Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1999, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 21. JUNÍ1999 Fréttir Sameining allra sveitarfélaga i Þingeyjarsýslum: Þórshafnarmenn setja málið í uppnám Reinhard Reynisson, formaður sameiningarnefndarinnar í Þingeyjarsýslum. DVi Akuieyri: „Ég veit ekki hvort ég á að orða það þannig að þetta valdi mér von- brigðum en ég hefði vissulega viljað láta reyna á þessa hugmynd til fullnustu. Afstaða Þórshafnar- manna mun þó ekki slá okkur út af laginu, það verður sameining, spurningin er bara hvernig hún ger- ist,“ segir Reinhard Reynisson, bæj- arstjóri á Húsavík, en hann er jafn- framt formaður nefndar sem hefur unnið að sameiningu allra sveitarfé- laga í Þingeyjasýslunum báðum. Sveitarstjóm Þórshafnarhrepps hefur nú sagt sig úr nefndinni og vilja menn þar á bæ frekar láta á það reyna hvort tekst að sameina sveitarfélögin á svæðinu frá Öxar- firði austur um til Vopnafjarðar. Einn viðmælandi DV sagði þetta setja sameiningarferlið í uppnám en Reinhard tekur ekki undir það og segir reyndar að afstaða Þórshafn- armanna hafi ekki komið sér mjög á óvart. „Það er mín tiifinning að það hafi of mörg sveitarfélög verið inni i málinu án þess að fulltrúar þeirra hcifi verið þess fullvissir að samein- ing væri höfuðmarkmiðið og nú er e.t.v. að skýrast hverjir ætla í raun og veru að taka þátt í þessu og hverjir hafa verið með fyrir kurteis- issakir vegna þess að þeir em aðil- ar að héraðsnefndinni. Það er alveg greinilegt að austur á Þórshöfn eru ný viðhorf uppi og þar em menn famir að horfa til Austurlands um sameiningu," segir Reinhard. Henry Már Ásgrímsson, oddviti Þórshafnarhrepps, segir það stað- reynd að margir hafi ekki trú á jafnstórri sameiningu og felst í sameiningu allra sveitarfélaga í sýslunum báðum. „Við viljum horfa í aöra átt til að byrja með, ekki síst til Vopnafjarðar og ná- granna okkar í vestri á Raufarhöfn og Kópaskeri. Þama ræður landa- fræðin mestu. Héðan em 70 km til Vopnafjarðar og jafnlangt til Rauf- arhcifnar en í sveitarfélagi sem spannaði allar Þingeyjarsýslumar yrði 200-300 km milli byggðarlaga og við í jaðri slíks sveitarfélags. Við teljum það ekki fýsilegasta kostinn í stöðunni en það þýðir þó ekki að við séum afhuga slíkri sameiningu í framtíðinni. Okkur finnst bara sem hitt þurfi að gerast fyrst," segir Henry Már. Reinhard Reynisson segir að áætlanir miðist við að samstarfs- nefndin skili af sér tillögum í ár- lok. Þær fari þá til umfjöllunar hjá sveitarstjórnum sem eigi að Ijúka umfjöllun um þær í mars og miðað sé við að kosið verði um samein- ingu í maí á næsta ári. Þá sé gert ráð fyrir að kosið verði að nýju í október í þeim sveitafélögum sem samþykkja sameiningu í fyrri um- ferðinni. Gangi þetta eftir er mögu- leiki að ganga til kosninga um nýja sveitarstjórn í sameinuðum sveit- arfélögum áður en kjörtímabil nú- verandi sveitarstjórna rennur út um mitt ár 2002. -gk Sameiningarmálin í Þingeyjarsýslum: Snúningsliður >Allt afi 180° snúningur ► Fyrir óbreyttar skóflur ■Með hraötengi Hentar flestum 'stærðum véla Sími 568 1044 Erum ekki hættir