Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1999, Blaðsíða 16
16 enmng MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 1999 DV Margradda myndlistarkór Polylogue ku þýða „margradda" en það er líka nafn á hópi listunnenda, leikra bæði og lærðra, sem starfar í heimsborginni París. Markmið hópsins er að styðja listamenn og koma verkum þeirra á framfæri, m.a. með sýningahaldi en utan um starfið heldur for- maður hópsins og sýningarstjóri, Odile Baudel. Ein afurða hópsins er samsýningin Polylogue 153 sem nú stendur yfir í Nýlista- safninu. Alls sýna þar 12 Parísarlistamenn sem af nöfnunum að dæma virðast þó vera af blönduðu þjóðerni. Vel heppnuð sýningarstjórn Þema sýningarinnar er samskipti í sem víðastri merkingu, samskipti einstaklingsins við sjálfan sig, aðra, fortíð, framtið o.s.frv. Eins og við er að búast er þemað misaug- ljóst, sum verkin fjaUa mjög beint um sam- skipti eins og manni er tamast að hugsa um þau, þ.e. fólks á milli, önnur kveikja fyrst og fremst á allt öðrum perum. Reyndar þarf verk sem kviknar út frá ákveðnu hugtaki ekki nauðsynlega að æpa orðið á áhorfand- ann og þar sem einmitt þetta þema má með góðum vilja sjá út úr nánast öllum hlutum er ástæðulaust að eyða miklu púðri í að leita að því sérstaklega. Það er líklega stór hluti af galdrinum við að búa til góða samsýningu að ganga svo frá hnútum að áhorfandinn finni fyrir samhenginu en sjái það ekki. Polylogue 153 er dæmi um vel unnið verk af hendi sýningarstjóra. Hún er fjölbreytt en hvorki sundurlaus né óþægilega niðurnjörvuð. Þrátt fyrir allan þennan fjölda listamanna loft- ar vel um verkin sem eru ýmiss konar - mynd- bönd, ljósmyndir, málverk, skúlptúrar, teikn- ingar, útsaumur að ógleymdri hinni sívinsælu blönduðu tækni, svo víð sem sú skilgreining nú er. Salirnir eru innbyrðis ólíkir en líta all- ir vel út og það er eins og í hverjum fyrir sig megi finna lítinn rauðan þráð, eins konar und- irþema við aðalstefið, andlitið í SÚM-salnum, efnafræðina í Bjarta salnum, linið í forsalnum. „Slappaðu af“ eftir Marie Héléne Vincent. Áherslan á heildina Á samsýningu sem þessari stendur mynd- listarmaðurinn sjálfur dálítið til hliðar, áhorfandinn veltir sér ekki endilega svo mikið upp úr því hver gerði hvaða verk held- ur horfír hann á heildina. Samt eru verkin sjálf auðvitað mikilvægust, erfitt er að Myndlist Áslaug Thorlacius hylma yfir ef þau eru léleg. Þessi listamanna- hópur er ágætlega samsettur, nokkuð jafn að gæðum og frægð, a.m.k. veit ég ekki til að neinn þessara lista- manna sé slík stór- stjama að hún skyggi á aðra. Þó vekur at- hygli að konur eru í meiri- hluta. í stuttu máli er útilokað að gera svo fjöl- mennum hópi góð skil en ég nefni Maike Freess sem á tvö hnitmiðuð verk í SÚM- salnum og Christine Canetti sem á skemmtilega teikningaröð í sama sal. Einnig þykja mér búta- saumsstrigar Francoise Pétrovitch fal- leg verk. Piliur Dönu Wyse hitta sjálf- sagt í mark hjá flestum og sömuleiðis er „í hólf og gólf‘-málverk Frédérics Atlan í setustofunni áhrifaríkt. Það háir hins vegar videoverkunum hversu fáir videovarpar eru til í Nýlista- safninu. Þau fokdýru tæki hafa gjörsam- lega frelsað þann miðil og eru orðin for- senda þess að myndbandsverk virki, bæði gefa þau möguleika á meiri stærð- um en mestu munar að losna við fyrir- stöðuna, sjónvarpstækið, þennan kassa sem videoverk hafa löngum verið lokuð inni í. Burtséð frá þessum tæknilega annmarka hvet ég áhugafólk um myndlist tO að láta þessa skemmtilegu sýningu, Polylogue 153, ekki fram hjá sér fara. # — f. ,t IM fcf :* r W' ,.,M Kaos og alsæla Caput-hópurinn er óneitanlega rjómi ís- lenskra hljóðfæraleikara. Hann hélt tónleika í FÍH-salnum síðastliðið þriðjudagskvöld undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar. Caput-hópurinn samanstóð