Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1999, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1999, Blaðsíða 40
52 MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 1999 díigaönn iJÉf Ummæli Kýr og hátíðar- ræður „Þegar málið er hins vegar lagt upp með þeim hætti að hið opinbera skuli taka afstöðu til þess hvaða kúakyn eigi að vera hér á landi er gamanið farið að kárna. Og þegar þess- ar umræður rata inn í hátíðar- ræðu 17. júní er ástæða til að staldra við í þessu kúamáli öllu saman.“ Vefþjóðviljinn andriki.is um innflutning á norskum kúm til íslands. Rangt að ég stýri ferð „Það er ekki nýtt fyrir mig að starfa með nýjum ráðherr- um. Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að samstarf okk- ar verði gott. Það hefur allt of mikið verið gert af því af ykkur flölmiðla- mönnum að draga þetta sam- starf í efa og að segja að ég stýri ferð, sem er auð- vitað alrangt." Kristján Ragnarsson, formað- ur LÍÚ, um samstarf sitt og sjávarútvegsráðherra á Visi.is. Leita sér að stöðutákni „Þetta eru menn sem eru að leita sér að stöðutákni, þetta er bara frontur hjá þeim. Þeir urðu undir í lífinu og það fór illa í tittlinginn á þeim þannig að þeir þurfa að fá sér nokkur hundruð hestafla vél milli lær- anna til að láta sér líða eins og alvöru karlmönnum.“ Haddi Gunni hjólabrettagæi í Fókusi um mótorhjólatöffara á Ingólfstorgi Eins og hershöfðingjar „Föðurhlutverkið hefur glat- að ljóma sinum. Nútímabörn hafa engan skiln- ing á höfðingja- veldi fyrri tíma, á nauðsyn þess að , hlýða. Þau vænta þess ekki að for- eldri leiði mál til lykta eins og hershöfðingja eða stjóm- málamanni ber að gera.“ Þorsteinn Antonsson rithöf- undur, í Degi, um föðurhlut- verkið fyrr og nú. Lemja íslenskt undirmálsfólk „Magnum-menn segjast aft- urámóti vera með öll hugsan- leg leyfi til að verja líf og er- lenda limi frægðarmanna og lemja íslenskt undirmálsfólk sem abbast upp á þá í dyragátt- um.“ Garri í Degi um starfshætti Magnum-öryggisþjónust- Vonast eftir góðum samskiptum Friðrik J. Arngrimsson er nýráð- inn framkvæmdastjóri Landssam- bands íslenskra útvegsmanna. Hann tekur við af Kristjáni Ragnarssyni sem hefur verið framkvæmdastjóri sambandsins í um 30 ár um næstu áramót. Friðrik segir að þetta sé mjög spennandi verkefni og hann hlakki til að takast á við það. En hvemig kom það til að hann fékk stöðuna? „Það var nú ekki flókið. Kristján Ragnarsson hringdi einfaldlega í mig og bauð mér starf- ið og ég sagðist vera til í það.“ Friðrik hef- ur II stigs skipstjórn- arréttindi frá Stýri- mannaskólanum en hefur aðallega unn- ið sem lögmaður. „Það hefur verið mitt aðalstarf und- anfarin ár að vinna fyrir útgerðir í land- inu sem málflutnings maður og það hefúr verið ánægjulegt starf. Nú get ég haldið því starfl áfram, þótt undir öðrum for- merkjum sé.“ Friðrik segir að það sé mjög gott að fá tímann til áramóta til að setja sig inn í starfið. „Kristján verður mér innan handar við að setja mig inn í þetta, enda mjög mikilvægt að hann geti miðlað til mín reynslu sinni og þekkingu á þessu starfi sem hann er búinn að gegna í þrjá ára- tugi áður en hann hættir.“ En hvað segir nýi fram- kvæmdastjór- inn um þær at- hugasemdir Guðjóns A. Kristjánssonar að gott verði að fá hann í starfið því hann verði sennilega auðveldari viðfangs en Kristján hefur verið í samninga- viðræðum? Friðrik hlær við.“Ég vona nú að menn haldi ekki að ég slaki á öllum kröfum útgerðarinnar þegar ég tek við. Ég verð kannski ekki auðveldur viðfangs en ég vona að menn geti haft málefnaleg og góð samskipti þó kannski séu ekki alllir sammála því í flestu eiga útgerðir og sjómenn sameiginlega hagsmuni." En eru ein- hver sérstök málefni sem brenna á nýja framkvæmdastjóranum sem hann vill beijast fyrir í krafti nýju stöðunnar? „Já, ég ---------------------- vil vinna að því að Maður dagsins fv?ð “mgar ______________~_______ faum okkar hlut- deild i rækjustofn- inum á Svalbarðasvæðinu. Þar er um að ræða ónýttan stofn þar sem Norðmenn hafa útdeilt af eigin geð- þótta afladögum til annarra þjóða og sjálfra sin. Þarna er um að ræða auð- lind sem við íslendingar verðum að fá okkar hlutdeild í því þannig byggj- um við upp tekjumöguleika til næstu árhundraða. Það er óþolandi að Norðmenn skuli komast upp með þessa hegðun þvi þetta er skýrt brot á Svalbarðasáttmálanum og ég mun gera það sem í mínu valdi stendur til að koma okkar ár fyrir borð.