við DV, Akureyri: „Við erum ekki hættir í samein- ingarhópnum og höfum ekki breytt okkar afstöðu hvað varðar að skoða þann möguleika að stofna eitt sveitarfélag í Þingeyjarsýsl- um,“ segir Gunnlaugur A. Júlíus- son, fráfarandi sveitarstjóri á Raufarhöfn, varðandi þann klofn- ing sem upp er kominn í samein- ingarnefnd sveitarfélaganna í sýsl- unum vegna brotthvarfs Þórshafn- arhrepps úr nefndinni. Gunnlaugur segir að þótt menn sjái ýmsa vankanta á slíkri sam- - segir sveitarstjórinn á Raufarhöfn einingu, t.d. hvað varðar lengstu vega- lengdir i nýju hugsan- legu sveitarfélagi, vilji þeir skoða þennan sameiningarkost til hlítar. Sú staða sem upp sé komin þýði hins vegar að málið sé í eins konar millibils- ástandi. En hvað segir Gunnlaugur um brott- hvarf Þórshafnar- hrepps úr sameining- arnefndinni? Gunnlaugur A. Júlíusson. „Ég hef vitað um tíma að þeir hafa ekki haft brennandi áhuga á málinu. Það segir sig auðvitað sjálft að breytingar á kjördæmamörkum breyta ýmsu öðru. Það er staðreynd að samvinna milli Vopnafjarðar ann- ars vegar og þorp- anna hér á mínu svæði hefur tak- markast af kjör- dæmamörkunum. Allt samstarf hefur verið austur um hjá Vopnfírðingum en vestur um hjá okkur. Þegar þessi ósýni- legu kjördæmamörk verða ekki lengur fyrir hendi er ósköp eðli- legt að ýmislegt annað breytist, það liggur í augum uppi.“ - Sérð þú það þá sem jafnfýsileg- an kost að sameinast austur um, t.d. að sameinað verði á svæðinu frá Öxarfirði til Vopnafjarðar? „Ég skal ekkert um það segja. Þessi sjávarþorp hér eiga ýmislegt sameiginlegt og það fylgja báðum kostunum kostir' og gallar og það er ekkert einboðið í þessu.“ -gk Færeyskir dagar í Ólafsvík: Færeyskur prestur - hljómsveit og kór DV, Ólafsvík: Dagana 2.-4. júlí nk. verða öðru sinni haldnir færeyskir dagar í Ólafs- vík. Þeir voru fyrst haldnir á síðasta ári og tókust þeir mjög vel. Það er áhugahópur meðal Færeyinga og fleiri í Ólafsvík sem sjá um fram- kvæmdina. Að sögn Finns Gærdbo, sem er forsvarsmaður hópsins ásamt Þorgrími Ólasyni, verður mikið um að vera að þessu sinni. Hátíðin verður sett 2. júlí í Sjó- mannagarðinum. Markaður verður settur upp bæði með vörum frá Fær- eyjum og úr bæjarfélaginu. Vel verð- ur hugsað um unga fólkið. Leiktæki verða í gangi, dorgkeppni á vegum Sjósnæ og ball. Þá verður bryggjuball á fóstudagskvöldið og færeyska hljóm- sveitin Twilight spilar í félagsheimil- inu fyrir unglingana. Einnig spilar hún á almennum dansleik á laugar- dagskvöldið, en hún lék einnig í fyrra. Þá sagði Finnur að á laugardeginum verði fótboltaleikur milli Færeyinga og Ólsara ásamt mörgu öðru. Á sunnudeginum verður messa í Ólafsvikurkirkju og þar mun fær- eyskur prestur predika og færeyskur kór syngja ásamt Þorvaldi Halldórs- syni. Farið verður í skemmtisiglingu. Þá verður gefin út vegleg dagskrá. Finnur sagði að hann vonaðist eftir því að margir komi til Ólafsvíkur þessa daga því hann hefði orðið var við mikinn áhuga. Þá munu margir Færeyingar koma til landsins gagn- gert til að fara á færeyska daga í Ólafsvík. -PSJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.