Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1999, Blaðsíða 8
Útlönd Clinton og Jeltsín lofa bættum samskiptum: Hermenn Serba burt úr Kosovo á undan áætlun Brottflutningi júgóslavneskra hersveita frá Kosovo lauk í gær, ell- efu klukkustundum á undan áætl- un. Forystumenn Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) lýstu þegar yfir því að lofthemaðinum gegn Júgóslavíu væri formlega lokið. Árásirnar höfðu legið niðri frá 10. júní þegar Slobodan Milosevic Júgóslavíufor- seti féllst á friðarskilmála NATO. íbúar Kosovo hafa sýnt hermönn- um NATO svo marga staði þar sem meint voðaverk Serba vom framin að ekki em nægilega margir her- menn til að gæta þeirra allra, að sögn þeirra sem rannsaka stríðs- glæpi Serba. Bill Clinton Bandaríkjaforseti og Borís Jeltsín Rússlandsforseti rædd- ust við í Köln í Þýskalandi eftir að fundi svokallaðs G-8 hóps, það er sjö helstu iðnríkja heims auk Rúss- lands, lauk þar í gær. Fundurinn stóð í klukkustund. „Þeir vom sammáia um að sam- skipti landanna hefðu verið erfið á Grænlendingar sólgnir í hass Eftirspumin eftir hassi er svo mikil á Grænlandi að fíkniefna- salar hafa freistast til að reyna að selja fiskafóður og strokleður sem hass, að því er segir í danska blaðinu Berlingske Tidende. Að sögn lögreglunnar á Grænlandi hefur orðið mikil aukning á gróf- um ofbeldisverkum í tengslum viö fikniefnaviðskiptin. Hert löggæsla og viðurlög við fíkniefnabrotum virðast ekkert hafa að segja hjá grönnum okkar. Þá hefur verð á hassi rokið upp úr öllu valdi og er nú um tuttugu sinnum hærra en í Danmörku. Miðað við höföatölu eru fikni- efnaglæpir fjórum sinnum fleiri á Grænlandi en í Danmörku. Þrýst á að ákæra Saddam Aukinn þrýstingur er nú á að Saddam Hussein íraksforseti verði ákærður fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu, rétt eins og Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseti. Peter Galbraith, fyrram sendi- herra Bandaríkjanna i Króatíu, er einn þeirra sem vilja draga leiðtoga íraks til ábyrgðar fyr- ir meöferð íraka á Kúrd- um. Galbraith var í Paris fyrir helgi og sagði í viðtali við blaðið Libération að glæpir Saddams væra enn alvar- legri en það sem Milosevic hefði gerst sekur um. Hann vísaði þar meðal annars til eiturefnaárásar íraska hersins á óbreytta kúrdiska borgara fyrir nokkrum árum. Clinton sendir Rússum kveðjur Bill Clinton Bandaríkjaforseti óskaði Rússum alls velfamaðar í fyrsta einkaviðtali sínu við rúss- neska sjónvarpsstöð í gær. Hann fullvissaði Rússa um að þrátt fyr- ir efnahagsþrengingar þeirra ættu þeir heima í hópi átta helstu iðnríkja heimsins. „Ég vil að þið vitið að Banda- ríkin trúa á sterkt og blómstrandi Rússland þar sem lýðræðið ræður ríkjum,“ sagði Clinton í viðtalinu sem var sjón- varpað frá Köln. Albönsk kona frá Kosovo bíöur eftir fari heim t flóttamannabúðum í Makedóníu. Að sögn starfsmanna hjálparstofnana hafa meira en eitt hundrað þúsund Albanir snúið heim til Kosovo síðustu daga. meðan á átökunum í Kosovo stóð en nú væri kominn tími til að horfa fram á veginn,“ sagði Sandy Berger, þjóðaröryggisráðgjafi Clintons, við fréttamenn. Rússar, fomvinir Serba, voru andvígir lofthernaði Vesturlanda gegn Júgóslavíu. Gerhard Schröder Þýska- landskanslari sagði eftir leiðtoga- fundinn að samkomulag væri um að láta Serbum ekki í té neina aðstoð við uppbyggingu landsins á meðan Milosevic væri enn við völd. Hann bætti þó við að G-8 ríkin væra fylgjandi mannúðaraðstoð við Júgóslaviu þar sem innviðir lands- ins, svo sem samgöngukerfi, hefðu að miklu leyti verið eyðilagðir í loft- árásunum. Hundruð óbreyttra serbneskra borgara, sem höfðu flúið frá Kosovo um leið og serbneski herinn hvarf á brott, snera heim í gær að áeggjan stjómvalda. En margir þeirra sem flúðu eyðilögðu heimili sin. Játvarður prins, yngsti sonur Elísabetar Englandsdrottningar, og Sofffa unnusta hans gengu f hjónaband í Windsorkastala á laugardag. Athöfnin þótti fremur látlaus af kóngafólksbrúðkaupi að vera. Ungu hjónin segjast ætla að halda áfram að vinna fyrir sér eins og áður og segja að væntanleg börn þeirra muni ekki bera konunglega titla. Vonir um nýja tíma í bresku konungsfjölskyldunni: Játvarður og Soffía farin í brúðkaupsferð Játvarður prins og Soffla forðuð- ust íjölmiðla eins og heitan