinu án þess að ákvörðun hafi verið tekin um hver hlýtur starfið. Málið kom m.a. til umræðu á fundi bæjarstjórnar og þar lýsti einn bæjarfulltrúi Framsóknarflokks yfir undr- un sinni á því að sviðsstjórar þeirra sviða sem sameina á hefðu ekki verið meðal um- sækjenda. Kristján Þór Júlí- usson svaraði því þannig að hann hefði átt samtöl við sviðsstjórana tvo, Ingólf Ár- mannsson og Valgerði Magn- úsdóttur, og það væri engin launung á því að hann hefði tjáð þeim að þau teldust ekki líkleg til að hljóta nýja starflð. „Já, ég tjáði þeim að ég sæi þau ekki fyrir mér í þessu nýja starfi. Ástæðan fyrir því að ég svaraði þessu alveg skýrt á bæjarstjómarfundinum var sú að það var verið að gefa undir fótinn einhverj- um söguburði úti í bæ og óþarfi að tala einhverja tæpitungu um þetta mál. Þetta starf er miklu um- fangsmeira en þau störf sviðsstjóra sem verið er að sameina og hið nýja félags- svið mun velta 2,5-3 millj- örðum króna og er miklu meira stjórnunar- og flármálastarf en hin störfin hafa verið. Það verður því að vanda mjög vel til valsins á þeim sem kemur til með að stýra þessu,“ segir Kristján. Umsækjendurnir um starfið eru Sturla Kristjánsson, Akureyri, Benedikt Sigurðarson, Akureyri, Karl Guðmundsson, Akureyri, Björn Baldursson, Höfnum, Elín M. Halldórsdóttir, Akureyri, Eyþór Þorbergsson, Akureyri, Valgerður Bjamadóttir, Akureyri, og Eiríkur Björn Björgvinsson, Akureyri. Bæj- arráð mun koma saman til fundar á mánudagsmorgun og væntanlega munu línur skýrast eitthvað eftir þann fund. -gk Kristján Þór Júlíusson. DV-mynd gk Kvennaflug Flugleiða: Blóm og kampavín frá Atlanta Starfsmenn Atlanta tóku vel á móti kvenáhöfn Flugleiða þegar hún lenti á Keflavíkurflugvelli síð- degis á laugardag. Um tímamótaflug var að ræða því að áhöfn þotu hefur ekki áður hér á landi verið ein- göngu skipuð konum. Flugstjóri í ferðinni var Geirþrúður Aifreðs- dóttir og var flogið til Kaupmanna- hafnar og til baka. Skömmu eftir lendingu mættu starfsmenn Atlanta prúðbúnir út í vél og færðu áhöfn- inni blómvendi og kampavín. „Þetta flug verður skráð á spjöld sögunnar enda afar merkur áfangi í flugsögunni. Þess vegna tókum við þá ákvörðun strax á fostudag að fagna þessu með einhverjum hætti. Það varð úr að við tókum á móti vélinni og færðum öllum í áhöfn- inni gjafir í tilefni dagsins. Þær voru, að ég held, mjög ánægðar með þetta framtak okkar,“ sagði Hafþór Hafsteinsson, flugrekstrarstjóri Atl- anta, í samtali við DV. Samkvæmt heimildum DV var ekki um formlega móttöku af hálfu Flugleiða að ræða. -aþ Mikill viðbúnaður var við syðri bakkann í Hafnarfjarðarhöfn um tíuleytið á föstudagskvöld. Hringt hafði verið til lög- reglu og sagt frá því að bíll hefði fallið í sjóinn. Lögreglan kallaði þegar í stað út kafara hjá Slökkviliði Reykjavíkur og sjúkrabifreiðir. Björgunarsveitin Fiskaklettur var einnig kölluð út. Kafarar leituðu lengi en án árangurs og loka- niðurstaðan var sú að bfll hefði ekki farið fram af bryggjunni. Á þessum slóðum er grjótgarður sem getur villt fólki sýn og svo hefur líklega verið um „sjónarvottinn" sem hringdi til lögreglu. DV-mynd HH Hættir án þess að hætta Uniifíi/J þegar formaðurinn vill losa framkvæmdastjór- ann og ráða nýjan, er það að sjálfsögðu samþykkt orðalaust, eins og annað sem Kristján segir. Að þessu loknu var Kristjáni formanni falið að ganga frá starfslokasamningi við Kristján fram- kvæmdastjóra og af því að Kristján framkvæmda- stjóri hefur unnið svo lengi hjá Kristjáni for- manni, má fastlega búast við því að Kristján for- maður geri vel við Kristján framkvæmdastjóra þegar hann lætur nú af störfum. Þeir hafa unnið náið saman og formaðurinn veit manna best hversu framkvæmdastjórinn hef- ur lagt mikið á sig og þess vegna mun formaður- inn hafa ríka ástæðu til að gera rausnarlegan starfslokasamning við framkvæmdastjórann. Ef einhver heldur að Kristján sé að hætta hjá LÍÚ er það mikill misskilningur og i raun og veru munu völd hans aukast til muna þegar hann þarf ekki að láta framkvæmdastjórann tefja fyrir for- manninum og formaðurinn þarf þá heldur ekki að leita uppi framkvæmdastjórann til að segja honum hvað formaðurinn hafi ákveðið. Kristján er sem sagt laus við það að þurfa að spyrja sjálf- an sig um það hvaða afstöðu