Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1999, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aóstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritsýórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Visir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgalds. Þrælar, sölumenn og loforð Foreldrar óttast fátt meira en að börnin þeirra verði fikniefnum að bráð - verði þrælar misindismanna sem gera sér ístöðuleysi og barnalega forvitni að féþúfu. Ekkert er nöturlegra en að horfa upp á glæsileg og efni- leg ungmenni verða eitrinu að bráð. Fáeinir einstak- lingar og hópar vinna kerfisbundið að því að eyðileggja æsku og vonir unglinga - brjóta niður fjölskyldur og slíta vinabönd. Foreldrar standa ráðalitlir og lögreglan vanmáttug gagnvart vandanum en stjórnmálamenn gefa loforðin. Eins og komið hefur fram hér í DV undanfarna daga er ástandið í undirheimum eiturlyfjanna skelfilegt. Eitrið flæðir yfir og verðið hefur snarlækkað. Grammið af kókaíni hefur lækkað um helming og hassið fæst á útsölu. Sölumenn dauðans hafa tileinkað sér aðferðir snjallra kaupmanna og bjóða sérstakan magnafslátt. í ítarlegri fréttaskýringu í Helgarblaði DV kemur fram að um 50 virkir fíkniefnasalar starfa á höfuðborg- arsvæðinu. Allir fá þeir að vera nær óáreittir við iðju sína þrátt fyrir að vitað sé hvað þeir heita, hvar þeir búa og hvernig þeir haga sínum sölumálum. „Og þekkt- ir smásalar, í sumum tilfellum þekktir krimmar, ganga áhyggjulausir um göturnar með hæðnisglott á vör og vasana fulla af fikniefnum, vitandi að lögreglan er van- búin, vantar peninga og mannafla til að trufla iðju þeirra svo nokkru nemur.“ Fyrir nýliðnar kosningar til Alþingis voru stjórn- málamenn duglegir að gefa loforð. Enginn stjórnmála- flokkur gaf skýrari loforð um að stórefla baráttuna gegn eiturlyfjum en Framsóknarflokkurinn sem lýsti yfir stríði gegn fíkniefnavandanum. Nú, nokkrum vik- um síðar, hefur þremur af átta vistunarplássum fyrir unga fíkniefnaneytendur á Stuðlum verið lokað í sum- ar vegna fjárskorts. Biðlistar ungs ógæfufólks, sem vill brjóta af sér fötra eitursins, lengjast - biðtíminn eftir hjálp er allt að eitt ár. „Ég var í mikilli dópneyslu á sín- um tíma og get fuUyrt að ég hefði ekki lifað ársbið eft- ir meðferð,“ sagði 16 ára gömul stúlka í viðtali við DV síðastliðinn miðvikudag. Foreldrar gera ákveðnar kröfur til stjómmálamanna og ríkisvaldsins. Þeir ætlast til þess að börnum þeirra standi til boða góð almenn menntun, óháð efnahag eða búsetu. En þeir gera einnig kröfu til þess að ríkisvald- ið standi vörð, ásamt foreldrunum sjálfum, um velferð barnanna. Frumskylda hvers ríkisvalds er að verja borgarana gegn hvers konar ógnun, hvort heldur hún er utan eða innan frá. Þess vegna á það að vera fyrsta verkefni al- þingismanna á hverju ári að tryggja að nægilegir fjár- munir séu fyrir hendi til að sinna forvörnum og að lög- reglan sé ekki lömuð af fjársvelti. Þegar þeir eru búnir að tryggja þetta geta þeir útdeilt fjármunum í önnur verkefni, þar á meðal í gæluverkefni sem mörgum er svo annt um. Fögur orð og efndir stjórnmálamanna um átak gegn fíkniefnavandanum og sölumönnum dauðans hafa því miður ekki farið saman. Úrræði foreldra ungmenna sem lent hafa á glapstigu dópneyslu eru takmörkuð. Ungmenni sem