Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1999, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 1999 15 Segði ráðherrann að Sjáifstæðis- flokkurinn skipaði veglegan sess í hugum landsmanna ef 90% væru skráð í flokkinn en hann fengi að- eins 2% atkvæða í kosningum? Einkavæðum kirkjuna Þó svo að þjóðkirkjan skipi háan sess í huga margra íslendinga er ekki þar með sagt að hún eigi að vera ríkisstofnun á framfæri allra skattgreiðenda. íþróttir skipa t.d. veglegan sess í hugum býsna margra, samt er það ekki stefna ríkisstjórnarinnar að þjóðnýta íþróttafélögin. Þvert á móti stefnir ríkisstjórnin að einkavæðingu æ fleiri ríkisstofn- ana. Hvers vegna ekki að einka- væða þjóðkirkj- una - frelsa hana undan pilsfaldi ríkisins? Það væri réttlætismál gagn- vart þeim 10% sem ekki eru í þjóðkirkjunni. Þá kæmi lika í ljós hvern sess hún skipar í hugum landsmanna þegar þeir fengju fullt frelsi til að ákveða veru sina í kirkjunni og hvað þeir greiða til hennar. í kröfu tímans um lýðræði og jafnræði felst krafa um raunverulegt trú- írelsi. Ef nýr kirkjumálaráðherra horflr í kringum sig í heiminum hlýtur hann að sjá að ríkiskirkja verðrn- eins og hvert annað nátt- tröll á 21. öld, arfur frá liðnum öld- um þegar trúfrelsi tiðkaðist ekki. Hope Knútsson „Þó svo aö þjóökirkjan skipi háan sess í huga margra íslendinga er ekki þar meö sagt aö hún eigi aö vera ríkisstofnun á framfæri allra skattgreiöenda. íþróttir skipa t.d. veglegan sess í hugum býsna margra, samt er þaö ekki stefna ríkisstjórnarinnar aö þjóönýta íþróttafélógin.u Nei, ráðherra! Stjóm Siðmennt- ar gerir alvarlegar athugasemdir við ummæli nýskipaðs dóms- og kirkju- málaráðherra, Sól- veigar Pétursdótt- ur, sem komu fram í viðtali í DV sjö- unda júní. Aðspurð um hvort ekki hefði verið réttast að skilja ríki og kirkju algjörlega að svarar hún orðrétt: „Ég tel sjálf að núverandi fyrirkomulag sé ágætt eins og það er. Ég tel einnig al- veg ljóst að áður en slíkar breytingar yrðu lagðar til yrði fyrst að kanna rækilega hver sé vilji landsmanna í þessum efn- um. Hingað til hafa skoðanakann- anir leitt í ljós að það er ekki al- mennur vilji fyrir slíku.“ Kirkjumálaráðherra varð á í messunni Þarna varð Sólveigu heldur bet- ur á í messunni því allar skoðana- kannanir um efnið hafa einmitt sýnt hið gagnstæða, þ.e. að meirihluti þjóðarinnar vill aðskilnað ríkis og kirkju. Gallup hefur kannað þetta a.m.k. fjórum sinnum og hef- ur meirihluti þeirra sem tóku afstöðu ávallt verið fylgjandi aðskiln- aði, í síðustu könnun rúmlega 58% og þar áður rúmlega 63% þjóðarinnar. í þættin- um Almannarómur á Stöð 2 í janúar 1996 var einnig gerð innhringi- könnun þar sem rúm- lega 67% vildu aðskiln- að. Eflaust eru þetta byrjendamistök en við verðum að vona að ráðherrrann kynni sér betur þau málefni er undir hann heyra og Þjóðkirkjan verður eins og hvert annað nátttröli á 21. öldinni sem í hönd fer, segir greinarhöfundur. sér í lagi vilja þjóðar- innar. En ráðherrann heldur áfram og segir: „Ég held að það sé ekki vafi á að þjóðkirkjan skipar vegíegan sess í huga ís- lendinga." Hvað skyldi standa á bak við þessa fullyrðingu? Sannleik- urinn er sá að aldrei hafa fleiri yfirgefið Þjóðkirkjuna en á síð- ustu árum og eru nú minna en 90% þjóðar- innar í þjóðkirkjunni. Veit ráðherrann hver kirkjusókn er í land- inu? Hversu margir fara í messu á venjuleg- um sunnudegi? Samkvæmt könn- un H.í. koma u.