Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1999, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 1999 13 DV Fréttir Langur vetur í Fljótunum: Ekki hægt að bera á tún fyrr en í júlí - segir Jón bóndi Númason, Þrasastöðum DV, Skagafiröi: „Það er búin að vera óskaplega löng innistaða á fénu. Það stefnir í átta mánuði á því sem síðast fer út. Það fer saman að veturinn lagðist óvenju snemma að og svo vorar seint í ár. Ég vonast til að koma fénu að mestu út nú um miðjan mánuðinn þó svo að það sé lítill gróður kominn," sagði Jón Núma- son, bóndi á Þrasastöðum í Fljótum. Eins og komið hefúr fram var mikill snjór í Fljótunum í vetur og fram eftir vori. Þó var sýnu mest fannfergi framan við svokallaða Stífluhóla, á Lágheiði og í framan- verðum Ólafsfirði. Þegar fréttamaður var á ferð á Þrasastöðum þann áttunda þessa mánaðar var túnið að mestu undir snjó. Þó svo að komið hefðu nokkr- ir hlýir dagar var frost flestar næt- ur og við slík skilyrði verður snjó- bráðnun ákaflega hæg. Jón sagðist hafa sett fyrstu kind- urnar út eftir hvítasunnu en þær voru þó á fullri gjöf fram yfir mán- aðamót. Þar var um að ræða 50 ær sem báru snemma í apríl. Hann seg- ist ekki sjá fram á að hægt verði að bera á túnið fyrr en í júlí þannig að heyskapurinn verður seint á ferð- inni í ár. Hann verður þó síður en svo verkefnalaus fram að slætti því hann hyggst byrja á fjárhúsbygg- ingu í þessum mánuði sem áætlað er að taka í notkun fyrir næsta vet- ur. Það var því ekkert uppgjafar- hljóð í Jóni þrátt fyrir að vorið hefði verið erfltt að þessu sinni. -ÖÞ Snjallkortið: Samstarfsaðili ekki gefinn upp „Nýju snjallkortin eiga að koma á markaö hér á landi á seinni hluta þessa árs. Kortið mun verða viðtekið um allan heim en á þessari stundu mun- um við ekki gefa upp hver sam- starfsaðili okkar verður,“ segir Sigurjón Pétursson, stjórnarfor- maður Korts hf. Kort hf. kynnti fyrir skömmu að það hygðist bjóða upp á nýtt kreditkort hér á landi þar sem Sigurjón Pétursson. örgjafi mun koma í stað segul- randarinnar. Nokkur íslensk stórfyrirtæki standa að baki Korti hf. Sú spuming hefur vaknað í framhaldinu hvort og þá hvaða erlendi aðili muni ljá snjallkortinu merki sitt þar sem eina leiðin til að kortið verði tek- ið gott og gilt er að fá á það þekkt erlent merki. -BMG/hlh ftt&t&Sir uppííákiibíkif BRIMB0R6 Alvöru afsláttur/alvöru bílar. Opið alla helgina. Munið heimasíðuna: www.evropa.is í 4 daga vegna mikillar sölu á nýjum bílum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.