vilja brjótast út úr vítahring neyslunn- ar koma að lokuðum dyrum. Lögreglan er lömuð vegna fjársveltis. Tími efnda fagurra loforða er löngu runninn upp. Oli Bjöm Kárason Fram kom ekki alls fyr- ir löngu í einni af þessum aðgangshörðu skoðana- könnunum, sem sýknt og heilagt dynja á þjóðinni, að hægrimenn læsu snöggtum minna en vinstrimenn, og kom víst fáum á óvart. Af því má væntanlega draga þá ályktun að hægrimenn séu að því skapi fátækari í andanum. Þessvegna hlýtur þaö að vera verð- ugt umhugsunarefni að ein helsta menningar- stofnun landsmanna, Rík- isútvarpið, skuli að veru- legu leyti lúta stjórn hægrimanna sem ráðskast með dagskrá þess að eigin geðþótta og að því er virðist í full- kominni fáfræði um hlut- verk menningarlegs fjöl- miöils, sem auk þess er Afskipti stjórnmálamanna af RÚV hafa spillt fjölmiðli allra landsmanna, segir Sig- urður A. í grein sinni. Hann telur að hægri mönnum fari það illa að koma nærri menningunni. Myndin er af starfsmönnum RÚV í önnum. Fátækir í andanum treystist til að virða valdsmanninn og handbendi hans að vettugi. Þó nokkrir þættir i hljóðvarpi gnæfi við himin á eyðihjarni fjölmiðla- heimsins, þá virðist stöðugt halla undan fæti og engu er líkara en gera eigi ríkisfjöl- miðilinn að ömurlegri hliðstæðu við það sem tíðkast í Króatíu og Serbíu. Það hefur lengi verið stefnumið Sjálfstæðis- flokksins að einka- væða Ríkisútvarpið, og ef maður væri illa innrættur mætti enn- „Valdhroki Davíðs og afskipta- semi birtast ekki einasta í rit- skoðunartilburðum vegna skondinnar smásögu í Lesbók Morgunblaðsins, þarsem hann gerði sig að opinberu viðundri, heldur hefur hann átt beinan þátt í að stórspilla fjölmiðli allra landsmanna með því að vekja meðal starfsliðsins óttablandna undirgefni... “ Kjallarinn Sigurður A. Magnússon rithöfundur sameign allra lands- manna. Valdhroki og rit- skoðunarárátta Þess var getið í fréttum fyrir nokkrum vikum að meðal almennra starfsmanna Ríkisút- varpsins væri mikil ólga og óánægja vegna afskipta póli- tískra pótintáta af dagskrárgerð, enda hafa margir góðir starfskraftar hrakist frá stofnuninni og nokkrum beinlínis verið bolað burt fyrir engar sakir aðrar en þær, að þeir voru ráðamönnum Sjálf- stæðisflokksins ekki að skapi, og þá eink- anlega Davíð Odds- syni sem oft og einatt lætur sem hann sé eiginlegur yfirmaður stofnunar- innar. Valdhroki Davíðs og afskipta- semi birtast ekki ein- asta i ritskoðunartil- burðum vegna skondinnar smásögu í Lesbók Morgun- blaðsins, þarsem hann gerði sig að op- inberu viðundri, heldur hefur hann átt beinan þátt í að stórspilla fjölmiðli allra lands- manna með því að vekja meöal starfsliðsins óttablandna undir- gefni, sem einatt birtist í bitlausri og hugmyndasnauðri umfjöllun um málefni sem tekin væru föst- um og frumlegum tökum, ef fólk fremur gera því skóna að meðferð Flokksins á stofnuninni væri markviss tilraun til að koma henni niðrá það plan, að hægt væri að selja hana einhverjum fokksgæðingum fyrir slikk, einsog gerst hefur með ýmsar aðrar ríkis- stofnanir. Ef sú yrði raunin væri um að ræða eitthvert hörmuleg- asta menningarslys aldarinnar. Sporin hræða Fyrir tæpri hálfri öld tóku for- kólfar Sjálfstæðisflokksins sig til og stofnuðu bókaforlag með þátt- töku fulltrúa hinna „lýðræðis- flokkanna", Alþýðuflokks