að þessu sinni af þeim Auði Hafsteinsdóttur fiðluleikara, Guð- mundi Kristmundssyni víóluleikara, Bryn- dísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara, Steef van Oosterhout slagverksleikara, Helgu Bryndísi Magnúsdóttur píanóleikara, Guðna Franz- syni klarínettuleikara, Kolbeini Bjarnasyni flautuleikara og Snorra Sigfúsi Birgissyni pí- anóleikara og tónskáldi, en hann lék í verki eftir sjálfan sig. Tónleikamir hófust á tónsmíðinni í segul- sviði frá árinu 1996 eftir Snorra Sigfús. Verk- ið byrjaði rólega og yfirlætislaust, eins og það kæmi engum við, ekki ósvipað 10. Sónötu Scriabins, sem hefst ámóta ísmeygi- lega. Líkt og í sónötu Scriabins eru langar og alsælukenndar trillur, í báðum verkunum æsist leikurinn upp í einhvers konar al- gleymi, og eru trillurnar þá orðnar að kosmískum víbrasjónum og geimgeislum sem gagntaka áheyrandann uns hann fellur nánast í krampakenndan trans. Trillurnar í tónsmíð Snorra Sigfúsar springa á endanum út í allsherjar tónaregni, kaótískum litavef, og eftir það verður stemningin aftur róleg og deyr verkið út í sama hlutleysinu og það byrjar, en þó í annarri mynd (eða vídd). Nú mætti ætla að verk sem heitir í segul- sviði sé rafmagnað í bak og fyrir, en ekki var hægt að heyra það. Kannski voru samt spil- uð einhver falin skilaboð fyrir ofan venju- lega heyrn, eða svo stutt að maður greindi þau ekki, maður veit aldrei hvað ÞEIR ætla sér Burtséð frá öllum samsæriskenningum er í segulsviði vel heppnuð tónsmíð, styrkur Snorra Sigfúsar felst því að hann er einlæg- ur og innblásinn, og nær að skapa stemn- ingu. í tónlist hans er enginn þjóðemisremb- ingur, engar samstiga fimmundir sem æra mann úr leiðindum, þvert á móti er tónaver- Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson tónskáld. Tónlist Jónas Sen öld hans sjálfstæður heimur þar sem andinn ræður ríkjum. Spastískar áherslur Næst á dagskrá var stutt verk, Envoi (1997) eftir John Woolrich, en fyrir þá sem ekki vita þýðir orðiö envoi eftirskrift eða lokaorð. Tónlistin einkennist af löngum tón- um með léttum, krómatískum hendingum á víð og dreif, og inn á miili eru snarpar áherslur með þögnum á eftir. Svona kling - klong - þögn - krass - þögn klirr ploíng þögn hefur heyrst mai-goft, og í upphafi virkaði Envoi því ekki spennandi. En síðar meir, er tónlistin fór að slaka á og spastísku áhersl- urnar urðu að engu, gerðist eitthvað, and- rúmsloftið varð íhugult og djúpur lokatónn- inn frá slagverkinu var allt að því trúarleg- ur. Síðast á efnisskránni var Septet frá því í fyrra eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson. Septettinn er í Qórum þáttum, og jaðrar fyrsti þátturinn við að vera rómantískur í rólegu, dísætu upphafinu. Síðar meir kemur til sögunnar síendurtekin hending sem gengur í gegnum rökréttar umbreyting- ar, og er stemningin þá ekki ólík ýmsu sem Janacek samdi. Annar þátturinn er afslappaður og byrjar á fuglskenndu flautusólói, svo kemur píanóið inn og flautan deyr út smám saman. Önnur hljóðfæri leggja sitt til málanna, en kafl- inn endar á sama fuglasöngnum og í byrjun. Þriðji þátturinn er danskennd- ur en lýkur með tregðukenndum antiklímax, flórði kaflinn er á hinn bóg- inn laus við allar hindranir, þar er danstón- listin óheft og inn á milli flögra létt-austur- lenskar melódíur. Undirritaður var ekkert sérlega hrifinn af Septet Hróðmars Inga, verkið hljómaði dálít- ið eins og tónskáldið hefði verið að REYNA að semja áhrifaríka tónlist með öllum ráðum og dáð. En auðvitað má rífast um hvað sé áhrifamikið; það sem einum finnst skemmti- legt þykir öðrum leiðinlegt. Kannski er Sept- etinn bara eitthvað sem maður þarf að heyra oftar en einu sinni til að meta almennilega. Hvað um það, Caput-hópurinn stóð sig frá- bærlega eins og alltaf, enda valinn maður á hverjum stól og Guðmundur Óli við stjórn- völinn. Þetta voru i heild áhugaverðir tón- leikar, stundum með háandlegum opinber- unum, og synd að áheyrendur voru fremur fáir. Allt fyrir friðinn Eins og fram kom í viðtali menningarsíðunn- ar við dönsku ballerínuna Mette Bödtcher 1. júní sl. hefur Kommglegi danski ballettinn átt í erfiðleikum með stjórnendur undanfarin ár; á flmm árum hafa þrir ballettmeistarar stýrt flokknum. 