eigi að taka, þegar hann snýr sér alfarið að formennskunni, sem hef- ur hingað til verið aukastarf hjá framkvæmda- stjóranum. Nú ræður Kristján einn. Þetta er skynsamleg ráðstöfun hjá Kristjáni í LÍÚ, að hætta sem framkvæmdastjóri án þess að hætta sem formaður, því þetta hefur í raun og veru verið bráðabirgðaástand síðustu þrjátíu árin. Dagfari Það barst út sá kvitt- ur um bæinn um dag- inn að Kristján Ragn- arsson hjá LÍÚ væri að hætta. Það var rétt svo langt sem það náði. Kristján hefur nefni- lega bæði verið formað- ur og framkvæmda- stjóri hjá útvegsmönn- um, þannig að það var tiltölulega auðvelt fyrir formanninn að segja framkvæmdastj óran- um til og sömuleiðis voru hæg heimatökin hjá framkvæmdastjór- anum að vita hvað for- maðurinn vildi að gert yrði. Nú hefur Kristján formaður komið að máli við Kristján fram- kvæmdastjóra og sagt honum að hann vilji hætta sem framkvæmdastjóri og vilji bara vera formaður. Formaðurinn hlustaði á þessa ósk framkvæmdastjórans og af því formaðurinn er framkvæmdastjóri og framkvæmdastjórinn er formaður, gat Kristján formaður sætt sig viö það að Kristján framkvæmdastjóri léti af störfum og svo var haldinn fundur nú í vikunni og Kristján formaður lagði til að Kristján framkvæmdastjóri fengi starfslokasamning. Nú eru að vísu einhverjir aðrir i stjórn LÍÚ, án þess að vitað sé hverjir það séu, enda lætur bæði þjóðin og útvegsmenn sér það i léttu rúmi liggja, því Kristján formaður hefur haft tögl og haldir og stýrt þessum samtökum í heilan mannsaldur og Hetjudáðir Hinn kunni hestamaður Hjalti Pálsson hefur barist við sykursýki megnið af ævinni eða hálfan átt- unda áratug. Hjalti geymir gæðinga sína í Borgarfirði á sumrum og á leið þangað ríður hann jafnan um Þingvöll og Uxa- hryggi. Vegna kuld- ans þetta vorið bár- ust Hjalta þau tíð- indi frá Þingvöll- um að enga beit væri þar að hafa og ekki hægt að æja. Þá voru góð ráð dýr. Hefur Hjalti því ákveðið að blása á aldurinn og syk- ursýkina og fara beinustu leið upp í BorgarQörð yflr tvo háa og mjög torfæra fjallvegi, Svínaskarð í Esju og Síldarmannagötur upp af Hval- firði. Hefur Sandkorn eftir reynd- um hestamönnum að með þessu skjóti Hjalti yngri hestamönnmn ref fyrir rass en þeir gera lítið ann- að en góna upp eftir Sfldarmanna- götum úr Hvalfírði og fer um þá hroflur... Rauða spjaldið í tímaritinu Nordic Travel Jo- urnal, sem geflð er út mánaðarlega, var nýlega viðtal við Helga Jó- hannsson, for- stjóra Samvinnu- ferða-Landsýnar. Þar segir hann norrænum les- endum frá þeirri sérkennilegu stöðu að Samvinnuferðir séu hvort tveggja í senn, stærsti viðskiptavin- ur og stærsti keppinautur Flug- leiða. Er haft eftir Helga að mark- mið hans sé að halda Flugleiðum í skeijum svo félagið einoki ekki ís- lenska ferðaþjónustu. Og hann fjall- ar um afleiðingar þess að tala opin- skátt um samkeppnisstöðu Flug- leiða. „í hvert skipti sem ég tala við blaðamenn um tflraunir Flugleiða til að einoka islenska ferðaþjónustu fæ ég að líta rauða spjaldið í þrjá til sex mánuð...“ Vindhaninn Útvarpsráð, pólitiskur varðhund- ur Ríkisútvarpsins, fundaði 1. júní síðastliðinn. Þetta var síðasti fund- ur þessa útvarpsráðs, undir forsæti Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar og ýmis mál til umfjöll- unar. Þótti sérstök ástæða til að geta frammistöðu þeirra sem komu fram fyrir hönd Sjónvarpsins i Eurovision- keppninni, með Selmu Bjömsdóttur í broddi fylk- ingar, og framganga þeirra og ár- angur þakkaður. Hins vegar hjó Sandkom eftir því að útvarpsráði þykir dagskrá Sjónvarpsins góð það sem af er sumri og þá sérstaklega þátturinn Vindhaninn. Það er kannski dæmigert þar sem þar á bæ virðast menn láta gagnrýni hins almenna notanda sem vind um eyru þjóta... Tapsárir Á Eskifirði eru menn afar hreyknir af nýja vall-. arhúsinu sínu enda aöstaða vegna kapp- leikja önnur og betri en verið hef- ur. Heimaliðið, KVA, lék við KA um helgina og unnu heimamenn einu mai-ki gegn engu. Ósigurinn virðist hafa farið flla í KA-menn því þegar komið var inn í búningskefla þeirra eftir leik blasti við brotin sal- emishurð. Ummerkin, grasgræna og takkafór, þóttu taka af allan vafa nm hvaft aprct hpfrSi Umsjón Haukur L. Hauksson Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.