Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1999, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 1999 25 Sport DV Falur skrifaði undir - gerði eins árs samning við eitt besta lið Finnlands Falur Harðarson, landsliðsmað- ur 1 körfuknattleik og liðsmaður Keflvíkinga, hefur skrifað undir eins árs samning við finnska félag- ið Torpan Pojat (Topu) frá Helsinki. Falur á að vera kominn utan til æfinga 27. júlí en þá hefst undirbúningurinn fyrir tímabilið. Topu hefur um árabil verið eitt sterkasta félagslið Finnlands og varð finnskur meistari fjögur ár í röð, frá 1995-1998. „Mér líst mjög vel á það að fara leika með Topu. Það er nauðsyn- legt að prófa eitthvað nýtt og ég hlakka mikið til að takast á við þetta verkefni. Það verður nóg að gera á næsta tímabili en auk mót- anna heima fyrir tekur liðið þátt í Evrópukeppninni og mér hefur verið tjáð að leikirnir á næsta tímabili gætu orðið í kringum 70 talsins. Liðið hefur verið að styrkja sig verulega og mætir ef- laust sterkt til leiks,“ sagði Falur Harðarson í samtali við DV um helgina. -JKS - Skagamenn unnu stórsigur gegn Teuta frá Albaníu, 5-1 Skagamönnum tókst ætlunarverk sitt gegn albanska liðinu Teuta í Toto- keppninni á Akranesi á laugardaginn var. Takmark Skagamanna var að vinna á sannfærandi hátt og gekk það eftir. Það blés ekki byrlega fyrir heima- mönnum þegar Albanimir skoruðu fyrsta markið í leiknum en Skagamenn brettu bara upp ermamar í kjölfarið og unnu góðan sigur. Þessi sigur ætti í öllu falli að fleyta Skagamönnum áfram í keppninni en hinu má ekki gleyma að aðstæður verða allt aðrar en þær vora á Skaganum í þessum leik. Skagamenn voru seinir i gang en Al- banarnir þeim mun líflegri. Þeir náðu óvænt forystunni á 16. mínútu og þar svaf vörn Skagamanna á verðinum. Adrian Babamustafa skoraði mark gestanna af stuttu færi. Þetta mark sló Skagamenn út af lag- inu um tíma en smám saman náðu þeir tökunum á leiknum og ljóst var hvert stefndi. Á 22. mínútu var brotið á Gunnlaugi Jónssyni innan vítateigs og dómarinn dæmdi umsvifalaust víta- spyrnu. Úr henni skoraði Pálmi Har- aldsson af öryggi. Á 22. mínútu opnaði Ragnar Hauks- son markareikning sinn með skalla og var aðdragandinn að markinu sérlega fallegur. Pálmi átti sendingu inn í teig- inn og Kenneth Matjane framlengdi boltann tO Ragnars. Ragnar hafði ekki sagt sitt síðasta orð því á 45. míníutu var hann aftur á ferðinni með sann- kallað þumuskot eftir góðan undirbún- ing frá Matjane. Stuttu áður átti Ragnar hörkuskot í slá. Örlítið lifsmark var með Albönun- um í upphafi síðari hálfleiks en það fjaraði jafnharðan út. Skagamenn réðu ferðinni án þess þó að skapa sér tæki- færi framan af en það átti eftir að breytast. Á 77. mínútu skoraði Kenn- eth Matjane Qórða markið eftir að hafa komist fram hjá markverðinum og skorað utarlega úr teignum. Það var vel að þessu marki staðið hjá S-Afríku- búanum. Hann innsiglaði síðan góðan sigur Skagamanna eftir sendingu Jóhannes- ar Harðarson fyrir markið á 87. mín- útu. .Boltinn fór beint á kollinn á Matjane sem stýrði honum