þ.b. 2% af söfnuð- inum! Þessa tölu má toga uppí 8% ef miðað er við þá sem sækja kirkju einu sinni í mánuði. Þannig má ráðherra vel vera ljóst, að þótt íslendingar séu af gömlum vana og sjálfkrafa færðir nýfæddir og óspurðir í bækur Þjóðkirkjunn- ar, er ekki þar með sagt að hún skipi veglegan sess í huga þeirra. Kjallarinn Hope Knútsson formaöur Siömenntar Hugprúðir með ærinn starfa Heyrðu Svana mín. Heldurðu ekki barasta að Clinton hafi hringt í Davíð til þess að fara yfir stöðu mála í Kosovo, nú þegar hernaðar- aðgerðum Atlantshafsbandalags- ins er lokið. Jafnframt því sagði Clinton að hann mæti mikils stuðning íslenskra stjórnvalda. Fréttir um gáfur okkar íslendinga berast um víða veröld. Önnur stór- frétt er það að Bretar eru að koma hingað í læri vegna fiskveiða. ís- lendingar ætla að kynna fyrir þeim hvemig besta fiskveiðistjóm í heimi gengur fyrir sig. „Kvóta- kerfið," sagði Sveinn gamli sem flosnaði upp frá Þorska- vík vegna kvótabrasks. Þú sérð það vel, kona, að stjórnarforingjum okkar verður ekki skotaskuld úr því að bjarga þessum Rauða her fyrir vestan fyrst þeir geta haft svona mikil áhrif í alþjóða- málum. í umræðum um stefnuræðu forsætis- ráðherra sagði land- búnaðarráðherra að enn heyrðu menn hamarshögg og vélagný og sæju hugprúða menn hafa ærinn starfa, atvinnuleysi væri horfið og eftirspurn ríkti eftir vinnuafli og sóknarhugur á flestum sviðum. Ein nefnd enn Ég get nú ekki tekið undir það, Steini minn, að það sjáist nein gáfumerki á íslenskri þjóð, varð Svönu að orði. Rauði herinn, á þriðja hundrað manns, menn fái þar ærinn starfa þótt þú með þinni eilífu bjartsýni haldir að stjómin geti bjargað þessu við eins og öllu í útlandinu. Á Alþingi fara fram umræður um sjávarútvegsmál og aðalatriðið er að stofna eina nefnd- ina enn til að endurskoöa fisk- veiðistjórnunarkerfið. Sjávarút- vegsráðherra sagði að eins og komið hefði fram í stefnuyfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar (sem Steingrímur J. Sigfússon haldi fram að sé svo útþynnt naglasúpa að það vanti meira að segja naglann) að endurskoðun yrði m.a. gerð út frá sjónarmiðum byggðanna. Nefndin á að nálgast málið með opnum huga og það á ekki að leggja neitt fram í umræð- unni á Alþingi sem hugsanlega gæti þvælst fyrir nefndarmönn- um. Reiknilíkan Hafró Og nú fóru Þorskvíkingar að velta þvi fyrir sér hvort það væri virkilega ætl- un Alþingis að gera ekkert í málum fisk- vinnslufólks á Vest- fjöröum. Hvort það væri bara nóg að setja málið í nefnd sem myndi skila áliti um kvótakerfið eftir dúk og disk. Það væri augljóst að þar þyrfti að gera eitthvað og það strax. Einhver af stjómar- liðum hafði komið auga á að fiskvinnslufólk byggi við gífurlegt öryggisleysi. Hann hafði meira að segja haft á orði að einhvers konar byggðakvóti þyrfti að koma til. Slá þyrfti af ýtr- ustu hagkvæmni í sjávarút- vegi og meta inn í verðmæti fiskvinnsluhúsa. Meira að segja ætti að leggja spurning- ar fyrir Hafró með krítiskum hætti. Kannski væri reiknilík- an Hafró ekki eins áreiðanlegt og af væri látið. Rauði herinn bíður Og Rauði herinn bíður úrlausna og ekki má draga bein úr sjó þrátt fyrir þá útbreiddu skoðun að allir firðir og flóar sé fullir af grindhor- uðum þorski sem er búinn að éta alla rækju og er byijaður að éta undan sér líka. Ekki má veiða hvali þótt þeir séu i beinni samkeppni við manninn um fiskinn. Nei, hvala- málið er í enn einni nefndinni. Útlend- ingar gætu kannski misst álit á íslend- ingum og hætt að koma að skoða hvali ef við veiðum þá, þótt dæmin frá Noregi