eldinn í gær, daginn eftir að þau gengu í hjónaband í Windsor-kastala. Þau era nú farin í brúðkaupsferð og eng- inn veit hvert. „Brúðkaupið í gær var opinber viðburður en það sem gerist frá og með þessari stundu er einkamál þeirra. Við vonum að hjónin fái að njóta brúðkaupsferðarinnar í friði og einrúmi, eins og flest önnur hjón,“ sagði talskona Buckingham- hallar í gær. Bresku blöðin vora ekki á einu máli um hvert nýbökuðu hjónin, sem nú heita jarlinn og greifaynjan af Wessex, kunna að hafa brugðið sér. Sum nefndu Balmoral, kastala Elísabetar drottningar í Skotlandi, til sögunnar, önnur töldu víst að hjónakomin hefðu farið í siglingu um Miðjarðarhafið og enn önnur sögðu að ferðinni hefði verið heitið til Karíbahafseyjarinnar Mustique. Fjölmiðlar fóru mjög lofsamleg- um orðum um brúðhjónin í gær og vekur það vonir um að nýir og bjartari tímar séu fram undan hjá konungsfjölskyldunni. Sem kunn- ugt er hafa hjónabönd systkina Ját- varðs öll endað með skilnaði. „Margra ára biö er á enda. Ját- varður og Soffia era búin að gifta sig og öll þjóðin samgleðst þeim,“ sagði æsifréttablaðið News of the World í gær. Játvarður er síðastur barna Elísa- betar drottningar til að ganga j hjónaband og hann hefur áreiðan- lega lært eitthvað af mistökum bræðra sinna og systur. Hið virta blað Sunday Times sagði að konungsfjölskyldunni hefði nú tekist að blása í glæður ástar al- mennings. „Þessi ungu hjón hafa gefið sér góðan tíma og heimurinn hefur breyst frá fyrri brúðkaupum. Þau virðast vita hvað ást er. Þau eiga séns,“ sagði í Sunday Times. MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 1999 Stuttar fréttir i>v Ræningi með apagrímu Árvekni þriggja ungra manna í Kaupmannahöfn varð til þess að ræningi með apagrímu fyrir and- litinu og vopnaður hnífi var handsamaður skömmu eftir að hann hafði rænt bensínstöð. Blair horfir heim Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, gaf tO kynna í gær að hann ætlaði að snúa sér í aukn- um mæli að innanlands- vandamálum. Stríðið í Kosovo og kosningar til Evrópuþingsins um daginn hafa skyggt nokkuð á stefnu Blairs í innanlandsmálum. í viðtölum við fjölmiðla i gær sagðist hann ætla að berjast fyrir endurkjöri á af- rekum sínum heima fyrir. Indverjar taka hæð Indverski herinn náði hernað- arlega mikilvægum fjallstindi í Kasmír á sitt vald í gær og fékk stuðning G-8 ríkjanna í barátt- unni gegn átroðningi Pakistana í hinu umdeilda héraði. Tíu teknir á írlandi Lögreglan á írlandi og Norður- írlandi hefur handtekið tiu menn i tengslum við sprengjutilræðið í norður-írska bænum Omagh í ágúst í fyrra. Tuttugu og niu týndu lffi í tilræðinu, hinu mann- skæðasta i sögu átakanna á Norð- ur-Irlandi. Morðingi drepur sig íranskur maður sem grunaður er um að vera viðriðinn morð á fjölda íranskra menntamanna svipti sig Iffi í fangelsi með því að drekka vökva til að fjarlægja hár. Castro horfði á Fidel Castro Kúbuleiðtogi og aðrir hátt settir embættismenn fylgdust með því í gær þegar tugþúsundir kúbverskra mótmælenda- trúarmanna héldu fjöldafund á Byltingartorg- inu í Havana og sungu kristileg slagorð. Þykir þetta til merkis um aukið um- burðarlyndi í garð trúaðra hjá Castro. Gögn um Kennedymorð Rússar hafa afhent Bandaríkja- mönnum gögn sem gætu varpað ljósi á Lee Harvey Oswald, morð- ingja Johns F. Kennedys forseta 1963. Oswald dvaldi í Sovétríkjun- um á 5. og 7. áratugnum. Tuddi á götum New York Lögregla í New York neyddist í gær til að drepa naut sem hafði sloppiö út á götur Queens-hverfis og réðst þar á vegfarendur. Ekið á King Hryllingssagnameistarinn Stephen King liggur nú fót- og mjaðmarbrotinn, og með sprung- ið lunga að auki, á sjúkrahúsi eft- ir að ekið var á hann. Ökumaður- inn hafði látið hund í bíl sínum trufla sig. King var fótgangandi. Þörf á einni stefnu Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakklands, segir í viðtali við Intemational Herald Tribune í dag að Evrópu- sambandsríkin þurfi að sam- hæfa stefnu sína í þróunar- aðstoð. Evrópu- ríkin veita meiri þróunaraðstoð en ö.nnur lönd. Færeyingar gera göng Framkvæmdir era nú hafnar á ný við neðansjávarjarðgöng undir Vestmannasund í Færeyjum, milli Straumeyjar og Vága þar sem flugvölhirinn er. m L

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.