“ En hver eru áhugamál Friðriks? „Þau eru sjávarútvegur og málefni hans í sem víðustu samhengi." Friðrik er kvæntur Guðrúnu Ó. Blöndal viðskiptafræðingi og eiga þau flögur börn, Margréti Láru, við- skiptafræðinema, 20 ára, Arngrím Orra, 17 ára menntaskólanema, Óla Björn, 6 ára, og yngstur er þriggja vikna óskírður sonur þeirra. -HG Námskeið í sölu til ** erlendra ferðamanna Vegna mikillar eftir- spumar ætla Samtök versl- unarinnar að endurtaka námskeið í sölu til erlendra ferðamanna en það er hald- ið í samvinnu við Verslun- armannafélag Reykjavíkur. Aðeins verður haldið eitt námskeið að þessu sinni. Þetta námskeið er ætlað starfsfólki og verslunar- stjóram verslana og er markmiðið l> að þjálfa starfs- fólk í sölu til er- lendra ferðamanna. Sérstök áhersla verður lögð á að kynna kauphegðun og væntingar bandarískra ferðamanna, m.a. með tilliti til þess að vænta má fleiri bandarískra ferðamanna til íslands i haust en áður vegna heimsóknar Hillary Clinton til landsins. Reynt verður að svara spurning- um á borð við: Hvað fær ferðamenn til að versla í þinni verslun? Hvemig má auka viðskiptin? Hvaða þjónustu fær viðskiptavin- urinn? Hvernig lítur versl- unin þín út? Fyrirlesarar verða Julia Ryan, markaðs- stjóri Global Refund í Banda- ríkjunum, Sigurður Veigar Bjarnason, sölustjóri Global Refund á íslandi, Drífa Hilmarsdóttir, útstillinga- hönnuður og Stefán S. Guð- jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunarinnar. Námskeið Komið annað hljóð í strokkinn Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Samleið með Kristi Prestastefna íslands hefst á morgun, þriðjudag, og stendur til fimmtudags. Hún verður haldin á Kirkjubæjarklaustri að þessu sinni. íhugunarefni stefhunnar er Jesús Kristur og gildi hans fyrir kirkju og einstaklinga í nútíman- um. Hluti prestastefnunnar er op- inn almenningi, það er pílagi'íms- ferð og guðsþjónusta á Jónsmessu- nótt. Prestastefnan verður ein sú fjölmennasta sem haldin hefur verið en hana munu sækja um 200 manns. Prestastefnan er ein elsta samkoma þjóðarinnar en hún er fyrst og fremst samkoma þar sem biskup kallar vígða þjóna kirkj- unnar til samfunda og ráðgjafar. Yfirskriftin að þessu sinni er Samleið með Kristi. Sr. Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, predikar í upphafsguðsþjónustunni sem haldin verður í Prestsbakka- kirkju. Að messu lokinni flytur biskup yfirlitsræðu sína og Sól- veig Pétursdóttir, kirkjumálaráð- herra, og Jón Helgason, forseti kirkjuþings, flytja ávörp. Þrjár pilagrímsferðir verða farnar á Prestastefna prestastefnunni og er ein þeirra opin almenningi. Á morgun, kl. 17.30, verður gengið frá Systra- fossi að Systrastapa. Kross verður borinn fyrir göngufólki, staldrað verður við á fimm stöðum, lesið, sungið, beðið og ihugað. Gangan tekur um eina klukkustund. Dag- inn eftir verður aftur farin eins konar pílagrímsfór að bænhúsinu á Núpsstað og gengið þar til altar- is. Á miðvikudagskvöldið verður svo guðsþjónusta á Jónsmessunótt í gamla kirkjugarðinum við kapelluna á Klaustri en biskup býður Skaftfellingum og ferða- mönnum til þátttöku. Bridge Fyrstu umferð Bikarkeppni Bridgesambands íslands lauk I gær og er þá búið að fella 16 sveitir af 48 úr keppni (16 sveitir sátu hjá í fyrstu umferð). Að venju eru það nokkrar sterkar sveitir sem hafa þurft að lúta í gras strax í fyrstu umferð. Sveit Spotlight Club er þar á meðal, en hún tapaði fyrir sveit Ólafs Steinasonar í fyrstu umferð. Sveit Ólafs græddi 11 impa á þessu spili í leiknum, austur gjafari og AV á hættu: * G109 W D10743 * D1064 * K * 63 WK952 * 83 * ÁD1084 4 K8542 V G * KG95 * G62 Austur Suður Vestur Noröur Kristján Oddur Helgi Hrólfur 1 grand pass 2 * pass 2 ♦ pass 3 * pass 3 grönd p/h Opnun Kristjáns Más Gunnars- sonar lofaði nákvæmlega 14-15 punktum á hættunni og þriggja laufa sögn Helga G. Helgasonar sýndi áskorunarhendi með 4 spil í öðrum hvorum hálitanna og 5+ spil í laufi. Kristján ákvað að reyna við 3 grönd. Oddur ákvað að spila út spaða í upphafi og Kristján fékk fyrsta slaginn á drottningu. Hann var nú i góðum mál- um og vissi að hann gat unnið spil- ið ef laufið gæfi 4 slagi. Kristján var með öryggisspilamennskuna á hreinu og spilaði strax laufi á ásinn. Sú spilamennska tryggði honum 10 slagi í þessum samningi. Ef Oddur hefði spilað út tígli í upphafi, verð- ur sagnhafi hreinlega að spila laufi á ásinn til að vinna spilið og ólík- legt að sú spilamennska finnst við borðið (þó laufkóngur sé oftar ein- spil en önnur spil!?!). Á hinu borð- inu í leiknum var samningurinn 2 grönd. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.