sýni að hvalaskoðun og hvalaveiði fari ágætlega saman. Á meðan skoðar stjórnin réttmæti kvótakerfisins og spáir í hvort það gæti virkilega ver- ið að eitthvað væri athugavert við samkeppnisað- stöðu í landvinnslu og sjóvinnslu. Það hefur komið upp að það væri ekki svo vitlaust að hafa fiskvinnslufólk sjálft með í ráðum þegar verið er að ráðskast með fjöregg þjóðarinnar. Meira að segja gæti það átt pínulítinn hlut í fiskvinnslufyrirtækjunum þó ekki væri til annars en að þá væri hægt að halda því fram í alvöru að það væru ekki bara fáir útvald- ir sem ættu kvótann heldur þjóð- in sjálf. Og svo skulum við bara vona að íslendingar kenni Eng- lendingum á besta kerfi í heimi. Kvótakerfið. Erna V. Ingólfsdóttir „Og Rauöi herinn bíöur úrlausna og ekki má draga bein úr sjó þrátt fyrir þá útbreiddu skoðun aö allir firöir og flóar sé fullir afgrindhor- uöum þorski sem er búinn aö éta alla rækju og er byrjaöur aö éta undan sér Uka.“ Kjallarinn Erna V. Ingólfsdóttir hjúkrunarfræðingur Með og á móti Er íslensk knattspyrna á uppleið? íslenska landsliðiö í knattspyrnu hefur náö mjög góöum árangri í undankeppni Evrópumóts landsliöa. Margir eru þoirrar skoöunar aö íslensk knattspyrna só í mikilli sókn. Aörir benda á þá staöreynd aö í landsliöinu leiki nær eingöngu leikmenn meö eriendum liöum og knattspyrnan hór heima hafl í raun staölö í staö. Breiddin hefur aukist mjög „Það er ýmislegt jákvætt að gerast í islenskri knattspyrnu. Skemmtilegur leikur ÍBV og KR í Eyjum um helgina sannar það en þar var um að ræða einn skemmti- legasta leik sumarsins til þessa. Knattspym- an í ár er alls ekki síðri en í fyrra og mörg liðin hafa bætt sig. Þar get ég nefnt lið eins og Víking og Breiðablik. Markvissara starf innan félaganna er greinilega farið að skila sér og ég er bjart- sýnn fyrir hönd islenskrar knatt- spymu. Það sem er að gerast er að breiddin er að aukast mjög. Það er kannski ekki eins mikið um stjörnur og áður var en þó má nefna hinn unga og efnilega Mar- el Baldvinsson í Breiðabliki og svo er fullt af stjörnum í KR, ekki má nú gleyma því. Þegar breiddin eykst verður mótið skemmtilegra og meira spenn- andi. Mér sýnist íslandsmótið ætla að verða mjög spennandi í sum- ar. Við Eyjamenn erum með síst lakara lið en i fyrra og ætlum að verja meistaratitilinn. Annað kemur ekki til greina." Síst skárri en í fyrra „Mér ftnnst knattspyrnan hér heima ekki vera neitt betri heldur en hún hefur verið og síst skárri heldur en í fyrra, a.m.k. ekki miðað við þá leiki sem ég hef séð í sum- ar. Leikmenn gera ekki neitt meira spenn- andi heldur en þeir hafa verið að gera undan- farin ár. Það er reyndar skammt liðið á mótið og leikmenn kannski ekki búnir að finna taktinn. Frammistaða landsliðsins segir okkur ekkert um gæði knatt- spymunnar á íslandi. Það eru nokkrir leikmenn hér heima sem eiga fullt erindi í landsliöið en fá ekki tækifæri. í liðið hafa valist menn sem leika með sæmilegum erlendum liðum og eru þar jafnvel á bekknum. Helst hefur verið litið til Norð- urlandanna og neðri deildanna í Bretlandi en leikmenn eins og Arnar Grétarsson, sem hefur verið að leika vel með toppliði í Grikklandi, eru frystir úti.“ -SK Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni á stafrænu formi og í gagnabönk- um. Netfang ritstjórnar er: dvritst@ff.is Sigríöur Sophus- dóttir, í stjórn Knattspyrnudeildar Breiöabliks. Jóhannes Olafs- son, formaður Knattspyrnudeildar ÍBV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.