laglega í netið. Þessi sigur hlýtur að gefa Skaga- mönnum byr í seglin upp á framhaldið í sumar. Liðið lék á köflum ágæta knattspymu sem uppskar góðan sigur. Heimir Guðjónsson, Reynir Leósson, Gunnlaugur Jónsson, Kenneth Matjane og Ragnar Hauksson áttu allir góðan leik. Annars var liðsheildin sterk og stóð á bak við þennan sigur. Albanska liðið er skipað þokkalegum einstaklingum en allar aðgerðir liðsins voru bitlausar. -JKS 2. DEILD KARLA Völsungur-Leiknir, R..........1-3 John Matthews - Amar Halldórsson 2, Óskar Alfreösson. HK-Ægir.......................5-0 Gunnar Öm Helgason 2, Sigurgeir Kristjánsson 2, Stefán Guðjónsson. Selfoss-Tindastóll ...........1-1 Jón Þorkell Einarsson - Atli Bjöm Leví. KS-Léttir.....................5-1 Nökkvi Gunnarsson 3, Ómar Berndsen, Agnar Sveinsson Engilbert Friðfinnsson. Sindri-Þór A..................2-0 Ármann Björnsson, Jóhann Valgeirsson. Tindastóll 3 3 0 0 11-2 9 Leiknir, R. 3 2 1 0 5-0 7 Sindri 3 1 2 0 4-1 5 HK 3 1 2 0 6-4 5 Ægir 3 1 2 0 6-4 5 Þór, A. 3 1114-3 4 KS 3 1 0 2 2-5 3 Selfoss 3 0 1 2 2-7 1 Völsungur 3 0 1 2 2-9 1 Léttir 3 0 0 3 4-11 0 3. DEILD KARLA Fjölnir-Augnablik............0-1 Hamar-KFR....................O-l GG-Bruni ....................4-0 Njarðvík-Reynh-, S...........1-3 Vikingur, Ó.-Þróttur, V......2-2 Hvöt-Kormákur................4-3 Magni-Neisti, H..............3-3 Nökkvi-HSÞ B.................9-0 Huginn/Höttur-Leiknir........1-1 Þróttur, N-Einherji..........2-0 KÍB-UMFA ....................1-1 1. deild karla í knattspyrnu: pi > *■ ^ ••* Fjorði i roð hjá Fýlki - Hörður með þrennu gegn Víði 1-0 Þórhallur Dan Jóhannsson (28.) 1- 1 Rúnar Sigmundsson (41.) 2- 1 Ómar Valdimarsson (73.) Fylkir vann sinn fjórða sigur í röð í deildinni gegn Stjömunni í svo mikl- um rokleik og rigningu að stundum var varla stætt. Fylkir var meira með boltann í fyrri hálfleik en Stjömumenn börðust af krafti. Fylkisliðið situr á toppnum og verður varla ýtt þaðan með sama áframhaldi. Stjaman á eftir að hala inn stig í sumar og blandar sér jafnvel í toppbaráttuna. Maður leiksins: Ómar Valdimars- son, Fylkir. Hörður með þrennu 1-0 Hörður Magnússon (22.) 1- 1 Kári Jónsson (65.) 2- 1 Hörður Magnússon (71.) 3- 1 Hallsteinn Amarson (81.) 4- 1 Hörður Magnússon (90.) FH-ingar sigruðu Víði á heimavelli sínum í Kaplakrika, 4-1, í leik sem var jafn fram undir miðjan síðari hálfleik þegar FH-ingar tóku öll völd á vellinum. Sigurinn var heldur stór hjá FH-ingum þótt hann væri verðskuldaður. Víðismenn sneru hins vegar vöm í sókn og fengu tvö dauðafæri með fjögurra mínútna millibili í síðari hálfleik sóttu FH- ingar nokkuð meira og Hörður fékk þrjú dauðafæri til að auka muninn fyrir FH áður en Kári Jónsson jafnaði fyrir Víði. Maður leiksins: Hörður Magnússon, FH. Baráttusigur hjá Þrótti 1-0 Hreinn Hringsson (65.) Það vom sprækir og baráttuglaðir Þróttarar sem unnu verðskuldaðan sig- ur á Skallagrími. Þróttarar skomðu glæsilegt mark eftir annars góða byrjun Borgnesinga í siðari hálfleik. Þorsteinn Halldórsson vann boltann vel á miðjunni, gaf á Ingvar Ólason sem gaf snilldarsend- ingu á Hrein sem átti ekki i erfíðleik- um með að leggja boltann fram hjá Viktori í marki Skallagríms. Maður leiksins: Þorsteinn Hall- dórsson, Þrótti. Fimm mörk á Dalvík 0-1 Arnór Gunnarsson (32.) 