og Framsóknarflokks, og tilstyrk fjár- sterkra fyrirtækja. Almenna bóka- félagið var stofhað til höfuðs Máli og menningu og fór myndarlega af stað, enda ekki fjár vant, en þegar fram liðu stundir tók að síga á ógæfuhliðina, meðal annars vegna þess að yflr fyrirtækið voru settir viðskiptafræðingar sem höfðu næsta lítinn skilning á bókmennt- um eða menningu yfirleitt, auk- þess sem fjölmennt bókmenntaráð skipað fulltrúum flokkanna þriggja var starfseminni fjötur um fót. Allir vita hvernig þeirri sögu lauk, og helsti lærdómur af henni er sá, að hægrimenn ættu helst að fást við eitthvað annað en menningarstarfsemi. Háskóli íslands og aðrir háskól- ar landsmanna njóta þess að póli- tisk afskipti af þeim eru í lág- marki. Sama máii gegnir um Stofnun Árna Magnússonar, Þjóðleikhúsið, Listasafn íslands, Sinfóníuhljómsveitina og Þjóð- minjasafnið. Ríkisreknir fjöl- miðlar í nágrannalöndum aust- anhafs eru látnir einráðir um hvernig þeir haga starfsemi sinni, enda ráðast þar til stjórn- arstarfa fagmenn en ekki flokks- dindlar. Kominn er tími til að Rík- isútvarpið njóti sömu kjara og hliðstæðir fjölmiölar nágranna- þjóðanna og þær íslensku menn- ingarstofnanir sem að ofan voru nefndar. Sigurður A. Magnússon Skoðanir annarra Innbyggðar bremsur í hagkerfinu „Eins og sjá má af umfjöllun blaðsins um stöðu verðlagsmála eru hagfræðingar ekki á einu máli um það hvort aðgerðir Seðlabankans beri tilætlað- an árangur. Athyglisvert er að Sigurður Stefánsson telur viðskiptahallann nú og önnur þenslumerki vera af öðrum toga en á fyrri árum. Hörð sam- keppni á markaðnum og miklu meira upplýsinga- streymi leiði til þess að innbyggðar sjálfvirkar bremsur dugi til að hægja á hagkerfmu. Þá verður að taka undir það með honum að almennt er bjart framundan í íslensku efnahagslifi þrátt fyrir þenslueinkenni og veröbólguskot." Úr forystugrein í Viðskiptablaðinu. Einhenda sér í að finna lausn „Það þolir enga bið að hafist verði handa um að bjarga málunum í byggðarlögunum tveimur fyrir vestan og það þarf að gerast undir eins. Það er ekk- ert verra til en að það dragist, biðin er þaö versta. Þar sem neitunin var að berast hafa menn að sjálf- sögðu ekki náð utan um málið ennþá. Við stönduin bara frammi fyrir þessum skelfilegu aðstæðum og við eigum engan annan kost í stöðunni en að finna lausn á vanda þessara byggðarlaga. Ég veit að menn ætla að einhenda sér í það og eru þegar byrj- aðir. Það eru uppi hugmyndir um hvað hægt er að gera, en of snemmt að ræða hvað það er, enda ekki búið að taka endanlegar ákvarðanir um framtíð fyr- irtækisins. Stóra málið í þessu öllu saman er að lausnir finnist sem allra fyrst.“ Einar K. Guðfinnsson alþingismaður, í Degi á þjóð- hátíðardaginn. Sauðburður og samræmd próf „Námshvatning er mikið atriði í þessu sam- bandi. Sé nám og námsárangur til umræðu við morgunverðarborðið hefur það áhrif til góðs. Það er vafalaust misjafnt eftir landshlutum hvaö menn setja í forgangsröð. Sums staðar er vinnan sett í fyrsta sæti og námið í annað sæti. í sumum sveit- arfélögum er sauðburðurinn miklu merkilegri at- burður en vorprófin. Hvatningin skiptir mjög miklu máli.“ Örlygur Richter, skólastjóri Fellaskóla í Reykjavík, um samræmdu prófin, í Morgunblaðinu 17. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.