8. júní var tilkynnt að 33 ára gamall sólódansai'i við húsið, Aage Thordal-Christen- sen (á mynd), hefði verið valinn úr hópi umsækjenda og vh'ðist valið hafa komið á óvart. Aage lærði við ballettskóla Konunglega leik- hússins og hefur dansað þar og i Seattle í Banda- ríkjunum síðan hann lauk námi. Hann hefur enga reynslu af stjórnunarstörfum en er stilit- ur maður og er vonast til að það nægi til að lægja óánægjuöldumar í flokknum. Síðustu stjórnendur flokksins hafa vanrækt menning- ararfmn - Boumonville-ballettana frá 19. öld - einkum með því að setja þá upp á sviplítinn og ástríðulausan hátt. Nú vonast menn til að Aage lífgi þá við, en ekki eru ballettgagnrýnendur dönsku blaðanna sérstaklega trúaðir á það. Þeir óttast að hann hafi verið ráðinn til þess eins að stilla til friðar. Strætisvagnastjórinn skrifar nýja bók Við sögðum frá því í fyrra þegar Magnus Mills, strætisvagnabUsfjóri í London (á mynd), var tilnefndur tU Booker-verðlaunanna bresku fyrir fyrstu skáldsögu sína, The Restraint of Be- asts. Nú hefur bókin farið sigurfór um sautján lönd og verður þar að auki kvikmynduð og Magnús er hættur að keyra strætó. Hann hefur eíní á að hætta allri vinnu við annað en skriftir en það hentar honum ekkert sérstak- lega vel. „Ég hef unnið erfiðisvinnu síðan ég var 21 árs og mér finnst rosa- lega skrítið að hanga bara og gera ekki neitt,“ segir hann i viðtali við Weekend-avisen. Magnús gefur út skáldsögu númer tvö í september - All Quiet on the Orient Express - og segist hafa skrifað hana á litlum fjórum mánuðum þar sem sú fyrsta tók hann tvö og hálft ár. En var það ekki vegna þess að hann hafði betri tima tU að skrifa seinni bók- ina? spyr blaðamaður. „Nei, ég vann enn þá fuUa vinnu þegar ég skrifaði hana,“ segir Magnús. „Síðan ég hætti að vinna hef ég ekki skrifað staf!“ Þó viðurkennir hann ekki að hann fái neinar'hugmyndir af að fylgjast með farþegunum í vagninum srnum - „Að keyra strætó er ábyggUega eitthvert leiðiiUegasta starf sem tU er,“ segir hann. Þess í stað segist hann sækja hugmyndir í sitt eigið ímyndunar- afl og í góðar bækur. Eftirlætishöfundar strætó- stjórans fyrrverandi eni Primo Levi, William Golding og Joseph Conrad. Skyldi íslenskm- út- gefandi vera búinn að tryggja sér útgáfuréttinn á Magnúsi? I upphafi er alltaf gaman- mynd Dagur Kári Pétursson (Gunnarssonar rithöf- undar) var að útskrifast úr Danska kvikmynda- skólanum með öðrum vonglöðum ungmennum sem ætla sér öU stóran hlut i danska kvikmyndahásumrinu. Politiken tók viðtal við hann og fimm aðra splunku- nýja leikstjóra á dögunum og Dagur Kári (á mynd) ber sig eins og þraut- reyndur í bransanum. Hann segist hafa fengið hugmyndma að kvikmynd- inni sinni, Lost Weekend, í tímariti, sett hana saman úr nokkrum stökum myndum og fréttum sem hann fléttaði saman. „Og svona ætla ég mér að halda áfram að byggja upp myndimar rnínar," segir hann. „Ef HoUywood-formúlan er eins og læknaróman þá minnir mín aðferð meira á ljóðabók ... En ég reyni aUtaf að hafa húmorinn með í myndunum mínum,“ bætir hann við nokkru seinna. „Ég byrja aUtaf á að búa tU gamanmynd. En þegar myndin er búin átta ég mig aUtaf á því að undirtónninn er harm- rænn.“ Dagur Kári segist vera með tvær kvik- myndir í undirbúningi eins og er; önnur gerist í Danmörku, hin á íslandi. Umsjón Aðalsteinn Ingólfssnn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.