1-1 Guömundur Kristinsson (53.) Skagamenn voru í miklu stuði i Totokeppninni um helgina og þegar upp var staðið höfðu Skagamenn skorað 5 mörk DV-mynd ÞÖK 1-2 Ágúst Guðmundsson (59. sjálfsm.) 1- 3 Heiðar Ómarsson (65.) 2- 3 Guðmundur Kristinsson (84.) ÍR-ingar gerðu góða ferð til Dalvíkur þegar að þeir lögðu heimamenn, 2-3, í bráðfjörugum leik. Ekki vantaði færin á báða bóga og mörkin hefði hæglega getað orðið mun fleiri. Maður leiksins: Heiðar Ómarsson, ÍR. Fyrsti sigurinn hjá KVA 1-0 Egill Sverrisson (62. vítasp.) KVA vann mikilvægan sigur á KA, 1-0, um helgina og var þetta um leið fyrsti sigur liðsins. KVA var betri aðil- inn í leiknum og baráttan ailsráðandi. Það sama verður ekki sagt um KA-lið- ið en frammistaða liðsins tO þessa hlýtur að hafa valdið áhangendum þess vonbrigðum. „Það er vonandi að sigurinn komi okkur inn á réttar brautir en sterk liðsheild skóp þennan sigur,“ sagði Róbert Haraldsson, fyrirliði KVA. Maður leiksins: Robert Kelly, KVA. - JKS/-GH/-HI/-ÍBE Sagt eftir leik: „Ánægður með margt“ „Ég var ánægður með margt í leik liðsins. Við erum að verða sterkari með hverri raun og þessi sigur ætti að auka sjálfstraust liðsins. Við renndum nokkuð blint í sjóinn varðandi mótherj- ann en þeir léku eins og ég átti von á. Mínir menn tóku sig veru- lega saman í andlitinu eftir mark- ið, léku vel oft á tíðum og mörkin létu ekki á sér standa," sagði Logi Ólafsson, þjálfari ÍA, við DV eftir leikinn. Albanska liðið spilar boltanum mikið og er sterkt í loftinu. Það verður eflaust mjög erfitt heim að sækja og þar verða aðstæður með allt öðrum hætti, að ekki sé talað um hitamuninn. Við verðum að ætla að þessi munur nægi og fleyti okkur áfram í keppninni," sagði Logi. „Eftir 20 mínútur tókum við leikinn í okkar hendur og þeir gáfust hreinlega upp. Við skoruð- um fimm mörk og þau gefa okkur vonandi fyrirheit um framhaldið. Það var frábært að skora þessi mörk og sjá boltann þenja út net- möskvana," sagði Ragnar Hauks- son við DV. Lið ÍA í leiknum: Ólafur Gunnarsson - Reynir Le- ósson, Stur- laugur Har- aldsson, Gunnlaugur Jónsson, Pálmi Har- aldsson, Jó- hannes Harðarson, Alexander Högnason, Kenneth Matjane, Heimir Guð- jónsson, Kári Steinn Reynisson, Ragnar Hauksson (Sigurður Ragnar Eyj- ólfsson 73.) Gult spjald: Ragnar (í A) Mark- skot: ÍA 15, Teuta 7. Horn: ÍA 7, Teuta 2. Dómari leiksins: Sörensen frá Dan- mörku, ágætur. Maður leiksins: Kenneth Matjane, ÍA. m I.DEILD KARLA Fylkir ÍR 5 4 0 1 10-7 12 5 3 11 13-10 10 FH 5 3 0 2 14-7 9 Stjaman 5 2 1 2 9-7 7 Þrottur, R. 5 2 1 2 6-6 7 Víðir 5212 10-12 7 Skallagr. 5 2 0 3 8-9 6 KA 5 1 2 2 6-6 5 Dalvík 5 1 1 3 6-10 4 KVA 5 113 9-17 4 ÞIN FRISTUND -OKKAR FAG V INTER SPOki Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavík • 510 8020 • www.intersport.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.